Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 21. - 22. maí 1983 Stofnfundur friðar- hreyfingar kvenna Merk tíðindi n.k. föstudag: Dagskrá fundarins. Maj Britt Theorin mun flytja erindi á fundinum um friðarbar- áttu og hlut kvenna í henni og á eftir gefst fundargestum kostur á að leggja fyrir hana spurningar. Eftir kvöldverð flytur Margrét Heinreksdóttir, fréttakona, er- indi um vígbúnaðarkapphlaupið og stöðuna í viðræðum stóveld- anna. Síðan munu þær Björg Ein- arsdóttir, Gerður Steinþórs- dóttir, Kristín Ástgeirsdóttir og Margrét S. Björnsdóttir kynna störf friðarhóps kvenna og til- lögur hans um verkefni og skipu- lag hreyfingarinnar. Búist er við að fundinum ljúki um kl. 23.00. Fundarstýra verður Sigríður Thorlacius. Maj Britt Theorin, sem þekkt er fyrir störf sín að friðar- og af- vopnunarmálum á vettvangi S.Þ. verður gestur á stofnfundi friðar- hreyfingar ísienskra kvenna næsta föstudag. Friðarhópur kvenna boðar til fundar í Norræna húsinu föstu- daginn 27. maí kl. 17.00, þar sem rætt verður um friðarbaráttu og afvopnun og afstaða tekin til stofnunar friðarhreyfingar kvenna, starfs hennar og skipu- lags. Gestur fundarins verður sænska þingkonan Maj Britt The- orin, en hún situr á þingi fyrir sósíaldemókrata í ágúst á síðasta ári hóf hópur kvehna í Reykjavík að ræða hugsanlega stofnun friðarhreyf- ingar íslenskra kvenná. Hópur- inn, sem samanstendur af konum úr öllum stjórnmálaflokkum, kvenfélögum, verkalýðsfélögum o.fl. kom sér saman um ávarp, sem sent var öllum kvenféiögum á landinu, svo og bréf, þar sem konur voru beðnar að hugleiða friðar- og afvopnunarmál og hugsanlega friðarhreyfingu kvenna. Bréfinu var mjög vel tekið og m.a. hafa Kvenfélaga- sambandi íslands borist mörg bréf.aþar sem þessu er fagnað. Friðarhópur kvenna. Myndin var tekin í október á sl. ári þegar hópurinn sendi frá sér ávarp. (Ljósm. - gel - Grasrótarstarf með miðstöð í Reykjavík Pær Guðrún Helgadóttir og Margrét S. Björnsdóttir hafa starfað með| friðarhópi kvenna allt frá upphafi. Þær sögðu í sam- tali við blaðið, að þær hugmynd- ir, sem nú lægju fyrir um starf friðarhreyfingar kvenna, gengju út á það, að grunneiningar •hreyfingarinnar yrðu friðarhópur kvenna, sem stofnaðir yrðu innan eða utan félagasamtaka, auk þess sem einstaklingar geta átt aðild að hreyfingunni. Miðstöð yrði í Reykjavík og væntanlega yrði uppistaðan í henni þær konur, sem komu þessu af stað. Hlut- verk miðstöðvar yrði að miðla upplýsingum og standa fyrir fundum. Að ári myndi hún boða til landsfundar friðarhópa kvenna, þar sem starfið yrði tekið til endurskoðunar. Pær Margrét og Guðrún sögðu ennfremur, að þær hefðu sent út bréf til allra Alþýðubandalagsfé- laga á landinu, þar sem hvatt var til þess að þau stofnuðu friðar- hópa kvenna.Þegar hefðu nokkr ir hópar, myndast í félögum Ab víðs vegar um landið, t.d. í fé- laginu í Reykjavík, í Hafnarfirði, á Akranesi og á Egilsstöðum, svo eitthvað væri nefnt. „Fundurinn er öllum konum op- inn og við hvetjum allar Alþýðu- bandalagskonur til að koma á fundinn og láta í sér heyra um þetta mikilvæga mál,“ sögðu þær Guðrún og Margrét að lokum. Arftaki Ölvu Myrdal? Gestur fundarins, Maj Britt Theorin, Trefur setið á sænska •þinginu frá árinu 1971 og verið í forsvari fyrir fjölda þingnefnda. Hún hefur verið fulltrúi Svía hjá Sameinuðu þjóðunum frá árinu 1976 og formaður sendinefndar Svía á afvopnunarráðstefnum. Hún er stundum kölluð arftaki Ölvu Myrdal, sem einn helsti talsmaður friðar og afvopnunar í Svíþjóð. ast ritstjérnargrein r Oheiðarleg gagnrýni á forseta íslands Sú gagnrýni sem hefur verið viðruð í skrifum blaða á forseta íslands hefur bæði verið órétt- mæt og óheiðarleg. Að sjálf- sögðu er hægt að hugsa sér vald- svið forseta og starfsaðferðir með öðrum hætti en nú er. Meðan ekki hefur verið gerð breyting á stöðu embættis forseta hljóta störf þess sem því gegnir að vera metin út frá gildandi ákvæðum stjórnarskrár og þeim hefðum sem myndast hafa við stjórnar- myndanir. Gagnrýnin, sem einkum hefur verið haldið við kjaftadálka blaðanna, en einnig hefur skotið upp kollinum í forystugreinum Morgunblaðsins, hefur beinst að