Þjóðviljinn - 31.12.1982, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 31.12.1982, Qupperneq 21
Föstudag’ur 31. desember 1982 ÞÍÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Sambandsstjórnarfundur Alþýðusambands Islands var haldinn 29.-30. nóvember sl. Þar var m.a. rætt um kjaramálin, skipulagsmál ASÍ og vinnuvernd. Ljósm. Atli. í febrúar 1978 voru sett lög um að verðbætur skyldu helmingaðar Skerðingin svarar til eins mánaðar og óbeinir skattar teknir út úr vísitölunni. launa á hverjum 14 mánuðum. Bráðabirgða- samkomulag 1981 Kjarasamningarnir frá 27. októ- ber 1980 giltu til 1. nóvember 1981. Að loknum nokkrum viðræðu- fundum með atvinnurekendum varð samkomulag um bráða- birgðasamning, sem gilti frá 1. nó- vember 1981 til 15. maí 1982. Sam- komulag þetta var undirritað 16. nóvember 1981. Nóvembersamkomulagið kvað á um 3.25% almenna launahækkun frá 1. nóvember. Þá var í samkomulaginu nýtt ákvæði um lágmarkstekjur fyrir fulla dag- vinnu, sem voru ákveðnar kr. 5.214 m.v. nóvember. Samkomu- lagi þessu var fyrst og fremst ætlað að tryggja óbreyttan kaupmátt á biðtíma, en með því náðist einnig fram sú almenna krafa, að nýir kjarasamningar tækju gildi strax og hinir fyrri rynnu út. Með ákvæðinu um lágmarkstekjur fyrir dagvinnu var verulega bættur hlutur þeirra sem áður bjuggu við klippt og skorið dagvinnukaup á lægstu töxtum. Tekjuáhrif nóvembersamkom- ulagsins eru áætluð fyrir verka- menn 3.8% verkakonur 4.3% iðnaðarmenn 3.3% og 3.5% hjá verslunar- og skrifstofufólki. Kjarasamning- arnir 1982 í bráðabirgðasamkomulaginu frá nóvember var kveðið á um að viðræðum skyldi fram haldið 15. mars 1982. Þrátt fyrir þetta ákvæði drógust viðræður nokkuð á lang- inn, svo sem öllum er í fersku minni. Samningar tókust loks 30. júní og gilda þeir frá 1. júlí 1982 til 31. ágúst 1983. Helstu efnisatriði samningsins eru þessi: Almenn 4% launahækk- un og auknar aldurshækkanir frá 1. júlí 1982. 1. janúar 1983 færast öll starfsheiti upp um einn launaflokk og 1. mars á næsta ári bætist við nytt starfsaldursþrep. Samið var um óbreytt verðbótakerfi, en sér- stakur 2.9% frádráttur kom á verð- bætur 1. september sl. Nokkru áður en þessi samningur var gerður eða þann 14. júní gerðu SBM og Meistarasamband bygg- ingamanna með sér samning sem gilti frá þeim tíma. í kjölfar al- mennu samninganna fylgdu RSÍ, ASV og ýmis félög með beina aðild. Erfitt er að meta ýmis ákvæði þessara samninga. Upphafshækk- anir þeirra koma á mismunandi tíma, en áætlað er að meðaltals- hækkanir hafi verið 6.9% hjá verkamönnum og verkakonum, 8.7% hjá iðnaðarmönnum og 4.8% hjá verslunar- og skrifstofu- fólki. Það skal undirstrikað, að hér er um að ræða mat á tekjuáhrifum samninganna. Með flokkatilfærsl- unni við áramót fá verkamenn og verkakonur að meðaltali 2.0% hækkun, iðnaðarmenn 1.2% og verslunarmenn2.3%. 