Þjóðviljinn - 06.11.1982, Blaðsíða 5
Helgin 6. - 7. nóvember 1982 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 5
Líf sjúklingsins er í ykkar hendi, sagði Penny Prophit í lok tveggja daga fyrirlestrar síns hjá Hjúkrunarfélagi
íslands. - Ljósm. -ÁI. .
Góðir hjúkrunarfræðingar
„brenna upp” með tímanum
Tveggja daga fyrirlestur yflr hjúkrunarfrædingum
HELO-SAUNA
Höfum ávallt fyrirliggjandi saunaofna og klefa á mjög hag-
stæöu verði.
Helo I stærð 162x205x201 cm.
Innifalið í verði er klefi með ofni, bekkjum, lofti; grindum a
gólfi, höfuðpúða, Ijósi og full eingangaður. Verð 24.000,-
Helo III. Stærð 205x205x201 cm.
Innifalið í verði sama og með Helo 1. Verð kr. 27.500.-
Stakir ofnar
4.5 kw ofn kr., 5.573.-
6,0 kw kw ofn kr. 5.793.-
7.5 kw ofn kr., 6.315.-
BENCO,
Boiholti 4, sími 21945
Hjúkrunarfélag íslands fékk góðan gestafyrirlesara í síðustu viku,
Penny Prophit, prófessor í hjúkrunarfræðum við Louvail háskólann í
Belgíu. Penny, sem er bandarísk og tilheyrir reglu St. Ranciskussystra,
hefur starfað í Evrópu í 6 ár og tekur við prófessorsstöðu við háskólann í
Edinborg 1. janúar á næsta ári. Blaðamanni gafst færi á að spjalla stutt-
lega við Penny og hlýða á lokaorð hennar á fyrirlestrinum, sem tók hcila
tvo daga í flutningi. Ekki voru þreytumerki á henni að sjá og reyndar
heldur ekki á þeim stóra hópi hjúkrunarfræðinga sem hlýddi á fyrirlestur-
inn 1. og 2. nóvember s.l. Efni hans var „Rannsóknir og gildi þeirra fyrir
hjúkrunarfræðina sem vísindagrein.“
Rannsóknir eru kerfisbundin
leið til þess að afla þekkingar, sagði
Penny, ogþær eru undirstaða allra
framfara. I hjúkrunarfræðum, sem
Hjúkrun má ekki byggjast á happa
og glappaaðferðinni. Hún verður að
byggjast á þekkingu og reynslu.
-Ljósm. ÁI.
fást við lifandi fólk er ekki hægt að
nota happa og glappa aðferðina.
Hjúkrunin verður að byggja á
þekkingu og reynslu.
Penny leggur áherslu á að
reynsla almennra hjúkr-
unarfræðinga, hugmyndir fræði-
manna í greininni og niðurstöður
rannsóknarmanna verði að haldast
í hendur. Aðeins þannig náist ár-
angur. Hún segir að í Bandaríkjun-
um hafi rannsóknir því miður slitn-
að úr tengslum við þau vandamál
sem við er að fást í greininni, þeir
sem stundi rannsóknir tali sitt eigið
tungumál og líti jafnvel niður á al-
menna hjúkrunarfræðinga. Þetta
vona ég að íslendingar forðist,
sagði Penny. Til þess að ná árangri
verða þessir aðilar að viðurkenna
og meta störf hver annars.
Rannsóknarvinna á að vera eðli-
legur hluti af námi hjúkrunarfræð-
inga, rannsóknir eru ekki eitthvað
ALVEG SKÍNANDI
|JUMFERÐAR
sem aðeins fáir útvaldir geta stund-
að. Og rannsóknir verða að ganga
út frá reynslu og þekkingu
hjúkrunarfræðinganna sjálfra.
En hvað með Penny sjálfa,
prófessorinn og kennarann, - fer
hún sjálf eftir þeim kenningum sem
hún boðar?
Já. Á hverju ári fer ég til Banda-
ríkjanna og starfa þar við almenn
hjúkrunarstörf á sjúkrahúsi í
a.m.k. einn máriuð, segir Penny. Á
þann hátt er ég í beinum tengslunr
við dagleg vandamál starfsins, ég
fylgist betur með tækniframförum,
ég fæ tækifæri til þess að reyna
kenningar mínar í starfi og fæ einn-
ig hugmyndir að rannsóknar-
verkefnum.
Ekkert eftir
nerna askan
í lok fyrirlestrar síns fjallaði
Penny urn það sem hún nefndi
„Burnout-syndrome“ og kalla
mætti „Búinn að vera-einkenni“ á
íslensku. Hún sagði sorglega al-
gengt að horfa upp á bestu
hjúkrunarfræðingana ntissa áhug-
ann á starfi sínu, verða ópersónu-
lega og kaldhæðna. Þetta væru af-
leiðingar álags sem væru mjög mik-
ið rneðal allra hjúkrunar- og
ráðgjafastétta sent tækju starf sitt
alvarlega. Líkti hún þeim við log-
andi eldspýtu, þar sem að lokum
verður ekkert annað eftir en út-
brunnin aska. Vandamál tækju að
hrannast upp, streitusjúkdómar
gerðu vart við sig, sjálfsmorð væru
tíð meðal þessara stétta, svo og
misnotkun á áfengi og lyfjunt.
Þessi einkenni má hindra og lækna,
sagði Penny. Leiðin er ekki endi-
lega sú að minnka vinnuna, þvert á
móti getur reynst nauðsyniegt að
auka hana. Aðalatriðið er að haga
verkaskiptingu þannig að álaginu
sé reglulega létt af t.d. hjúkrunar-
fræðingi sem hjúkrar stöðugt langt
leiddum krabbameinssjúklingum.
Hjúkrunarfræðingar á slíkum
deildum þurfa að hafa möguleika á
því að fara á léttari og „árangurs-
ríkári“ deildir til þess að fylla sig
aftur orku og vinnugleði. Einnig
væri nauðsyniegt að ræða þessi mál
á vinnustaðnum, því þessi þreytu-
og álagseinkenni bitnuðu fyrst og
fremst á sjúklingunum.
í hjúkrun er tæknin ekki allt,
sagði Penny, það verður einnig að
vera tilfinning og þekking. Það
dugir t.d. ekki að beita sama við-'
móti gagnvart öllum „botn-
löngum“. Hver og einn er sérstök
persóna og hjúkrunarfræðingurinn
verður að læra að þekkja hann. ef
hjúkrun á að bera árangur. -Ál.
«pnBiw<»p
m
2 BMW315 2 BUICKSKYLARK 3 ESCORTGL 2SAAB900GL 3SUZUKIF0X
HAPPDRÆTTI ÓLYMPÍUNEFNDAR (SLANDS
Leööjum
öóðumálilið
Cuðmundur Gíslaso
Róm 1960,iœm. skriðsun
Tokyo 1964,400m. fjórsun
I00m.fl'
Mexíkó 1968,200m.c
fjórsund, 100m.
200m. og
Jónsson.
lOOm.
lústa Þorsteinsdóttir.
irn 1960,
m. skriðsurld.
Ellen Ingvadótti
Mexíkó19
I00m. skriðsu
200m. bringusu
200m. fjórs
Ouðmundsdóttir.
. 100m. skriðsund
100m. skriðsund,
m. fjórsund.
VÍÖ Öll.
n úndirbúning.
Leggjumst á eitt og styöjum þátttöku íslenskra ung-
menna á næstu Ölympíuleikum".