Þjóðviljinn - 06.11.1982, Page 13
Helgin 6. - 7. nóvember 1982 ÞJóÐVILJINN — S1ÐA13
Áslaug Brynjólfsdóttir hefur nú fyrir nokkru tekið við
embætti fræðslustjóra í Reykjavík. Ekki gekk það alveg
hljóðlaust fyrir sig fremur en stundum áður með
embættaveitingará íslandi. Umsækjendurum starfið
voru þrír, því miðurfyrirsuma:Áslaug Brynjólfsdóttir,
Bessý Jóhannsdóttirog Sigurjón Fjeldsted.
„Emraðin 1
að leggja mig
alla fram”
Áslaug Brynjólfdóttir, frseðslu stjóri
Fulltrúar minnihlutaflokkanna í
Fræðsluráði mæltu með Aslaugu í
embættið. Líklegt þótti að ein-
hverjir fulltrúar meirihlutans í
Fræðsluráði myndu mæla með
Bessý, aðrir með Sigurjóni. Gerð-
ist þá eitt af tvennu: Annað hvort
fengi annað þeirra 1 atkv., en hitt
þrjú eða bæði hlytu 2 atkv. Það
voru óheppileg úrslit sem með ein-
hverjum hætti varð að girða fyrir.
Því greip meirihlutinn til þess
lúalega ráðs, að láta eins og Bessý
væri ekki til, og aðeins kosið um
þau Áslaugu og Sigurjón. Með því
móti reyndist unnt að tryggja Sig-
urjóni öll fjögur atkv. meirihlut-
ans, en Áslaug fékk minnihlutaat-
kvæðin þrjú. Endanleg niðurstaða
varð svo sú, að menntamálaráð-
herra skipaði Áslaugu í embættið.
En hver er svo hinn nýskipaði
fræðslustjóri, hvert er verksvið
hans og hvernig segir honum hugur
um starfið? Um þetta átti blaða-
maður tal við Áslaugu Brynjólfs-
dóttur, fræðslustjóra.
Uppruni
og nám
- Ég er fædd að Krossanesi við
Akureyri, segir Áslaug. Eru for-
eldrar mínir Brynjólfur Sigtryggs-
son, bóndi og kennari þar og kona
hans Guðrún Rósinkransdóttir frá
Æðey, vestfirðingur, eins og
föðurnafnið bendir.til. Við vorum
7 systkinin, og er ég þeirra næst-
yngst. Foreldrar mínir voru fremur
fátækir, en lögðu hinsvegar á það
mikið kapp að koma okkur systkin-
um til mennta og klifu til þess þrí-
tugan hamarinn. Tvær systur mínar
luku gagnfræðaprófi og fóru svo í
húsmæðraskóla, en við hin fimm
lukum stúdentsprófi. Foreldrar
okkar fylgdust mjög vel með námi
okkar systkinanna og aðstoðuðu
okkur eftir megni, bæði fjárhags-
lega og á annan hátt.
Stúdentsprófi lauk ég frá'
Menntaskólanum á Akureyri 1952
og fór þá beina leið í heimspeki-
deild Háskólans. Löngun mín stóð
raunar fremur til þess að fara í
Kennaraskólann, en ég þurfti að
vinna með náminu og það var
auðveldara í Háskólanum.
Ári síðar fór ég svo til Þýska-
lands og stundaði þar tungumála-
nám. í Þýskalandi var ég alls í 3 ár,
en sú dvöl skiptist raunar í tvö
tímabil því í millitíðinni var ég
einkaritari hjá Haraldi Guðmunds-
syni, þáverandi forstjóra Trygg-
ingastofnunar ríkisins, þeim ágæta
manni. Upp úr þessu dvaldist ég
svo í Bandaríkjunum í tvö ár, en er
heim kom tók ég að mér að sjá um
bóksölu stúdenta. Það fannst mér
mjög áhugavert starf. Þá kenndi ég
og stærðfræði við 3. bekk Voga-
skóla. Enn var farið utan og í þetta
skipti til E1 Salvador, þar sem ég
dvaldi í eitt ár. Þá var ég komin
með fjölskyldu, 4 börn frá 5-14
ára. Ég gat ekki sent þau þarna í
skóla og varð því að kenna þeim
sjálf. Krakkarnir tóku svo sín próf
hér heima þegar þau komu um
vorið.
Og þá rættist nú loks sá draumur
minn að komast í Kennaraskólann.
Við hann nam ég í tvö ár og lauk
kennaraprófi 1971.