1. mars 1983 er meðaltalshækkun verkamanna talin verða 0.7%, hjá verkakonum 0.6%, iðnaðarmönnum 0.8 og hjá verslunar- og skrifstofufólki 0.9%. Heildarhækkanir á tímabilinu júní 1982 til mars 1983 eru skv. þessu áætlaðar: Verkamenn 9.8% Verkakonur 9.7% Iðnaðarmenn 10.9% Verslunar- og skrifstofufólk 8.2% Upphafshækkun samninganna er að meðaltali áætluð 6.8-6.9% fyrir félaga innan ASÍ. Áramóta- hækkunin er talin 1.8-1.9% og 1. mars 1983 er meðaltalshækkun áætluð 0.7-0.8%. Bráðabirgða- lög í ágúst 1982 Með bráðabirgðalögum sem út voru gefin í ágúst er kveðið á um skerðingu verðbóta 1. desember 1982. í lögum þessum er einnig ákvæði sem heimilar ríkisstjórn- inni að ráðstafa 50 m.kr. til greiðslu láglaunabóta á þessu ári. Skv. fjárlagafrumvarpi er ætlunin að verja 125 m.kr. í sama skyni á árinu 1983. Lagasetningunni í ág- úst fylgdu margvíslegar yfirlýsing- ar, m.a. um lengingu orlofs og hef- ur stjórnarfrumvarp þess efnis ver- ið lagt fyrir Alþingi. Samkvæmt útreikningum Kauplagsnefndar hækkaði vísitala framfærslukostnaðar um 17.51% frá 1. ágúst til 1. nóv. 1982. Sam- kvæmt Ólafslögum er skerðing verðbóta 1. desember 2.08%. Að óbreyttu hefðu verðbætur á laun því átt að vera 15.43% frá 1, des- ember. Helmingur þessa eða 7.71% fellur niður vegna bráða- birgðalaganna þannig að verðbæt- ur verða 7.72%. Skerðingin svarar til eins mánaðar launa á hverjum 14 mánuðum eða um 64% af mán- aðarlaunum á tímabilinu desember 1982 til ágúst 1983. Kaupmáttaráhrif þessara aðgerða er flóknara að meta þar sem þær draga úr verðbólguhraða á næsta ári. Að óbreyttum efnahags- forsendum og verðbótaákvæðum er mjög líklegt að verðbólga á næsta ári verði yfir 70%. Verðbót- askerðingin leiðir til nokkru minni verðbólgu. Aðgerðir stjórnvalda geta þýtt að verðbólguhraðinn (árshækkun framfærsluvísitölu) fari niður í um 60% ef lenging or- lofs læðist ekki inn í verðlags kerfið. Verðbótaskerðingin 1. desember leiðir til þess að kaup verður 6.68% lægra en ella hefði orðið. Torvelt er að meta hversu mikið muni draga úr verðbóigu vegna þessa, en ljóst er að jákvæð kaupmáttaráhrif felast annars veg- ar í því, útreikningsdaga verður minna en ella, - biðtími kostar minna. Jafnframt verða frádrátt- arliðir vísitölunnar léttvægari. f kaupmætti mælist kjaraskerðingin mest í desember eða 5-6% en í mars á næsta ári verður skerðingin væntanlega komið niður í átt að 4%. Á þeim níu mánuðum sem eftir standa samningstímans er lík- legt, að kaupmáttur verði um 4% lakari en að óbreyttum verðbótaá- kvæðum. Er þá reiknað með nok- kurri verðlagshækkun vegna orlofslengingar. Ekki er mót- reiknað vegna sérstakra láglauna- bóta og aukins orlofsréttar, en þessa þætti er óvarlegt að meta meira en ígildi tæplega 2% að meðaltali. Alitamál er hvort og þá hvernig meta skuli þessa þætti, en sé tekið tillit til þeirra nemur skerðing kaupmáttar í kjölfar bráðabirgðalaganna að meðaltali 2-2 1/2% á komandi níu mánuð- um. Skerðing á skerðingu ofan hins vegar fjórum sinnum orðið grunnkaupshækkanir, sem óhjá- kvæmilega hafa tekið mið af skerðingarákvæðum. Það er því ó- raunhæft að ætla að kaupmáttur væri nú 43-44% hærri en raun ber vitni ef engar skerðingar hefðu komið til. Ef höfð er í huga sú verðlagsvelta, sem af svo mikilli viðbótarlaunahækkun hefði leitt er enn fjarlægara að ætla, að kaupmáttur væri 43-44% betri en nú er, að slepptum skerðingará- kvæðum. Þrátt fyrir þetta er eðlilegt að spurt sé og að reynt sé að svara því hvað hver þáttur skerðingarinnar hefurvigtað. Þetta verður ekki gert á einfaldari hátt en að rekja hver bein launahækkun þyrfti nú að verða til þess að vega upp hvern tiltekinn skerðingarþátt fyrir sig. Þessar tölur ber þó að skoða í ljósi þeirra fyrirvara sem áður eru taldir. Framfœrslu- kostnaður og skerðing verðbótavísitölu feb. ’79 - des. ’82 1. Hækkun framfærsluvísitölu feb. 79-nóv. 82 427.40 2. Verðbætur jún. 79 -des. 82 267.39 3. Mismunur framfærslukostn. og verðbóta 43.55 4. Þar af vegna sérstakra skerðinga 17.0 j 4.1 Vegna umsamins frádr. 