Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 21. - 22. maí 1983 , stjórnmál á sunnudegi „Verðbólga magnist ekki f rekar en orðiö er og verði komin niður í 55-60% um næstu áramót og verði ekki hærri en 35% í lok ársins 1984.“ „Kaupmáttur meðallauna og lægri launa verði ekki á neinu þriggja mánaða tímabili lægri en nemur falli þjóðartekna frá árinu 1981 til 1983ogað kaupmáttur launa batni strax með hækkandi þjóðartekjum.“ „Ef samkomulag næst um lækkun verðbóta á laun þá komi á móti lækkun verslunarálagningar, lækkun vaxta, verulega minni lækkun á gengi krónunnar en ella hefði orðið og takmarkaðar hækkanir innlends verðlags, þar á meðal búvöruverðs og fiskverðs.“ „Upphitunarkostnaður sambærilegs húsnæðis verði hvergi meir en tvöfaldur að tveimur árum liðnum.“ „Sérstök léyfi þurfi til að stunda innf lutningsverslun og hert verði eftirlit með framkvæmd hennar, þar meðtalinskilá umboðslaunum, svo og gjaldeyrismeðferð útflutnings- og innflutningsverslunar.“ „Framlögtil húsnæðislána verði aukin svo að þau geti numið um 50% kostnaðar af : vísitöluíbúð þeirra sem eru að tryggja sér húsnæði í fyrsta sinn. Seðlabankinn endurkaupi alla lánshækkunina um 300 miljónir króna af bundnu innstæðufé í Seðlabankanum.“ Fulltrúar allra flokka nema íhaldsins komu til stjórnarmyndunarviðræðna við Alþýðubandalagið undir stjórn Svavars Gestssonar í gærmorgun kl. 9.30. Tilraumr til stjórnarmyndunar:_ V iðræðugrundvöllur Alþýðubandalagsins Við birtum hér í dag þann viðræðugrundvöll, sem fulltrúar Alþýðubandalagsins hafa lagt fram í þeim viðræðum um stjórnarmyndun, sem undanfarna daga hafa farið fram milli allra flokkanna nema Sjálfstæðisflokksins, og Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins hefur haft forystu um. Hér er aðeins fjallað um nokkra málaflokka, en þokisttil samkomulags munu fleiri hugmyndir verða lagðar fram, einnig varðandi ýmsa málaflokka, sem hér er ekki fjallað um. Plaggið sem við birtum hér var afhent fulltrúum Alþýðuflokksins og Bandalags jafnaðarmanna sl. miðvikudag og fulltrúum Samtaka um kvennalista og Famsóknarf lokksins á f immtudag. - Það lítur svona út: Aðgerðlr í efnahags- og kjaramálum Greiðslu verðbóta svo og öllum hækkunum verðlags um næstu mánaðarmót verði frest- að til 1. júlí svo að tími gefist til samninga- viðræðna við samtök launafólks um hvernig dregið verður úr þeim miklu víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags sem framundan eru. 2. Hafnir verði samningar verkalýðs- hreyfingarinnar og atvinnurekenda um launastefnu til tveggja ára sem hafi þessa viðmiðun: 2.1. Að verðbólga magnist ekki frekar en orðið er og verði komin í 55-60% um næstu áramót og verði ekki hærri en um 35% í lok ársins 1984. 2.2. Að kaupmáttur meðallauna og lægri launa verði ekki að meðaltali á neinu þriggja mánaða tímabili lægri en nemur falli þjóðartekna frá árinu 1981 til 1983 og að kaupmáttur launa aukist strax með hækkandi þjóðartekjum. 2.3. Að tryggð verði full atvinna. 2.4. Að viðskipti við útlönd komist í jafn- vægi. 3. Ef samkomulag næst um lækkun verð-. bóta á laun komi á móti lækkun verslunar- álagningar, lækkun vaxta, verulega minni lækkun á gengi krónunnar en ella hefði orð- ið og takmarkaðar hækkanir innlends verð- lags, þ.á.m. búvöruverðs og fiskverðs. 4. Verðbótakerfið verði endurskoðað og tekinn upp nýr vísitölugrundvöllur. Sett verði þak á vísitölubætur á hæstu laun. 5. Gerðar verði ráðstafanir til þess að koma til móts við láglaunafólk með sérstök- um félagslegum aðgerðum til þes að jafna lífskjörin í landinu. 