Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 20
Samvinnuferðir Landsýn Stóraukin markaðs- hlutdeild 20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 21. - 22. maí 1983 Sex Andrésar og þrjár Sigríðar Guðlaugur Jónsson bóndi við bæjarvegginn á ‘Seljum. Tíu systkina hans dóu í æsku. Myndin er tekin árið 1937 en þá var Guðlaugur 63 ára °8 jafngamall klukkunni hans sem fest hefur verið upp á vegginn í tilefni af myndatökunni. Aö berja sér er íþrótt okkar íslendinga nú á dögum. Við kvörtum og kveinum, höfum ekki efni á aö fara til útlanda eöa kaupa okkur nýjan bíl. Þvílík hörmung og ógæfa! Ég lagði leið mína um Mýrar vestur um síöustu helgi og sá þá gamlar tóttir forfeðra minna sem bjuggu þar í pínulitlum bæjum, torfbæjum meö moldargólfi og rétt drógu fram lífiö sumir. Enn er í fullu fjöri fólk sem er alið upp viö svona aöstæður. Þegar ég kom heim fletti ég í gamni mínu upp nokkrum kot- ungum á síöustu öld í Borgfir- ungum á síðustu öld í Borgfirsk- um æviskrám og skyndilega opn- uðust fyrir mér veraldir harma. Um miðja síðustu öld bjuggu hjón í litlu koti niður við sjóinn í Hraunhreppi á Mýrum. Þau hétu Andrés og Sigríður en bærinn Seljar. Þegar þau voru orðin gömul tóku dóttir þeirra og tengdasonur, Málfríður og Jón Jónsson við búinu. Barneignir þeirra lýsa best þjóðfélaginu fyrir hundrað árum. Málfríður og Jón voru 25 ára þegar þau gengu í heilagt hjóna- band árið 1860. Og ntikið hefur Málfríði þótt vænt um foreldra sína. Sex sinnum reyndi hún að koma upp nafni föður síns, And- résar, og þrisvar sinnum nafni móður sinnar, Sigríðar, - en allar mistókust. Fyrsta barn þeirra hét Andrés, hann dó mánaðar- gamall. Annað barn þeirra hét Andrés, hann dó 3 mánaða gam- all. Þriðja barn ' þeirra hét Guðbjörg, hún komst til full- orðinsára. Fjórða barnið hét Jón, hann dó 2 ára, fimmta barnið hét Sigríður, hún dó 3 mánaða.- Sjötta barn þeirra hét Jón, hann komst upp. Sjöunda barnið hét Sigríður, hún dó hálfs annars árs. Attunda barn þeirra var Sigurð- ur, hann komst upp. Næst gerðu þau þriðja tilraunina með Andr- ésarnafnið en í öryggisskyni skeyttu þau öðru nafni við. Þetta var Andrés Illugi, hanndó2ára. Og ekkí hafa þau enn gefist upp við Andrésarnafnið. Nú fæddist dóttir. Hún var skírð Andría en Ingibjargarnafni bætt aftan við. Hún dó hálfs árs gömul. Ellefta barn þeirra var Guðlaugur (sá sem myndin er af), hann komst upp. Og enn er reynt við Andrés- arnafnið. Tólfta barnið er Andr- és Bjarni, hann dó 9 mánaða. Og ekki er öll von úti. Enn einu sinni er reynt við foreldranöfn Málfríðar. Þrettánda og fjór- tánda barn þeirra eru Sigríður og Andrés Sigmundur. Þau dóu með vikumillibili, hún á 4. ári og hann á 3. ári. Málfríður var orðin 43 ára þeg- ar hún eignaðist sitt síðasta barn og hafði þá átt fjórtán börn á átj- án árum, útslitin manneskja í litlu koti. Tíu dóu en aðeins fjögur komust til fullorðinsára. Getum við sett okkur í spor hennar? Börnin fjögur sem upp komust gerðu svo sem ekki víðreist. Þau fóru aldrei af Seljúm. Synir þeirra tveir voru bændur þar og sá þriðji lausamaður. Eini tengdasonurinn varð líka bóndi í kotinu. Jón og Málfríður á Seljum lifðu fram á 2. áratug þessarar aldar. Þau lentu ekki í ferðalögum, hafa