Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 21
Helgin 21. - 22. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 bridge r Islandsmótið í tvímenningskeppni Jón og Sævar sigruðu Jón Baldursson og Sævar Þor- björnsson urðu íslandsmeistarar í tvímcnningskeppni 1983, sem hald- ið var um síðustu helgi. Þeir háðu harða baráttu undir j lokin við þá félaga Guðmund Pál Arnarson og Þórarin Sigþórsson, og höfðu lukkudísirnar með sér er upp var staðið. Þessi tvö pör ásamt Jóni Asbjörnssyni og Símoni Sím- onarsyni hafa verið áberandi bestu pör okkar í vetur og svo heppilega vill til að þessi þrjú pör skipa ein- mitt landslið okkar í ár, sem keppa mun á Evrópumótinu í júlí í Wies- baden. Svo við snúum okkur að íslands- mótinu, þá tóku 24 pör þátt í úr- slitakeppninni, að undangenginni forkeppni 64 para, víðs vegar að á landinu. Spiluð voru 5 spil milli para í úrslitakeppninni, allir v/ alla, alls 23 unrferðir. Við skulurn líta á þróun mála. Eftir 3 umferðir var staða efstu para þessi: Jón-Sævar 58 Ásmundur-Karl 50 Jón-Símon 43 Guðlaugur-Örn 43 Eftir 6 umferðir var staðan þessi: Ásmundur-Karl 90 Jón-Sævar 88 Guðmundur-Þorgeir 63 Guðlaugur-Örn 56 ' (Þarna höfðu Guðmundur- Þórarinn 42) Eftir 9 umferðir var staðan þessi: Ásmundur-Karl 105 Guðmundur-Þórarinn 82 Guðinundur-Þorgeir 75 Guðlaugur-Örn 66 (Parna höfðu Jón og Sævar lent í andstreymi) Eftir 12 umferðir var staðan orð- in: Ásmundur-Karl 123 Guðmundur-Þorgeir 91 i Jón-Sævar 88 GuðmundurrÞórarinn 80 Guðlaugur-Örn 73 Eftir 15 umferðir fór aðeins að teygjast úr: Jón-Sævar 147 Ásmundur-Karl 124 Guðmundur-Þorgeir 109 Guðmundur-Þórarinn 109 Guðlaugur-Örn 92 Eftir 18 umferðir var staðan þessi: Guðmundur-Þorgeir 175 Guðmundur-Þórarinn 172 Ásmundur-Kar! 145 Jón-Sævar 133 Parna leit út fyrir að Guðmundur-Þorgeir og Ásmundur-Karl stæðu með pálm- ann í höndunum, en þeir fyrr- nefndu fóru illa með sig í 19. um- ferð er þeir mættu Hermanni og Ólafi og fengu heldur mikinn skell. Bræðurnir áttu eftir að koma meir við sögu þessa móts, með heldur sögulegum hætti. Eftir 20 umferðir var staðan því orðin: Guðmundur-Þórarinn 200 Jón-Sævar 180 Ásfnundur-Karl 180 Guðmundur-Þorgeir 146 Og eftir 21 umferð (af 23) var staðan þessi: Jón-Sævar 216 Guðmundur-Þórarinn 206 Ásmundur-Karl 185 Guðmundur-Þorgeir 140 Og eftir 22 umferðir (fyrir síð- ustu umferð) var staðan mjög hag- stæð fyrir Guðmund-Þórarin: Guðmundur-Þórarinn 214 Jón-Sævar 196 Ásmundur-Karl 193 Guðmundur-Þorgeir 136 Guðmundur-Þórarinn áttu að spila við Hermann og Ólaf og Jón- Sævar við parið í fjórða sæti, Guð- mund og Þorgeir (sveitarfélaga Þórarins). Og enn á ný sannaðist hið forna, að allt getur (og gerist) gerst í bridge. Jón og Sævar rúst- uöu þá Guðmund og Þorgeir með 19 í plús á sama tíma og Guðmund- ur og Þórarinn töpuðu með 2 í mín- us. Heldur súrt fyrir þá Guðmund og Þórarin, svona nálægt endin- um. En að sama skapi gleðilegt, fyrir þá Jón og Sævar. Eins dauði, annars.... Jón Baldursson vann því það afrek í þessu móti, að vera íslands- meistari í tvímenning, þrjú árí röð. Stórglæsilegt hjá þessum úrvals- spilara, sem þrátt fyrir ungan aldur (enn ekki þrítugur) hefur þarmeð skipað sér á bekk með okkar bestu spilamönnum fyrr og síðar. Fyrir Sævar Þorbjörnsson er þetta einnig stórmerkur áfangi, því þetta er í fyrsta skipti sem hann sigrar þetta mót, og áreiðanlega ekki í það síðasta. , : Umsjón Ólafur Lárusson Lokastaða efstu para varð þessi: 1. Jón Baldursson-Sævar Þorbjörnsson Reykjavík 