Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 2
sKraargatiö Birgir ísleifur: Fái íhaldið fimm ráðherra er hann næstur í röðinni. Ymsir segja aö ný „Stefanía- sé nú í fæöingu og að málið sé komið svo langt að farið sé að gera tilraun til að raða niður í ráðherraembætt- in. Einmitt sú niðurröðun virðist vera fjallið sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Talað er um að ráðherrar verði 10. Fjórir frá íhaldi, fjórir frá Framsókn og tveir frá krötum. Þetta veldur miklum erfiðleikum hjá íhaldinu, vegna þess að svo margir sækja á að verða ráðherra. Geir Hall- grímsson vill að með honum verði ráðherrar Matthías Bjarna- son, Matthías Á. Mathiesen og Albert Guðmundsson. Fái íhald- ið fimm ráðherra er Birgir ís- leifur næstur í röðinni. Þetta vilja yngstu þingmennirnir ekki sam- þykkja og fer þar fyrir Friðrik Sophusson. Er eldur uppi í þing- flokknum útaf þessu máli. Þeir yngri telja að nú sé komið að þeim, tími „gamlingjanna" sé íiðinn. Framsóknarflokkurinn á einn- ig í vanda. Að sjálfsögðu verður Steingrímur ráðherra og talað er um Guðmund Bjarnason og Pál Pétursson en sá síðar nefndi er Friðrik: Fer fyrir hinum ungu og óánægðu í þingflokknum ekki sagður sækja það fast að verða ráðherra. Aftur á móti berjast þeir Tómas Árnason og Halldór Ásgrímsson grimmt, en þeir geta ekki báðir fengið ráð- herraembætti þar sem þeir eru úr sama kjördæmi. Svo sækir Alex- ander Stefánsson mjög fast á, enda metnaðarfullur maður sem alþjóð veit. Eiður Guðnason hefur heyrst nefndur sem ráðherraefni krata en fleiri nöfn hafa enn ekki heyrst frá þeim enn sem komið er en sjálfsagt verða margir um boðið í þessi tvö embætti. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi talað svo óvarlega og hátt í Alþingishúsinu á dögunum með fréttamenn á næsa borði, þegar sagt var að það yrði meiriháttar sprenging þegar Geir legði fram ráðherralista sinn. Þjóðviljinn hefur sannfrétt að þetta hafi verið viljandi gert, sem liður í þeim of- boðslegu átökum, sem nú eiga sér stað innan þingflokks Sjálf- stæðisflokksins. Sama hafi verið meðummæli GunnarsG. Schram á dögunum þegar hann vék sér að blaðamönnum og gagnrýndi sjálfsagt þær að kynslóðin sem nú er miðaldra endurlifir þarna í annað sinn æskuár sín og er þetta því sannköllkuð nostalgía. Fegurðar- drottning íslands var valin í gærkvöldi. Aðstandendur keppninnar létu m.a. gera risastóra tertu af feg- urðardrottningu íslands í fyrra í fullri líkamsstærð og var hún eftirréttur á girnilegum matseðli. Þetta át á fegurðardrottningunni mundi sjálfsagt ekki vefjast fyrir freudistum en þess skal getið að sú sem krýndi hina nýbökuðu fegurðardrottningu í ár var engin önnur en ungfrú Della Dolan frá Stóra-Bretlandi. Út um skrárgatið hjá Agli á Húsavík heyrðist þetta eftir að kratar vildu fá embætti forsætisráð- herra: Framtíd ekki fögur er fura num ég neðra veginn, ef að Kjartan œtlar sér efsta sœtið hinumegin. Þau eru orðin mörg handtökin í stjórnarmyndunarviðræðunum. Ljósm.: eik. _____________________ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Hclgin 21. - 22. maí 1983 Guðmundur: Ráðherraefni Framsóknar seinaganginn og talnafóðið í stjórnarmyndun Geirs Hall- grímssonar. Rokkhátíðin með gömlu íslensku rokkstjörn- unum hefur undanfarið verið haldin við mikinn fögnuð á Broadway og einu sinni á Akur- eyri. Upphaflega átti aðeins að hafa hana eitt kvöld en nú eru þau orðin 15 og alltaf fyrir troð- viröulegan miðaldra smáborgara, sem fæddur er og uppalinn í sama húsi og séra Bjarni og unir sér enn í Kvosinni; hægfara afturhaldsmann, vel í álnum og holdum; Mann sem getur ekki hætt aö trúa því, aö réttlætiö í heiminum sé mestanpart ranglæti. Já, þaö er undarlegt að hafa í æsku verið svo rót- tækur, aö maður vildi helst hengja alla andstæöinga öreigabyltingarinnar upp á afturfótunum í von um aö réttar skoðanir rynnu inní hausinn á þeim um leið og blóðiö og vera nú sem óöast að komast á þá skoðun aö allt gamalt sé gott og aö