Þjóðviljinn - 15.01.1983, Side 32

Þjóðviljinn - 15.01.1983, Side 32
DJOÐVIUINN Helgin 15. - 16. janúar 1983 Atvinnuleysi mun meira í Reykjavík en undanfarin ár: 432 á skrá í gær 15-20 bætast í hópinn daglega „Því miður hafa verið að koma hingað menn undanfarna daga sem aldrei hafa sést hérna áður og það er greinilegt að hið almenna atvinnulcysi hér í Reykjavík er talsvert meira en það hefur verið í janúarmánuði undanfarin 4- 6 ár ef undan er skilinn janúarmánuður í fyrra en þá réru ekki togararnir meðan beðið var eftir fisk- verði“, sagði Gunnar Helgason hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar í samtali í gær. „Á þeasum tíma hafa verið 220 - 260 atvinnulausir í Reykjavík undanfarin ár og tal- an hefur yfirleitt haldið áfram að vaxa fram í miðjan febrúar en þá fer að draga úr. Það er athyglisvert við þetta núna að vinna virðist vera mjög stopul í byggingariðnaði og hjá verk- tökum, en ennþá er góð atvinna í fiskvinnslunni enda þótt hrá- efnaskortur geti sett strik í þann reikning innan skamms“, sagði Gunnar ennfremur. Hér skulu nefndar þær starfsgreinar þar sem atvinnu- leysi er mest í höfuðborginni núna. Innan sviga eru tölur frá því í janúar í fyrra: Vörubifreiðastjórar 55 (25), múrarar 30 (4), sjómenn 30 (10), trésmiðir 23 (1), verka- menn 108 (148), iðnverkakonur 12 (34), verslunarkonur 36 (22) og verkakonur 18 (321). Hámarksatvinnuleysisbætur eru nú 379.36 krónur á dag en lágmarksbætur sem greiddar eru út eru 94.84 kr á dag: Fyrir hvert barn eru svo greiddar 15.17 kr á dag. Forval í Norður- landskjördæmi eystra Lýkur ídag Fyrri umferð forvals Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjör- dæmi eystra lýkur nú um helgina. A Akureyri verður kosið í dag kl. 14 til 18 í Lárusarhúsi. Á Húsavík verður cinnig kosið í dag kl. 10 til 12 og 13 til 16 í Snælandi. Annars- staðar í kjördæminu er fyrri um- ferð forvalsins lokið. Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9—20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er haegt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9—12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Gæti haft afgerandi áhrif segir Arnmundur Bachmann formaður kjörnefndar „Ég hlýt að hvetja alla félaga til verður í efstu sæti listans,“ sagði þess að neyta atkvæðisréttar síns í Arnmundur Bachman formaður fyrri umferð forvalsins, því að nið- kjörnefndar ABR, en forvalið í urstaðan getur haft afgerandi áhrif Reykjavík hófst kl. 4 í gær. á seinni untfcrðina, þegar raðað „Ég vil einnig beina því til sam- herja okkar aö ganga í flokksfé- lagið forvalsdagana, en gegn því að greiða hálft árgjald öðlast menn rétt til þátttöku.“ Forvalinu verður framhaldið í dag frá kl. 10 til 19 og á morgun, sunnudag, frá kl. 10 til 14. Kosið er að Grettisgötu 3. Síðari umferð fer fram 28. til 30. janúar. -ekh \ Fyrri umferð forvals ABR hófst í gær og stendur atkvæðagreiðsla yfir í dag og á morgun að Grettisgötu 3. Ljósm. Atli. Forval Alþýðubandalagsins í Reykjavík: Aðhald með innflutningi einingahúsa í bígerð: Fagna allri takmörkun segir Grétar Þorsteinsson formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur „Ég fagna því auðvitað ef stjórnvöld ætla að beita sér að einhverju marki gegn hinum ótæpilega innflutningi tilbúinna einingahúsa til Islands ekki síst vegna þess einmitt að sterk rök benda til þess að mikið af þessari útlendu framleiðslu stand- ist ekki kröfur í íslenskri byggingareglugerð“, sagði Grétar Þorsteinsson formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur í gær. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær er nú starfandi nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins, en hún var skipuð rétt fyrir jól, sem er ætl- að það verkefni að kanna innflutn- ing á einingahúsum og húshlutum auk þess að athuga framleiðsluna hér innan lands og ef til vill útbúa staðla. Þá hefur Brunamálastofnun í bréfi í nóvember s.l. lagt vara við því að sum innfluttu húsanna upp- fylli ekki kröfur hérlendis um eld- varnir og varðandi frágang raflagna hefur ýmsu þótt ábótavant. Trésmiðir atvinnulausir „Það sem að okkur trésmiðum snýr í þessu dæmi með innflutning- inn er auðvitað m.a. atvinnan og það er enginn vafi á því að hinn gífurlegi innflutningur síðustu miss- era kemur niður á okkar grein enda eru nú allmargir trésmiðir atvinnulausir hér í Reykjavík um þessar mundir. Hitt er svo annað mál að enda þótt ég fagni hvers konar aðgerðum sem gætu leitt til einhverrar takmörkunar á inn- flutningi húsa og innréttinga, legg ég áherslu á að til bjargar þessum iðngreinum þarf að grípa til mjög róttækra ráðstafana - ráðstafana sem ekki hefur verið gripið til enn- þá. Samdráttur í byggingariðnaði nú stafar fyrst og fremst af fjár- magnsleysi og þar verða stjórnvöld að grípa í taumana ef ekki á illa að fara“, sagði Grétar Þorsteinsson að síðustu. -v. FORVAL ALÞYÐUBANDALAGSINS í REYKJAVÍK FYRRI UMFERÐ 14.-16. JANÚAR 1983 Fyrri umferð forvals Alþýðubandalagsins í Reykjavík fer fram 14.-16. janúar. Kosning fer fram að Grettisgötu 3 og verður kjörfundur opinn sem hér segir: Föstudaginn 14. janúar ki. 16 - 21 Laugardaginn 15. janúar kl. 10 19 Sunnudaginn 16. janúar kl. 10-14 Síðari umferð forvalsins fer fram 28. - 30. janúar. Fréttabréf ásamt forvalsreglum hefur verið sent til félagsmanna. Hafi einhver ekki fengið sendar forvals- reglurnar er hann beðinn að hafa samband við skrif- stofu félagsins. RÉTT TIL ÞÁTTTÖKU: Réft til þátttöku í forvalinu hafa allir félagsmenn Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík sem ekki skulda meira en eitt gjaldfallið árgjald og þeir nýir félagar, sem ganga í félagið í síðasta lagi á kjördag, enda greiði þeir a.m.k. '/z árgjald til félagsins við inngöngu. ATH. Fréttabréf og forvalsreglur liggja frammi á skrifstofu ABR. Kjörnefnd ABR

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.