Þjóðviljinn - 15.01.1983, Side 19
• Helgin 15. - 16. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
Um „andrúm
morðsins” og
friðarveisluna
í Harpsund
Birni Bjarnasyni sérfræðingi Morgunblaðsins í
utanríkis- og varnarmálum virðist margt annað
betur gefið en að átta sig á þeim raunveruleika sem
umlykur okkur, og er þar illa farið með mann í hans
stöðu.
Á sunnudaginn var gerir hann
tilraun til þess að flytja vitsmuna-
lega umræðu um heimsmálin inn í
landið með því að þýða tvær skæt-
ingsgreinar í blað sitt, sem báðar
eru skrifaðar af mönnum er greini-
lega þjást af ofsóknarbrjálæði. Eru
greinarnar birtar með formála
Björns undir fyrirsögninni Um
„andrúm morðsins“ í Svíþjóð og
Bandaríkjunum. í formála sínum
að greinum þessum segir Björn til
skýringar á fyrirsögn sinni:
„Greinarnar snúast um sama efni;
hve erfitt þeir eiga uppdráttar í
heimi lista og hugmyndafræði sem
ekki fara troðnar slóðir vinstri-
mennskunnar í menningarmálum.
Leyfa sér að nota frelsi hins opna
þjóðfélags og andœfa gegn meðvit-
aðri eða ómeðvitaðri þjónkun
drambsamra menningarvita og
sjálfskipaðra dómara við það
stjórnkerfi, sem kœfir frjálsa hugs-
un og vill að listsköpun lúti dutt-
lungafullum lögmálum misviturra
ritskoðara. „Hernám hugarfarsins“
hefur þessi vinstrisinnaða viðleitni
meðalmennskunnar verið kölluð
hér á landi - og er það svo sannar-
lega réttnefni. Og Vladimir Buko-
vski talaði um „andrúm morðsins“
sem búið væri til í kringum menn“.
Greinarnar, sem Björn hefur
síðan þýtt í blað sitt, fjalla annars
vegar um ritdeilu sem staðið hefurí
Bandaríkjunum um rithöfundinn
Jerzy Kosinski þar sem meðal ann-
ars hefur verið deilt um hvort hann
sé raunverulegur höfundur verka
sinna. Ekki treysti ég mér til að
dæma í því máli, en þær ásakanir
sem fram korna í greininni um að
„einangruð klíka“ ráði öllu í hug-
myndafræðilegum menningar-
heimi New Yorkborgar og sé að
ganga af öllum „ótrauðum and-
kommúnistum í rithöfundarstétt"
þar í borg dauðum, þykja mér ill
tíðindi ef sönn reynast. Eða þá
mannvonska þeirra illu manna er
ritstýra tímaritinu Newsweek og
„gripu til hefðbundinna aðgerða til
að slá þá út aflaginu, sem dirfast að
taka upp hanskann fyrir þá lista-
menn sem eru í miðjunni eða til
hægri við hana og verða fyrir gagn-
rýni sem gegnsýrð er af hugmynd-
afrœðilegri spillingu". Af grein
þessari má ráða að í Bandaríkjun-
um búi „andkommúnískir" rithöf-
undar við engu minna ófrelsi en í
sjálfu föðurlandi þeirra Stalín og
Bresnjefs!
„Stalínisti" fær
nóbelsverðiaun
Hin greinin, leiðir okkur í allan
sannleika um „andrúm morðsins" í
því illa landi Svíþjóð. Það er menn-
ingarritstjóri hins merka vikurits
Tempus, sem hefur orðið og fjallar
grein hans um veislu, sem Olof
Palme hélt nóbelsverðlaunaskáld-
inu Gabriel Garcia Marquez í
tilefni verðlaunaveitingarinnar.
Menningarritstjórinn segir:
„Margir hafa brugðist illa við,
eftir að tilkynnt var að Garcia
Marquez hlyti nóbelsverðlaunin.
Hann er stalínisti, segja ekki síst
landflótta rithöfundar frá Kúbu -
þ.e.a.s. næstum allir. (Betra að láta
ekki hánka sig á ónákvæmni ..
innsk. ólg.). Colombíumaðurinn
hefur gefið út margar og dularfullar
yfirlýsingar um alþjóðamál. Hann
hefurtekið upp hanskannfyrir ógn-
arstjórn Castros, varið Jaruzelski,
varið íhlutun Sovétmanna í Angóla
og hernám þeirra í Afghanistan,
neitað því að pólitískir fangar séu á
Kúbu..."
