Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 21. - 22. maí 1983 um helgina Hugarflug I heitir þessi mynd sem er unnin úr steinleir og gleri. Asmundarsalur Myndir úr gleri og steinleir Um helgina lýkur sýningu Borghildar Óskarsdóttur í As- mundarsal viö Freyjugötu. Þar sýnir Borghildur 26 verk sem unnin eru úr gleri, steinleir, fjör- usteinum, hrauni, kopar og mes- sing. Þetta er fyr'sta einkasýning Borghildar en hún hefur tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Öldutúns- skólakórinn Vor- tónleikar Vortónleikar Kórs Öldutúns- skóla verða haldnir í Hafnar-| fjarðarkirkju laugardaginn 21. maí kl. 14.00. Þar koma fram rúmlega 100 kórfélagar í 4 hópum. Ameríski Drengjakórinn frá New Jersey í Bandaríkjunum kemuf einnig fram á þessum tón- leikum og syngur nokkur lög undir stjórn Stephen Howard. Ameríski drengjakórinn Tónleikar á nœstu dögum Hér á landi er nú sem stcndur einn frægasti drengjakór Banda- ríkjanna, „Ther American Boy- choir“ og verSur hann á söng- ferSalagi um landið út þennan mánuð. Kórinn var upphaflega Safna- húsiö á Selfossi Jón Ingi Sigurmundsson opnar málverkasýningu í Safnahúsinu á stofnaður 1937 og hefur nú aðset- ur í Princeton í New Jersey. 18 hljómplötur hafa verið gefnar út með söng kórsins frá því hann var stoínaður. Kórinn starfar við skóla sem er einkaskóli og sá eini heimavistar- skóli í Norður Ameríku sem ekki tengist ákveðnum trúarbrögðum. Næstu tónleikar kórsins hér á landi verða í Selfosskirkju í kvöld kl. 20.30 í Langholtskirkju á annan í hvítasunnu kl. 17.00 á Akureyri á miðvikudaginn í Gamla bíó á föstudaginn kemur og í Borgarfirði á laugardag. Þá mun kórinn syngja á sjúkrahús- um og vistheimilum víða um land. Selfossi, laugardaginn 21. maí kl. 14.00. A sýningunni eru 30 olíu- og vatnslitamyndir. Þetta er fyrsta einkasýning Jóns Inga, en hann hefur áður tekið þátt í samsýningum Mynd- listarfélags Árnessýslu. Sýningin stendur yfir frá 21.- 29. maí og verður opin frá kl. 14.00-22.00 um helgar, en frá kl. 15.00-22.00 aðra daga. myndlist Ásmundarsalur: Borghildur Óskarsdóttir sýnir 26 myndir unnar i steinleir, gler. fjörustein, messing og kopar. Þetta er fyrsta einkasýning Borghildar en hún hefur áöur tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin er opin frá 14-22, síðasta sýn- ingarhelgi. Barnaskólinn Stokkseyri: Elfar Þórðarson og Vignir Jónsson sýna. Um er að ræða tvær einkasýningar og eina samsýningu. Elfar sýnir olíu-, vatnslita- og akrílmyndir en Vignir sýnir hnýtingarverk sem eru með nokkuð öðru sniði en menn eiga að venjast. Opið alla daga frá 14-22. Galleri Langbrók: Sýningu Jóhönnu Þórðardóttur lýkur um helgina. Á sýningunni eru 15 verk, allt lágmyndir úr tré. Jóhanna stundaði nám hér heima og í Amsterdam og Stokk- hólmi. Gallerí Lækjartorg: Gunnar Dúi sýnir ný olíumálverk. Þetta er sjöunda einkasýning hans hérlendis auk þess sem hann hefur sýnt erlendis. Síðasta sýningarhelgi. Gerðuberg: Útskriftarnemar úr Myndlista- og hand- íðaskólanum sýna verk sin á