Þjóðviljinn - 21.05.1983, Síða 14

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Síða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 21. -22. maí 1983 Helgin 21. -22. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Myndir og texti: GFr. Ferðafélagarnir við Hólmsvatn. Fullorðna fólki er f.v. Guðrún Jónsdóttir (framar), Pálína Hjartardótt- ir, Hildur Kjartansdóttir, Grctar Sigurðarson, Bjarnfríður Leósdóttir, Sigurður Guðbrandsson, Skúli Alexandersson, Hrefna Magnúsdóttir, Asta Sigurðardóttir, Halldór Brynjúlfsson, Guðmundur V. Sig- urðsson og Jónas Árnason. Krakkarnir eru f.v. Guðrún, Sigurður, Atli, Brvnjúlfur, Erla Helga, Gauti og Ingi Valur. Eftir langvarandi norðanátt og kulda um Borgarfjörð hlýnaði í lofti og laugardaginn 14. maí - á vinnuhjúaskildegi - lagði hópur fólks af stað frá Borgarnesi í lítilli rútu og hélt út á Mýrar, á slóðir þar sem áður voru ótræð fúafen og flóar. Sumum finnst landslag á Mýrum tilkomulítið og sviplaust. En það leynir á sér. Það er vænn hópur sem leggur af stað um hádegisbil úr Borgarnesi, eða eigi færri en 20 manns, þar af eru 7 börn. Bílstjóri er Halldór Brynjúlfsson, hreppsr|efndarmað- ur í Borgarnesi, og með í för er Ásta Sigurð- ardóttir, kona hans, og synirnir Sigurður og Brynjúlfur. Með Jónasi Árnasyni er kona hans Guðrún Jónsdóttir. Þá er hér kominn af Hellissandi Skúli Alexandersson alþing- isTnaður og kona hans Hrefna Magnúsdótt- ir og af Akranesi Bjarnfríður Leósdóttir. Einnig er meö í för Grétar Sigurðsson, for- maður Alþýðubandalagsins í Borgarnesi, og kona hans Pálína Hjartardóttir ásamt börnum þeirra, Gauta og Guörúnu. Og hér eru krakkarnir Erla Helga, Ingi Valur og Atli og Hildur Kjartansdóttir ásamt blaða- manni Þjóðviljans. „Það er hann pabbi“ Ekki er búið að aka langan spöl þegar kviknar sagnaseiður Sigurðar, Guðmundar og Jónasar. Þegar brunað er fram hjá Bórg á Mýrum segir Sigurður við krakkana: „Egill var ekki nema 3 ára þegar hann hljóp niður að Álftanesi til að fá sér bjór. Hvað eruð þið gömul?“ Það verður fátt um svör enda sýnast þeir Sigurður, Gauti, Atli, Brynjúlfur og Ingi Valur góðir viðskiptis og ekíci líklegir til aö höggva mann og annan. „Og við lækina í Borgarhreppnum sjá menn iðulega, er dimma tekur, mann á veginum með hausinn undir hendinni", segir Guð- mundur. „Þeir sjást í bílljósunum". En börnin í bílnum trúa greinilega ekki á drauga. A.nt.k. er það ekki að sjá á svip þeirra. Þegar kemur vestur yfir Langá tekur Álftaneshreppur við. Jónas Árnason rifjar það upp þegar hann var snúningastrákur hjá ensku frúnni á Langá, frú Kennard, og leiðsögumaður enskra laxveiðimanna. „Þá þekkti ég öll nöfn á veiðistöðum í ánni á ensku. Og svo var ég sendur heim á bæina í nágrenninu til að gefa bændunum lax. Þeir tóku við þeim nema Helgi Salómonsson í Stangarholti. Mig minnir að hann hafi sagt að það væri réttast að þeir ætu þetta sjálfir þessir andskotar. Stundutn kom hann niður að Langárfossi til þess að láta þá finna að ekki væri öll höfðingjadirfska rokin úr ís- lendingum og reyna að koma þeim í skiln- ing um það sem hann taldi sjálfsagðar rétt- lætiskröfur fyrir hönd bænda. Helgi kveikti í mér ættjarðarást og stolt og ég er ekki frá því að ég hafi verið rekinn úr vistinni ein- mitt fyrir þær sakir. Einu sinni kom hann og skammaðist mikið við frúna en hún skildi