Menningarritstjóri þessi, sem
hefur dagblaðið Dagens Nyheter
mjög á hornum sér og telur það
rneðal annars staðfesta þjónkun
blaðsins við sovésk alræðisöfl að
það hafi annan eins dálkahöfund
og umræddan nóbelsverðlaunahöf-
und, hefði betur lesið viðtal það
sem Dagens Nyheter birti við Ga-
briel Garcia Marquez 12. desem-
ber s.l. Þar segir Marquez m.a.:
„Þegar herlögin voru sett í Pól-
landi fyrir ári var ég í París.
Andúðin sem greip um sig meðal
fólksins var gífurleg. Ég held að
hún hafi verið nokkuð yfirdrifin, en
engu að síður réttlætanleg. Til
sönnunar þessu að ég álít hana hafa
verið réttmœta get ég sagt að ég var
einn þeirra sem mættu á mótmæl-
endafundinum við óperuna."
Pólland og
El Salvador
Viðtalið fjallar annars um það
sama og Marquez gerði að umtals-
efni í hátíðarræðu sinni, gjána á
milli Evrópu og Rómönsku Ame-
Olof Palme, gestgjafinn í Harps-
und. í veislunni varð upplýst að
hann hefur setið að sumbli incð al-
ræmdum stalínistum frá Rómön-
sku Ameríku á frönskum búllum
um niðdimmar nætur...
ríku. Táknrænt fyrir þá gjá var að
hans mati mismunandi skilningur á
stríðinu um Falklandseyjar. Af því
tilefni spyr blaðamaðurinn Marqu-
ez hvort hann geti hugsað sér þá
stöðu, að framfarasinnuð öfl í Evr-
ópu styddu rétt Rómönsku Ame-
ríku til Falklandseyja gegn því að
framfarasinnuð öfl í Rómönsku
Ameríku styddu frelsisbaráttu
Pólverja. Svar Marquez er á þessa
leið: „Persónulega myndi ég
heilshugar styðja slíkt markmið. En
þegar við búum við það óhugnan-
lega drama sem nú á sér stað í Mið-
Ameríku, drama, þar sem 120 þús-
und manns hafa horfið í álfunni,
þegar við búum í návist þessa raun-
veruleika, þá mundi það kosta gíf-
urlega erfiðismuni að vekja al-
menningsálitið hjá okkur til vitundar
um hið pólska drama, sem einnig er
stórt. En takið nú vel eftir, hér er ég
að tala í tæknilegum hugtökum,
ekki í pólitískum. Og hér komum
við aftur að þeim punkti, sem ekki
virðist yfirstlganlegur.
Búlent Ecevit. Herforingjastjórnin
í Tyrklandi var göbbuð til að leyfa
honuin að fara í vcisluna í
Harpsund.
Regis Debray, byitingarsinninn
sem hreiðrað hefur um sig í
ráðgjafahirð Frakklandsforseta,
var einnig mættur í veisluna.
Þegar Póllandsmálið kemur til
tals í samtölum við framfarasinn-
aða evrópubúa erum við vanir að
segja við þá: gott og vel, við erum
sammála ykkur um að gera slíkt
stórmál úr því sem er að gerast í
Póllandi, en reynið þá að hjálpa
okkur með það sem er að gerast í El
Salvador og Miðameríku. Og þá
verð ég að segja eins og er, að það
hefur ekki verið létt verk að vekja
almenningsálitið í Evrópu til skiln-
ings á vandamálum okkar.
- Skýringin er einföld: jafnvel
margir framfarasinnaðir evrópubú-
þvælda leikkona Bibi Anderson
gefur yfirlýsingar í „Expressen"
um „friðarvilja Sovétríkjanna" og
Olof Palme heldur hinum „stalín-
iska“ rithöfundi kvöldverðarboð í
Harpsund með þátttöku ýmissa
grunsamlegra manna einsog rithöf-
undunum Sven Lindqvist, P.O.
Enqvist, J.C. Jerschild og fleirum.
Svo vill til að Marquez þakkar
fyrir kvöldverðarboðið umrædda
með skemmtilegri grein í Dagens
Nyheter, 8. janúar s.l., sem hann
kallar „Friðarveislan í Harpsund“.
Það samsæri, sem þar var brugg-
að leynir sér ekki, og væri betur að
ar álíta að vandamálin í Mið-
Ameríku séu ekki afleiðingar sögu-
legs óréttlœtis, heldur stafi þau af
sovésku samsæri. Þeir sem halda
þessu fram eru gjarnan á móti
heimsvaldastefnunni, þeir hafa
ekki sarna skilning og Reagan á
utanríkismálum. En þegar kemur
að Mið-Ameríku komast þeir engu
að síður að sömu niðurstöðu og
liann."