1/9/82 2.7 4.2 Vegna lagaboðs 1/3/81 6.5 4.3 Vegna lagaboðs 1/12/82 7.0 5. Þar af vegna Ólafslaga 22.7 j 5.1 Vegna búvörufrádráttar 9.2 5.2 Vegna áfengis- og tóbaksliða 6.2 5.3 Vegna viðskiptakjaraákvæðis 4.1 5.4 Vegna olíustyrksfrádráttar 1.3 5.5 Mismunur 0.3 Þær tölur sem hér eru raktar í 4. og 5. lið gefa til kynna hve launa- hækkun þyrfti að verða til þess að bæta þá skerðingu sem beint má rekja til hvers þáttar. Þess skal hér getið að í þau 12 skipti sem Ólafslög hafa mælt verð- bætur hefur skerðing vegna búvör- ufrádráttar og áfengis- og tóbaks- liðar vegið að meðaltali 11.2% Grunnkaups- hœkkanir Á móti þeirn 43.55% mismun sem hér um ræðir hefur eftirfarandi komið í grunnkaupshækkunum: 15. júní 1979 3.0% Samningar 1980 12.2% 1. nóv. 1981 3.7% Samningar 1982 6.9% Meðalhækkun grunnlauna ASÍ félaga er á þessu tímabili um 28.0%. Því vantar nú um 12% á að grunnlaunahækkanir dugi til að bæta að fullu þá verðlagshækkun sem orðið hefur frá 1979. Þá er ekki tekið tillit til hækkunar 1. jan- úar á næsta ári, lengingar orlofs eða annarra félagslegra atriða. Kaupmáttar- horfur Nú eru horfur á að kaupmáttur kauptaxta landverkafólks innan Alþýðusambandsins verði á yfir- standandi ári 1.2% lakari en hann. vará árinu 1981. Verði ekki gerðir nýir kjarasamningar á næsta ári er| líklegt að kaupmáttur myndi enn; rýrna um 6-6.5%. Er þá miðað við j að verðbótaákvæði verði óbreytt á árinu, viðskiptakjör versni ekki, að; verðbólga verði um 60%. Ef viku-! eða mánaðarkauptaxtar eru not-j aðir til viðmiðunar, kaupmáttur' mældur gagnvart framfærslu-] kostnaði og 1971 sett á 100 verðaj niðurstöður 1982 og horfur 19831 þessar m.v. framangreindar for sendur: Ársmeðaltal 1981 104.9 1. ársfj. 1982 105.7 2. ársfj. 1982 103.3 3. ársfj. 1982 106.7 4. árstj. 1982 99.8 Ársmeðaltal 1982 103.6 1. ársfj. 1983 99 2. ársfj. 1983 98 3. ársfj. 1983 97 4. ársfj. 1983 96 Ársmeðaltal 1983 97 Þær tölur sem hér eru áætlaðar eru með þeim veigamikla fyrir- vörum sem tíundaðir eru að fram- an. Að auki er rétt að undirstrika að nú ríkir venju fremur mikil óvissa um verðlagsbreytingar á næstu mánuðum. Þetta skýrist að hluta af því að óvissa eykst eftir því sem verðbreytingar eru örari, en einnig af því að óvissa er veruleg í gengismálum og landsstjórn yfir- leitt. „Skerðingin svarar til einsmánaðar launa áhverjum 14 mánuðum eða um 64% af mánaðarlaunum á tímabilinu desember 1982 til ágúst 1983“. Svo sem hér hefur verið rakið er saga verðbóta síðustu árin marg- slungin. Ef litið er á tímabilið frá febrúar 1979 til nóv. 1982 hefur vís- itala framfærslukostnaðar hækkað um 427% en verðbætur nema 267%. Samkvæmt þessu er hækk- un framfærslukostnaðar umfram verðbætur 43-44% á tæpum fjór- um árum. Á þessu tímabili hafa Álitamál er hvort og þá hvernig meta skuli þessa þætti, en sé tekið tillit til þeirra nemur skerðing kaupmáttar í kjölfar bráðabirgðalaganna að meðaltali 2 - 2 7z% á komandi níu mánuðum“.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.