5.1. Framlög til húsnæðislána verði aukin svo að þau geti numið um 50% kostn- aðar af vísitöluíbúð þeirra sem eru að tryggja sér húsnæði í fyrsta sinn. Seðla- bankinn endurkaupi alla lánshækkun- ina, um 300 milj. kr. af bundnu inni- stæðufé í Seðlabankanum. Gerðar verði ráðstafanir til að bæta stöðu leigjenda og tryggja rétt þeirra með löggjöf. Framkvæmd verði allsherjar skuld- breyting til húsbyggjenda þannig að þeir eigi kost á 10—15 ára lánum í stað skammtímalána. Lenging lánanna verði fjármögnuð með stuðningi lífeyris- sjóðanna. Gerðar verði ráðstafanir til þess að létta greiðslubyrði af húsnæðis- lánum þannig að hækki lánskjaravísitala umfram kaupgjaldsvísitölu, færist mis- munurinn aftur fyrir í lánasamningum. Þetta gildi um öll verðtryggð lán. 5.2. Upphitunarkostnaður sambærilegs húsnæðis verði hvergi meiri en tvöfaldur að tveimur árum liðnumi 5.3. Dagvistarmál - stóraukin áhersla verði lögð á byggingu dagvistar- stofnana. 5.4. Lækkun tekjuskatts með barnabótum og persónuafslætti. 5.5’. Afkomutrygging einstæðra foreldra. Viðskipti, þjónusta, innilutningur Gripið verði tafarlaust til aðgerða: - til að færa fjármagn frá verslun og við- skiptum til útflutningsgreina og sam- keppnisiðnaðar, - til að bæta greiðslustöðu landsins út á við, - til að auka markaðshlutfall og atvinnu í einstökum iðngreinum, - til að tryggja sem lægst vöruverð og auðvelda neytendaeftirlit. 6.1. Verslunarálagning verði lækkuð og strangt aðhald tekið upp í verðlags- málum. 6.2. Stuðlað verði að lækkun vöruverðs með aukinni samkeppni í verðmyndun og virku neytendaeftirliti, m.a. með því að reisa skorður við skipulegum einok- unaraðgerðum um verðmyndun (sam- eiginlegir verðlistar, einkaumboð, verðfyrirmæli framleiðenda). 6.3. Sérstök leyfi þurfi til að stunda inn- flutningsverslun og hert verði eftirlit með framkvæmd hennar, þar með talin sk'il á umboðslaunum, svo og gjald- eyrismeðferð útflutnings- og innflutn- ingsverslunar. 6.4. Innflutningsleyfi á tilteknum sam- kynja og einföldum vöruflokkum verði boðin út opinberlega og innflutnings- leyfi verði veitt tímabundið þeim sem býður innflutninginn á lægstu verði (t.d. olía, járn, timbur, kornvörur). 6.5. Sett verði löggjöf um auglýsingar, er . m.a. kveði á um skyidur auglýsenda um hlutlægar upplýsingar og verðmerking- ar. Auglýsingar verði skattlagðar, m.a. til að leiðrétta híut innlendra fram- leiðenda á auglýsingamarkaði. 6.6. Til að auðvelda þróun og aðlögun innlends iðnaðar og draga úr óhagstæð- um greiðslujöfnuði verði lagt á tíma- bundið þróunargjald á innfluttar iðnaðarvörur, sem aðlögunargjald var lagt á á sínum tíma. Gjaldið verði í upp- hafi 5% en Iækki síðan í áföngum og falli niður í árslok 1985. Tekjum af gjaldinu verði ráðstafað til þróunar og tækni- væðingar í iðngreinum, til eflingar Út- flutningslánasjóðs og til sérstakra verk- efna í samráði við samtök iðnrekenda og starfsfólks í iðnaði. 6.7. Beitt verði almennum og sértækum aðgerðum eftir því sem við á til að treysta stöðu innlendrar framleiðslu, m.a. með því að beita ytri tollum, jöfn- unartollum, undirboðstollum, innborg- unarskyldu og innflutningskvótum gagnvart innflutningi. 6.8. Kröfur um gæði, vörumerkingar, upprunamerkingar og staðla verði hert- ar og nýjar reglur settar gagnvart inn- flutningi eftir því sem við getur átt og með tilliti til íslenskra aðstæðna. 6.9. Gjaldfrestir og afborgunarskilmálar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.