Veislan í Harpsund
Menningarritstjóri sænska vik-
uritsins Tempus fer vítt og breitt
um hið sænska velferðarþjóðfélag í
grein sinni og sér andskotann í
hverju horni: „Hin fremur út-
Björn Bjarnason yrði nú leiddur í
allan sannleikann. Auk ofan-
greindra rithöfunda voru í þessari
veislu stórhættulegt fólk eins og
Danielle Mittcrrand forsetafrú úr
Frakklandi, Regis Debray, bylting-
arsinninn sem hreiðrað hefur um
sig í ráðgjafahirð Frakklandsfor-
seta, og þar var einnig hinn stór-
hættulegi Búlent Ecevit, „maður
með svera handleggi og örlátt
hjarta, sem sat fleiri mánuði í fang-
elsi eftir að hann hafði verið sviptur
völdum og fékk ekkireisupassa til
veislunnar nema með vikufyrirvara
úr heimalandi sínu“, eins og Marq-
uez segir. Og hann heldur áfram:
„Það var Olof Palme sem bauð
honum til þessarar samverustund-
ar, ekki af stjórnmálaástæðum,
heldur vegna þess að hann er skáld,
en hunn sagði sjálfur að skáldskap-
urinn væri sín fremsta köllun".
Það voru ýmsir sem létu blekkj-
ast af þessari veislu í Harpsund.
Þannig segir Marquez að sænski
forsætisráðherrann hafi opnað
veisluna með þessum orðum: „Það
gleður mig í hjarta, að hin tyrk-
nesku yfirvöld hafa látið sér skilj-
ast að útstáelsi okkar í kvöld er svo
saklaust, að þau hafa veitt vini okk-
ar Bulent Ecevit leyfi til að koma. “
Er það ekki svívirða, Björn
Bjarnason, að herforingjastjórnin í
Tyrklandi skuli hafa leyft Búlent
Ecevit að sækja slíkt samsærissvall
eins og fram fór í Harpsund þetta
dimma desemberkvöld?
Bjórdrykkja í París
í grein sinni segir hinn alræmdi
„stalínisti“ um kynni sín af Olof
Palme:
„Það er skilningur Olof Palme
á þjáningum Rómönsku Ameríku -
sem hann deilir reyndar með flest-
um þeim Svíum sem ég þekki - sem
er grundvöllur vináttu okkar. Það
var Francois Mitterrand sem kynnti
okkur fyrir mörgum árum í húsi
sínu í Bievre í París. Það var eftir
einn af mörgum pólitískum ósigr-
um hans. Þar var saman komið
fólk hvaðanœva að úr bókmennta-
og stjórnmálaheiminum, og sam-
ræður voru lœrdómsríkar en um-
fram allt rokskemmtilegar. Skyndi-
lega og án nokkurs sýnilegs tilefnis
gaf Olof Palme mér til kynna að
hann vildi fara út ogfá sér bjórglas
með Suður-Ameríkönunum. Við
fórum á La Coupole, eins og menn
gjarna gera um miðnœttið, og í yfir
tvær klukkustundir spurði Ólof
Palme okkur spjörunum úr um á-
standið í löndum okkar með skilningi
og áhuga sem vakti furðu okkar.
Enginn okkar hafði tekið eftir kyrr-
látum hjónum, sem setið höfðu við
nœsta borð og hlustað á samrœður
okkar. Að lokum, þegar Olof
Palme heimtaði að fá að borga i
reikninginn, spurði konan á næsta
borði hann á sænsku hvortþað vœri
hann sjálfur eða ríkiskassinn sem
borgaði reikninginn. Palme settist
þá við borð þessara óþekktu landa
sinna og gafþeim langar og ýtarlegar
sþýringar. I raun og veru hafði
hann borgað reikninginn úr eigin
vasa, en hann áleit engu að síður að
það hefði verið réttlætanlegt að láta
ríkið borga reikninginn, því honum
fannst þessi upplýsingafundur um
Rómönsku Ameríku vera mikil-
vægt verkefni fyrir hann sem for-
sætisráðherra Svíþjóðar."
Þarna höfum við það svart á
hvítu: forsætisráðherra Svíþjóðar
situr á samsærisfundum um nið-
dimmar nætur á vafasömum frönsk-
um kaffihúsum með alræmdum
suðuramerískum „stalínistum“ og
drekkur bjór. Og hann vílar ekki
fyrir sér að láta skattgreiðendur
borga brúsann ef því er að skipta.
Hvar er að finna „andrúm
morðsins“ ef ekki á slíkum stöðum,
Björn Bjarnason?