Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 13
Helgin 21. - 22. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SB>A 13 Vilmundur Gylfason í hlutverki litla lávarðarins. Sigurlaug Bjarnadóttir (t.v.) í hlutverki alþingiskonunnar. Ekki einu sinni friöur í bíó Stundum langar mann til að slappa af. Að fylgjast með Geireða Steingrími sem virðast halda að þeir muni mynda ríkisstjórn, það er skemmtilegt. En mann getur líka langað til að hugsa um eitthvað annað. Fara t.d. í bíó, til að sjá fólk sem reynir eitthvað fyrir alvöru. Um daginn var ég örlítið þreyttur. Ég hafði sofið illa nóttina áður, skorið miðg við raksturinn og leigusalinn var nýbúinn að tilkynna mér að ég yrði að fara úr íbúðinni eftir mánuð. A leiðinni í vinnuna bilað svo hjólið. Vinnuveitandi minn gaf mér reisupassann, ástæð- an var ómerkileg, ég hafði komið of seint átta daga í röð. Þegar ég kom heim frá slysadeildinni (ég hafði hrasað í stiganum á leið úr vinnunni) sagði ég við konu mína: það þýðir ekkert að vera að stressa sig, slöppum af og förum að sjá Á hjara veraldar. Ég þekki Sigurlaugu Bjarnadótt- ur vel, persónulega. Aldrei hefur hana skort ábyrgðartilfinningu. Það er augljóst að hún er notuð sem fyrirmynd alþingiskonunnar sem Helga Jónsdóttir leikur. Ég játa, að aldrei gat ég séð fyrir mér hana Sigurlaugu mína. Og Sigríður Dúna. Ég veit vel að hún var ekki ennþá orðin alþingiskona þegar hún lék í myndinni. En hvað var hún að slæpast á ströndinni með leikkonu þegar svo mikil vinna beið hennar í kvennaframboðinu? Ég skil ekki stefnu kvikmynda- húsanna þessa dagana. Það eru einungis sýndar myndir sem minna okkur á (stundum mjög óbeint, ég viðurkenni það) íslenska pólitík. Tökum Tootsie. Saga þessa leikara, Dustins Hoffmann, sem klæðir sig sem kona til þess að fá vinnu. Ég hef eftir áreiðanlegum heimildum að það er það sem Sig- hvatur Björgvinsson ætlar að gera ef kosningar verða aftur í júlí, til þess að hefna sín á Karveli. Ég álasa honum ekki: hver og einn verður að bjarga sér sem best hann getur. En að fara í Stjörnubíó til þess að hlæja og lenda svo á kafi í Vestfjarðapólitík, nei takk. Sömu sögu er að segja með Trú- boðana í Regnboganum. „Spenn- andi og sprenghlægileg litmynd um tvo hressilega svikahrappa, með hinum óviðjafnanlegu Terence Hill og Bud Spencer.“ Maður skilur eftir fimm mínútur að fram- Dr. Gottskálk Gottskálksson skrifar leiðandinn er að vísa beint til Árna Gunnarssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Mér finnst . Bud Spencer sannfærandi í hlutverki Ólafs Ragnars, jafnvel þótt kraftur Buds sé fyrst og fremst líkamlegur á meðan kraftur hins mikla hugs- uðar Alþýðubandalagsins er kannski aðallega vitsmunalegur. Það er gott að koma börnunum inn í pólitík til þess að þau viti, eins fljótt og mögulegt er, hvers er að vænta þaðan. En að velja, eins og Bíóhöllin hefur gert, ævisögu Vil- mundar Gylfasonar fyrir barnasýn- ingu er einum of langt gengið. Það er ekki það að Litli lávarðurinn sé léleg mynd, Alec Guiness er alveg ágætur í hluverki Gylfa Þ., en dreng- urinn sem leikur litla lávarðinn fannst mér samt nokkuð ungur fyrir hlutverk Vilmundar. Titlar myndanna eru blekkjandi. Allt á hreinu, til dæmis. Með þess- háttar titil er maður 100% viss um að myndin fjalli ekki um íslenska pólitík. Maður fer, og þar gefur að líta sögu kvennaframboðsins í mús- ikformi. Sem stendur er ekki nema ein mynd í Reykjavík sem minnir ekki á stjórnmálakreppuna. Það er myndin í klóm mafíunnar. Helvíti góð mynd sem allir ættu að sjá. Myndin gerist á Sikiley meðal glæpamanna mafíunnar. Þar er gamall guðfaðir af gamla skólan- um, Giorgio Trodossino, sem er farinn að eldast en allir óttast enn- þá. Mafíuforinginn er Giri Al- grimo, veikgeðja maður sem held- ur sterkri stöðu sinni á éyjunni en vald hans minnkar stöðugt í borg hans. Og síðan er Don Alberto, týpískur mafíuforingi. Vald hans hvílir á gerðum greiðum, hann skrifar aldrei línu sem nota má gegn honum. Hann hefur full- komna stjórn á yfirráðasvæði sínu: þríhyrningi mynduðum úr póstin- um, bankanum og borgarráði. Og aö lokum kemur Frederico Zopho, ungi mafíuforinginn mótaður úr ameríska skólanum. Hann spyr sig hvort ekki sé runnin upp rétta stundin til að láta vélbyssurnar tala og táka sæti hinna eldri. Dramað byrjar þegar allir foringjarnir hitt- ast á hinni dularfullu pizzeriu, Val Ollina. Ég ætla ekki að segja ykkur framhaldið til þess að spilla ekki ánægju ykkar. En það var blóðugt... Gottskálk Gottskálksson. kj^rn FRAMKVÆMDASTJÓRI BHM Starf framkvæmdastjóra BANDALAGS HÁ- SKÓLAMANNA (BHM) er auglýst laust til umsóknar. Æskilegt er aö framkvæmdastjórinn geti haf- ið störf í ágúst. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu BHM, Lágmúla 7, sími 82090, 82112. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda skrifstofu BHM fyrir 10. júní nk. BANDALAG HASKOLAMANNA Við viljum vekja athygli leigjenda og leigusala á því, að Félagsmálaráðuneytið gefur út eyðublöð fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Notkun þess tryggir réttindi beggja aðila. LEIGA HÚS Leígjandasamtakin HÚSEiGENDASAMBAND ÍSIANDS Hið löggilta eyðublað fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði fæst án endurgjalds hjá bæjar- og sveitarstjórnum og á skrifstofum okkar. Önnur samningseyðublöð eru ekki gild. 1 §JHúsnærtiv>fo!nun ríkisins 8 FUNDARBOÐ Aðalfundur Fjárfestingarfélags íslands hf, ár- ið 1983, verður haldinn að Hótel Sögu, átt- hagasal, jarðhæð, fimmtudaginn 26. maí nk., kl. 17.00. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Fundargögn verða afhent á skrifstofu Fjár- festingarfélagsins að Grensásvegi 13, Reykjavík, þrjá síðustu virka daga fyrir aðalf- und og á fundardegi. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.