Þjóðviljinn - 31.12.1982, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Qupperneq 9
Föstudagur 31. deseniber 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Strandarkirkja: Enn streyma að áheit og gjaflr Á þessu ári bárust kirkjunni 215 þúsund krónur og hún á um tvær miljónir króna í sjóði Hér í eina tíö voru daglega dálk- ar í dagblööunum undir fyrir- sögninni „Áheit og gjafir til Strandarkirkju", en nú er það ekki lengur. Eru þá þessi áheit og gjafir hættar að berast? Hann sagöi aö oftast væri um veikindi aö ræða, annaðhvort hjá bréfritara sjálfum eða nákomnum ættingja. Hann sagöi fólk á öllum aldri skrifa og úr hinum ýmsu stétt- um þjóðfélagsins. Nefndi hann sem dæmi verkfræðing hjá SAAB- verksmiðjunum í Svíþjóð og að skreiðarkaupmaður frá Nígeríu sem las greinina í Iceland Reriew í flugvél á leið til íslands, hefði skroppið einn að Strandakirkju og gengið í kirkju og setið þar í klukkustund. -S.dór. Strandarkirkja á uin helming lands Selvogshrepps Nei, það er nú eitthvað annað, sagði Guðrún Sigurðardóttir á skrifstofu biskups. Okkur berast daglega áheit og gjafir, jafnvel er- lendis frá, og það er ósjaldan sem innan við bréfalúgu okkar liggja bréf með peningum í frá NN, þegar við mætum til vinnu á morgnana. Og sem dæmi má nefna að á því ári sem nú er senn liðið, hafa Strand- akirkju borist 215.519 kr. Hversu mikla peninga á þá Strandarkirkja? í árslok 1981 átti hún rétt tæpar tvær miljónir króna í Kirkjusjóði, en allir peningar sem kirkjunni berast fara til þessa sjóðs. Úr hon- um er svo Iánað til kirkna landsins, til viðgerða á þeim eða annarra hluta. Strandarkirkja á svo lang- samlega mest allra kirkna landsins í þessum sjóði, sagði Guðrún. Séra Tómas Guðmundsson, sóknarprestur í Hveragerði, er manna fróðastur um hagi Strand- akirkju. Hann sagði að eignir Strandarkirkjuværumargfalt meira virði en peningaeign hennar. Kirkjan á nú um helming lands Selvogshrepps og þá urn leið helrn- ing afréttar landsins, sem er mjög stórt, meðal annars Bláfjalla- svæðið að stórum hluta. Kirkjan á einnig hið ágæta fiskivatn Hlíðar- vatn, og í landi hennar eru mikil verðmæti í formi efnis til bygginga og vegagerðar. Um 1930 voru samþykkt lög á Alþingi, sem heimiluðu kirkju- málaráðuneytinu að taka yfir pen- ingaeign kirkjunnar og þar með svipta söfnuðinn fjárforráðum. Þá átti líka að yfirtaka aðrar eignir hennar, og til þess átti að skipa nefnd eða meta þær. Ráðuneytið átti að eiga þar einn mann, en gleymdi að skipa hann í nefndina. Sýslumaður Arnessýslu átti að kalla nefndina santan, en hann sem aðrir Árnesingar var ekkert hrifinn af þessari eignaupptöku og var ekkert að reka á eftir því að ráðu- neytið skipaði nefndarmanninn. Málið gleymdist þar með. Fyrir nokkrum árum átti að taka það upp aftur, en þá snerust Árnesingar öndverðir gegn málinu og ekkert hefur síðan verið í þvt gert. Séra Tómas sagði að Magnús Bjarnfreðsson hefði gert jólaþátt fyrir sjónvarpið unt Strandarkirkju fyrir nokkrum árum, og síðar hefði hann skrifað grein um hana sem birtist í Eceland Revew. Margir út- lendingar, sent lásu þetta blað, hafa fengið áhuga fyrir kirkjunni. Erlendir blaðamenn hafa komið til að skoða kirkjuna og hafa síðan skrifað um hana í blöð erlendis. Þetta hefur orðið til þess, að séra Tóntasi hafa borist mörg bréf er- lendis frá, þar sem fólk hefur beðið hann urn fyrirbænir, sem hann hef- ur orðið við. Síðan hafa svo borist bréf með áheitafé til kirkjunnar, þegar hún hefur orðið við. Sagði séra Tómas að bréf hefðu borist sér frá öllum Norðurlöndunum og Þýskalandi, og hann sagðist vita til þess að skrifstofu biskups hefðu borist bréf frá Englandi og Banda- ríkjunum. Þessi auqlýsinq er um meiri peninga en þig órar fyrir ■ HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS HEFUR VINNINCINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.