Haustið 1972 tók ég svo að
kenna við Fossvogsskólann og varð
yfirkennari þar 1973 og síðan að
undanteknu því, að á meðan Kári
Arnórsson, skólastjóri var í leyfi
1974-1975, gegndi ég skólastjóra-
starfinu. Og nú er þetta víst orðið
meira en nóg um sjálfa mig.
Hér má raunar ýmsu bæta við,
þótt Áslaug nefni það ekki. Hún
hefur sótt fjölmörg námskeið í
kennslu- og stjórnunarfræðum,
bæði hér heima og erlendis, hlotið
styrk frá Reykjavíkurborg til þess
að kynna sér opna skóla í Englandi
og tvisvar styrki frá Evrópuráðinu
til þess að sækja námskeið um nýj-
ungar í kennslumálum. Tvisvar
hefur hún farið til Bandaríkjanna
til þess að kynna sér þar mismun-
andi skólakerfi, sem og á Norður-
löndunum. Hún hefur setið í
stjórnum Kennarafélags Reykja-
víkur og Félags yfirkennara og
skólastjóra, stjórn Ríkisútgáfu
námsbóka (nú Námsgagnastofn-
un) og í stjórn Fræðslumyndasafns
ríkisins, stjórn Menningarsjóðs og
Menntamálaráði. Ég býst ekki við
að Áslaug kunni mér neinar þakkir
fyrir þessa upptalningu, en það
verður þá bara að hafa það.
Hlutverkfrœðslustjóra
- f hverju er svo starf fræðslu-
stjóra einkum fólgið, Áslaug?
- Fræðslustjóri er fulltrúi
menntamálaráðuneytisins og hlut-
aðeigandi sveitarfélaga um
fræðslumál í umdæminu. Hann er
framkvæmdastjóri fræðsluráðs.
Meginverkefni hans eru:
Að fylgjast með því að gildandi
fyrirmælum um fræðslumál sé fylgt
í grunnskólum umdæmisins, bæði
hvað varðar kennslu- og stjórnun-
armál, og í öðrum skólum, sem
sameiginlega eru kostaðir af ríki og
sveitarfélögum.
Að hafa umsjón með gerð ár-
legra rekstraráætlana fyrir grunn-
skóla umdæmisins, endurskoða
þær og senda menntamálaráðu-
neytinu.
Hann hefur í umboði mennta-
málaráðuneytisins og sveitar-
stjórna, umdæmisins umsjón með
rekstri og eignum þeirra skóla, sem
grunnskólalögin taka til. Dagleg
umsjón er þó undanskilin.
Hann hefur með höndum al-
menna námsstjórn í grunnskólum
umdæmisins og fylgist með árangri
nemenda í samráði við skólarann-
sóknadeild menntamálaráðu-
neytisins og kynnir sér starfsskil-
yrði skóla, en þar er átt við aðstöðu
til kennslu og náms og aðbúnað
nemenda.
Hann úrskurðar ágreiningsefni,
sem upp kunna að koma milli
skólastjóra og kennaraliðs og
skólastjóra og kennarafunda.
Hann gerir. í sambandi við meint
brot kennara eða skólastjóra í
starfi, þær ráðstafanir. er hann tel-
ur þörf.
Hann hefur umsjón með
ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu í
grunnskóla.
Hann kannar, í samvinnu við
' skólastjóra, og skólalækni og sál-
fræðideild hvort í fræðsluumdæm-
inu séu nemendur, sem ekki eiga
samleið með öðrum nemendum
sakir sjóndepru, blindu. heyrnar-
galla, málhelti, málleysi, tornæm-
is, vanvitaháttar eða annars, er tor-
veldi eðlilegan námsferil þeirra, og
hlutast til um að þeir fái kennslu
við sitt hæfi.
Nauðsyn
almennrar
umrœðu
Hér hef ég þá í stórum dráttum
skýrt frá verkefnum fræðslustjóra
eins og það er greint í grunnskóla-
lögunum. í allt þetta hlýtur auðvit-
að að fara mikill tími, svo minna
tóm gefst til að sinna hinum kenn-
slufræðilega þætti en skyldi. Ég
held, að nauðsynlegt sé að fram
fari meiri almenn umræða um
skólamálin og skólastarfið verði
skoðað í víðara samhengi en nú er
kannski gert. Starfshættir skólanna
þurfa að taka mið af breyttum
þjóðfélagsháttum og vera í sam-
ræmi við þá. í skólanum þyrfti að
fara fram meira uppeldisstarf. Við
íslendingar höfum sérstöðu um svo
margt og því þurfum við að móta
okkar eigin skólamálastefnu en
ekki apa allt eftir - jafnvel
misheppnuðum - tilraunum ann-
arra þjóða. En auðvitað þurfum
við þar fýrir að fylgjast vel með því,
sem annarsstaðar gerist í þessum
efnum. Við gætum áreiðanlega
siglt fram hjá ýmsum skerjum ef
við hugleiddum málin í tæka tíð.
