Þjóðviljinn - 31.12.1982, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. desember 1982 SPÁÐ í ÁRIÐ Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Starfsmannafélagsins Sóknar: Inn í kreppuna „Því miður er ég ekki mjög bjart- sýn fyrir árið 1983, því mér sýnist augljóst að við Islendingar séum að einhverju ieyti að fara inn í þá kreppu sem ríkir í löndunum í kringum okkur“. „Eg.vona þó einlæglega að okk- ur takist að bægja atvinnuleysinu frá dyrum okkar því ég man þá tíð þegar hér ríkti atvinnuleysi og fuil- yrði að verri böivun geti ekki yfir okkar þjóð komið", sagði Aðal- heiður ennfremur. „Hvað árið sem er að líða áhrær- ir er mér efst í huga þau tíðu um- ferðarslys sem dunið hafa yfir okk- ur, og ég held það sé hollt fyrir alla að huga að þeirri þróun og reyna að sporna við fótum." „Síðast en ekki síst vil ég minnast á það, að á næsta ári verða einar ef ekki tvennar kosningar til Alþing- is, og það hlýtur að setja svip sinn á næsta ár. Það er mikið í húfi með að fólk reyni að velja sér hæfa stjórnendur - ef þeir eru þá tii lengur í þessu landi". -v. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: Ein- kennist af óvissu „Það er minnst hægt að segja ann- að en það að mikil óvissa er um stjórnmálaástandið og efnahags- ástandið á árinu 1983 svo að ef maður á að nota eitt orð um næsta ár að svo stöddu er það óvissa", sagði Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands er hann var beðinn að spá í næsta ár. „Mér finnst árið sem er að líða einkum einkennast af tvennu: Annars vegar því, að verkalýðs- hreyfingin gerði kjarasamninga 30. júní í sumar sem tóku mið af þeim aðstæðum sem þá ríktu. Var í þeim samningum stefnt að tryggingu nánast óbreytts kaupmáttar frá ár- inu 1981. Hins vegar dembdi svo Orkusparnaðarnefnd þakkar landsmönnum samstarfið á liðnu ári Hefjum nýja árið með þeim ásetningi að draga enn úr orkunotkun okkar • Notum sparneytnari heimilis- tæki • Bætum orkunýtingu wið fisk- veiðar og flutninga Qleð1 m1 ný Orkusparnaðarnefnd iðnaðarráðuneytisins ORKUSPARNAÐUR ÞINN HAGUR ÞJOÐARHAGUR Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingarmanna: Ekki glæsilegar horfur „Því miður sýnist mér horfa heldur þunglega með atvinnu í byggingariðnaði, þunglegra en gert hefur um áramót um nokkurt skeið. Menn kvarta mjög um pen- ingaleysi og því virðast meiri líkur á samdrætti á komandi ári en var um síðustu áramót. Talað hefur verið um mikla lóðaúthlutun í Reykja- vík, á næsta ári, en ég fæ ekki séð að hún breyti neinu, enda um pappírsúthlutun að ræða og talað um margra ára áætlun. Þá má geta þess að nú eru fleiri byggingamenn atvinnulausir en verið hefur um ár- abil. Það er því annað en glæsilegar horfur sem blasa við okkur um þessi áramót." -S.dór Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iðnverkafólks: Þrenging- ar í iðnaði „í haust er leið var nokkuð um uppsagnir í iðnaði, sem koma áttu til framkvæmda nú um áramótin. Ekki liggur enn ljóst fyrir hve margar þeirra verða látnar taka gildi, en allavega er ljóst að fram- undan eru all-nokkrar þrenging- ar í iðnaði, sem á ýmsum öðrum sviðum í þjóðlífinu. Helsta verk- efni okkar á komandi ári er án vafa ríkisstjórnin yfir okkur bráða- birgðalögum með það fyrir augum að minnka launagreiðslur atvinnu- rekenda 1. desember s.l. Af þeim sökum verður kaupmátturinn í ár rúmlega 1 % lakari en á síðasta ári og að óbreyttu stefnir hann í að vera um það bil 6% lakari á árinu 1983,“ sagði Ásmundur enn- fremur. „Það er ljóst að spár fiskifræðinga um afla á næsta ári eru uggvæn- legar jafnframt því sem viðsjár eru á ýmsum okkar útflutningsmörk- uðum og allt skapar þetta mikla óvissu um efnahaginn á árinu 1983. Ég held því að fólk óttist almennt efnahagsástandið og það beri ugg í brjósti um að hver sem ríkisstjórn- in verður eftir næstu kosningar muni hún láta kjaraskerðingar yfir ganga. Það verður ekki séð að stjórnar- andstaðan sé í sjálfu sér á móti þeirri kjaraskerðingu sem í bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar felst, svo þaðan er tæplega stuðnings að vænta. Ég minni hins vegar á að þegar bráðabirgðalögin kontu fram mótmæltu verkalýðsfé- lögin og áskildu sér allan rétt til gagnaðgerða enda þótt þau teldu að þá væru ekki forsendur fyrir . gagnaðgerðum að svo stöddu“, sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. undirbúningur nýrra kjarasamn- inga, en samningar eru lausir frá 1. september nk. Eg þori ekki að spá um það á hvaða atriði verður lögð mest áhersla í komandi samning- um, enda ekki farið að vinna í kröfugerð ennþá. Nú, svo eru ýmis innri mál hjá okkur í Landssam- bandi iðnverkafólks sem við mun- um vinna að á komandi ári.“ -S.dór. Óskar Vigfússon forseti Sjómannasam- bandsins: Ég er mjög svartsýnn Því er ekki að neita að ég er af- skaplcga áhyggjufullur gagnvart mínum umbjóðendum Fyrir kom- andi ár. Það eru ýmis teikn á lofti, vissar staðreyndir liggja á borðinu og mér finnst sjómcnn al- mennt vera svartsýnir. Eg held það verði aflabrestur á árinu 1983 jafn- vel meiri aflabrestur en á þessu ári. Fiskifræðingar leggja til meiri veiði úr karfastofninum þrátt fyrir að hann hafi verið stórlega of- veiddur, 60% af þorski sem barst á land á árinu var smáþorskur, 1976 árgangurinn er ekki eins sterkur eins og menn héldu, eða þá hann er einhvers staðar í felum. Þetta eru staðreyndir sém við getum ekki litið framhjá. Staðreyndir sem gera mig mjög svartsýnan fyrir komandi ár. Því miður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.