Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 11
Helgin 21. - 22. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 ALDA: þvottavél og þurrkari Tekur heitt og kalt vatn. Vindur 800 snúninga. Fullkomin þvottakerfi. Verðið er ótrúlega hagstætt, Kr. 14.990,- Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1a, sími 86117. gja góðri línu í jafnréttismálum. Nokkrar deilur hafa því undanfarið átt sér stað um ágæti þess að útiloka karlana frá aðgerðunum. Konurnar hafa þann hátt á að setjast í hlið herstöðvarinnar og aftra umferð inná svæðið. Þarsem búðirnar eru bókstaflega fáeina metra frá hliðinu geta þær auðveld- lega fylgst með þegar meiriháttar verk eru á döfinni innanhliðs og hafa með setum sín- urn valdið usla með því að hindra flutning verktaka á fólki og vinnuvélum inná her- stöðina. Lögregla og jarðýtur. Yfirvöld í Greenham Common misstu skjótt þolinmæðina og hafa hvað eftir ann- að sigað beljökum sínum á konurnar, með engum árangri þó. Fjölmiðlar lýstu til hlítar hvernig hinir mætu þjónar laganna drógu konurnar í burt án þess að þær veittu við- nám af neinu tæi. Ekki voru aðfarirnar geðslegar og vöktu víða mikla reiði. Afleið- ingarnar urðu svo auðvitað þær að óvígur her kvenna þusti hvaðanæva að á landinu til að leggjast í hliðið í Greenham Common. Jafnframt kom upp urgur í liði lögreglu-l manna, sem þótti illt að þurfa að níðast á konum dag eftir dag, og hafa ugglaust líkai fengið orð í eyra hjá spúsum sínum heima-j fyrir. i Yfirvöld brugðu þá á það ráð að senda jarðýtur til að eyðileggja búðir kvennanna og hafa síðan gert með reglulegu millibili en þær jafnan hróflað upp nýjum íverustöðum af skyndingu, og jarðýtufrægð yfirvalda ekki orðið mikil. Þrjátíu þúsund kertaljós. Barátta kvennanna náði svo hámarki í desember síðastliðnum, þegar þær stóðu fyrir afar áhrifamiklum, táknrænum aðgerðum. Konum og börnum þeirra var stefnt til Greenham Common, til að taka höndum saman, umkringja herstöðina og syngja baráttusöngva. Af mikilli bjartsýni var búist við að fáeinar þúsundir kvenna mættu í aðgerðina. Raunin varð allt önnur, hvorki meira né minna en þrjátíu þúsund konur mættu. Þegar rökkvaði kveiktu þær á kertum, þrjátíu þúsund blaktandi kertaljós kringum tortímingartólið. Þetta var mikil og áhrifamikil aðgerð. Skoðanakannanir sem voru gerðar rétt fy rir og eftir aðgerðina sýndu að þessi mátt- ugu mótmæli kvennanna höfðu snúið átta prósent breskrar alþýðu frá fylgi við kjarn- orkuvopn til andstöðu. Þessi viðhorfs- breyting var einkum djúp meðal kvenna. í síðari könnunum hefur svo meir en finim- tungur aðspurðra talið að mótmælin í frið- arbúðunum hafi haft áhrif á afstöðu þeirra til kjarnorkuvopna. Forystuleysi. Yfirvöld hafa reynt að brjóta á bak aftur mótmælin með því að fá réttarúrskurð um að ákveðnum, nafngreindum konum sé óheimilt að dvelja í Greenham Common. Með þessu átti að fjarlægja þær konur sem yfirvöld töldu forsprakka búðanna, nota hið gamalkunna ráð að lama samtökin með því að nema burt forystuna. Það reyndist á hinn bóginn hið mesta klámhögg. Friðarbúðirnar byggjast ekki á neinum samtökum, þar eru engir leiðtogar kosnir, hvaða konur sem eru geta komið og farið að