Heimilin og skólinn þurfa í sarn-
einingu að sinna betur ræktun til-
finningalífs barna, því að á unga
aldri er lagður grunnurinn að
sjálfsmynd einstaklingsins og
helstu þáttum í myndun viðhorfa
hans til lífsins. Börn þurfa mikið á
að halda hrósi og hvatningu, en
þurfa jafnframt að finna til eigin
ábyrgðar og að til þeirra sé borið
traust.
Ég álít æskilegt, að nemendum í
efstu békkjum grunnskólans sé
gefinn kostur á „hægferð" í námi,
því þótt ekki sé talað um fall, þá er
það svo í raun, því að margir kom-
ast ekki í framhaldsnám vegna
lágrar einkunnar. Börn þroskast
missnemma á öllum sviðum og því
óeðlilegt að gera sömu kröfur til
allra og miða þá alfarið við aldur.
Sé miðað við eitthvert meðaltal, þá
er farið of hratt fyrir suma en of
hægt fyrir aðra. Þetta skapar
þreytu, leiða og vonleysi. Það þarf
að gefa þeim nemendum, sem dug-
legir eru og með sérhæfileika, kost
á að njóta þeirra og rækta þá, en
jafnframt að taka tillit til hinna,
sem seinfærari eru.
Verklega námið
Nauðsynlegt er að meta verk-
legu kennsluna meir en nú er gert
og ieggja ríkari áherslu á verklegar
greinar. Talað er um að á næstu
árum þurfum við aö útvega 20-30
þúsund manns störf við iðnað.
Undirbúningur að því þarf að hefj-
ast þegar í grunnskóiunum. Fyrir
þessu þarf skólinn að gera sér
grein, og þessum þörfurn verður
hanna að mæta. Hverskonar tækni
fleygir óðfluga fram, og skólinn
verður að fylgjast með tækninýj-
ungum, hann þarf að kenna aðfara
með tölvur, taka vídeóið í þjónustu
kennslunnar, o.s.frv. Skólinn á í
harðri samkeppni, og hann má
ekki vera leiðinlegastur allra. Og
skólinn má ekki vanrækja að fræða
unglingana sem best um skaðsemi
fíkniefna, hann verður að taka upp
harða baráttu gegn neyslu þeirra,
og má ekki seinna vera.
Samstarf heim-
ila og skóla
í þessu sem öðru þarf samstarf
miili heimila og skóla aö aukast
mjög, og raunar þarf skólinn að
leggja áhersiu á mikilvægi þess, að
foreldrar sinni börnunum sem
best, því þau hafa betri aðstöðu til
þess að kynnast þeim og áhuga-
sviðum þeirra en kennarinn, sem
er gjarnan með 25-30 börn í bekk.
Enda þótt vinnuálag sé núkið, þá
hafa foreldrar þó meiri tíma og
ekki síst betri aðstöðu til þess að
sinna börnunum sem einstak-
lingum en kennarinn. Og allar
kennslufræðilegar rannsóknir hafa
leitt í ljós að nám er einstaklings-
bundið og persónulegt.
Mér hefur stundum orðið hugs-
að um hvort ekki væri þörf á því að
koma upp hér í Reykjavík einskon-
ar fjöiskyldumenningarmiðstöð
þar sem foreldrar gætu komið
saman með börnum sínum og
kennurum, rætt við þá og kynnt sér
hvað er gert fyrir börnin í skóla-
num. Eða þá að gefnar væru út
handbækur þar sem bent væri á
hvernig foreldrar gætu best orðið
börnunum að liði sem kennarar.
mhg ræöir
viö Áslaugu
Brynjólfsdóttur,
frœöslustjóra
Bíð átekta
- Nú hefur einhversstaðar
skotið upp þeirri skrítnu hugmynd,
að skyndileg nauðsyn krefjist þess
að færðar verði frá fræðslustjóra-
embættinu einar 700 stöður og að.
eftir verði þá aðeins rúmar 30.
