Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINNHelgin 6. - 7. nóvember 1982 Hver veröur lygalaupur mánaðarins? Og þá er þaö fyrsta lygasagan í nóvember en spurningin er hver verður lygálaupur mánaðarins. Þetta form hefur orðið býsna vinsælt og margir orðið til að senda sögur, og enn er fólk hvatt til að setjast niður og segja nú eina reglu- lega góða, helst þó ekki lengri en 1 - 2 vélrituð blöð. Fólki er leyfilegt að skrifa undir dulnefni, en rétta nafnið verður þó að fylgja með. Sendið Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Rvík, c/o Guðjón Friðriksson, trúnaðarmál. Og hér kemur saga frá Hljóði frá Horni. Óvœnt í Afríku skráargatid Útsending sovéska sjón- varpsins yfir lond og lýð hér á íslandi hefur vakið mikla athygli. Hitt hefur ekki farið eins hátt í umræðunni að fyrirtæki það í eigu Karnabæjar sem hefur skapað móttökuskilyrði fyrir hinn sovéska áróður er í næsta húsi við nýjar höfuðstöðvar Al- þýðubandalagsins. Raunar fer sú saga nú sem logi yfir akur að einn ónefndur starfsmaður flokksins hafi sést í fylgd með sovéskum leyniþjónustumanni og starfs- manni umboðsfyrirtækisins á þaki nýju flokksmiðstöðvarinnar þar sem kannaðir voru mögu- leikar á að fá „hund“ úr sjón- varpsloftnetinu sovéska inn í samkomusal allaballanna. Má því vænta þróttmikils starfs flokksins í vetur þar sem hægt verður að bjóða upp á beina línu frá Moskvu - á þremur rásum! Reyndar segja aðrir að þessi sjónvarpshnöttur, sem sending- arnar eiga að koma frá, sé bara gabb. Utsendingarnar komi úr húsnæði Alþýðubandalagsins. Ekki eru áhugamenn um vest- ræna samvinnu alveg áhugalausir um hinar sovésku sjónvarpssend- ingar heldur, því að í gær, þegar blaðamaður Þjóðviljans ók um Hverfisgötu rétt fyrir hádegið mátti sjá hvar Alfreð Þorsteins- son, fyrrverandi formaður Varð- bergs og forstjóri Sölunefndar varnarliðseigna, ók heldurglað - Makkalegui á tryllitæki sínu rrá Hlj'óntbæ. iiuðstóð móttöku - si öðva fyrir sendingarnar. Það vakti hins vegar athygli að mesta fréttablað landsmanna, Morgunblaðið, sá enga ástæðu til þess í gær að skýra frá hinum ótt- alegu þriggja rása sendingum, og hefur þó oft verið skrifuð frétt af minna tilefni. En það er stundum vandlifað í þessum heimi. Hljóm- bær er nefnilega dótturfyrirtæki Karnabæjar eins og áður sagði og Karnabær er einn af stærstu auglýsendum í Mogganum. Eins og landsmenn urðu á- þreifanlega varir við um síðustu helgi fór fram víðtæk peninga- söfnun til styrktar baráttunni gegn krabbameini um allt land, og var hún sett upp sem einskon- ar samkeppni milli landshluta og byggðarlaga. Það vakti athygli þegar niðurstöður voru kynntar að einna minnst safnaðist á mann í Garðabæ og Seltjarnarnesi, en þar býr margt af ríkasta fólki landsins. Gunnar Thoroddsen forsæt- isráðþerra mun að öllum líkind- um hella sér út í prófkjörsslag í Sjálfstæðisflokknum í vikunni, enda er enginn bilbugur á gamla manninum þó að hann sé kominn á áttræðisaldur. Talið er víst að hann muni fá stormandi fylgi frá hinum ýmsu flokksbrotum Sjálf- stæðisflokksins. Borgarstióri hefur tilnefnt sérstakan fulltrúa sinn til setu í fræðsluráði Reykjavíkur og er al- mennt litið á það sem vantraust á Áslaugu Brynjólfsdóttur nýsett- an fræðslustjóra í Reykjavík. Fulltrúinn er ritari fræðsluráðs, Björn L. Halldórsson, starfsmað- ur fræðsluskrifstofunnar. Áslaug situr þó fundina eftir sem áður. EÍmUr við Seljaveg hefur nú samþykkt að ræða við borgina um flutning fyrirtækisins á annan stað í borginni, en fyrirtækið neitaði að ræða við fyrrverandi borgarstjórn um slíkt á kjörtíma- bilinu 1978-1981. í bréfi sem Jón Steinar Gunnlaugsson ritar fyrir fyrirtækið til borgarráðs er að finna mótmæli við þeirri vald- níðslu sem Eimur þykist hafa orðið fyrir og skaðinn sem flutn- ingur geti valdið fyrirtækinu tí- undaðar mjög. Af bréfinu má ætla að Eimur hyggist ríða feitu hrossi frá viðskiptum sínum við Alfreð: