Þjóðviljinn - 31.12.1982, Page 4

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Page 4
4 SÍDA — ÞJÓÐVILJINN, Föstudagur 31. desember 1982 DJOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: SigriðurH. Sigurb|örnsdóttir Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvfk Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri' Thorsson. Áuglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir. ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdóitir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Tökum vara á oss • „Svo byrjast upphaf drottins tyftunar“, segir Jón Stein- grímson, eldprestur þegar hann hefur frásögn sína af því hörmungaári 1783. • 200 ár eru liðin, og enn fer nýtt ár í hönd, árið 1983. Við horfum í spurn fram á veginn, vitum ekki, hvað bíður hand- an við næsta leiti á tímans löngu braut. • En skyldu þeir ekki vera margir hér nú, sem gjarnan mættu líta um öxl, bregða upp spegli sögunnar og skoða sjálfa sig og málefni líðandi stundar í þeirri skuggsjá. Víst hefur íslenskur þjóðarbúskapur orðið fyrir áfalli nú, en skyldum við ekki geta axlað þann kross, án þess að leggjast í vol eða víl? - Sé byrðunum réttilega skipt ætti það að verða létt verk. En þeir sem enga sögu þekkja, og telja allsnægtir sér til handa vera náttúrulögmál í hungrandi heimi, kveina gjarnan hæst, ef ein af mörgum ferðum til sólarlanda verður að falla niður. • Við skulum samt vona að hinir séu enn fleiri, sem lifa í einhverjum tengslum við sögu íslenskrar þjóðar í blíðu og stríðu og hafi harðnað í þeim eldi fyrir mátt kynslóðanna. • Nú við upphaf árs 1983 minnumst við móðuharðindanna, sem hófust með Skaftáreldum fyrir 200 árum. Þá féll helm- ingur nautgripa í landinu, og af hverjum hundrað sauðkind- um lifðu aðeins 18 eftir. Við upphaf Skaftárelda voru íslend- ingar um 50.000, en svo fast þrengdi hungur og harðrétti að landsfólkinu að þjóðinni fækkaði um fimmtung á tveimur árum, nær tíu þúsund týndu lífi. • Hvar er okkar bréf upp í vist í allsnægtabúrinu frá vöggu til grafar? - Skyldi það dýra skjal ekki týnast, ef við gleymum að þetta bréf okkur til handa kostaði gengnar kynslóðir bæði blóð og tár - það eitt að þrauka svo við sem síðar komum mættum lifa. • Og hver er réttur okkar til allsnægta, ef við þykjumst ekki lengur þurfa neitt fyrir þeim rétti að hafa, heimtum flest af öðrum, en fátt af sjálfum okkur? Kröfur um bættan hag og aukinn rétt þeirra, sem minnst bera úr býtum eru jafn sjálfsagðar nú sem ætíð fyrr, en sú sérhagsmunahyggja, sem oft fylgir allsnægtum, og sett hefur nokkurn svip á okkar þjóðlíf að undanförnu er bæði pest og svívirða. - Við þá pest þurfum við að ganga á hólm á komandi ári undir merkjum einingar, þjóðlegrar reisnar, jafnaðar og jafnréttis. • Fá teikn hafa enn sést á lofti svo úr mætti lesa hvað komandi ár ber í skauti sér. • Slík teikn vantaði hins vegar ekki fyrir 200 árum í byrjun árs 1783. - Jón Steingrímsson, eldprestur segir svo frá: • „1783 tók sá alvísi guð, bæði í vöku og svefni, að benda mér og öðrum, að vér skyldum taka vara á oss og búa oss við yfirhangandi og ókomnu straffi. Eldroði sást á lofti og teikn, ormar og pestarflugur á jörðu, skrímsli í vötnum og eld- maurildi á jörðu, item hljóð og veinan í hennar iðrum, vanskapan á nokkrum lömbum. Drambsemin sté upp, sem ávallt er fallinu næst. Marga skikkanlega menn dreymi það sem eftir kom.“ • Við vitum ekki hvað skikkanlega menn kann að dreyma nú um þessi áramót, 200 árum síðar, - hitt vitum við að enn er drambsemin fallinu næst og mörgum þörf að taka nokk- urn vara á sjálfum sér. • Á árinu sem í hönd fer munu alþingiskosningar fara fram. Hér verður ekki að þessu sinni fjallað náið um þau mál, sem þar verður tekist á um. • Þá von látum við þó í ljósi, að niðurstöður þeirra kosninga verði sigur jafnaðar og jafnréttis en ósigur misréttis og mis- mununar af hvaða tagi sem er, sigur samhjálpar og samvinnu en ósigur niðurdrepandi sérhyggju, sigur einingar þjóðlegra afla og íslensks sjálfstæðis en ósigur fyrir allan undirlægju- hátt og þjónkun við erlent hervald og auðvald. • Fjóðviljinn þakkar samskipti á árinu sem kveður og óskar landsmönnum öllum árs og friðar. k. Verkefni stjórnskipaðrar nefndar um málefni aldraðra sem Svavar Gestsson skipaði árið 1981 hafa verið mikil, og m.a. samdi hún frumvarp um