Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 17
Helgin 21. - 22. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Vatnskæling er talin koma að litlu gagni í baráttunni gegn hraunstraumn- um úr Etnu. Þess í stað reyndu sérfræðingar að sprengja rás fyrir hraun- elfina, en sú tilraun mistókst þar sem hitinn frá hrauninu gerði sprengi- hleðslurnar óvirkar. Baráttan við hraunrennslið frá Etnu: Höfum áhuga á að fylgjast með þessu segir Guðmundur Sigvaldason Ég veit ekki til þess að neinn íslendingur sé þarna staddur, sagði Guðmundur Sigvaidason, forstöðumaður Norrænu eldfjallamið- stöðvarinnar, þegar Þjóðviljinn ræddi við hann um baráttu ítala við hraunrennslið frá Etnu. Við höfum mikinn áhuga á að fylgjast með þessu, sagði Guðmundur, en fjárveitingar okkar eru ekki þess eðlis að við getum leyft okkur slík ævintýri. Meðal þess sem reynt er við Etnu til þess að forðast að hraunstraumurinn kaffæri tvö þorp í fjallshlíðinum er vatnskæling, en hún gaf góðan árangur í Vestmann- aeyjagosinu. Guðmundur var spurður hvort leitað hefði verið eftir aðstoð héðan eða hún boðin fram í ljósi reynslunnar af Heima- eyjargosinu. Nei, - ég er hræddur um að að- stæður séu ansi mikið öðru vísi þarna en í Eyj um, sagði hann. Etna er mikið fjallög langt frá sjó. Það þyrfti gífurlegan dælubúnað og feikilegt vatnsmagn. Hraungerðin er einnig öll önnur og rniklu erf- iðari en var í Eyjum, enda voru aðstæður allar svo sérstakar þar. Ég er ekki viss um að vatnskæling komi að nokkru gagni þarna og væri ekki tilbúinn til að bjóða fram aðstoð sem ég hef ekki trú á að kæmi að notum, sagði Guðmundur Sigvaldason að lokum. -ÁI UTBOÐ Borgarnes Stjórn verkamannabústaða, Borgarneshrepps, óskareftir tilboðum íbyggingu þriggja íbúða raðhúss, 280m ’, 966m' og parhúss, 197 m , 680 m '. Húsin verða byggð við götuna Arnarklettur, Borgarnesi og skal skila fullfrágengnum, væntanlega 1. sept. og 1. des. 1984. Afhending útboðsgagna erá hreppsskrifstofu Borgarnes- hrepps, Borgarnesi og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá þriðjudeginum 24. maí 1983, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 7. júní n.k. kl. 11.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. f.h. stjórnar verkamannabústaða Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. 1 lúsnæöisstofnun ríkisins SVISSNESKA FÖRMUIAN... .-\t Flestir vita hversu hagkvæmt það er að leggja peninga inn í banka í Sviss. En það er líka hagkvæmt að leggja inn í Sparisjóðina. Heimilislán Sparisjóðanna, sem veita rétt til láns eru svo hagstæð að við köllum útreikninginn á þeim „Svissnesku formúluna". Dæmi A: Þú leggur inn 1000 krónur í 3 mánuði og hefur að því loknu til ráðstöfunar 6.210 krónur. DæmiB: Þú leggur inn 1000 krónur í 6 mánuði og hefur að því loknu til ráð- stöfunar 14.235 krónur. DæmiC: Þú leggur inn 1000 krónur í 9 mánuði og hefur að því loknu til ráð- stöfunar 24.225 krónur. Þetta köllum við svissneska formúlu! Þú getur líka lagt inn 2000 kr.r 3000 kr. eða 4000 kr. á mánuði og hefur þá ásamt því er sparisjóðurinn lánar þér til ráðstöfunar 2,3 eða 4 sinnum hærri upphæð en í dæminu að ofan. Athugaðu heimilislán sparisjóðanna svissneska formúlan svíkur ekki! SAMBAND SPARISJÓÐA * Lántöku- og stimpilgjald dregst frá við afhendingu heimilislánsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.