Þjóðviljinn - 31.12.1982, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Qupperneq 3
Föstudagur 31. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Morgunblaðið og staðreyndirnar Kaupmáttur sagður rýma um 18,5% Hafði í raun aukist sem því nemur Morgunblaðið breytti bara plús l minus!! Morgunblaðið hefur þær stór- fréttir að flytja í gær, að kaupmátt- ur ráðstöfunartekna hafi rýrnað um 18,5 - 19% á árabilinu frá 1976 til 1983. Þessu er slegið upp með stórri fyrirsögn yfir nær þvera baksíðu Morgunblaðsins, og þykist blaðið nú heldur betur hafa náð sér niðri á En æ, Adam var ekki lengi í Par- adís. Allir sem eitthvað fylgjast með mælingum á þróun kaupmáttar vita, að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna hefur ekki rýrnað síðan 1976 heldur vaxið mjög verulega. Þannig kemur fram í síðustu skýrslu Þjóðhagsstofnunar um þessi efni, að kaupmáttur ráðstöf- unartekna á mann er talinn hafa vaxið um rösklega 25% frá 1976 til 1982. Þjóðhagsstofnun telur líkur benda til, að kaupmáttur ráðstöf- unarteknanna rýrni um 5-6% á næsta ári, og verður þá kaupmátt- ur ráðstöfunartekna einmitt um 18,5% betri á árinu 1983 heldur en var 1976. - Þarna er tala Morgun- blaðsins sem sagt komin, en rit- stjórar eða blaðamenn hafa bara sér til hægðarauka breytt Þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur á viðskiptakjör og kaupmáttur ráðstöfunartekna á Vísitölur 1970 = 100. mann mann 1975—1982. 1975 1976 1-977 1978 1979 Áætlun 1980 1981 Spá 1982 Þjóðarframleiðsla á mann Vísitölur 122 124 130 134 138 142 143 136 Breyting frá fyrra ári, % -3,3 1,6 5,2 2,7 3,4 2,8 0,3 -4,5 Viðskiptakjör Vísitölur 98 110 119 119 108 105 106 104 Breyting frá fyrra ári, % -16,0 11,9 8,7 0,2 -9,2 -3,4 1,0 -2,0 Þjóðartekjur á mann Vísitölur 121 128 138 142 141 143 144 137 Breyting frá fyrra ári, % -7,0 5,0 8,1 2,7 -0,7 1,6 0,6 -5,0 Kaupmáttur rádstöfunartekna á Vísitölur mann 127 130 146 158 160 158 165 163 Breyting frá fyrra ári, % -11,2 2,1 12,5 8,1 1,6 -1,4 4,3 -1,0 Heimild: Þjóðhagsstofnun. ArabiliA 1976—1983: Um 18,5—19% rýrnun kaup- máttar ráðstöfunartekna — samkvæmt upplýsingum í riti Stjórnunarfélags Islands KAri’MÁTTl'R kauptaxU stóð I rjrnaði hins vegar nokkuð, eða um | kauptaxta náði hámarki á tíma- I Munur á breytingu kaupmátt- nokkurn veginn í stað á þessu ári, 11, samkvrmt þeim upplýsingum, bilinu 1972—1983 og fram á ar ráðstöfunartekna á mann og kaupmáttur ráðstöfunartekna I sem koma fram i riti, sem Stjórn- | næsta ár, þá kemur í Ijós, aö breytingu kaupmáttar kauptaxta Úr skýrslu Þjóðhagsstofnunar frá 25.10. s.l. Morgunblaðið 29.12. 1982 stjórnvöldum. Máli sínu til stuðnings vitnar Morgunblaðið í rit frá Stjórnunarfélagi íslands og segir ritið á ábyrgð nafngreinds hagfræðings hjá Þjóðhagsstofnun. kaupmáttaraukningu í kaupmátt- arskerðingu. Áróðurinn verður víst að ganga fyrir staðreyndunum þar í Morgunblaðshöllinni. Það verður fróðlegt að sjá, hvort Morgunblaðið birtir með jafnáber- andi hætti leiðréttingu við þessa furðufrétt blaðsins. Við minnumst þess ekki að hafa nokkru sinni séð á síðum Morgunblaðsins þá athygl- isverðu niðurstöðu Þjóðhagsstofn- unar, að kaupmáttur ráðstöfunar- tekna heimilanna (þeirra tekna, sem menn halda eftir þegar allir skattar hafa verið greiddir), hafi á árinu 1982 verið 25% hærri en 1976, en það var síðasta heila árið áður en verkalýðshreyfingunni tókst að brjóta launastefnu ríkis- stjórnar Geirs Hallgrímssonar á bak aftur. Og Morgunblaðið hefur einnig hingað til falið þá staðreynd, að Þjóðhagsstofnun telur kaupmátt ráðstöfunartekna heintilanna verða 18-19% hærri á næsta ári heldur en 1976, enda þótt þjóðar- tekjur á mann séu taldar verða nánast þær sömu bæði árin. Tekið skal fram að tölur Morgun- blaðsins um þróun kaupmáttar kauptaxta í sömu „frétt" í gær eru álíka fjarri sanni og „upplýsingarn- ar“ um kaupmátt ráðstöfunar- tekna. Við birtum hér tölur Þjóðhags- stofnunar um þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna á mann frá 1976 og er þá kaupmáttarstigið árið 1970 kallað 100. Tafla Þjóðhagsstofnunar er svona: 1970 100 1976 130 1977 146 1978 158 1979 160 1980 158 1981 165 1982 163 (áætlun) 1983 154 (spá) Viö sendum landsmönnum öllum óskir um farsaeld á nýju ári 05 þökkum ánaesjulegt samstarf EIMSKIP

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.