215 stig. 2. Guðmundur P. Arnarson-Þórarinn Sigþórsson R.vík 212 stig. 3. Ásmundur Pálsson-Karl Sigurhjart- arson R.vík 179 stig. 4. Pétur Guðjónsson-Stefán Ragnars- son Akureyri 141 stig. 5. Guðmundur Sveinsson-Þorgeir Eyjólfsson R.vík 117 stig. 6. Guðlaugur R. Jóhannsson-Örn Arn- þórsson R.vík 82 stig. 7. Guðmundur Pétursson-Hjalti Elíasson R.vík 77 stig. 8. Jón Ásbjörnsson-Símon Símonarson R.vík 55 stig. 9. Guðni Sigurbjarnason-Ómar Jóns- son R.vík 33 stig. 10. Kristján-Blöndal-Georg Sverrisson R.vík 26 stig. Um árangur annarra para en þeirra efstu má geta þeirra Péturs og Stefáns frá Akureyri. Þeir halda uppi heiðri landsbyggðarinnar með miklum sóma og ná sínum besta árangri í bridge fram að þessu. Einnig má geta þeirra Þorsteins Ólafssonar og Kristjáns Kristjáns- sonar frá Reyðarfirði. Þeir sigruðu undankeppnina með glæsibrag, þó þeim gengi miður í útslitunum. Einnig má nefna einu spilakonuna í úrslitunum, hana Soffíu Guðmundsdóttur. Þar er á ferðinni kona sem seint gefst upp. Enda úr Fljótunum, þó Akureyringursé. Á móti henni spilaði Ævar Karlsson. Sagnir herma að Soffía hafi spilað spil mótsins, einmitt á móti þeim Þórarni og Guðmundi. Það birtist vonanadi innan tíðar í spiladálkum blaðanna (raunar þegar komið í Mbl., fyrsta spilið sem Guðmund- ur Páll birtir frá þessu móti, að vonum..) Spilin voru tölvugefin, og verður að segjast að dreifingin að þessu sinni var nokkuð jöfn og góð, og spil nokkuð eðlileg. Þó er raunar alltaf leiðinlegt að sjá það koma fyrir, þega pör „ná“ pottþéttri al- slemmu sem fimmtán slagir standa harðir, að drottning liggur öfug þriðja bak við kóng-ás, þegar aðeins vantar þrjú spil í litinn. Þetta skeði í einu „alslemmunni“ í mótinu og fengu Guðlaugur-Örn að kenna á því m.a.. Sannarlega ekki verðlaunuð sagntækni þarna á ferðinni. Að öðru leyti fór mótið fram af stakri prýði, undir öruggri stjórn Agnars Jörgenssonar. í mótslok af- henti forseti Bridgesambandsins, Kristófer Magnússon verðlaun fyrir móthald á vegum þess. fs- landsmeistarar 1983 urðu: Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson í tvímenning. Sveit Þórarins Sig- þórssonar í sveitakeppni (með hon- um voru: Guðmundur Páll Arnar- son, Björn Eysteinsson, Guð- mundurSv. Hermannsson, Þorgeir P. Eyjólfsson og Guðmundur Sveinsson). í kvennaflokki varð sveit Estherar Jakobsdóttur ís- landsmeistari (með henni voru: Erla Sigurjónsdóttir, Halla Berg- þórsdóttir og Kristjana Stein- grímsdóttir). Og í sveitakeppni yngri flokks, sveit Braga Haukssonar, en með honum voru: Sigríður Sóley Krist-, jánsdóttir, Hróðmar Sigurbjörns- son og Karl Logason. Og þá er ekkert annað en að óska þessum sigurvegurum til ham- ingju með árangurinn. Sumarbridge Ekki er enn ljóst hvort spilað verður í Domus Medica í Sumar- bridge 1983. Vonirstanda þó til,að húsnæðið fáist. Þegar það liggur ljóst fyrir, er ekkert að vanbúnaði að hefja keppni sem fyrst. Sumarbridge Bridgesambands Reykjavíkur hefur verið fjölmenn- asta samkunda bridgemanna á landinu undanfarin ár. Þar hafa menn stigið sín fyrstu spor í keppnisbridge. Öll kvöld í sumar- bridge eru sjálfstæðar keppnir og öllum ópið sem vilja. Spilað er ávallt á fimmtudögum og ávallt stuðst við sama keppnisform, sem er riðlakeppni, tvö til þrjú spil milli para. Og ekki er nauðsynlegt að mæta með makker (félaga), því oftast eru einhverjir á lausu, sem gjarnan vilja grípa í spil eða tvö. Nánar síðar. Gott framtak Kristófer Magnússon forseti Bridgesambands íslands, aflienti