kannski tæpast komist til Reykja- víkur. Þau hafa sennilega ekki svo mikið sem leitt hugann að utanförum. Eini möguleikinn til þess var að stela eða drepa. Þá hefðu þau kannski verið send í Stokkhúsið og Spunahúsið á Brimarhólmi í Kaupmannahöfn og orðið sigldar manneskjur. Þetta er gott að hugleiða nú seinna á öldinni - eða nánar til- tekið á því herrans ári 1983. - Guðjón Aðalfundur Samvinnuferða- Landsýnar 1983 var haldinn þann 17. maí. Þar kom fram að á árinu 1982 var brúttó velta fyrirtækisins 124 míllj. króna og hagnaður kr. 205.525. í krónutölum jókst sala í hópferðir um 116% og sala áætlun- arfarseðla um 133%. Auk mikils fjölda farþega í einstaklingsferðum fóru 9.876 farþegar utan í skipu- lögðum hópferðum. Er það 43% aukning frá árinu 1981, en þá varð einnig yfir 40% aukning frá árinu á undan. Aukning heildarfarþega- fjölda frá íslandi til annarra landa á síðastliðnu ári varð hins vegar ekki nema um 10% þannig að markaðs- hlutdeild Samvinnuferða- Landsýnar hefur aukist verulega. Alls komu hingað til lands unt 3.600 erlendir ferðamenn á vegum ferðaskrifstofunnar og er það 89% aukning frá fyrra ári. Innanlands- deildin hefur því einnig aukið mjög umsvif sín og skilar hún umtals- verðum tekjum auk þess sem starfsemi hennar hefur opnað ís- lendingum ótal nýja möguleika á ódýrum utanlandsferðum í gagn- kvæmu leiguflugi. Á síðastliðnu ári festi Samvinnuferðir-Landsýn kaup á 1. og 3. hæð í húsnæði sínu við Austurstræti 12 en áður hafði skrif- stofan bæði keypt kjallara hússins og afgreiðslusal. Húsriæði hefur því aukist verulega og miklar breytingar verið gerðar á þeim fjór- um hæðuin sem starfsemin er nú rekin í. Um leið var bókunartalva Flugleiða, Alex, tekin í notkun og á næstunni verður bókunartalva Arnarflugs og KLM einnig tekin í notkun. Aðstaða til þjónustu við afgreiðslu áætlunarfarseðla er því eins fullkomin og frekast er unnt. sunnudagskrossgátan 372 2 3 H- V S‘ (o 7 2 T~^ /0 // 2 12. 4 /3 )d /<>- ’f 1? ¥~ if 1/ 18 / 6 7- ,/? !(, ? zv )á> y Z/ n? 10 )(, 2j T~ & zz 8 /6 20 II 20 /S" )b ? V /S" /5' ?? 8 vf ¥ 7- Z2 )(? V \(* r 7 Zf )(o 7 *T '*ft !k /2 W~ 7~ ze V 2J, y /8 !(, 4 k rV' w * i- 8 )sr frr V n 2v 7- n, ¥ ? /? 3 P z8 32 zo 5 n, ’f 4 JT r V y 30 l 7 22 7 )C> r 8 T~ ZG 1? 3/ )b 8 22 f ¥■ 31 28 22 )to )$- y iy )d V Z? t. H, 22 )t> * y V 4 ¥ w IS °> T~ '3 /V </- // isr T~ 22 ¥ 2T 2/ K? >r V 3o k K n 32 e u /8 ¥ aábdðeéfghiíjklmnoóprstuúvxyýþæö SetjiS rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á þorpi norðanlands. Scndið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 372“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða s^nd til vinningshafa. 30 1/ 5 22 H- 27 28 2 )8 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, þvi með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum.Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur aldrei a komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Verðlaunin fyrir krossgátu nr. 368 hlaut Guðrún E. Karlsdóttir, Strandgötu 3, Eskifírði. Þau eru bókin Gefíð hvort öðru... eftir Svövu Jak- obsdóttur. Verðlaunin að þessu sinni eru bókin í kvosinni eftir Flosa Ólafsson sem Iðunn gaf út á síðasta ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.