Þjóðviljinn - 06.11.1982, Side 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 6. - 7. nóvember 1982
gera nákvæmlega sömu mistök í
Mið-Ameríku, sem fyrirrennarar
hans gerðu sig seka unt gagnvart
Kúbu.
Kúbanir hafa verið með ótal
þreifanir til bættra samskipta við
Bandaríkin, en það liefur verið
slegið á þær jafnóðum. Páð getur
leitt til hörmulegs stríðs í Mið-
Ameríku að Bandaríkin skuli ekki
beita skilningi og samkomulags-
vilja, heldur blindri þvermóðsku.
Gabriel Garcia Marquez segir í
viðtalinu, að hann vilji gera allt
sem hann geti til þess að stuðla að
einingu Róntönsku Ameríku.
Hann segist hlynntur þeirri hug-
mynd Belisario Betancur forseta
Columbíu, að boða til fundar allra
leiðtoga álfunnar, og hann segist
þess fullviss., að Fidel Castro ntuni
mæta þar, jafnvel þótt þeir Pino-
chet og Strössner frá Paraguay
verði einnig til staðar. Hann segir
jafnframt að nú ríki alvarleg stríðs-
hætta á milli Nicaragua og Hondúr-
as, og að hann vilji gera allt sent
hann geti til þess að hindra slíka
þróun.'
Hann hefur oftar en einu sinni
bent á þessa hættu, og hann telur
að Bandaríkin muni notfæra sér
það tómarúm sem skapast við fors-
etaskiptin í Mexíkó, nú í desem-
berbyrjun, til þess að stuðla að inn-
rás frá Hondúras inn í Nicaragua,
er ætlað væri að gera út af við Sand-
inistastjórnina þar. - Pað er Mex-
íkóstjórn, sem helst hefur staðið í
vegi fyrir að Bandaríkin gætu farið
öllu sínu fram í Mið-Ameríku,
segir Garcia Marquez.
Skáldskapur
og stjórnmál
Sem svar við spurningunni um, á
hvern hátt stjórnmálabaráttan í
Rómönsku Ameríku tengist starfi
hans sem rithöfundur segir
Marquez:
- Eg get ekki útilokað stjórn-
málin í rithöfundarstarfi mínu.
Stjórnmál og bókmenntir eiga sér
sameiginlegar rætur.
Frá bókmenntalegu sjónarmiði
væri það hins végar rangt að líta
eingöngu til hinnar pólitísku hliðar
á sama hát og rangt væri að útiloka
hana. Pað þýðir að hin bókmennta-
lega köllun nær ekki bara til hluta
- Nóbelsverðlauninætlaég
að nota til þess að stofna
dagblað.-sagði Gabriel
Garcia Marquez, verðlaunahafi
í bókmenntum 1982, í viðtali við
Jens Lohmann frá danska
blaðinu Information fyrir
skemmstu. Viðtalið er tekið í
Mexíkóborg, þarsem Marquez
er búsettur um þessar mundir.
- Petta er nánast frágengin áætl-
un, en ég var farinn að óttast, að
ekkert yrði úr henni, m.a. vegna
þess að mig skorti fé til að hrinda
henni í framkvæmd. Ég var
reyndar komin að þeirri niður-
stöðu, að mig vantaði 200 þúsund
dollara - og það er nálægt því sama
upphæð og verðlaunaféð nemur.
Mér er það mikilvægt að nota þau
bókmenntaverðlaun, sem mér á-
skotnast, til verkefna er hafa sam-
félagslegt gildi. Ég lifi góðu lífi af
höfundarlaunum mínum og hef því
vel efni á að láta aðra njóta góðs af
verðlaunapeningum mínum.
- Hugmyndin er sú, að ég muni
sjálfur stjórna blaðinu, - að
minnsta kosti til að byrja með. Ég
ætla mér að þjálfa upp lið ungs
fólks undir þrítugu, sem er ekki
ennþá orðið læst í hinni hefð-
bundnu blaðamennsku með sínum
hvimleiða predikunarstíl. Par fyrir
utan er dagblaðaútgáfa í Rómön-
sku Ameríku allt of mikið bundin í
stórum einingum af hreinum við-
skiptalegum hagsmunaástæðum.
Pað sem mig langar tíl að gera er
öðruvísi dagblað, dagblað sem hef-
ur enga leiðara og að því er virðist
við fyrstu sýn enga stefnu heldur.
Stefnan, meiningin með blaðinu, á
hins vegar að vera falin í greinum
og fréttaskrifum. Þetta á að vera
smáskammtablað (tabíoid-blað) í
líkingu við E1 País á Spáni, ítalska
blaðið La Republica og mexíkan-
ska blaðið Únomasuno - það á að
hafa að geyma stuttar og skýrar
greinar.
- Mitt hlutverk á blaðinu fyrstu
árin verður að stjórna.
Fyrstu 3-6 mánuðina verður
þetta eins konar blaðamannaskóli,
þar sem við munum vinna eins og
við værum að gefa út dagblað. Við
munum gera alls kyns vitleysur,
ræða rnálin og gagnrýna án þess að
prenta nokkurn skapaðan hlut.
Pað verður fyrst hálfum mánuði
áður en fyrsta eiginlega tölublaðið
kemur út á göturnar sem við mun-
um prenta í mjög litlu upplagi. Ég
ætla sjálfur að verða aðalritstjóri til
að byrja með, en samtímis ætla ég
að þjálfa upp aðalritstjóra, þannig
að ég geti endurheimt það athafna-
frelsi, sem ég er vanur að hafa.
