Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 19
Helgin 21. - 22. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Að loknum aðalfundi Krabbameinsfélags íslands var fulltrúum á fund- inum, starfsfólki og nokkrum velunnurum félagsins boðið að skoða húsið. Á myndinni sést dr. Gunnlaugur Snædal, formaður félagsins, ávarpa viðstadda við þetta tækifæri. öflug starfsemi Krabbameinsfélagsins Tólf þúsund komu til leitarstöðva Aðalfundur Rithöfunda- sambands Islands Snorri Hjartarson var kjörinn heiðursfélagi Á aðalfundi Rithöfundasam- bands íslands, sem haldinn var dagana 30. apríl og 15. maí sl. var Snorri Hjartarson kjörinn heiðurs- félagi með lófataki, segir í frétt frá sambandinu. I stjórn voru kpsin Ása Sólveig og Olga Guðrún Árnadóttir í aðal- stjórn og Anton Helgi Jónsson til vara. Fyrir í stjórn eru: Formaður Njörður P. Njarðvík, varafor- maður Birgir Sigurðsson og með- stjórnandi Porvarður Helgason. Varamaður Aðalsteinn Asberg Sigurðsson. Fulltrúi Rithöfunda- sambandsins í Bandalagi íslenskra Snorri Hjartarson, heiðursfélagi Rithöfundasambands íslands. listamanna var kjörinn Birgir Sig- urðsson og varamaður Olga Guðrún Árnadóttir. Félagslegir endurskoðendur voru kosnir And- rés Kristjánsson og Jón Dan. Eitt aðalmál fundarins að þessu sinni snerist um tillögur til breyt- inga á inntökuskilyrðum sam- bandsins, og var samþykkt að víkka þau þannig að félagar geti orðið „höfundar sem birt hafa tvö fræðirit er teljast hafa ótvírætt fræðslu- og menningargildi." Jafn- framt var samþykkt að kjósa sér- staka inntökunefnd er fjalla skal ýtarlega um allar inntökubeiðnir og getur enginn orðið félagsmaður „nema með honum mæli meirihluti inntökunefndar, enda séu niður- stöður nefndarinnar samþykktar á aðalfundi með 3A hluta greiddra at- kvæða.“ í ljósi þessarar samþykkt- ar taldi aðalfundurinn ekki rétt að afgreiða umsóknir þeirra fræði- manna, sem lágu fyrir, heldur skyldi þeim vísað til nýkjörinnar inntökunefndar til frekari meðferðar. „Starf félagsins er mjög blómlegt. Við höfum aldrei áður leitað til jafnmargra aðila, sem með jafn- miklum áhuga hafa hjálpað okkur á margvíslegan hátt. Ég vil þakka öllum velunnurum Krabbameins- félagsins þessar góðu undirtektir og vænti þess að landsmenn leggi félaginu áfram lið“. Þetta voru lok- aorð ýtarlegrar skýrslu, sem dr. Gunnlaugur Snædal formaður Krabbameinsfélags íslands flutti á aðalfundi félagsins 29. apríl 1983. Það sem mestan svip setti á starf- semina á síðasta ári var landssöfn- unin undir kjörorðinu „Þjóðarátak gegn krabbameini". í maí 1982 var stofnað „Landsráð gegn krabba- meini“, en aðildarfélög þess voru 62. Þetta ráð skipulagði söfnunina sem fram fór í lok október, en þá söfn- uðust rúmar 13 milljónir króna. Skyldi þeim varið til að skapa Krabbameinsfélaginu betri aðstöðu til að berjast gegn þessum sjúkdómi. í forystu fyrir Lands- ráðinu voru forseti íslands, forsæt- isráðherra og biskupinn yfir ís- landi. Framkvæmdastjóri Lands- aðvið Dani Nýlega er komin út hjá Bókaút- gáfu Arnar og Örlygs bókin Bann- fcerð sjónarmið cftir Hannibal Valdimarsson. Alþýðusambans Is- lands hafði frumkvæði að útgáfu bókarinnar í tilefni af áttræðisaf- mæli Hannibals hinn 13. janúar sl. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ ritar formála bókarinnar og segir þar m.a.: „Fáir menn eiga jafn langa sögu í fremstu víglínu í bar- áttunni fyrir bættum heimi, í for- ystu íslenskra verkalýðssamtaka og á vettvangi stjórnmálanna.“ Bókin Bannfræð sjónarmið fjall- ar um viðskilnað Islendinga við ráðs gegn krabbameini var Eggert Ásgeirsson. Sumarið 1981 fékk Krabba- meinsfélagið úthlutað lóð undir framtíðarstarfsemi sína við Hvass- aleiti og hafði félagið látið gera teikningar af húsi á þeirri lóð. Þeg- ar peningarnir sem söfnuðust í okt- óber höfðu verið afhentir, og að vandlega athuguðu máli, var horfið frá því ráði að byggja nýtt hús og þess í stað fest kaup á húsi sem Istak h/f hafði verið að reisa við Reykjanesbraut. Var félaginu af- hent það hús í apríl sl. tilbúið undir tréverk, en gengið verður frá lóðinni í sumar. Þetta hús er rúrnir 2600m2 að stærð, á fimm hæðum. Verður