Þjóðviljinn - 23.10.1982, Blaðsíða 31
Helgin 23.-24. október 1982 þjóÐVILJINN — SÍÐA 31
Formenn stj órnarandstöðuflokkanna:__
Vflja að stjómln
segi strax af sér
„Áfram verður haldið og reynt að finna leið
út úr völundarhúsinu”, segir Svavar Gestsson
Formenn stjórnarandstöðu-
flokkanna hreyfðu því á fundi með
ráðherranefnd stjórnarliða í gær,
að ríkisstjórnin segði af sér og
mynduð yrði minnihiutastjórn,
meirihlutastjórn eða utanþings-
stjórn fram að kosningum sem
haldnar yrðu sem fyrst. Stjórnar-
liðar kváðu slíka hugmynd liggja
utan þess ramma sem viðræðum
stjórnar og stjórnarandstöðu hefði
verið settur, enda hefði ríkisstjórn-
in meirihluta á þingi og ekki ástæða
til þess að tefla málum í enn meiri
óvissu en þó er nú.
„Við lögðum fyrir stjórarand-
stöðuflokkana ákveðna spurningu
sl. mánudag," sagði Svavar Gests-
son eftir fundinn í gær. „Við innt-
um þá eftir því hvort þeir væru til-
búnir að ræða við ríkisstjórnina um
framgang brýnustu mála á næst-
unni. Formenn flokkanna svöru-
ðu, að það væru þeir ekki tilbúnir
að ræða fyrr en gengið hefði verið
frá ákvörðun kjördags. Alþýðu-
bandalaginu kom slíkt svar ekki í
opna skjöldu, þar sem við höfðum
áður lagt til, að um þetta yrði
samið.
Það varð síðan samhljóða niður-
staða ráðherranefndarinnar að
leggja fyrir fundinn með for-
mönnum stjórnarandstöðuflokk-
anna, sem haldinn var í morgun,
hvort það gæti ekki verið viðræðu-
grundvöllur að ræða annarsvegar
hugsanlegan kjördag á fyrri hluta
næsta árs og hinsvegar framgang
lykilmála eftir nánara samkomu-
lagi.
Formenn stjórnarandstöðu-
flokkanna svöruðu þessari tillögu
ekki endanlega af sinni hálfu og
áskildu sér allan rétt, m.a. til þess
að bera sig saman við sína þing-
flokka. Þeir drógu hinsvegar báðir
inn í þessar viðræður óskylt mál,
það er að segja ríkisstjórnina og
stöðu hennar. Þeir hreyfðu þeirri
hugmynd að ríkisstjórnin segði af
sér og mynduð yrði minnihluta-
stjórn, meirihlutastjórn eða utan-
þingsstjórn.
Að mínu mati getur þetta mál
ekki verið á dagskrá í viðræðum við
stjórnarandstöðu. Þetta er að sjálf-
sögðu málefni ríkisstjórnar sem
enn hefur þingmeirihluta á Alþing-
i. Það væri ábyrgðarleysi ef ríkis-
stjórnin segði nú af sér og stefndi
með því málum í enn meiri óvissu
en er nú, þrátt fyrir allt. Ríkis-
stjórnin ræður á hinn bóginn ekki
að fullu við lagasetningu á þingi, og
þessvegna hefur hún snúið sér til
stjórnarandstöðunnar með tillögu
um að ræða ákvörðun kjördags og
framgang mála.“
- Geir Hallgrímsson hefur sagt,
að fyrri hluti árs sé of rúmur tími.
Hvað hefur verið rætt nánar um
Svavar Gestsson: Ábyrgðarleysi að
stofna til enn meiri óvissu og nær að
leysa þingið úr sjálfheldu með
samningum.
hvenær á þeim tíma yrði kosið1?
„Það var ætlunin að þeim við-
ræðum sem á stað eru að fara lyktu-
ðu með dagsetningu kosninga. Ég
vil ekki festa eina dagsetningu
fremur heldur en aðra á þessu stigi.
Við erum opnir fyrir öllum leiðum
til þess að leysa þingið og þau stóru
vandamál sem uppi eru út úr póli-
tískri sjálfheldu. Stjórnin ber hér
ábyrgð, en ekki síður stjórnarand-
staðan - ekki síst eftir að hún hefur
nú hrifsað til sín formennsku í þing-
nefndum sem áður voru undir for-
ystu stjórnarliðsins."
- Hvert verður þá framhaldið?