Við
stöndum einir
En það sem rithöfundinum
liggur þyngst á h jarta í viðtalinu við
Lohman er ekki hans eigin ristörf
eða verðlaunin sem slík, heldur
þjóðfélagsástandið í Rómönsku
Ameríku. Og hann bendirá athygl-
isverðar staðreyndir sem stríðið
um Malvínueyjar, sem hér eru
venjulega kallaðar Falklandseyjar,
leiddi í Ijós.
- Stríðið um Malvínueyjar leiddi
í Ijós, að þegar vanþróað land
Iendir í útistöðum við þróað iðn-
ríki, þá rnunu iðnríkin ávallt standa
saman. Lítið bara á hvernig Banda-
ríkin og Efnahagsbandalagið stóðu
Reagan-stjórnin
hefurekki
skiliðþann
raunveruleika
sem við búum við
einhuga að baki Bretum. Þetta
nálgaðist það að vera styrjöld Nato
gegn Argentínu. Á sama tíma náðu
Suður-Ameríkuríkin saman, og
flest ríki í álfunni - allt frá Kúbu til
hörðustu einræðisríkja - stóðu ein-
huga á bak við kröfu Argentínu til
Malvíneyja.
Deilan sýndi okkur að Róman-
ska Ameríka stendur ein og að við
verðum að finna okkar eigin
lausnir. Við eigum ekki að sækja
þær að utan eða reyna að líkja eftir
utanaðkomandi lausnum, eins og
hingað til hefur verið raunin. Pað
er heldur ekki hægt að vænta þess -
eins og flestir Evrópubúar virðast
gera - að við getum þróað upp jafn
vel virkt lýðræði og ríkir í Evrópu á
þeim 170 árum sem við höfum not-
ið sjálfstæðis.
Pá má heldur ekki líta fram hjá
því - eins og flestir Evrópumenn
virðast einnig gera - að menning
okkar og hefðir eru frábrugðnar.
Pað undarlega hefur gerst, að það
er eins og við Suðurameríkubúar
höfum notið meiri skilnings meðal
Norðurlandaþjóða en á meðal ann-
arra Evrópuþjóða. Pað kann ef til
vill að stafa af því að Norðurlöndin
eru ekki eins mótuð af þeim ný-
lenduveldishugsunarhætti, sem
flest önnur Evrópuríki hafa tekið í
arf. Þetta er frekar menningarlegt
en pólitískt vandamál. Prátt fyrir
marga evrópska drætti sem finnast
meðal okkar, þá er menning okkar
svo frábrugðin þeirri evrópsku að
það nryndast gap á niilli. Og þetta
endurspeglast síðan í pólitíkinni. -
Mið-Ameríka
_ - Lítum bara á Reagán-
stjórnína og afstöðu hennar til
Rómönsku Ameríku, og þá sér-
staklega til Mið-Ameríku. Það er
augljóst að hún hefur ekki skilið
minnstu vitund af þeim raunveru-
leika, sem við búum við.
Bandaríkjamenn fullyrða, að
átökin í Mið-Ameríku endurspegli
sovéskt samsæri. Þeim skjátlast.
Þau eru ávöxtur margra ára öfug-
þróunar sem Bandaríkin eiga stór-
an þátt í og áhrifamætti þeirra
verður ekki líkt við áhrif Sovétríkj-
anna í okkar heimsálfu. Við óskum
ekki eftir neinnj sovéskri lausn.
Kúbu er
ekki fjarstýrt
- En hvað þá með Kúbu? spyr
blaðamaður Information.
- Kúbanska lausnin er kúbönsk
lausn fyrir Kúbu - með miklum so-
véskum áhrifum síðustu 20 árin.
Kúbanir hafa valið sósíalíska lausn
en ekki hin sovésku áhrif. Það eru
Bandaríkin sem hafa þröngvað
þeim upp á þá.
Með viðskiptabanninu sem þeir
hafa haft á Kúbu í 20 ár hafa þeir
þvingað Kúbani til að leita efna-
hagsaðstoðar annars staðar.
Kúbu er ekki fjarstýrt frá Sovét-
ríkjunum, en landið er engu að síð-
ur ákaflega háð Sovétríkjunum. Ef
Kúbönum gæfist kostur á því þá
myndu þeir losa sig undan hinum
sovésku áhrifum og veita þeirri
þróun brautargengi, sem væri
meira í samræmi við kúbanska liefð
og menningu, Petta niundu þeir
gera einnig undir leiðsögn Fidels
Castro.
- Reagan veður hins vegar
áfram í blindu. Hann býður ekki
upp á neinar lausnir, og er nú að
Stríðið við
Malvínaeyjar
sýndi mikilvægi
einingar ríkja
Rómönsku
Ameríku
Þjóöviljinn endursegir viötal danska blaöamanns-
ins Jens Lohmann við nóbelsverðlaunahafann
Gabriel Garcia Marquez, þar sem hann lýsir
hugmyndum sínum um blaöaútgáfu, stjórnmál
og rithöfundarstarfið
Nýjasta bók Marquez,
Skýrsla um boðaðan dauða,
er væntanleg í íslenskri
þýðingu Guðbergs
Bergssonar á næstunni.
a að stofna dagblað
Si dagblað
%arsp|iekki
og prédikariir,
segir Gabriel Garcia
Marquez.
f.UItiltl.
(i\HOA3L4Kyi M
. (’.ronica
oeunaítiueríe
anunciada
Starf
mitt
þjónar
einingu
Rómönsku
Ameríku