vild, búðirnar og baráttan kringum þær eru gersamlega forystulausar. Konurn- ar hafa jafnframt meðvitað reynt að koma í veg fyrir að fjölmiðlar reyni að gera leið- toga úr einhverjum þeirra, sama konan gef- ur til að mynda ekki viðtal við fjölmiðla oftar en tvisvar. Og sökum þessa merkilega forystuleysis hefur yfirvöldum ekki tekist að brjóta baráttuna á bak aftur með því að fangelsa leiðtogana, þeir eru ekki til. Bar- áttan blómstrar og mun væntanlega aukast þegar dregur að þingkosningum hér í Bret- landi, þar sem baráttan gegn kjarnorku- vopnum mun verða hitamál. -ÖS Konur mótmæla í Bonn í Þýskalandi Takið leikföngin frá strákunum! Nýstárleg barátta kvenna í Bretlandi eru konur einnig aðsópsmikl- ar, þar hefur risið upp sjálfspróttin, ger- samlega óskipulögð friðarhreyfing kvenna, sem með nýstárlegu baráttusniði hefur tek- ist að snúa talsverðum hluta almennings- álitsins á band friðarbaráttunnar. Búðirnar í Greenham Common. Miðpúnktur hinnar sjálfsprottnu baráttu bresku kvennanna eru friðarbúðir sem þær hafa sett upp í Greeham Common, and- spænis bandarískri herstöð þarsem NATÓ fyrirhugar að staðsetja kjarnorkueld- flaugar í desember næstkomandi. Upphaf búðanna má rekja til kvenna göngu sem fjórar konur skipulögðu frá Car- diff í Wales til Greenham Common, sem er í Cambridgeskíri. Ann Pettit, ein af hinum upphaflegu fjórmenningum, kvað tilgang göngunnar hafa verið að ná „venjulegum“ konum út úr eldhúsunum og skrifstofunum til að vekja athygli á þeim tortímingar- skugga sem kjarnorkuógnin kastar yfir gervallan heim. Gangan var gersamlega sniðgengin af fjölmiðlum. í vonsvikni sinni ákváðu sumar kvennanna að fylgja fordæmi súffragett- anna frá því í aldarbyrjun og hlekkjuðu sig við herstöðvarhliðið í einn sólarhring. Nokkrar aðrar ákváðu þá að slá tjöldum systrum sínum til samlætis og á þeirri nóttu fæddist hugmyndin um að reisa friðarbúðir andspænis herstöðinni og hafa í frammi langvarandi friðsamleg mótmæli. Eingöngu konur. Upphaflega voru karlmenn einnig meðal búðarliða en þegar frá leið var samþykkt að friðarbúðirnar skyldu einvörðungu skip- aðar konum og karlar kurteislega beðnir að koma sér annað. Að baki lágu mörg rök, meðal annars þau að gæslumenn laga og réttar myndu í lengstu lög skirrast við að beita konur ofbeldi í ásýnd fjölmiðla, einn- ig að minni líkur væru á að mótmælendur svöruðu í sömu mynt væru þeir kvenkyns. Þetta hefur svo af ýmsum öðrum konum þótt firnalega vond málafærsla og ekki fyl- Össur Skarphéöinsson skrifar frá Bretlandi Á undanförnum árum hafa konur axlað sívaxandi hlut í hinni nýju friðarhreyfingu í Evrópu og sumstaðar hafa sérstakar kvennahreyfingar verið beinlínis afgerandi fyrir velgengni baráttunnar, einsog í Bretlandi. í Þýskalandi hefur Græninginn Petra Kellyorðið nokkurskonar málsvari hinna mörgu og sundurleitu friðarsamtaka þar í landi, á Ítalíu hratt Luciana Castellina af stað andófinu gegn staðsetningu kjarnorkuvopna í Comisó á Sikiley og norðar í álfunni er einn hraðskeyttasti hugsuður hreyfingarinnar, Svíinn Alfa Myrdal. ■ „Vei\julegar“ konur úr eldhúsum og af skrifstofum eru virkar í kvennahreyfmgunni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.