Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 21. - 22. maí 1983 myndlíst Púkinn Töframaður og trompin hans Alfreð Flóki hefur ávallt verið sérstæður í íslenskri myndlist. Hann er okkar eini tengiliður við horfna síð-rómantík 19. aldarinnarímyndlist. Reyndar höfum við aldrei átt neinn fulltrúa aldamótastílsins utan Flókaog þarsem enginn listamaður hefur fetað í fótspor hans, er óvíst að við eignumst nokkurn annan í bráð. (Ýmsir listamenn urðu fyrirvissum áhrifum af aldamótastílnum, s.s. Kjarval. En þeirtóku hann ekki ómengaðan upp á arma sína). Flókierað vísusíðbúinn aldamótamaður, en teikningar hans eru þrátt fyrir allt sannverðugar Jugend-myndir, hlaðnar japanskri sveiflu, grafískar og skrautkenndar. Runólfsson skrifar í landi sem rekur nær alla mynd- hefð sína á þessari öld aftur til Céz- annes og síð-impressionismans, er Alfreð Flóki nokkurs konar utan- garðsfyrirbrigði. Verk hans sem teldust hefðbundin og ofur venju- leg í Belgíu, Bretlandi eða Austur- ríki, virka sem skringilegar uppá- komur hér á landi. Þær eru segull sem dregur til sín breiðan hóp aðdáenda. Þrumulostinn stendur hann frammi fyrir þessum drýsil- kennda myndheimi. Það er staðreynd að Alfreð Flóki er einn þekktasti núlifandi lista- maður þjóðarinnar. Ekki er það síður vegna hátternis síns og fram- komu, en vegna verkanna. Maður- inn og verkin eru óaðskiljanleg. Það hjálpar til við að gera Flóka að gangandi goðsögn. Að vissu leyti er hann „Dalí“ okkar íslendinga. Hann kann sínar klisjur út í æsar líkt og furðufuglinn frá Figueras, nostrar við þær og hristir fram úr erminni eina og eina, líkt og töfra- maður. Á sýningunni í Listmunahúsinu eru þær allar á sínum stað. Miðpunktur myndanna er sem fyrr nornin, „flagð undir fögru skinni“, „la belle dame sans merci", „la femme fatale“ eða hvaðeina sem menn kjósa að kalla fyrirbærið. Hún er umsetin getnaðarlimum, skrípum, „incubi", gömlum og skorpnum körlum, sem hnusa að henni eða hún vefur um fingur sér glottandi. Þarna er komið saman allt hið rómantíska repertorium, eins og það birtist í verkum J.H.Fuselis á 18. öld og endar í Félicien Rops undir aldamótin síð- ustu. Listamaðurinn gerir lítinn greinarmun á því, hvaðan úr róm- antíkinni hann fær myndefni sitt. Hann getur blandað saman Poe og Péladan, morðingjum og mystik og piprað og saltað með freudískum dulvitundareffektum. Þarna er hræðslan við náttúruleysið og geld- inguna, alþekkt í djöflatrúnni sem og úr sálarfræðinni. Hún er eitthvert áleitnasta efnið í myndum hans og nokkurs konar forsenda þeirra, éða „primus motor“. „Gálgamaðurinn" og „Úr djúp- inu“ eru ágæt dæmi um þessa fælni, þar sem dauðinn og kynórarnir haldast í hendur. Þarna er einnig „Sjálfsmynd“ í anda Dorian Gray, skorpið og formlaust höfuð kykl- óps með eitt auga og systurmyndin „Necronomicon", portrett með Sýning Flóka í Listmuna- húsinu Madame fuglshöfuð, sett táknum næturinn- ar. Reyndar er Alfreð Flóki farinn að nálgast symbólisma Redons og súrrealisma Ernst í slíkum mynd- um, en báðar eru ófreskjurnar klæddar í dæmigerðan spjátrungs- fatnað frá 19. öld. Mörgum finnst sem Flóki þróist hægt, að hann sé alltaf að velta sér upp úrsömu hlutunum. En hvernig er hægt að þróa myndlist sem byggð er á klisj um? Þær eru fremur fólgnar í endurtekningum en þró- un, nokkurs konar „perpetuum ad