sölusýn- ingu sem veröur opnuö kl. 12.00 i dag. Sýningin stendur til loka mai, opið virka daga frá 16-22 og um helgar frá 12-20. Kjarvalsstaðir: Páll Reynisson sýnir Ijósmyndir, Guð- mundur K. Ásbjörnsson málverk og vatnslitamyndir og Sveinn Björnsson málverk. Síðasta sýningarhelgi. Listmunahúsið: Alfreð Flóki sýnir 40 nýjar teikningar. Unnið í túss, svartkrít og rauðkrit. Sið- asta sýningarhelgi. Listasafn íslands: Til sýnis eru Ijósmyndir af höggmyndum þeirra Ásmundar Sveinssonar, Einars Jónssonar og Sigurjóns Ólafssonar eftir bandaríska Ijósmyndarann David Finn. Einnig eru fjölmörg verk eftir listamenn- ina á sýningunni. Norræna húsið: Yfirlitssýning á verkum danska lista- mannsins Svens Havsteen-Mikkelsens sem nú stendur á sjötugu. Sýnd eru 50 málverk mörg máluð hérlendis, steinprentmyndir og teikningar. Opið daglega fram til 12. júni frá kl. 14-19. Safnahúsið Selfossi: Jón Ingi Sigurmundsson opnar sýningur í dag kl. 14.00 á 30 olíu- og vatnslita- myndum. Þetta er tyrsta einkasýning Jóns. Opið fram til 29. maí. Þjóðminjasafnið: I sumar verður í Bogasalnum sýning á ýmsum myndum og merkum hlutum sem safnið hefur nýverið keypt eða á- skotnast á annan hátt. Margt fróðlegra muna. Þrastarlundur: Sigurpáll A. Isfjörð opnar í dag sýningu í Veitingaskálanum. Sigurpáll er frá Húsavik en búsettur i Kópavogi. Hann hefur haldið 6 einkasýningar áður og tekiö þátt í fjölda samsýninga. 30 vatns- litamyndir og 5 oliumálverk eru á sýning- unni og allar til sölu. tónlist Blómasalur Hótels Loftleiða: Sænska söngkonan Stina-Britta Me- lander syngur fyrir matargesti um helg- Norrœna húsið Verk eftir Sven Havsteen- Mikkelsen í dag verður opnuð í Norræna húsinu yfirgripsmikil sýning á verkum danska málarans Svens Havsteen-Mikkelsens. Á sýningunni eru 50 málverk, mörg máluð hérlendis, steinprentanir og teikningar. Sven Havsteen-Mikkelsen er fæddur 1912 í Danmörku, ís- lenskur að ætterni. Hann sótti menntun sína m.a. til Listahá- skólans í Osló, þar sem hann naut leiðsagnar Axels Revolds og Pers Kroghs. Sven Havsteen-Mikkelsen ólst upp á heimili heimskautakönn- uðarins Einars Mikkelsens í Kaupm.höfn, og varð snemma handgenginn norrænni sögu og náttúru. 15 ára kom hann fyrsta sinni til Færeyja, sigldi til íslands og A-Grænlands, er hann tók þátt í rannsóknarleiðöngrum, m.a. á franska rannsóknar- skipinu Pourquoi-pas?, sem dr. J.B.Charcot stýrði. ina. Hún syngur þæði á islensku og sænsku meðal annars lög eftir Grieg, Alfvén, Rangström og Sibelius. Hafnarfjarðarkirkja: Vortónleikar Kórs Öldutúnsskóla verða i dag kl. 14.00. Þar koma fram rúmlega 100 kórfélagar í 4 hópum. Þá mun amer- íski drengjakórinn frá New Jersey syngja nokkur lög. 8. júni heldur Öldutúnsskóla- kórinn í tónleikaferð til Ungverjalands og tekur þátt í alþjóðalega Kodály- kórmótinu þar. Það er Egill Friðleifsson sem stjórnar kórnum. Háskólabíó: Árlegir tónleikar Karlakórs Reykjavikur verða 1., 3. og 4. júní næstkomandi. Kristján Jónsson óperusöngvari verður einsöngvari með kórnum. Kristskirkja