auðvitað ekki aukatekið orð og sagði að hann gæti fengið nógan lax. „Salmon, salm- on“, sagði hún en svo heitir lax á ensku. „Nei, það er ekki ég, það er hann pabbi". sagði Helgi Salómonsson þá og hélt áfram að tala yfir hausamótunum á frúnni en sagan flaug víða. Og Jónas rifjar líka upp fyrsta sumarið sitt á Langá en þá var hann á fermingar- aldri. Hann varð samferða Englending á gamla Laxfoss og sá hafði mikinn áhuga á fuglum og var að spyrja Jónas um heiti þetrra á islensku en Jónas kunni þá ekki mikið fyrir sér í enskri tungu. Svo flaug kría yfir og Englendingurinn spurði hvaða fugl þetta væri. „This is bara kría", sagði Jónas þá í fáti. „Barakría, yes", sagði Englendin- gurinn og síðan benti hann í hvert skipti sem hann sá kríu og sagði hróðugur: „Yes, there is barakría", en Jónas var alveg eyði- lagður að geta ekki leiðrétt mistökin. í bílnum eru rifjaðar upp sögur af skap- miklum bændunt á Mýrum og um einn þeirra var t.d. sagt að komið hefði verið að honum þar sem hann var sokkinn í fúafen og gat hvergi sig hreyft. Hann harðneitaði að láta draga sig upp úr því að þá yrðu stígvélin eftir. „Forræðin eru sitt til hvorrar handar“ Nú er ekið niður Álftaneshreppinn og á hægri hönd er Smiðjuhóll. Skammt þar frá var einu sinni lítið kot, torfbær sem kallað- ur var Smiðjuhólsveggir. Þar fæddist Guð- mundur V. Sigurðsson. Hann segir að það sé undarleg tilfinning að ferðast um þessar slóðir á bíl því að áður fyrr voru hér ótræð foröð. Þá fóru Mýramenn þeir sem áttu heima með sjónum á bátum í kaupstað en hinir urðu að krækja fyrir fenin eftir ótal krókaleiðum. Guðmundur minnist v.ísu sem vinnumaður nokkur á Álftanesi orti um 1930. Hann hét Bjarni Gíslason en vísan er svona: Fjöll eru lág en fjara eyðisundar forræðin eru sitt til hvorrar handar. Birkið er krœklótt, ber það kuldans merki, búfé og mannshönd ganga að einu verki. Þessi Bjarni var úr Skagafirði og svona leist honum á sig á Mýrunum en við ferðafé- lagarnir erum ekki alveg á sama rnáli. Við ökum fram hjá Orustuhól og Grímshól sem minna á atburði úr Egilssögu. Bærinn Leirulækur er á hægri hönd. Þar bjó Leirulækjar-Fúsi sem Jónas segir að hafi verið fyrsti da-daistinn eða fútúristinn í ís- lenskum bókmenntum. Aldrei vertu ótruttandi á œvi þinni, truttaðu frá þér sál og sinni, sarriviskunni, heyrn og minni. „Hinir syndugu skulu dreggjarnar drekka“ ViðiHólmsvatn er numið staðar og geng- ið upp háls þar sem sést vel til allra átta. Guðmundur bendir á tóttir Siggusels og Fornasels í fjarska. Þegar foreldrar hans fluttu frá Smiðjuhólsveggjum 1920 fóru þau að Sigguseli og voru þar til 1934 og voru síðustu ábúendur á báðum kotunum. í Sigguseli voru tvö stafgólf og eldamaskína í öðrum enda. Ekki var það veglegra. Sig- urður Guðbrandsson telur upp fleiri kot sem voru á þessum slóðum en eru nú tóttir. í Fornaseli bjó Guðmundur Sveinbjarnar- son hagyrðingur og kennari. Hann var einn af gömlu sósíalistunum á Mýrunum. Á síð- ustu öld bjuggu líka í Fornaseli Þórarinn Þórarinsson og Þorgerður Jónsdóttir. Þau voru langafi og amma Helga Guðmunds- sonar trésmiðs á Akureyri. Þórarinn og Ot- úel Guðnason í Nauthólum áttu saman bát sem þeir reru saman á til fiskjar. Svo var það einhvern tíma að Þórarinn var með flösku og Otúel langaði í. Ekki var honunt samt rétt flaskan fyrr en lítil lögg var eftir í henni