Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. desember 1982 SPÁÐ í ÁRIÐ Njörður P. Njarðvík formaður Rithöfundasambands Islands: Höldum bókinni fram - Rithöfundar hafa leitað til þeirra aðila sem eru tengdir bók- inni með einhverjum hætti til að ræða æskilega þróun og til að halda fram bókinni, sagði Njörður P. Njarðvík formaður Rithöfunda- sambands íslands er Þjv. spurði hann um áramótaviðhorf: - Á síðasta ári hafa ýmsar breytingar orðið á bókamarkaðin- um. Titlum hefur fjölgað, en bók- sala hefur dregist saman, að því er ætlað er. Það selst minna af hverj- um titli. Þá gerði sú tilhneiging vart við sig að vöruhús tóku upp sölu á bókum (Hagkaupsmálið), en ekk- ert hefur heyrst af því máli að undanförnu. Þá hafa bókaklúbbar verið settir á laggirnar, en þeir hafa leitt til þess víða í nágrannalöndum okkar, að færri bókatitlar.eru gefnir út og stærri upplög. Rithöfundar hafa haft af því áhyggjur að hinni sér- hæfðu bókaverslun sé stefnt í hættu. Það er m.a. vegna þessarar þróunar að rithöfundasambandið hefur tekið þátt í því að setja á laggirnar viðræðunefnd við útgef- endur, félag gagnrýnenda, bók- sala, bókagerðarmenn og bóka- safnsfræðinga til að ræða um fram- tíð bókarinnar, þróun í þessum málum á næstunni og hvernig þess- ir aðilar geti brugðist við. Við fylgjumst vel með þróuninni og ætlum að gera okkar til að halda fram bókinni á næsta ári einsog ævinlega. -óg Sveinn Einarsson, Pjóðleikhússtjóri: Margt spennandi í leiklist- inni „Mér líst ljómandi vel á næsta ár í leiklistinni. Við vitum að vísu að það „eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref" eins og Halldór sagði, en við vonum að það hafi ekki of mikil áhrif á listirnar. Það hefur ákaflega margt spennandi verið að gerast í leiklistinni á'þessu ári sem er að líða, og það gefur góð fyrir- heif um næsta ár. Þar á ég einkum við tvo þætti: í fyrsta lagi er mikil ólga og gerjun í íslenskri leikritun og í öðru lagi hefur leiklist okkar náð út fyrir landsteinana á þann hátt sem áður var næsta óþekkt. íslensk leiklist hefur vakið mjög mikla athygli erlendis að undan- förnu. Ef hin efnalegu verðmæti skreppa saman, sem ekki er óeðli- legt þegar menn hafa lifað um efni fram, verðá hin andlegu verðmæti þeim mun dýrmætari. Verði fólk að neita sér um efnalega hluti, verður þörfin fyrir listflutning brýnni en nokkru sinni. Við vonum því að erfiðleikar í atvinnulífi og efnahagsmálum þjóðarinnar lami ekki listalífið. Um áramót Halldór Björn Runólfssori listfrœðingur: Línur skýrast Ég sé ekki betur en það sé mikil ástæða til bjartsýni í myndlistar- málum á árinu 1983, sagði Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur og myndtistargagnrýnandi Þjóðvilj- ans. Á síðasta ári bættist mikið af ungu fólki í hópinn með spánýjar hugmyndir: Þetta er orðinn stærri frontur og meiri fjölbreytni en áður. í viðbót við tilraunastarfsemina sem var í gangi á 8. áratugnum er málverkið aftur að líta dagsins ljós undir vissum áhrifum, ekki aðeins Gamlársdagur opið til kl. 14 Nýársdagur opið frá kl. 18 Á nýársdag bjóðum við, auk hins fjölbreytta matseðils hússins, sérstaka hátíðarrétti. Kaffihlaðborð síð- degis alla sunnudaga. NÝÁRSDAGUR Kvöldverður: Kjölseyði „Royal" -O- Hvítvínssoðin fyllt smálúða mlhumarsósu. eða Ali-önd m/Bigarade-sósu. bökuðum eplum og brúnuðum kartöflum. -O- Grand Marnier-fromage. Við á Lækjarbrekku sendum landsmönnum bestu nýárskveðjur og þökkum gestum okkar ánægjuleg samskipti á árinu, sem er að líða. i tu’/íka (J Bankastræti 2 Borðapantanir s. 14430 Veislupantanir s. 10622 frá Ameríku og Hollandi, heldur einnig frá Þýskalandi og Ítalíu. Þessi fjölbreytni hefur rifið niður vissa dogma sem voru í listinni, sagði Halldór, og fyrir dyrum eru tvær stórar samsýningar á verkum ungs fólk, þar sem búast má við að línur skýrist. Það er vissulega sjónarsviptir að gömlum kempum eins og Ásmundi og Sigurjóni, en það er engin á- stæða til að halda að ekki komi maður í manns stað. Ég hef þá trú að á árinu 1983 muni þetta unga myndlistarfólk staðfesta sig og sjálfstæði sitt gagnvart öðrum löndum, - endurspegla það besta sem þar er fyrir svo og það besta í íslenskri myndlist. Karólína Eiríksdóttir, tónskáld: Bjartsýn á tónlistar- lífíð „Ég hef ekki mikla spásagnar- gáfu, en ég get þó sagt að ég er mjög bjartsýn hvað varðar tónlistarlífið. Hér er mikið að gerast og engin ástæða til að ætla, að á því verði eitthvert lát.“ Við spurðum Karólínu hvort hún væri hrædd um að tónlistin myndi gjalda fyrir hugsanlegan samdrátt í atvinnulífinu: „Það er auðvitað mögulegt, en margir halda því þó fram, að listir blómstri við erfiðar aðstæður. Þeir sem fást við listsköpun hér á landi vinna yfirleitt við mjög erfiðar að- stæður. Ég hef Iitla trú á að tíma- bundinn samdráttur í atvinnulífi þjóðarinnar hafi þarna mikið að segja; það þyrfti þá að líta til lengri tíma, til að sjá áhrif. En ég er mjög bjartsýn og sé enga ástæðu til ann- ars. Fólk mun halda sínu striki við listsköpun, þótt eitthvað harðni á dalnurn". Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri Ríkisútvarpsins: Mikið fram- kvæmdaár „Næsta ár getur orðið mikið framkvæmdaár í sögu útvarps og sjónvarps“, sagði Hörður Vil- hjálmsson fjármálstjóri Ríkisút- varpsins. „Stefnt er að því að halda uppi útsendingum sjónvarps í júlí. Önn- ur rás útvarpsins verður væntan- lega tekin í notkun seint á næsta ári. Haldið verður áfram uppbygg- ingu aðstöðunnar á Akureyri og síðast en ekki síst verður unnið af fullum krafti við útvarpshúsið í Kringlumýri. Uppsteypu á að Ijúka í júlí n.k. og verið er að ganga frá útboði fyrir fullnaðar frágang að utan á næsta ári. Hinu er ekki að neita, að það eru allþungar horfur framundan; verð- lagsþróun hefur verið ógnvænleg. Við þurfum að beita aðhaldi til að þessi þróun nái að breytast. En við stefnum ótrauðir að þessum áföng- um í trausti þess að það sé vilji almennings að Ríkisútvarpið auki og bæti þjónustu sína eftir því sem kostur er“, sagði Hörður. -lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.