nýbreytni eigi engan rétt á sér nema sýnt sé aö hún sé snöggtum skárri en það sem fyrir var. Stundum finnst mér satt aö segja svolítið ónotaleg tilfinning aö vera aö breytast svona, en ég held aö þau ónot stafi nú öðru fremur af því aö ég er svo fastheld- inn aö mér líöur illa þegar ég þarf aö skipta um skoö- un. Og þar er komin grundvallarforsenda þess aö ég skrifa í Þjóöviljann. Ég er svo íhaldssamur aö ég get ekki hætt aö skrifa í byltingarmálgagnið. Auövitað er því ekki aö leyna aö mér blöskrar mis- réttið í heiminum og ennþá ennþá blundar sú von með mér aö ef til vill sé Þjóðviljinn eini hugsanlegi málsvari þeirrasem minna mega sín. Satt að segja, og aö öllu gamni slepptu, finnst mér stærsti og svartasti smánar- bletturinn á íslensku þjöðfélagi vera sá, aö ennþá skuli vera til tíuþúsund króna mánaðarlaun í landinu fyrir fullan vinnudag og þaö oft í erfiðisvinnu. Eða einsog segir í vísunni: Oft mér vekur undrun stóra allra þeirra lán sem einhvern veginn tekst að tóra fyrir tíu þús. á mán. Halldór: Tekur hann ráðherra- embættið af Tómasi? fullu húsi, 1500 manns í hvert sinn. S.l. átti svo að vera síðasta kvöldið en nú liggur fyrir pöntun fyrir 900 manns í mat fyrir eina rokkhátíð enn en húsið tekur aðeins 600 í mat. Verður hún því a.m.k. endurtekin tvisvar í við- bót. M.a. fóru 4 eða 5 þingmenn með mökum sínum á síðustu há- tíð og nú hefur heyrst að hálfur þingheimur ætli næst. Svo vel hefur þetta spurst út. Ástæðurnar fyrir þessu síðbúna rokkæði eru shammtur Af afturhaldi Fyrir réttu ári, þegar ég haföi skrifað nær óslitiö í Þjóðviljann í tíu ár, á hverjum laugardegi, datt þaö í mig aö hlífa lesendum ögn, hvíla mig á Þjóöviljanum og Þjóðviljann á mér. Þetta var dálítiö erfiö ákvöröun, því aö í eðii mínu er ég það íhaldssamur að ég vil engu breyta hvorki í daglegri önn, né umhverfinu. Mér hundleiðast nýjungar, þoli þær helst ekki fyrr en þær eru orðnar gamlar. Ég er einsog festur uppá þráö í nýjum fötum, nýir skór ætla mig lifandi aö drepa, ný hús finnst mér eiginlega undantekningarlaust Ijót og inní þeim kann ég illa viö mig. Ég held semsagt aö nýjungar séu heldur til bölvunar og oftast viröist mér þeim plantaö inní tilveruna andskotanum til dýröar. Undantekningar frá þessari reglu eru náttúrlega fol- öld, lömb og lítil börn^en ef betur er aö gáð þá telst nú ungviöiö í tilverunni til elstu nýjunga, guösgjafir sem líta dagsins Ijóst árvisst meó hlýnandi vori og hækk- andi sól. Ég held ég veröi aö taka undir meö Storm P. heitnum, sem sagöi: „Hvert aar önsker man, at det nye bliver bedre end det gamle, men det er aldrig blevet det endnu". / í tíu ár haföi ég semsagt skrifað í Þjóöviljann víst milli fjögur og fimmhundruö „Vikuskammta" og þess- um fjögur-fimmhundruð „Vikuskömmtum" fylgdu aö sjálfsögöu fjögur-fimmhundruð magapínur, magapín-- ur sem höföu öðlast tilverurétt í líf i mínu af því þær voru orðnar gamlar magapínur. Ég var farinn aö sætta mig viö þær, eins og konur sætta sig við óléttu og menn viö hjónabönd eöa fasta vinnu í banka. Svo var þaö semsagt,' um sauðburðinn í fyrra, aö ég ákvað að kasséra litlu magapínunum og koma mér upp einni stórri. Ég hætti að skrifa í Þjóðviljann og fór aö setja saman lítiö bókarkorn. Flestum hefur nú sennilega þótt tími til kominn aö bullinu í mér linnti á síöum Þjóöviljans eftir fimmhundr- uö vikur og víst er aö þeir sem telja aö Karl Marx og Lenín geti einir aukiö hagsæld á Islandi álíta mig eiga annars. staöar heima en í málgagni öreigabyltingar- innar. En nú er ég semsagt byrjaður aftur, gamla góöa magapínan er komin og allt á sínum staö. Ég hef lengi gælt viö þá hugmynd aö maöur eigi aö vera eins og maöur er, en ekki eins og maður á að vera og meö þessa speki aö leiöarljósi býst ég viö aö ég skrifi „Vikuskammtana" í framtíðinni eins og hing- aötil. Ástæöan til þess aö ég vil frekar skrifa í Þjóðviljann en önnur blöö er sú aö hér tel ég gott athvarf fyrir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.