nú hafist handa við innrétt- ingar. Starfsemi Krabbameinsfélagsins var að mestu leyti með hefðbundnu sniði á síðasta ári. Um 13.000 konur komu í leitar- stöðvar, þar af rúrn 8.000 í Reykja- vík. í frumurannsóknastofunni voru rannsökuð um 17.000 sýni. Krabbameinsskráin sinnti vísinda- rannsóknum eins og áður. Dani á sínum tíma og deilur manna um hvernig það skyldi bera að. Skiptust menn í tvo hópa, lögskiln- aðarmenn og hraðskilnaðarmenn. Prófessor Ólafur Björnsson ritar inngangsorð bókarinnar og gerir þar grein baráttu lögskilnaðar- manna og afstöðu hraðskilnaðar- manna. Hannibal Valdimarsson byrjar frásögn sína á þessum orðum: „Sjaldan eða aldrei hygg ég, að orðið hafi þrengra um skoðana - frelsi á íslandi en rneðan skiln- aðarmálið við Dani var á dagskrá.“ Hannibal finnur þessum orðum sínum stað víðsvegar í bókinni og er ekki að efa að efni hennar mun koma mörgum á óvart. Alþýðusamband íslands efndi til áskriftarsöfnunar að bókinni og er fremst í henni á heillaóskaskrá nöfn þeirra sem gerðust áskrifend- ur. Bókin fæst einnig í lausasölu í verslun forlagsins að Síðumúla 11.- Stœrri Árskógskirkja 5 börn fermd Á Hvítasunnudag verða 5 ung- lingar fermdir í Stærri Árskógs- kirkju kl. 10.30 árdegis. Sigurður Arngrímsson sóknarprestur ferm- ir, en organisti er Guðmundur Þor- steinsson. Börnin sem fermd verða eru þessi: Ásdís Gunnlaugsdóttir, Árbæ, Litla-Árskógssandi. Agnes Anna Sigurðardóttir, Grund, Litla-Árskógssandi. Gunnar Rafnsson, Svalbarði, Litla-Árskógssandi. Ingibjörg María Gylfadóttir, Furulandi, Litla-Árskógssandi, Þóra Soffía Gylfadóttir, Furulandi, Litla-Árskógssandi. Útboð Viðgerðir - viðhald Hagsmunafélag húseigenda að Kjarrhólma 2-38 óskar eftir tilboðum í viðgerðir og við- haldsverk á húsunum að Kjarrhólma 2-38. Verkið er einkum fólgið í: Viðgerðum á kverkum og samskeytum húsa 500 m. Sprunguviðgerðum 300 m. Útboðsgögn með verk- og efnislýsingum eru afhent hjá Línuhönnun h.f., verkfræðistofu, Ármúla 11,105 Reykjavík gegn 500 kr. skila- tryggingu frá og með þriðjudegi 24. maí kl. 1300. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 31. maí kl. 1400 hjá Línuhönnun h.f., verkfræði- stofu Ármúla 11, 105 Reykjavík. Línuhönnun h= Bók Hannibals um skiln I SUMAR Sumarbuxur barna st. 104-164 kr. 210.- Sumarkápur Litur: hvítur kr. 780.- Sumarkápur L: Ijós grænleitur, dökkblár kr. 1.424.- Sumarjakkar dömu, L: Ljósgrár, grænleitur kr. 1.099,- Sumarjakkar dömu, L: Milliblár, dökkblár kr. 1.164.- Sumarjakkar herra, L: Beige kr. 556.- Mittisjakkar herra. L: Hvítur kr. 480.- Sumarjakkar herra, L: Beige, dökkblár kr. 1.215.- Sólbtddar 2 gerðir frá kr. 350.- Sólstólar m/háu stillanlegu baki, 6 gerðir frá kr. 580.- Sólstóiar m/lágu baki, 2 gerðir frá kr. 495.- Tjaldborðssett frá kr. 595.- Létt nylon tjöld, 3 gerðir frá kr. 900.- Hústjöld 2 gerðir frá kr. 4.700.- DOMUS ■ KAUPFELAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS Utboð Verkfræðistofan Fjarhitun h.f. óskar eftir til- boðum í smíði afloftara fyrir Hitaveitu Reykja- hlíðar. Afloftarinn er úr ryðfríu stáli 2,2 m í þvermál og 6 m hár. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistof- unni Fjarhitun h.f. Borgartúni 17, Reykjavík gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á verkfræðistofunni Fjar- hitun h.f. föstudaginn 10. júní 1983 kl. 11.00. Útboð Verkfræðistofan Fjarhitun h.f. Borgartúni 17, Reykjavík óskar eftir tilboðum í tvo röra- varmaskipta. Afköst hvors um sig eru 5300 kW. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistof- unni Fjarhitun h.f. Tilboð verða opnuð á verkfræðistofunni Fjar- hitun h.f. föstudaginn 20. júní 1983 kl. 11.00. 2 C 2 - w %is\^ Gluggaskipti á Laugaveg 166 Tilboð óskast í gluggaskipti á Laugaveg 166, „Víðishúsi". Um er að ræða 207 glugga, alls ca. 830 m2. Verkinu skal að fullu lokið 1. okt. 1983. Bjóðendum stendur til boða, að kynna sér aðstæður á vinnustað miðvikudaginn 1. júní n.k. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Rvk. frá 25. maí, gegn 1.500,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins föstudaginn 10. júní 1983, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.