Landakoti: Mótettukór Hallgrimskirkju heldur sína fyrstu sjálfstæðu tónleika i Kristskirkju í Landakoti n.k. mánudagskvöld 23. maí, annan dag hvítasunnu, og hefjast þeir kl. 20:30. A efnisskránni er kirkjutónlist frá 18., 19. og 20. öld, acappella- mótettur (kórverk án undirleiksj. Flutt verða verk eftir Mendelssohn, Bruckner, Duruflé og íslensk tónskáld, svo og hin kunna mótetta Lobet den Herrn, Lofið vorn Drottin, eftir Joh. Seb. Bach, en hún verður flutt meö aðstoö hljóðfæra- leikara. Stjórnandi er HörðurÁskelsson. Selfosskirkja: Ameriski drengjakórinn frá Princeton í New Jersey sem dvelst hér á landi um þessar mundir syngur i Selfosskirkju í kvöld kl. 20.30. Söngskólinn: Söngskólinn er nú að útskrifa nemendur og í þvl tilefni eru haldnir tónleikar i tón- leikasal skólans aö Hverfisgötu 44.1 dag kl.'15.00 koma fram þau Kolbrún á Heyjum Magnúsdóttir alt, Esther H. Guðmundsdóttir sópran og Sigurður Þórðarson bassi. Aðrir tónleikar verða á miövikudaginn kemur, þá syngja þau Guðmundur Þ. Gíslason tenór, Iðunn Ragnarsdóttir sópran. Undirleikarar eru þau Jórunn Viöar, Guðrún A. Kristins- dóttir og Pavel Smid. Tónlistarskólinn Reykjavík: Burtfarartónleikar verða á þriðjudaginn 24. mai kl. 17.00 í sal skólans að Skip- holti 33. Þá syngur Sigríður Gröndal verk eftir J.S. Bach, Schubert og fl.Jónas Ingimundarson leikur undir á píanó. leiklist Leiklistarhátíð á Akureyri: j dag hefst á Akureyri leiklistarhátíð og ráðstefna leikfélaga á Norðurlandi í leikhúsinu á Akureyri. Kl. 21.00 i kvöld sýnir Leikfélag Siglufjarðar Getraunar- gróða eftir Philip King i leikstjórn Jónas- ar T ryggvasonar. Á eftir verður skemmti- kvöld i Sjálfstæðishúsinu, þar sem leikfélögin norðanlands troða upp með sjálfvalið efni. Leikfélag Reykjavíkur: Engar sýningar um hvítasunnuhelgina i Iðnó en farið verður í leikför með Jóa eftir Kjartan Ragnarsson um suður- og vest- urland i komandi viku. Fyrsta sýningin verður í Bióhöllinni á Akranesi á annan í hvítasunnu og næstu sýningar í Stapa, Njarðvíkum, á Selfossi, Hvolsvelli, i Árn- esi og viðar. | Nemendaleikhúsiö: I Miðjarðarför Sigurðar Pálssonar verður sýnd í Lindarbæ ánnan i hvítasunnú kl. 20.30. Miðasala opin á mánudag frá kl. 17.00. Það eru útskriftarnemar Leiklist- Danans. Norskl, færeyskt og íslenskt landslag er eftirlætis viðfangsefni listamannsins og Skotland bættist í hópinn er hann kvæntist skoskri konu. Þá hefur hann myndskreytt margar bækur m.a. eftir og um Martin A. Hansen, gert kirkju- skreytingar og altaristöflur og eru skissur að þeim á sýningunni. Sýningin í Norræna húsinu verður opin daglega kl. 14-19 (þó lokað á hvítasunnudag) til 12. júní. arskóla Islands sem sýna. Leikstjóri Hallmar Sigurðsson. Þjóðleikhúsið: Aukasýning verður á Súkkulaði handa Siljueftir Nínu Björk Árnadóttur þann 26. maí, vegna mikillar aðsóknar. Miðar verða seldir frá og meö öðrum í hvíta- sunnu kl. 13.15. Þá má geta þess að hlutverkabreyting hefur nú orðið í sýn- ingum á ballettinum Fröken Júlía eftir Birgit Cullberg. Sænski