Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS BLAÐIÐ 28 SÍÐUR Helgin 21. — 22. maí 1983 Fjölbreytt lesefni um helgar 109. - 110 tbl. 48. árg. Verð kr. 22 Viðtal við Söndru Martinez frá Ecuador, fyrsta skiptinemann á íslandi frá 3. heiminum á Mýrum OPNA Stjómarmyndunarviðræðurmr:__ Höldum áfram viðræðum í dag segir Svavar Gestsson í gær voru haldnirtveir langir fundir meö fulltrúum þeirra fimm flokka, sem nú eigahlut aö stjórnarmyndunarviðræðum undir forsæti Svavars Gestssonar, formanns Alþýöubandalagsins. Frá Alþýöubandalaginu tóku þeir Svavar Gestsson og Ragnar Arnalds þátt í viöræðunum, frá Framsóknarflokknum þeirSteingrímur Hermannsson og HalldórÁsgrímsson, frá Alþýöuflokknum þeir Magnús H. Magnússon og Karl Steinar Guðnason, frá Bandalagi jafnaöarmanna þeir Vilmundur Gylfason og Stefán Benediktsson og frá Samtökum um kvennalista þær Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Guörún Agnarsdóttir. Við spuröum Svavar Gestsson, þegar seinni fundinum lauk, hvort þokast heföi í átttil samkomulags á þessum fundum. Svavarsagði aö menn hefðu rætt málin af hreinskilni og þetta verið gagnlegir fundiraðsínum dómi. Samkomulag væri enn ekki á næsta leiti, en menn hefðu ákveðið að halda áfram að ræðast við. Á fundinum hafi verið gerð nánari grein fyrir hugmyndum um einstök atriði úr þeim viðræðugrundvelli, sem Alþýðubandalagið lagði fram í byrjun, og fulltrúar annarra flokka einnig kynnt nánarsínviðhorf. Svavar sagði að fyrir hádegi í dag, laugardag, yrði rætt einslega við fulltrúa hvers flokks, - en stefnt að þriðja sameiginlega fundinum síðdegis í dag. Sjá viöræöugrundvöil Alþýöubandalagsins á síðu 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.