og þá með þessum orðum: „Hinir syndugu skulu dreggjarnar drekka". Þessu reiddist Otúel og varð af langt missætti. Þeir söguðu í sundur bátinn og settu gafla í og reru síðan hvor í sínum enda. Skammt áður en komið er að Vogalæk er beygt niður afleggjara til vinstri handar. Hann liggur að Straumfirði og þar verður að fara hægt því að hann er ekki góður. Þetta er 5-6 km leið. Svo heppilega vill til að nú er stórstraumsfjara svo að hægt er að komast að bænum. Á flóði er ófært í Straumfjörð. Þarna á þessum unaðsfagra stað er dvalið urn nokkurn tíma og skoðaðar gamlar söguslóir, minjar um verslunarstað, Straumfjarðar-Höllu og óhugnanleg sjóslys. Við lítum á hið forna og mikla mannvirki Höllubrunn og Guð- mundur segir okkur að sú sögn fylgi staðnum að ekki þýði að grafa brunn annars staðar í Straumfirði en þar sem hægt er að leggjast niður þannig að hvergi sjái til fjalla. Jónas leggst við Höllubrunn og staðfestir að svo sé þar. Þarna ununt við drykklanga stund, ræðum við Magnús bónda sem er nýkominn af minkaveiðum. Hann sagðist að þessu sinni ekki hafa náð neinum en fundið ilminn af honunr eins og hann orðar það. Hér er víst allt ntorandi í minki. „Blöndal er að koma “ Nú er haldið til baka og áð við Hesthús- tóttir skammt frá Vogalæk. Þar er drukkið kaffi og etið brauð að gömluin sið. Sigurður segir okkur að í þessunt tóttum hafi mikið verið bruggað á bannárunum og flöskurnar faldar á ntilli hárra stráa við tóttirnar. Þær entust heilt surnar. Svo einu sinni voru þeir að brugga og þá var göntul kona frá Forna- seli að koma en hafði villst í mýrunum ög var þar á einhverju róli. Þeir fylgdust grannt með þessari mannaferð og voru sí- fellt að segja: „Blöndal er að koma, Blöndal er að koma". Þeir héldu að þetta væri hinn alþekkti Blöndal sem gerður var út urn allt land til höfuðs bruggurum. Og nú er farið að segja sögur af flöskum sem faldar voru og aldrei fundust og frá 400 lítra rauðvínstunnunni sem rak að Álfta- nesi. Þegar karlarnir komu til messu að Álftanesi var skotist í tunnuna og sogið upp úr henni með eirröri. Þeir voru svo blind- fullir margir við messuna og sr. Björn lenti í vandræðum. Einn vinnumaðurinn þurfti að fara út að spýja og kom þar einhver mesta spýja sem um getur. Skömmu síðar urðu hænsnin á bænum fleyg og stóðu rorrandi og röflandi uppi á mæni. Að ntessu lokinni skildu menn svo ekkert í því að hænurnar lágu sem dauðar unt allt en spýjan ntikla var horfin. Þær höfðu étið hana upp til agna. Vinnumaðurinn bað urn að hænunum yrði hent en þær voru látnar upp undir vegginn og röknuðu svo við. Margt rak úr Pourqoui Pas?! Öll matvæli sem rak úr skipinu voru blikkuð inn vegna þess að það var að koma úr heimskautaleið- angri. Svo mikið hveiti rak á fjörur Álfta- ness að Haraldur bóndi seldi það fyrir 1800 krónur sem ekki var lítill peningur í þá daga. Það er svolítið kul og við sitjum vestan undir tóttunum. Þá er rifjuð upp gömul vísa sem sagt var að Bjarni Ásgeirsson þing- maður Mýramanna hafi notað til að réttlæta það að hann greiddi atkvæði með her og NATÓ á sínum tíma. Hún er svona: Ef hann gerir austan byl yfir móa og grundir, þá er skárra að skömminni til að skíta vestan undir. Já, þessar makalausu Mýrar Og Sigurður Guðbrandsson segir frá fósturafa sínum á Vogalæk. Hann hét Þor- kell Gilsson og hafði gaman af því að stríða þeim