Þórarni Sigþórssyni veglega gjöf, sem staðfestingu á því að Þórarinn er okkar fyrsti stórmeistari i bridge, með yfir 500 meistarastig. Gjöfina afhenti Kristófer sl. sunnudag, um leið og verðlaun fyrir mótshald á vegum B.L, voru afhent. Göfin var áletruð úrklippu- bók, vegleg mjög, tileinkuð fyrsta stórmeistara íslands í bridge. Að sjálfsögðu var bókin græn á lit, með gylltu ívafi. Virðingavert framtak hjá Bridgesambandsstjórn og afar til- hlýðilegt að Þórarinn hlyti þennan virðingavott. Til hamingju Þór- arinn. Bridgefélag Breiðholts Nú er lokið fyrirtækjakeppni fé- lagsins, sem jafnframt var ein- menningskeppni. Úrslit urðu þessi: 1. Kjötmiðstöðin, spilari Guðmundur Sigursteinsson. 2. Steintak h/f spilari Kristinn Hclga- son. 3. Prófíll, spilari Helgi Nielsen Úrslit í einmenningskeppninni urðu: 1. Guðmundur Sigursteinsson 217 stig. 2. Guðmundur Grétarsson 205 stig. 3. Guðmundur Bernharðsson 204 stig. Athygli spilara er vakin á því, að félagið hyggst standa fyrir eins kvölds tvímenningskeppnum á þriðjudögum, eitthvað fram á sum- ar. Spilað er í Menningar- miðstöðinni v/Gerðuberg og hefst spilamennska stundvíslega kl. 19.30. Allir velkomnir. Bridgefélag kvenna í annarri umferð parakeppninn- | ar fengu eftirtalin pör hæsta skor: Esther Jakobsdóttir-Svavar Björnsson 192 Ólafía Jónsdóttir-Baldur Ásgeirsson 192 Margrét Margeirsdóttir-Gissur Gissur- arson 178 Aldís Schram-Ellert Schram 178 en efstu pörin eftir 2 umferðir eru: Esther Jakobsdóttir-Svavar Björnsson 387 Sigríður Pálsdóttir-Óskar Karlsson 364 Guðrún Bcrgsdóttir—Eggert Benónýs- son 359 Gerður Ísberg-Sigurþór Halldórsson 356 Margrét Margeirsdóttir-Gissur Gissur- arson 353 Þorgerður Þórarinsdóttir-Steinþór Ás- gcirsson 350 Innilegustu þakkirfæri ég ykkur öllum, nemendum og öðrum vinum, fyrir þann hlýhug sem þið sýnduð mér á sjötugsaf- mæli mínu 11. maí sl., með miklum og merkum gjöfum, skeytum, viðtölum og heimsóknum. Gæfan fylgi ykkur. Haukur Jörundsson. Verksmiðjustjóri Óskum eftir að ráða verkstjóra að verksmiðju í matvælaiðnaði í Reykjavík. Við leitum að manni sem hefur vilja til sam- hliða verkstjórn, að setja sig inn í framleiðslu verksmiðjunnar jafnframt því að starfa að henni. Viðkomandi þarf að kynna sér véla- kost verksmiðjunnar og hafa umsjón með viðhaldi og breytingum á vélbúnaði. Starfið gæti hentað tæknisinnuðum manni eða manni með iðnréttindi á sviði véltækni eða vélstjórnunar. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannastjóra, er veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. SAMBANDISL. SAM VINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALD Icl ÍÖ3 ra fa ra ia ra BORGARSPÍmiNN LAUSSTáDA Hjúkrunarfræðingar/ljósmæður. Hjúkrunarfræöingur sem jafnframt hefur Ijósmóðurmenntun óskast (a ra la m ra ra ra 01-1^1^1131110001119^ sem jaiMirami neiur ijosmoourmenniun osKasi p-| til starfa á Fæöingarheimili Reykjavíkurborgar vegna rekstrarbrey- ICJ (gJ tingaþar. Nánari upplýsingar gefur Guöjón Guönason yfirlæknir í síma 22544 jg ia ra la ra la fyrir hádegi. Reykjavík, 20. maí 1983. BORGARSPÍTALINN 0 81-200 ia la la ra bIbIbIbIbIbIbIeIbIeIbIbIeIbIgIeIeIbIbIb] bI Lausar V7ð eigum ætíð mikið úwal afskrúf- um, boltum, róm, saum í pökkum og í lausu, málningu, Handverkfæri, járnvörur, lím, þéttilistar, skóflur, lökk, iæsingar, iyklaefni, lásar, og m.m.O,. OPIÐ í HÁDEGINU OG Á LAUGARDÖGUM TIL HÁDEGIS 'LIPPBÚÐiN VU) HÖFMMA Mýrargötu2 - simi 10123

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.