dansarinn Per Arthur Segerström hefur tekið við hlut: verki Jeans af landa sinum Niklas Ek. Segerström er Islendingum að góðu kunnur þvi þetta er í þriðja sinn sem hann kemur hingað til að dansa fyrir landann. Revíúleikhúsið: Siðasta sýningin á þessu leikári á revi- unni hans Geirharðs Markgreifa verður i Gamla bíói annan i hvitasunnu kl. 20.30. Miðasala opin frá kl. 15-19. ýmislegt Ferðalög: Grafarvogur: I dag, laugardaginn 21. maí efnir félagið Ingólfur til gönguferðar um Grafarvog- inn. Ráögert er að hittast við Grafarholt kl. 14:00 og gengið veröur um Keldna- land og þann vettvang er brátt verður lagður undir nýja íbúðabyggö Reykvík- inga. Með í ferðinni verða kunnugir leið- sögumenn. Félagsmenn eru hvattirtil að fjölmenna og jafnframt eru nýir meðlimir boðnir velkomnir. Þernueyjarferð: Sögufélag Kjalarnesþings gengst fyrir Þernueyjarferð i dag, laugardaginn 21. maí. Safnast verður saman við Hlégarð kl. 13.30. Ekið verður á einkabifreiðum1 að Víðinesi. Þeir sem ekki hafa bíl fá far með öðrum. Meðal leiðsögumanna verður Björn Þorsteinsson fyrrv. pró- fessor. Stúdentafagnaður: Árlegur stúdentafagnaöur Nemenda- sambands Menntaskólans ( Reykjavik verður haldinn að Hótel Sögu 27. maí, daginn eftir skólauppsögn. Nýstúdendar og nemendur úr afmælisárgöngum hafa forgang að þáttöku. Nemendur afmælis- árganga eru því beðnir að tilkynna miðapantanir til fyrirsvarsmanna ár- ganga hið fyrsta. Fyrirlestur um sállækningar: Dr. Stephen Appelbaum flytur opinber- an fyrirlestur í boði félagsvísindadeildar mánudaginn23. maíkl. 5síðdegis. Fyrir- lesturinn, sem verður fluttur á ensku, fer fram í Lögbergi í stofu 102 og nefnist „A psychoanalyst explores the new therap- ies“. Dr. Appelbaum er prófessor í klín- iskri sálarfræöi við University of Missouri í Kansas City og er þekktur fyrir rit um sáilækningar og rannsóknir á þeim. Öll- um heimill aðgangur. Bilasýning Kvartmlluklúbbsins: Um hvítasunnuhelgina gengst Kvart- míluklúbburinn fyrir áttundu bílasýningu sinni. Á sýningunni verða að vanda flest- ir glæsilegustu bílar landsins auk ýmsra gerða af keppnisbílum. Að þessu sinni verður sýningin haldin i nýju glæsilegu húsi sem Gúmmívinnustofan hefur reist uppi i Árbæjarhverfi fyrir norðan dælustöðina og Coke verk- smiðjuna. Verður sýningin opin í þrjá daga, laugardag, sunnudag og mánu- dag frá kl. 14.00 til 22.00 alla dagana. Þrastarlundur Fyrsta sýning sumarsins Sigurpáll A. ísfjörð sýnir í veitingaskálanum Þrastarlundi í Grímsnesi. Þetta er sjötta einkasýning Sig- urpáls auk nokkurra samsýninga. Hann sýnir að þessu sinni 30 vatnslitamyndir og 5 olíuverk. Margar myndanna eru úr Gríms- nesi og nágrenni. Allar myndirn- ar á sýningunni eru til sölu. Menning- arvika á Siglujirði Árleg menningarvika Sigl- firðinga sem endurvakin var fyrir nokkrum vikum, hófst í gær með opnun málverkasýningar í ráð- hússalnum, en þar sýnir Birgir Schut 126 málverk og teikningar. Sýning þessi verður opin til 26. maí.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.