- Já, fyrst þú minnist á þetta vil
ég leiðrétta misskilning sem þetta
virðist hafa valdið, því margir hafa
spurt mig hvort fræðsluskrifstofan
væri þetta ógnar bákn.
Hér starfa á milli 30 og 40
manns. Sjálf veit ég ekki hvaða
stöður er verið að ræða þarna um:
sumir hafa nefnt það fólk, sem
vinnur að ræstingum og viðhaldi.
Hitt held ég að e.t.v. mætti benda
á, að samkvæmt lögum hafa
menntamálaráðuneytið og
fræðslustjóri yfirstjórn skólastjóra
kennara og allrar sálfræði- og
ráðgjafarþjónustu. og þetta starfs-
lið er ekki í þessari 700-800 manna
tölu, sem rætt hefur verið um að
færa frá embættinu
Ég sé í sjálfu sér ekkert athuga-
vert við það að borgarstjórinn æski
eftir viðræðum við menntamála-
ráðuneytið um stöðu fræðsluskrif-
stofunnar. Hins vegar sé ég ekki
ástæðu til að tjá mig um þessi mál,
heldur sjá til hvað út úr þessum
viðræðum kemur. í þeim verður
eðlilega stuðst við lög um grunn-
skóla, og mér er ekki ljóst, að
hvaða leyti hefur ekki verið farið
eftir þeim og þá hversvegna.
Ég vil aðeins benda á, að það er
ekki hægt að bera fræðslustjóra-
entbættið hér í Reykjavík saman
við hin. í grunnskólalögunum
stendur:
„I Reykjavík fer Fræðsluráð
með hlutverk skólanefndar".
Þarna hefur Reykjavík sérstöðu
þar sem annarsstaðar eru skóla-
nefndir í sérhverju skólahverfi og á
vegum sveitarfélaga. Þannig eru
allsstaðar margar skólanefndir í
hverju fræðsluumdæmi. En svo eru
fræðsluráð i hverju fræðsluum-
dæmi, en þau eru alls 8 á landinu og
þar með náttúrlega Reykjavík.
Fræðslustjóri er svo framkvæmda-
stjóri fræðsluráðs og jafnframt for-
stöðumaður fræðsluskrifstofu.
Mun gera
mitt besta
- Nú ert þú fyrsta konan, sem
skipar þetta starf, og fræðslustjórar
munu allir vera karlmenn. Hvernig
er þér innanbrjósts þegar þú ert nú
allt í einu orðin fræðslustjóri?
- Mér er Ijóst, að ég hef nú tekið
við ábyrgðarmiklu starfi, en ég er
staðráðin í að leggja mig fram um
að leysa það eins vel af hendi og ég
hef þekkingu og vit til, og hjá mér
mun skólinn og skólastarfið og allt,
sem ég tel best til úrlausnar í þeim
efnum, ætíð sitja í fyrirrúmi. Þetta
langar mig til að taka fram, ekki af
neinni jafnréttishugsjón, þó að ég
viðurkenni vissulega mismun kynj-
anna. En reynsluheimur okkar
kvenna er annar en karla. Við kon-
ur höfum, öttullega að ég vona,
unnið ýmis hin smærri verk, sem þó
eru undirstaða stærri verkanna.
Mér finnst að konur séu yfirleitt
nær vandamálum hins almenna
manns í samfélaginu og að þær geti
nálgast viðfangsefnið frá öðrum
sjónarhóli en karlmaðurinn; við-
horf þeirra geta verið önnur, og
þær leggja gjarnan annarskonar
áherslur á hlutina en karlmenn
gera. Ég tel að það geti verið gott
fyrir samfélagið að tekið sé tillit til
viðhorfa kvenna og þá einmitt ekki
hvað síst í uppeldis- og kennslu-
málum. Ég á sjálf fjögur börn, sem
nú hafa gengið í gegnurn öll skóla-
stigin frá leikskóla og upp í há-
skóla, og það yngsta er nú raunar í
efsta bekk menntaskóla. Ég hef
margt lært á því að fylgjast með
námi og starfi barnanna, og ég,
held, að það sé nokkdð gott vega-
nesti til þess að taka við þessu
starfi.
Ég er ákaflega ánægð með sam-
starfsfólk mitt hér. Það hefur tekið
mér af sér sérstakri alúð og elsku-,
semi. Slíkar viðtökur eru mikils
virði hverjum þeim, sem tekur við
nýju starfi, sagði Áslaug Brynjólfs-
dóttir að endingu.
- mhg