Þjóðviljinn - 15.01.1983, Side 5
Helgin 15. - 16. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
nf&ít
HELO-SAUNA
HVAÐ
MEÐ
ÞIG
axF
FERÐAR
' Höfum ávalit fyrirliggjandi saunaofna og klefa
á mjög hagstæöu verði.
Helo I stærð 162x205x201 cm.
Innifalið í verði er klefi með ofni, bekkjum. lofti, grindum
á gólfi, höfuðpuða, Ijósi og full einangraður. Verð
27.984,-
Helo III. Stærð 205x205x201 cm.
Innifalið í verði sama og með Helo I. Verð 32.065.-
Líffrœðistofnun Háskólans fœr góða gjöf:
Tæki til rannsókna á
BENCO,
Bolholti 4, sími 21945
háhitaörverum
Föstudaginn 14. janúar afhenti
Herr Pallasch frá þýska sendiráð-
inu í Reykjavík gjöf til Líf-
fræðistofnunar Háskóla íslands frá
Alexander von Humbolt stofnun-
inni í V-Þýskalandi. Tækin eru ætl-
uð til rannsókna og kennslu á sviði
örverufræði og verð tækjanna
hingað kominna er um 78.000
krónur (miðað við tollgengi í októ-
ber sl.)
Tæki þessi eru í þremur ein-
ingum:
1) Litrófsljósmælir UV-VIS
(gerð Hitaci) með bylgjusvið 200-
900 nm. Með „digital“ aflestri og
með hitunarbúnaði í mælihólfi til
að halda mæliglösum við stöðugt
hitastig meðan mæling fer fram.
2) Hitabað með dælu (gerð Ha-
ake) og með nákvæmum hitastilli.
Ætlað til að halda hita á mælihólfi
litrófsl j ósmælisins.
3) Skrifari eða síriti (gerð
W&W) sem tengist við litrófs-
ljósmælinn.
í fréttatilkynningu frá Líf-
fræðistofnun Háskólans segir, að
með þessum tækjum megi mæla
styrk flestra efna sem notuð eru í
Frá Námsgagnastofnun:
Ný kennslubók í
dönsku — Hildur
Hjá Námsgagnastofnun er komin
út ný kennslubók í dönsku, HILD-
UR - „et kursus i dansk for voks-
ne“. Þessi námsbók er samin til
notkunar með 10 sjónvarpsþáttum,
sem Ríkisútvarpið sendir út frá 22.
janúar n.k. Efnið er unnið í sam-
vinnu íslenskra og ddanskra aðila
að frumkvæði utanríkisráðuneyta
íslands og Danmerkur.
Efnið er fyrst og fremst ætlað
þeim sem hafa einhverja undir
stöðu í dönsku máli og nýtist því
elstu nemendum grunnskóla,
framhaldsskólanemendum og full-
orðnum. í bókinni eru kaflar úr
nýjum og gömlurn verkum danskra
höfunda um Danmörku og dönsk
málefni ásamt mörgum ljósmynd-
um og teikningum. Sem dæmi um
efni bókarinnar má nefna: Náttúr-
an, matur og drykkur, vinna. Efni
hennar ásamt sjónvarps- og
hljóðvarpsþáttum myndar heild
verkefna um málfræði, framburð
og fleira.
Námsgagnastofnun fjölfaldar og
dreifir sjónvarps- og hljóðvarps-
þáttunum á mynd- og hljómbönd-
um í skóla að loknum útsendingum
Ríkisútvarpsins. Efni hljóðvarps-
þáttanna verður einnig gefið út á
prentuðu máli. Efnið nýtist því til
frambúðar í framhaldsskólum og
við kennslu fullorðinna.
Ritstjórn bókarinnar HILDUR
skipuðu þau Friðrika Geirsdóttir
og Peter Spby Kristensen. Sam-
starfsfólk þeirra var Anne Marie
Heltoft, Auður Hauksdóttir, Birg-
itte Spur, Birna Bjarnadóttir,
Helga Guðmundsdóttir, Karen Ri-
sager og Lotte Maybom. Bókin er
264 bls. að stærð, kostar 335 krón-
ur og fæst í bókaverslunum og
Skólavörubúð Námsgagnastofn-
Verðlaunahátíö í Tónabœ
STAKIR OFNAR
4.5 kw ofn kr., 6.498.-
6,0 kw ofn kr. 6.755.-
7.5 kw ofn kr. 7.363.-
Verð miðað við gengi 5.1.