„Það var út af fyrir sig ekki mikið
að græða á fundinum í morgun. En
það slitnaði ekki upp úr þessum
viðræðum. Áfram verður haldið og
reynt að finna leið út úr völundar-
húsinu." -ekh
Bakarasveinar____________
Mótmæla
banni á
starfsemi
Samstöðu
Aðalfundur Bakarasveinafélags
íslands sem haldinn var nýlega
mótmælir harðlega skerðingu
pólsku herforingjastjórnarinnar á
sjálfsögðum mannréttindum pólsks
verkalýðs til stofnunar og starf-
rækslu frjálsra verkalýðsfélaga.
Þá mótmælir aðalfundurinn inn-
flutningi á erlendum kökum og
vekur athygli á að slíkur innflutn-
ingur dragi úr atvinnu hér á landi.
Þessvegna hvetur félagið lands-
menn til að velja íslenskt.
Jafnframt krefst fundurinn þess,
að erlendum kökuframleiðendum
verði gert að merkja umbúðir sínar
í samræmi við þau lög og reglu-
gerðir sem gilda hér.
Bakarasveinafélagið verður 75
ára í byrjun næsta árs, og er í ráði
að minnast þess á margvíslegan
hátt.
Formaður Bakarasveinafélags-
ins er Hermann Arnviðsson, og
aðrir í stjórn eru Guðmundur Paul
Jónsson, Sigurður Sigurjónsson,
Sturla Birgisson og Styrmir Brag-
ason.
-Ig-
SiT|í 1
Farþegaskipið „Edda“ sem Farskip h.f. tekur í notkun 1. júní 1983.
Nýja farþegaskipið
hlaut nafnið „Edda”
og það mun hefja siglingar 1. júní 1983
Eins og Þjóðviljinn skýrði frá
fyrir skömmu, hafa Eimskip og
Hafskip stofnað nýtt hlutafélag,
Farskip h.f. til að annast útgerð og
rekstur farþegaskips, sem sigla
mun frá Reykjavík til Newcastle í
Englandi og Bremerhaven í Þýska-
landi yfir sumarmánuðina.
M.S.„Edda“ er 7800 brúttólesta
skip, sem á sínum tíma var smíðað
fyrir finnska útgerðarfyrirtækið
„Silja Line“, sem er þekkt fyrir
hvað bestan útbúnað af öllum ferj-
ufélögum. Skipið sameinar kosti
bílaferju og farþegaskips með full-
kominni aðstöðu um borð til
afþreyingar og skemmtana fyrir
farþega. Skipið gengur 21 sjómílu
og erbúið virkum stöðugleika-
uggum og styrkt til siglinga í ís.
Mesti farþegafjöldi er 900 manns
og bifreiðarými fyrir 150 til 170
bifreiðar eftir stærð. Svefnpláss er
fyrir 440 manns í 200 klefum, 2ja,
3ja og 4ra manna. í skipinu er
sundlaug, sauna, barnagæslu-
svæði, fríhöfn, verslun, hár-
greiðslustofa, útisvæði fyrir sól-
dýrkendur, lyftur milli dekkja,
símstöð, banki og upplýsingamið-
stöð.
-S.dór
Kalt
sumar
kveður
Sumarið sem nú hefur kvatt var í
heild kalt og fremur þurrt, að því er
Unnur Ólafsdóttir verðurfræðing-
ur tjáði okkur. I Reykjavík, á Ak-
ureyri og á Höfn var meðalhiti þess
1,1 gr. undir því, sem gerist í með-
alárferði. í Reykjavík var meðal-
hitinn 8,9 gr., og hafa aðeins 5
sumur verið kaldari frá því að mæl-
ingar hófust árið 1880.
Úrkoma í Reykjavík var í rúmu
meðallagi og sólskin þar heldur
minna en venjulega. A Akureyri
var meðalhiti 8,5 gr., úrkoma í
tæpu meðallagi og sólskin meira en
venjulega gerist. Á Höfn var með-
alhiti sumarsins 8,2 gr. og úrkoma
3/4 hlutar þess, sem mælist í meðal-
ári.
Júnímánuður var víða mjög
þurrviðrasamur nema á suðvestur-
horni landsins. Á Höfn var þetta
úrkomuminnsti júnímánuður frá
1971. Kalt var lengst af austan-
lands, en annarsstaðar sæmilega
hlýtt. Sólríkt var á Norðurlandi og
á Akureyri sólríkasti júnímánuður
frá því að mælingar hófust 1927.
Júlí var víða mjög úrkomu-
samur, hiti í tæpu meðallagi, nema
á Norðurlandi var heldur hlýrra en
venja er til. Gróður tók yfirleitt vel
við sér og talsverðir vatnavextir
urðu sunnanlands.
Ágústmánuður var heldur kald-
ur urn allt land. í Reykjavík var
hann, ásamt ágúst 1976, sá kaldasti
s.l. 60 ár. Á Norðurlandi var úr-
koma yfir meðallagi, en annars-
staðar talsvert undir því. Heyskap
lauk víða í mánuðinum.