infinitum". Þrátt fyrir þær skorður sem klisjan setur listamönnum sem við þær fást, hefur Alfreð Flóka tekist að bæta við sig ýmsum tækni- legum nýjungum. Einkum eru það mislitu krítarmyndirnar á litaðan pappír, sem telja verður bestar á sýningunni. „Púkinn“ og „Tvö andlit“ eru ágæt dæmi um það, en einnig svarkrítarmyndin „Ma- dame“. Þar sýnir Flóki, að þrátt fyrir all- an dandyismann á hann til sann- færandi tilþrif teiknarans. Með slíkum verkum þarf hann ekki að óttast náttúruleysið. Sýning Jóhönnu Þórðardóttur í Langbrók Leikur að hornum Um þessarmundirstenduryfirí Galleríi Langbrók sýning á lágmyndum eftir Jóhönnu Þórðardóttur. Héreráferð athyglisverð sýning listamanns sem að mér vitandi hefurekki haldið einkasýningu á verkum sínumfyrr, a.m.k. ekki hérá landi. Hún á þó nokkurn feril að baki sér, stundaði nám í höggmyndalist að loknum Myndlista- og hand- íðaskólanum, fyrst við Gerrit Riet- veld Akademíuna í Amsterdam og síðar við Konunglega Listahá- skólann í Stokkhólmi. Þá hefur hún tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. I sumar verður reistur skúlptúr, sem hún hefur unnið fyrir Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Eftir rúmlega áratugarlangan raawiigjasaMWUiiMMLiiwwriwiirmm raraanza Jóhanna við nokkur verka sinna. feril sem kennari og listamaður, er hér komin heilsteypt og þroskuð sýning, þar sem Jóhanna sýnir hug- vitssemi sína í meðferð viðar. Verkin eru 15 talsins og skiptast • nokkurn veginn í tvær syrpur eftir stærð. „Tréhyrningar" eru níu verk, öll jafn stór eða um hálfur metri á kant. Eins og nafnið bendir til, eru verkin nokkurs konar til- brigði um stef, þríhyrninga og felldir eru inn í tréramma á hinn margbreytilegasta hátt. Hyrning- ainir eru slípaðir og málaðir í mikiuin pasteltónum, eöa hvítir. Sýnir Jóhanna mikinn næmleik í meðferð þessara lita, einkum bleikra og blárra effekta. Eins og oft vill verða þegar feng- ist er við leik með frumform og vitnað í flata- og rúmmálsfræði, eru það yfirleitt einföldustu lausnirnar sem reynast sterkastar. Tréhyrn- ingar nr. 5 og 7 skera sig úr hvað þetta varðar. Einkum er fyrra verkið laust við alla óþarfa aðdrætti nema litinn, sem gerir þá mikið til að rífa upp einfalda form- bygginguna og auka tilbreytnina í endurkasti ljóssins á verkið. Hin grafísku reitamótíf eru einnig mjög vel heppnuð í þessu verki. Pílurnar eða örvarnar gera lítið til að bæta önnur verk. Lágmynd- irnar nr. 2 og 3 hefðu eflaust orðið mun sterkari án þeirra. Fyrri myndin ert.d. skemmtilega máluð, minnir nokkuð á marmara með innfelldum litlum ferningi og þrí- hyrningum. Hér draga örvarnar nokkuð úr styrk verksins. Eins ger- ir náttúrulegur viðurinn utan rammans lítið.til að bæta það sem er innan hans. Minni verkin á sýningu Jó- hönnu, sex að tölu og 15 sinnum 15 sentimetra, eru ekki eins áhuga- verð og hin stærri. Þau eru fremur í ætt við það „smælki“, sem er orðið nokkurs konar vörumerki Lang- bróka og eru of smá til að virkni þeirra sé nægileg. Jóhanna mætti að ósekju stækka þessar myndir sínar og kanna meiri fjölbreytni í formati. En minnkun þola þær ekki án þess að verða teprulegar. Sýningu Jóhönnu lýkur 22. maí (þessa helgi). Það er því ekki seinna vænna að líta inn í Gallerí Langbrók til að berja hana augum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.