Gestir verðlaunahátíðarinnar
verða liðsmenn hljómsveitarinnar
LÓTUS frá Selfossi. Sú hljómsveit
vakti óskipta athygli á Músíktil-
raununum. Þá munu sigurhljóm-
veitir Músíktilraunanna, DRON,
Fílharmoníusveitin og Englaboss-
arnir einnig koma fram og leika sín
bestu lög.
Kynnir kvöldsins verður Stefán
Jón Hafstein, hinn kunni útvarps-
maður.
Verðlaunahátíð vegna Músíktil-
rauna ’82 verður haldin í Tónabæ
næstkomandi iunmtudagskvöld,
20. janúar. Einnig mun fara frain
verðlaunaafhending vegna Mara-
þontónleikanna, en Tónabær og
SATT gcngust fyrir hvoru tveggja.
líffræðilegum rannsóknum og
einnig mæla virkni bakteríufruma
eða ensíma þeirra. Við mælingar á
líffræðilegri virkni er mjög mikil-
vægt að geta haldið hitastiginu
stöðugu. Ætlunin er að nota þessi
tæki fyrst og fremst til rannsókna á
svokölluðum „hitakærum örver-
um“ í hverum og laugum hér á
landi, en þær rannsóknir hófust sl.
vor við Líffræðistofnun Háskólans
og eru þeir Dr. Guðni Alfreðsson,
dósent, og Dr. Jakob K. Kristjáns- '
son, aðjúnkt, umsjónarmenn verk-
efnisins.
Rannsóknirnar sem hér um ræð- 1
ir eru tvíþættar: Annarsveg-
ar vistfræðilegar athuganir á þeim
lífkerfum sem er að finna í náttúru-
legum og óskemmdum hverum og
laugum milli 30 og 100 gráða heit-
tum. Hinsvegar einangrun nýrra
tegunda háhitaörvera, bæði þeirra
sem eru aðeins vísindalega áhuga-
verðar, og einnig tegunda sem
hugsanlega má hagnýta. Seinni
hluti rannsóknanna er unninn að
hluta í samvinnu við erlenda aðila,
sérstaklega Prófessor Stetter við
háskólann í Regensburg í V-
Þýskalandi.
Þess má að lokum geta að nokk-
ur erlend fyrirtæki sem nota svo-
kallaða „Líftækni“ (Biotechnology)
til framleiðsluá lyfjum og öðrum
verðmætum efnum hafa sýnt þess-
um rannsóknum áhuga og verður
þar hugsanlega um einhverja sam-
vinnu að ræða í framtíðinni.
ast
Evrópustyrkir.
Evrópuráðiö veitir styrki til kynnisdvala er-
lendis á árinu 1984 fyrir fólk, sem starfar á
ýmsum sviðum félagsmála.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í
félagsmálaráðuneytinu. Umsóknarfrestur er
til I. mars n.k.
Félagsmálaráðuneytið, 12. janúar 1983.
A
Útboð
Tilboð' óskast í viðbyggingu Félagsheimiiis
Kópavogs, áfanga I.
1. Jarðvinnu og sprengingar.
2. Uppsteypt hús og frágengið utan.
Tilboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar-
verkfræðings Kópavogs, Félagsheimilinu
Fannborg 2, frá og með þriðjudeginum 18.
janúar n.k. gegn 1000 kr. skilatryggingu. Til-
boðin verða opnuð á sama stað að viðstödd-
um bjóðendum þriðjudaginn 1. febrúar kl. 11.
Bæjarverkfræðingur.
þú geturtckf t»t
Ikuregn og 5k! a\
,m i Reykjav/k e'ba.
yo get ég beZ*
a f/ug ve//inurT>
,rum Stabuum sem er
og þdegiiegt
eAMJ SQ-tt
VW - 1303, VW - sendiferðabílar
VW - Microbus - 9 sæta
Opel Ascona, Mazda
Toyota, Amigo, Lada Topas, Blazer
Land Rover 7 og 9 manna
Range Rover, Scout.
BOaleiga
Akureyrar
Akureyri: Tryggvabraut 14
simar 21715 og 23515. box 510
Reykjavik: Siðumúla 33 simi 86915