September var mjög kaldur og
tiltölulega úrkomulítill. í Reykja-
vík hefur enginn septembermán-
uður mælst kaldari svo neinu nemi,
en álíka kaldir voru sept. 1918,
1922,. 1975 og 1979.
Það sem af er okt. hefur verið
hægviðrasamt og þurrt í Reykjavík
og hiti undir meðallagi.
-mhg
Lán til
Landsvirkj-
unar
í gær var undirritaður í Helsing-
fors lánssamningur milli Lands-
virkjunar og Norræna fjárfesting-"
arbankans vegna láns til Lands-
virkjunar að fjárhæð 1200 milljónir
japanskra yena eða um 70 milljónir
króna á núverandi gengi. Af hálfu
Landsvirkjunar undirritaði samn-
inginn Halldór Jónatansson, að-
stoðarframkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins. Lánstími er 10 ár og vextir
9,2% p.a. Verður lánsfénu varið til
að greiða upp eldri og óhagstæðari
lán vegna Hrauneyjafossvirkjunar.
Frétt frá Félagi Sameinuðu þjóðanna
Dagur Sameinuöu þjóöanna
Þann 24. október 1945 gekk
sáttmáli Sameinuðu þjóðanna í
gildi. Þess dags er jafnan minnst
um allan heim. Tilgangurinn með
degi Sameinuðu þjóðanna er að
kynna þjóðum heims markmið
og starfsemi samtakanna og afla
stuðnings við þau verkefni, sem
Sameinuðu þjóðirnar fást við.
Markmiðin hafa verið óbreytt frá
upphafi. í sem stystu máli eru
þau:
- Að varðveita aljrjóðlegan frið
ogöryggi.
- Að vinna að bættri sambuð
þjóða heims.
- Að koma á fót alþjóðlegu
samstarfi til þess að leysa alþjóð-
leg vandamál á sviði efnahags-
mála, félagsmála, menningar- og
mannúðarmála og skapa aukna
virðingu fyrir mannréttindum og
grundvallarfrelsi öllum til handa.
- Að vera samræmingarmið-
stöð þeirrar viðleitni þjóðanna að
ná þessurn sameiginlegu mark-
miðum.
Rétt eins og gífurlegar
þreytingar hafa átt sér stað í
heiminum frá því að Sameinuðu
þjóðirnar voru stofnaðar, þá hafa
og orðið miklar breytingar á
starfsemi samtakanna á þessurn
37 árum. Stofnríkin voru 51, en
eru nú 157. Enn er það æðsta
markmið samtakanna að tryggja
frið í heiminum, og býsna oft á
liðnum árum hefur starf Sam-
einuðu þjóðanna leitt til þess, að
deiluaðilar settust að samninga-
borði í stað þess að grípa til
vopna. Oft á tíðum virðist
mönnum sem það starf sé til lítils
unnið og að samtökunum hafi
mistekist það ætlunarverk sitt
„að forða mannkyninu frá hörm-
ungum styrjalda“. Verður
mönnum þá starsýnna á það sem
miður hefur farið en það sem vel
hefur tekist. Hinn mikli árangur
af starfi Sameinuðu þjóðanna
hefur horfið mönnum sjónum í
reykmekki þeirra styrjalda sem
samtökunum hefur ekki auðnast
að koma í veg fyrir.
íslendingum ætti að vera ljóst,
manna best, mikilvægi samtak-
anna. Á vettvangi Hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna höf-
um við tryggt okkur lagalegan
umráðarétt yfir auðlindunum í
kring um landið.
Sameinuðu þjóðirnar hafa fært
milljónum manna um víða veröld
von um betra líf, sérstofnanir
samtakanna á borð við Matvæla-
og landbúnaðarstofnunina,
FAO, Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unina, WHO, Barnahjálpina og
Flóttamannastofnunina, hafa
unnið sleitulaust og oft við erfið
skilyrði að því að gera vanþró-
uðum þjóðunt kleift að tileinka
sér nútímatækni svo þær geti á
komandi tímum búið við betri
lífsskilyrði en í dag, og stofnan-
irnar hafa aðstoðað hjálparþurfi
eftir megni.
Sameinuðu þjóðirnar hafa
einnig starfað ntikið að mannrétt-
indamálum og stuðlað mjög að
eflingu virðingar fyrir rétti
manna um allan heim. Mannrétt-
indayfirlýsing Sameinuðu þjóð-
anna var samþykkt 10. desember
1948, og er sú yfirlýsing enn í
fullu gildi og oft til hennar vitnað.
|