þremur atriðum. í fyrsta lagi að því að umboð til stjómarmyndunar sé látið ganga í hring eftir þingmannafjölda milli flokkanna. í öðru lagi hefur verið veist að þeirri ákvörðun forseta að fela Svavari Gestssyni formanni Al- þýðubandalagsins umboð til stjórnarmyndunar. í þriðja lagi hefur verið látið að því liggja að forsetinn hafi sett formönnum flokkanna ákveðin tímamörk til myndunar meirí- hlutastjórnar, en Svavar Gests- son hafi fengið ótakmarkað umboð. Um fyrsta atriðið er það að segja, að ábendingar formanna flokkanna hljóta að ráða miklu um það hverjum forseti felur um- boð. Geti einhver þeirra sýnt fram á með rökum að hann hafi meiri möguleika en aðrir á mynd- un meirihlutastjórnar verður hann varla sniðgenginn hvað sem líður stærð flokks hans. Hið sama gildir ef flokksformenn sem hafa að baki sér meirihluta alþingis- manna benda sérstaklega á einn formann umfram aðra. Enda þótt viðræður flokksformanna og forseta séu trúnaðarmál er ekkert sem bendir til þess að þeir hafi enn sem komið er getað vísað á aðrar betri og skjótvirkari leiðir en „hringekjuna". Það má svo hverjum manni vera ljóst að jafnskjótt og. flokkar og flokks- formenn geta sýnt fram á að þeir hafi meirihluta að baki sér á þingi til stjórnarmyndunar, eða yfir- gnæfandi líkur á því, eru þeir bærir til þess að stöðva hringekj- una og krefjast umboðsins. Það er því ódrengskapur þegar stjórn- málamenn úr Sjálfstæðisflokkn- um láta flokksblöðin gera tilraun til þess að velta eigin getuleysi yfir á forsta íslands. Meðan ekki eru aðrir kostir í boði er það lýðræðislegasta aðferðin að Iáta umboðið til stjórnarmyndunar ganga eftir stærð flokkanna. Það þóttu að sönnu nokkur tíð- indi þegar Kristján Eldjárn, þá- verandi forseti, veitti Lúðvík Jós- epssyni, þáverandi formanni Al- þýðubandalagsins, umboð til stjórnarmyndunar 1978. Það var að sjálfsögðu í hæsta máta rétt, lýðræðislegt og þingræðislegt. Það þóttu minni tíðindi þegar Svavari Gestssyni var veitt slíkt umboð 1980 og minnst er hann fékk umboðið nú í vikunni. Samt sem áður reynir Morgunblaðið að viðhalda móðursýki út af slíkri ákvörðun forseta, en hefur ekki tilætluð áhrif á nokkurn mann undir fimmtugu með slíkri sefa- sýki. En ef það er „tímasóun" og „áfall út á við“ að réttur stjórn- málaflokks, sem hefur um fimmt- ung kjósenda á bak við sig, sé viðurkenndur í lýðræðisríki, þá Einar Karl_____________ Haraldsson skrifar hefði það átt að vera brýnasta verkefni Geirs Hallgrímssonar formanns Sjálfstæðisflokksins að vara forsetann við slíkri óhæfu. Ekki hefur komið fram að hann hafi gert það. Forsetinn gæti hins- vegar lent í vanda ef flokksfor- menn sem hefðu meirihluta sér að baki hefðu mótmælt því að Al- þýðubandalagið fengi stjórnar- umboð. Það virðist hinsvegar vera liðin tíð í huga flokksfor- manna, þó að hún sé enn ljóslif- andi í hugarheimi Morgunblaðs- manna. Sjálfvalin tímamörk Þriðja atriðið er léttvægt en sýnir hversu óvarlega er stundum ritað í blöð. Það hefur þjónað til- gangi Framsóknar- og Sjálfstæð- ismanna að láta líta svo út sem þeim hafi verið sett ákveðin tíma- mörk um myndun meirihluta- stjórnar og yfir þeim vofi sverið utanþingsstjórnar náist það ekki fyrir þessa helgi. Hið rétta er að hvorki formanni Sjálfstæðis- flokksins né formanni Framsókn- arflokksins voru sett tímamörk, heldur hefur forseti lagt áherslu á að æskilegt væri að um Hvíta- sunnu lægi ljóst fyrir hvort mögu- leikar væru fyrir hendi til mynd- unar meirihlutastjórnar. Skýrist ekki neitt um þessa helgi er tíma- bært að ræða aðra möguleika, svo sem myndun minnihlutastjórnar. En það eru einmitt formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks sem hafa látið sem heimurinn væri að farast 1. júní næstkomandi. Þeir hafa kosið að iáta klukkuna ganga á sig og flokka sína til þess að geta að endingu barið þingmenn til hlýðni við óvinsælt stjórnar- munstur. -ekh Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, kveður Svavar Gestsson for- mann Alþýðubandalagsins á Bessastöðum eftir að hafa veitt honum umboð til myndunar meirihlutastjórnar 16. þ.m.. Ljósm. eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.