Þjóðviljinn - 31.12.1982, Síða 2

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. desember 1982 ÞJÓÐHÁTÍÐA- SJÓÐUR VwJ auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1983. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361.30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekiö í arf. a) fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins akal renna til Friðlýs- ingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. b) Fjóröungu af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varð- veislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar- verðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miðað, að styrkir úr sjóönum veröi viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 1983. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Flafnarstræti 10, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðs- stjórnar, Sveinbjörn Flafliðason, í síma (91) 20500. ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR. Hausthappdrætti heyrnarlausra ’82 Dregið var í happdrættinu 20. des. s.l. Vinningsnúmer eru þessi. 1.960, 2.18.999, 3. 3.997, 4.7.265, 5. 12.961, 6. 1.164, 7. 10.459. FÉLAG HEYRNARLAUSRA, KLAPPARSTÍG 28, SÍMI13560. FELAGI HEYRNARLAUSRA H Lausar stöður Samkvæmi breytingu á lögum nr. 77/1981, frá 18. maí 1982, auglýsir ráðuneytið hér með lausar til umsóknar tvær stöður héraðs- dýralækna, þ.e. í Hofsósumdæmi og Þing- eyjarumdæmi vestra. Einnig er laus til um- sóknar staða héraðsdýralæknis í Stranda- umdæmi. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1983, en stöðurnar veitast frá 1. apríl 1983. Umsóknir sendist landbúnaðarráðuneytinu, Arnar- hvoli, Reykjavík. Landbúnaðarráðuneytið, 30. des. 1982. UM ARAMOT strengja menn gjarnan heit. HEFJUM NÝTTÁR með því að SPENNA BELTIN jUIylFERÐAR Spá Okkur tókst aftur að ná seiðskrattanum fram úr skúmaskotum og fá hann til að spá á nýjan leik og nú fyrir árið 1983. Eins og tilheyrir spurðum við hann fyrst um veðrið. Seiðskratti: Það sem eftir lifir vetrar verður snjóþungt um allt land, en bregður til hins betra strax í apríl og sumarið verður síðan eftir því gott, sannkallað hitasumar og mun engum manni detta í hug að fara til útlanda, enda hefur ekki nokkur maður efni á þeim andskota. Ástalíf verður mjög fjörugt í brækjuhit- anum í sumar. Blm.: Verða aðrar náttúru- hamfarir? Seiðskratti: Sei, sei, já, já. Mikil skriðuföll verða í Loð- mundarfirði, en sem betur fer mun ekki nokkur maður verða var við þau, enda fjörðurinn koniinn í eyði. Þá sé ég einhverja ólgu á Reykjanesskaga, hvað sem það nú verður. Blm.: Og þá er það sem flesta fýsir að heyra: Hvað unt stjórn- málaþróunina? Seiðskratti: Miklar hræringar verða í stjórnmálunum og koma mörg ný öfl fram, en önnur bræða sig saman. Segja má að þar verði um hreina uppstokkun að ræða á flokkakerfinu. Blm.: Lát oss heyra nánar um þetta. Hvaða breytingar? Blm.: Hvað um atvinnu- og efnahagsmál? Seiðskratti: Ekki eru horfurn- ar mjög góðar, sýnist mér. Þrátt fyrir ailar hrakspár er fiskur nóg- ur, en þó dregst atvinna heldur saman og kaupmáttur minnkar. Miklar hræringar verða í stór- iðjumálum. Ný stjórn sem við tekur í sumar semur af sér í álmál- inu og bakar sér mikla reiði sem verður til þess að hún endist vart út árið. Þá taka nýir aðilar við rekstri allra stóriðjufyrirtækj- anna; álversins, járnblendiverk- smiðjunnar og kísilgúrsins. Blm.: Að lokum verður að spá einhverju fyrir frægu fólki í út- lönduni eins og ykkur spákerling- um og seiðskröttum er tamt. Seiðskratti: Sjálfsagt. Ronald Reagan rnissir heilsuna á miðju ári og það sem eftir er kjörtíma- bils hans fer innanhúsmaður í Hvíta húsinu með öll völd. And- ropov kemur mjög á óvart með nýrri stefnumótun í Sovétríkjun- um og ákveður m.a. að hætta hernaði í Afghanistan, gefst upp með öðrum orðum. Diana fæðir annan prins og frægt kóngafólk á Norðurlöndum skilur. Viljið þér fá meira að vita - eða hvat? Seiðskratti: Vilmundur Gylfa- son býður fram í öllum kjördæm- um, kemst naumlega að sjálfur, en tekur með sér hvorki meira né minna en 3 uppbótarþingmenn. Stuðningsmenn hans koma mjög á óvart og koma úr öllum stjórn- málaflokkum. Hann kemst því í oddastöðu á þingi. Blm.: Fleiri ný framboð? Seiðskratti: Konur bjóða fram sérstakan lista, en aðeins í Reykjavík og á Reykjanesi. Sjálfum sér tii mikillar furðu ná þær aðeins tveimur þing- mönnum. Blm.: Hvað um gömlu flokkana? Seiðskrattinn: íhaldið ætlar sér mikinn hlut, en verður fyrir von- brigðum, og kratar því nær þurrkast út; koma þó einum manni að í Reykjaneskjördæmi og nokkrum uppbótarþing- mönnum. Blm.: Hvað með Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokk- inn? Seiðskratti: Það er allt óljós- ara, en þessirflokkar tapa þó ein- hverju en ekki miklu. Alþýðu- bandalagið vinnur þó stórsigur í Austurlandskjördæmi en Fram- sóknarflokkurinn tapar þar að sama skapi. Blm.: Hættir Gunnar Thor- oddsen? Seiðskratti: Já, hann fer ekki í framboð, en er þó ekki búinn að segja sitt síðasta orð. Hvernig rættist síðasta spá? Seiðskrattinn sem Þjóðvilj- inn fékk til að spá fyrir árið 1982 reyndist sannspár eins og menn geta sé ef þeir líta í gamlársdagsblaðið fyrir ári. Við skulum nú rifja upp spá- dóma hans og sjá hvernig þeir hafa ræst. 1. Seiðskrattinn spáði eldgosi 3. júlí og miklum jarðskjálftum í kjölfarið. Að vísu varð ekki raun- verulegt eldgos þennan dag, en í óeiginlegri merkingu. 3. júlí í sumar var nefnilega haldinn fjöldafundur á Miklatúni þar sem krafist var friðs og afvopnunar. Ræðumenn voru úr öllum stjórn- málaflokkum, og olli þetta skjálfta í vissum öflum um allt land. 2. Talið var að umræður á alþingi mundu mest snúast um verðbólgu, Blönduvirkjun og Helguvíkurmálið. Þetta hefur ræst. 3. Seiðskrattinn sá að sumir þingmenn mundu ekki sitja í sömu sætum þegar árið væri úti og nefndi þar fyrst til Vilmund Gylfason. Þetta hefur ræst. 4. Þá var sagt að Karvel fengi sér ný föt, Jón Baldvin brytist inn á þing í nóvember og Glafur Jó- hannesson fengist við að kljúfa rekavið. Allt rétt. 5. Þá sá seiðskrattinn fyrir sér einhvern Bubba kóng eða Bubba borgarstjóra og er það fyrir Da- víð. Einnig sá hann mikið af kvenfólki í stjórnmálum. 6. Þá var því spáð að Edvard Kennedy yrði áfram vansæll í hjónabandi sínu og Elísabet Ta- ylor rótlaus. Það hefur kornið fram.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.