Þjóðviljinn - 06.11.1982, Síða 32
Helgin 30.-31. október 1982
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9—20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9—12 er hægt áð ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
nafn
vikunnar
Jóhannes
Nordal
Jóhannes Nordal Seðla-
bankastjóri er nafn vikunnar
að þessu sinni. Nafn hans
tengist þeim umræðum og
vangaveltum, sem borið liafa
hvað hæst í vikunni, um
vaxtahækkun Seðlabankans.
Þessi ákvöröun Seölabanka-
stjórnar hefur vakið upp spurn-
ingar um vald Seðlabankans í
þjóðfélaginu þar sem pólitískt
vald ríkisstjórnar viröist mega sín
minna en veldi bankans, einnig í
pólitískum ákvöröunum. Enda
hefur ekki staðið á mótmælunum.
Ráðherrar í ríkisstjórninni hafa
lýst sig andvíga ákvöröun Seöla-
bankans og innan peningakerfis-
ins hafa einnig heyrst andmæli
gegn ákvöröuninni. Þannig talaði
formaöur bankaráðs Utvegs-
bankans um valdarán Seölabank-
ans af þessu tilefni. Álbert Guð-
mundsson benti um leið á að
viðskiptabankarnir hefðu lengi
verið undir ofurveldi Seðlabank-
ans en það væri hins vegar nýtt af
nálinni að bankinn tæki völdin af
ríkisstjórn landsins.
Þingflokkur Framsóknar-
llokksins var meðal þeirra sem
sendu frá sér harðorð mótmæli
vegna þessarar ákvörðunar. I
þeim þingflokki eru formaður
bankaráðs Seðlabankans, 1 lall-
dór Ásgrímsson og Tómas Árna-
son bankamálaráðherra.
Innan bankakerfisins erágrein-
ingur eins og hér er bent á. Báðir
armar bankaveldisins kvarta
undan bágri fjárhagsstöðu bank-
anna. En almenningur sér nú ekki
nein merki þeirrar kreppu í bank-
akerfinu. Útibú bankanna spretta
eins og gorkúlur um allar jarðir og
sjálfur Seðlabankinn er að byggja
stórhýsi að ógurlegu umfangi.
Allar þessar framkvæfndir benda
til þess að bankakerfið muni ekki
um einn hundraðshluta eða svo.
Þá hafa málsmetandi hag-
fræðingar lýst sig andvíga þessari
ákvörðun Seðlabankans og telja
vextina allt of háa. Jóhannes Nor-
dal segir hins vegar að vextir séu
afleiðing mikillar verðbólgu,
basta.
Sjálfstæðisílokkurinn er með
undantekningum sammála á-
kvörðun bankastjórnar Seðla-
bankans - og oft þykja’ leyndir
þræðir liggja á milli Valhallar og
bankastjórans. Máske af því að
hagsmunir eru þeir sömu?
Pólitík snýst um fjármagn og
réttindi. Vaxtahækkun Seðla-
banlcans sýnir það og sannar, að
peningum fylgja völd. í krafti
þess valds getur Seðlabankinn
tekið afdrifaríkar ákvarðanir. Og
tekið sér pólitískt vald. Jóhannes
Nordal er því ekki bara tækni-
legur ráðgjafi og yfirmaður bank-
amála, hann er áhrifa- og valda-
mikill pólitíkus. Það er því engin
tilviljun, að maðurinn er formað-
ur stjórnar Landsvirkjunar, einn
forsvarsmaður erlendrar stóriðju
í landinu og meira og fleira.
Jóhannes Nordal hefir um ára-
tugi verið ókrýndur konungur
krónunnar. Á þeim tíma hefur
hún farið rýrnandi... -óg
Það er alveg Ijóst að hversu vel sem
skipið veiðir og h versu vel scm allur
rekstur þess gengur, þá er útilokað
að fiska fyrir fjármagnskostnaði og
láta skipið standa undir sér, sagði
Jón Magnússon, útgerðarmaður og
skipstjóri frá Patreksfirði, sem í
fyrradag tók við nýju fiskiskipi sem
smíðað var í Stykkishólmi og hlaut
nafnið Patrekur BA. Skipstjóri á
þessu nýjasta fiskiskipi flotans
verður Magnús Jónsson, og 1. vél-
stjóri Jónatan Stefánsson.
Jón Magnússon sagði að skipið
væri 172 lestir að stærð. Skrokkur
þess var smíðaður í Svíþjóð, en að
öllu leyti var það byggt í Stykkis-
hólmi. Pað er útbúið til línu, neta
og trollveiða og er að allri gerð hið
fullkomnasta. 1 því eru frystiklefar
- Ljósm. gel.
Leggjum af stað
uppá guð og lukku
Nýjasta
fiskiskip
fiotans
Patrekur BA
Feðgarnir Jón Magnússon
útgerðarmaður t.h.
og Magnús Jónsson
skipstjóri
sagöi Jón
Magnússon
frá Patreksfirði,
eigandi bátsins
og útbúnaður til djúprækjuveiða,
sem Jón sagðist vera mjög spennt-
ur fyrir yfir sumarmánuðina og
mögulegt er að frysta rækjuna strax
og hún kemur um borð, sem er
nauðsynlegt til að hún haldi sem
best lit, en ef svo er, fæst hæsta
verð fyrir hana.
Skipið kostar fullbúið 34 miljón-
ir króna, en ef með er talinn sá
gengismunur sem orðið hefur síðan
smíði þess hófst sagði Jón að verðið
færi nærri 50 miljónum króna.
Sjáðu til, að á meðan Islendingar
lifa af því að veiða fisk og selja, þá
eralvegijóst að gera verðurút. Pað
er Iíka Ijóst að endurnýja verður
skipakostinn. Við lögðum elsta
skipi flotans fyrir þetta nýja. Og
fyrst að þetta er svona, þá verður
með einhverjum ráðum að halda
útgerðinni gangandi, það er mjög
einfalt mál, sagði Jón Magnússon.
Magnús Jónsson, skipstjóri, hef-
ur fram til þessa verið stýrimaður
og afleysingaskipstjóri hjá Jóni
föður sínum, og er þetta nýja skip
það fýrsta sem hann tekur við.
Hann sagðist auðvitað vera svolítið
kvíðinn, enda lífsspursmál fyrir út-
gerðina að hann og áhöfn hans
stæðu sig vel. Mér hefur gengið
sæmilega þegar ég hef leyst af sem
skipstjóri og vona að svo verði
áfram, sagði Magnús.
Jónatan Stefánsson vélstjóri var
hrifinn af skipinu og sýndi okkur
ýmsar nýjungar sem í því er, svo
sem tvo rafala, sem tengdir eru
aðalvél skipsins og munu koma til
nteð að spara ntikla olíu. Jónatan
hefur fylgst með smíði skipsins frá
síðustu áramótum og hældi hann
skipasmiðum í Stykkishólmi á
hvert reipi og sagði þá afburða fag-
menn, og bæri skipið allt þess
glöggt vitni.
- S.dór
Jónatan Stefánsson vélstjóri við rafalanna tvo seni tengdir eru aðalvél skipsins, en það er algjör nýjung hér