Fyrstur á vettvang Gunnar: Enginn bilbugur Vilmundur: Hættir hann við? Jón Baldvin: Ámundi er kosning- astjórinn Ásgeir Hannes: Bjargar hann Helgarpóstinum? borgina vegna flutningsins og krefjist mikilla skaðabóta. ✓ Utimarkaðurinn á Lækjartorgi hefur sagt sig á sveit. í framhaldi af ákvörðun borgar- ráðs um að úthluta gegn greiðslu torgsöluleyfum í borginni barst bréf frá Útimarkaðnum þar sem óskað er eftir því, að borgin yfir- taki eignir hans, þ.e. tjöldin og fleira smálegt. I bréfinu kemur fram að aðstandendur Útimark- aðarins hafi engar tekjur haft af öllu þessu amstri og vilji því gjarnan að borgin bara taki við.Útimarkaðurinn hefur haft einkaleyfi á torginu og í sumar innheimti hann 250 kr. á dag af öllum sem þar versluðu, bæði í tjöldunum og á göngugötunni. Borgarráð er nú að athuga málið, en umsóknir eru þegar teknar að streyma inn. LoksÍnS hafa kratar fengið úthlutað lóð undir flokksmiðstöð í Reykjavík. Fráfarandi oddviti þeirra, Björgvin Guðmundsson, lagði mikla áherslu á að kratar fengju lóð áður en hann hætti í borgarstjórn, og fyrir kosningar var samþykkt fyrirheit um lóð að hans tillögu. Það kom hins vegar í hlut íhaldsins að úthluta lóðinni, og fyrir valinu varð Laugavgur 143, hornlóð við Skúlagötu, en á henni stóð áður „húsið sem hvarf“, íbúðarhús sem borgin átti og skemmdist mikið í bruna. Aður én skemmdir höfðu verið metnar og athugað hvort gera ætti húsið upp, voru jarðýtur sett- ar á það. Mikill taugatitringur er nú í herbúðum krata út af væntanlegu flokksþingi og prófkjöri í Reykjavík. Vilmundur Gylfason beitti sér á sínum tíma fyrir rýmk- uðum reglum þannig að fleiri gætu setið flokksþingið eða alls um 350 manns. Nú hefur and- stæðingum hans tekist að þrengja reglurnar á ný svo að aðeins um 250 manns komast að. Úr Reykjavík koma aðeins um 50 manns í stað 70 og bitnar fækkun- in aðallega á fylgismönnum Vil- mundar. Vilmundur hefur sem kunnugt er boðið sig fram í vara- formannsstöðuna í flokknum, en nú er talið líklegt eða a.m.k. álit- amál hvort Vilmundur tekur þátt í prófkjörinu ef hann fær slæma útreið á flokksþinginu. Aðalkeppinautur víi- mundar og fulltrúi „skítapakks- ins“ í flokknum, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur farið ham- förum að undanförnu í baráttu sinni fyrir „öruggu" sæti á listan- um og hefur haft starfandi kosn- ingastjóra um nokkurt skeið. Það er Ámundi Ámundason, um- boðsmaður og uppgötvari verðandi poppstjarna. Helgarpósturinn hangir nú á neljarþröm fjárhagslega og skuldar miklar upphæðir. Um þessar mundir er lagt fast að Ás- geiri Hannesi Eiríkssyni pulsu- sala að kaupa stóran hlut í blaðinu, en í fyrra keyptu þeir Þorvaldur Mawby og Pétur Sveinbjörnsson í Aski hluta, gegn því að þeir fengju að koma að áhugamálum sínum í slúðri blaðsins. Skýrir það m.a. tíðar fréttir af fyrirtækinu Aski á þeim vettvangi. Og að lokum ein létt gaman- saga úr Broadway. Það er löngum kunn saga af íslenskum skemmtistöðum að ekki er óhætt að skilja eftir glös sín á borðun- um, því að þau eru þá yfirleitt tóm þegar komið er til baka. Einn gestur í fyrrgreindum stað ætlaði að sjá við þessu, þegar hann brá sér á klósettið, og setti miða við glasið sitt sem á stóð: „Ég er búinn að skyrpa í þetta glas". Þegar hann kom til baka var búið að bæta við á miðann: „Ég líka“. Hér á eftir fer löng saga sem ég neyðist til að segja í sem allra fæstum orðum og fella burt margt sem þó hefði fyllilega átt rétt á sér. Ég er uppflosnaður bóndi á mölinni, ekkill og hef því fátt til að stytta mér stundir. Einn ljós og fastur punktur er þó í lífi mínu, en það eru dag- legar ferðir mínar út á flugvöll að heilsa upp á son minn Njál, en hann er þar starfandi sem flugvirki. Dag nokkurn í sumar var ég staddur úti á flugvelli og svip- aðist um eftir Njáli. Var mér sagt að hann væri að vinna við Afríkuvélina svokölluðu, en hún var í daglegum förum milli íslands og