málefni aldraðra sem varð að lögum fyrir jólin. Hvaö hafa stjórnvöld gert á ári aldraöra? Helstu verkefni stjómskipaðrar nefndar 1982 Nú er senn á enda liðið það herrans ár 1982 sem eins og allir vita var tileinkað málefnum aldraðra á ís- landi. Það er því ekki úr vegi að skyggnast um sviðið og átta sig á því hvað hafi áunnist, hver sé staða aldr- aðra á Islandi nú að loknu þessu ári þeirra. Alþingi ályktar Það var í desember 1981 sem alþingi samþykkti þingsályktun- artillögu þess efnis að árið 1982 skyldi tileinkað málefnum aldr- aðra hér á landi. í framhaldi af þeirri samþykkt kaus svo alþingi 7 manna nefnd til að vinna að framgangi öldrunarmála í sam- vinnu við stjórnskipaða nefnd. Sú nefnd er skipuð af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, og fékk hún það hlutverk að gera tillögur til ráðherra um samræm- ingu á skipulagi heilbrigðisþjón- ustu fyrir aldraða með tiliiti til heilsufarslegra og félagslegra sjónarmiða. Þá var nefndinni einnig falið að annast af íslands hálfu undirbúning fyrir heimsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um öldrun, en hún var hald- in í sumar. Frumvarpið um aldr- aða Hennar fyrsta verkefni var að semja frumvarp til laga um mál- efni aldraðra, en það hlaut form- legt samþykki alþingis nú rétt fyrir jólin. f frumvarpinu er leitast við að tengja öldrunar- þjónustuna við þá þjónustu sem fyrir hendi er, þ.e. heilbrigð- isþjónustuna í tengslum við heilsugæslustöðvarnar og félags- lega þjónustu sveitarfélaga. Frumvarpið var lagt fram á þing- inu 1981-82, en hlaut þá ekki samþykki og var eins og áður sagði samþykkt nú fyrir jól. Að öðru leyti vísast í viðtal við Guðrúnu Helgadóttur alþingis- mann um efni frumvarpsins og birtist í blaðinu í dag. Eins og áður sagði hafði nefnd- in og það hlutverk að undirbúa þátttöku fslands í heimsráðstefnu um öldrun. Var lögð fram á þing- inu skýrsla um öldrunarmálin hér á landi auk þess sem heilbrigðis- ráðherra, Svavar Gestsson, ávarpaði þingið. Húsnœðismálin og fleira Þessi stjórnskipaða nefnd sendi félagsmálaráðherra einnig tillögur um breytingar á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. Tillögurnar lutu að því að gera öldruðum kleift að standa undir nauðsynlegum viðhaldskostnaði á húsum sínum. A árinu var mjög rætt um nauðsyn þess að gera breytingar á erfðalögunum, einkum ákvæðum þeirra um óskipt bú, og eru nú í undirbúningi breytingar á þeim lögum sem sendar verða dóms- málaráðherra. Öllum sveitarfélögum landsins var á árinu send áskorun um að þau kæmu á fót garðhreinsunar- þjónustu fyrir aldraða og hafa ýmis sveitarfélög, t.d. Kópavog- ur og Reykjavík bryddað upp á þeirri þjónustu. Tryggingamálin Athugun nefndarinnar á regl- um um slysatryggingar leiddi í ljós að einstaklingar 75 ára og eldri eiga ekki kost á annarri ferðatryggingu og farangurs- tryggingu. Nefndin taldi það fyrirkomulag óeðlilegt og beindi þeim tilmælum til Sambands slysatryggjenda að núgildandi reglur yrðu teknar til endur- skoðunar. Ráðstefnur Tvær ráðstefnur voru haldnar að frumkvæði hinnar stjórn- skipuðu nefndar um málefni aldr- aða. Önnur var um aðlögun starfsloka, en hin síðari um ellina og undirbúning hennar. Er nú verið að undirbúa útgáfu erinda og umræðna frá þessum ráðstefn- um. í haust var svo haldin náms- stefna um málefni aldraðra, og auk þess hafa verið haldnir kjör- dæmafundir um öldrunarmál í samvinnu við fjórðungssam- böndin. Á fundunum var annars vegar rætt um frumvarpið um málefni aldraðra sem samþykkt var í vetur og einnig Fram- kvæmdasjóð aldraðra sem stofn- aður var með lögum 1981. Hins vegar var á kjördæmafundunum gerð grein fyrir stöðu öldrunar- mála í hverju kjördæmi fyrir sig. Sagnfrœði og sýning Hin stjórnskipaða nefnd á ári aldraða hefur staðið fyrir marg- víslegu öðru starfi sem of langt mál yrði upp að telja hér. Þó má nefna í lokin að nefndin hefur styrkt þjóðháttanefnd Þjóð- minjasafnsins í sumar með þeim hætti að tveir sagnfræðinemar voru ráðnir til að safna upplýsing- um frá vistmönnum dvalarheim- ila á Reykjavíkursvæðinu og var lögð áhersla á að ná saman upp- lýsingum um bæjarlífið í Reykja- vík á fyrstu árum aldarinnar. Einnig stóð nefndin fyrir fjöl- sóttri sýningu að Kjarvalsstöðum í sumar þar sem kynnt var list- sköpun aldraðra.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.