bændum sem þóttust vera meiri hátt- ar. Þannig háttaði til að Þorkell þurfti að fá ítak í hey hjá Hofsstaðamönnum. Affallið úr Heyvatni, sem er stærsta vatnið á Mýr- unum, er í landi Hofsstaða og þar skapaðist því gott engi. Svo er það einhverju sinni að Þorkell sér einn keldubakka ósleginn í eigu Hofsstaðamanna og slær hann því að hann áleit að ella yrði hann ekki sleginn. Út af þessu varð mikið ósætti milli bæja. Gróf Þorkell þá skurð úr vatninu í landi Voga- læks og bjó til hið besta engi sem kallað var Blámýri og skurðurinn var að sjálfsögðu nefndur Þorkelsskurður. Út af þessu urðu málaferli, sem urðu fræg víða. Þetta telur Sigurður að hafi verið með fyrstu tilburðum kotunga hér um slóðir til að láta ekki kúga sig. Að lokinni kaffidrykkju er ekið upp Mýr- ar allt til Akra og áfram stóran hring. Krakkarnir heimta að Jónas syngi og hann byrjar með miklum krafti: Klara, Klara og þá stundi Mundi, Blátt lítið blónt eitt er, Fyrr var oft í koti kátt. Fólkið tekur hressi- lega undir. Á milli segja þeir Guðmundur og Sigurður sögur af Mýrunum og Grétar tekur líka upp gítarinn og syngur nokkra bragi úr kosningaslagnum. Jónas stendur upp og segir að næsta lagi fylgi „geggjaðar kveðjur" til Bjarnfríðar Leósdóttur. Það er Dirríndí sem hann syngur af miklum krafti og allir syngja með. Já, þessar makalausu Mýrar. Þorkell Guðmundsson bóndi á Álftá fór á gamals- aldri í heimsókn til nágranna, ekki af því að hann ætti neitt erindi heldur til þess að bleyta sig í fæturna eins og hann sagði. Og Davíð á Arnbjargarlæk spurði Harald á Álftanesi hvort það væri rétt að Mýramenn þyrftu að draga kerlingarnar á húðum á kjörstað. Enn er sungið og áður en komið er til Borgarness á ný stendur Jónas upp og fær Sigurð Guðbrandsson nteð sér og síðan er Nallinn sunginn með innlifun. Vel heppn- aðri ferð er lokið. - GFr. Inni á milli mýraílákanna eru víöa falleg klappaholt eöa ásar og ótal tjarnir. Og sjálfar hinar votu mýrar eru iðandi af lífi. Vað- og mófuglar tipla í vætunni en rjúpan heldur sig í holtum og móum. Lækir og vötn eru full af fiski og blómskrúö og skordýralíf fjölbreytt. Með ströndinni er ægifagurt: hvítir sandar og klettaborgir en sker og eyjar úti fyrir. ífjarska víðurog tignarlegurfjallahringur. Fararstjórar í þessari ferð eru tveir rosknir Mýramenn, upprunnir úr kotum, miklir sósíalistar og sagnasjóðir í gömlum stíl. Sigurður Guðbrandsson og Guðmundur V. Sigurðsson. Förin er farin til þess að heiðra Jónas Árnason, fyrrv. alþingismann Vestlendinga, en hann verður sextugur28. maín.k.. Á afmælisdaginn sjálfan verður Jónas kominn vestur í Barðastrandarhrepp til þess að heimsækja dætur sínar og tengdasyni. Af þeim ástæðum er för þessi farin svo snemma Guðmundur V. Sigurðsson með hrúðurkarlalistaverk í Straumflrði Hjónin Ásta og Halldór ásamt sonum sínum Sigurði og Brynjúlfi og strákunum Gauta og Inga Val fyrir aftan. Fremst er Snati sem var heiðursgestur í förinni. Nesti borðað við hesthústótt skammt frá Vogalæk „Þá stundi Mundi“. Jónas stjórnar fjöldasöng í rútunni Magnús bóndi í Straumsfirði ræðir við þau Bjarnfríði, Jónas, Sigurð og Guðmund. Gamall dúnhrcinsunarkofi í baksýn Sagnaseiður á Mýrum Krakkarnir huga að gamalli minkagildru við gamla garðinn sem markaði verslunarstaðinn í Straumsfirði

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.