Afríku, nýkomin og rétt ófarin. Við annað aðalhjól vélarihnar hafði verið reistur stigi, upp í hjólhúsið, sem ég klíf og kalla á Njál. Þar eð eng- inn svarar skríð ég innst inn í hjólhúsið og kalla, en án árang- urs. Á leiðinni út heyri ég suð í flugu og er ekki um að villast, tse-tse fluga, laumufarþegi með svefnsýki í farteski sínu. Veit ég nú ekki af mér um hríð, en vakna þegar vélin er að búa sig til lendingar í Afríku. Það skiptir engum togum að ég dregst með hjólastellinu, missi tak á öllu sem ég reyni að grípa í, nema ventilhettu á öðrum hjólbarðanum. í henni hangi ég góða stund uns hún losnar af og ég fell til jarðar. Þar sem flogið var í mikilli hæð tókst mér að fallinu að staðsetja mig, þarna var Angola, Zaire.....ég mundi lenda í Kongó, nánar tiltekið í svartasta frumskógi Kongó. Ég hafði, er nú var komið sögu, fallið í rúman hálftíma og fór því að svipast um eftir væn- legum lendingarstað. Valdi ég rjóður nokkurt rskóginum, því sökum lofthræðslu Vildi ég ekki eiga á hættu að lenda uppi í tré. Er nær dró jörðu sá ég að mann- api nokkur beið mín með út- breiddan faðminn, þess albúinn að grípa mig, og er ég átti skammt eitt ófarið sá ég að hann var hún. Eldsnöggt þaut gegnum hugann; j úlí — fengitími - Mein Gott!' Ekki vissi ég nú af mér fyrr en ég vakna, lurkum laminn, í dyngju apaynjunnar, nóttina eftir, við það að hún hrýtur of- boðslega. Ég reyndi nú að rifja upp allt það sem ég hafði lesið í Apabókinni er ég hafði átt sem barn. Meðal annars mundi ég það að apar eru taldir skynja hljóð og lykt með úfnum að næturlagi. Kom nú ventilhettan úr flugvélinni að góðum notum, því henni hafði ég ekki fargað. Smeygði ég henni leiftursnöggt um úf apans og hljóp út. Apinn rumskaði og bölvaði, en sofn- aði á ný. Hljóp ég þá nótt alla og dag- inn eftir á árbakka er ég hugði mundi leiða mig til manna. Kvöldið eftir fer ég að finna til þreytu í baki, enda hafði ég hlaupið fullar ellefu þing- mannaleiðir sleitulaust, og þar sem nær alrokkið var kastaði ég mér upp á stóran stein og sofnaði. Morguninn eftir vakna ég við það að steinninn er að synda á ánni og reyndist vera flóðhest- ur. Sem gamall bóndi hafði ég mikla reynslu og yndi af hestum, flóð eða ekki flóð, og næ því strax fullkominn stjórn yfir dýr- inu. Hestinum gaf ég mola af sænsku hrökkbrauði sem ég hafði hrifsað með mér frá apan- um. Ríð ég nú dýrinu tæp þrjú dægur, en sveigi að landi er ég sé hóp villtra blámanna standa á árbakkanum og veifa til mín. Með hjálp orðsifjafræði og handapats ræð ég af köllum þeirra að þeir telji mig vera „son gleraugnaslöngunnar“ (ég var með gleraugu) og þar sem hann (ég), hafi tamið „dýrið með effi skolt eins og bifvélarhlíf" (flóðhestinn), beri að þjóna hon- um (mér), á alla lund. Var mér haldin dýrleg veisla sem stóð í þrjá daga með til- heyrandi nóttum eða þar til ég sagði villimannaforingjanum að „út vilda ek“. Henti hann vísun mína þegar á lofti, enda gagnmenntaður, og bauð mér strax aðstoð sína og sinna. Með hjálp villimannanna gerði ég nú bál eitt mikið og sendi Njáli, syni mínum. upp á fslandi, orð með reykmerkjum, bað hann um teikningar að einfaldri flugvél sem smíða mætti úr bambus og leir. Ekki brást Njáll föður sínum, frekar en fyrri daginn, og innan skamms birt- ust á himni teikningar af hinum aðskiljanlegustu vélarhlutum með hnitmiðuðum skýringar- textum á ensku. Smíðin gekk fljótt og vel fyrir sig og segir ekki af ferðum mín- um fyrr en upp á íslandi fjórum dögum síðar, en ég hafði neyðst til að lenda og gista einanótt í Marokkó, því eldsneytið var búið og ekki hlaupið að því að fá 7000 lítra af kókosolíu út á flugvöll eftir kl. 22. Að lokurn við ég aðeins segja að ef einhver ekki trúir þessari sögu er honum velkomið að líta inn til mín í Öngstrætinu, en þar á ég enn mola af hrökkbrauði apadrottningar til sanninda- merkis. Hljóður frá Horni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.