Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 21. - 22. maí 1983 dægurmál (sígiid?) íslensk poppbók í bígerð Eftirfarandi fréttatilkynning (bæna- skrá...) hefur hingað borist: I undirbúningi er útgáfa á íslenskri poppbók. Til aö bókin geti þjónaö sínum tilgangi er nauösyn á samstarfi ,við hina ýmsu er tengjast poppinu. Þess vegna eru allar upplýsingar vel þegnar frá eftirtöidum: • Hljóðritunarver. Þar skal m.a. koma fram upp á hvers konar tækjabúnað og aðstöðu verið býð- ur. • Lagasmiðir sem bjóða lög til sölu. • Textasmiðir sem eru tilbúnir að semja fyrir aðra. • Útsetjarar sem setja út fyrir aðra. Sjálfsagt er að láta þess getið ef um einhverja sérhæfingu er að ræða. • „Session“-menn sem geta aðstoðað við plötugerð, hljómleika eða ann- að þ.h.. Taka skal fram hvert sér- fag „session''-mannsins er. • Rótarar sem geta aðstoðað við ein- stök verkefni. • Bílstjórar sem taka að sér „túra“ eða einstakar ferðir út á land eða bara hingað og þangað. • Félagsheimili, veitingahús eða önn- ur fyrirbæri sem bjóða upp á aðstöðu fyrir lifandi músík. • Hljómleikahaldarár. • Dansleikjahaldarar. • Hljómplötuútgáfur. Af sérstökum ástæðum eru þær beðnar að senda lista yfir allar plötur sem þær hafa gefið út. Útgáfuár og titill plötunn- ar og nafn flytjanda verður að koma fram. Nauðsynlegt er að hljómplötuútgáfur sem eru hættar störfum láti einnig frá sér heyra. • Hljómpiötuinnflytjendur sendi lista yfir þau fyrirtæki sem þeir hafa umboð fyrir. • Dreifingaraðilar fyrir íslenskar plötur. • Hljómplötuverslanir. Þær þurfa að taka fram hvort um er að ræða sjálfstæða verslun með plötur eða deild innan stærri og víðtækari verslunar. • Hljóðfæraverslanir. Þær þurfa sömuleiðis að taka fram hvort þær eru sjálfstæð hljóðfæraverslun eða deild innan stærri verslunar. Jafn- framt þarf að telja upp hvaða hljóðfæri og merki verslunin ein- beitir sér að. • Hljóðfæraumboð/-innflytjendur. Hvaða hljóðfæri? Hvaða merki? • Hljóðfærasmiðir/-viðgerðir. Hvaða hljóðfæri? • Hljóðfærastillingar. Hvaða hljóðfæri? • Tónlistarskólar. Skilyrði fyrir inn- göngu? Kennslugreinar? • Einkakennarar. Aðstaða (Getur kennarinn útvegað hljóðfæri?). Hljóðfæri? Á hvaða hljóðfæri er kennt? Vakin skal athygli á að allar myndir eru kærkomnar. Þeir verður að fylgja skrifleg heimild til birtingar. Herleg- heitin skulu send til: Poppbókin Pósthólf 14 Reykjavík Nós-band á plötu Fyrst var Stock- field-big-nós-band, svo Big-nós- band og nú er þaö bara Nós-band (megum við búast við Nós, Litt- ul-nós-band, Nósless-band eða bara kannski bara Band?). Nós- bandið, sem í er a.m.k. Pétur, er sem sagt búið að taka upp hl jóm- plötu sem væntanleg er á næst- unni. Með Pétri kváðu leika þekktir hérlendir rokkarar. A David Thomas, Þorsteinn Magnússon og Brainar: hvort Hinn íslenski þursaflokkur hefur roð við hinum ameríska í Dallas, eða þá hvort kassinn hef- ur meira aðdráttarafl, Selfossbíó eða sjónvarpið. í Kópavogi gefast þeir seint upp við skemmtanafíkilskolann þótt enginn virðist enn hafa orðið feitur af. Þar hefur nú verið opn- aður skemmtistaðurinn Kópa- maros í húsnæðinu þar sem áður var m.a. Manhattan (í sömu götu og Rannsóknarlögregla ríkisins). Þursarnir verða í Kópamaros á fimmtudagksvöld frá kl. 22.30.. Þursarnir eru með á dagskrá nýtt efni af plötu sem væntanleg er á markað í ágúst, en ofantaldir hljómleikar eru lokaspretturinn hjá Þursum nú. Þeir fara þó aftur í startholurnar í ágúst og þá blandaðir fleiri stuðmönnum. A Undir sama þaki á þriðjudag Þursar í Þursarnir hefja þriðja þátt hljómleikaferðalags síns um landið í Stapa í Keflavík á annan í hvítasunnu, en hinir tveir þætt- irnir fóru fram fyrir norðan og austan. Hljómleikarnir í Stapa hefjast kl. 22. í höfuðborginni verða Þursar á þriðjudagskvöld og hefja leik sinn á efstu hæð í Klúbbnum kl. ?,2. Á Selfossi verða Þursar á mið- vikudagskvöld og hefjast hljóm- l úkarnir þar í hinu ólseiga bíó- husi kl. 21. Mun þá koma í ljós David Bowie; „. .einn af þessum síungu tónlistarmönnum sem virðast hafa þann eiginleika að staðna aldrei“. Dans að hœtti Davíðs Merkis tónlistarviðburð mun reka á fjörur íslenskra tónlistar- unnenda næstkomandi þriðju- dag, 24. maí í Tjarnarbíói. Þá mun bandaríski tónlistarmaður- inn David Thomas halda hér sóló tónleika, ekki samt alveg einn því að í förinni með honum er segul- bandstæki. Margir gætu kannast við nafnið David Thomas þótt það hringi ekki stórri bjöllu, hætt er þó við að nafnið Pere Ubu hringi stærri bjöllu í þessu sam- bandi. Thomas er einmitt söngv- ari þeirrar ágætu hljómsveitar. Pere Ubu hefur nú um nokk- urra ára skeið verið með virtustu og vinsælustu hljómsveita Breta og annarra sem til þeirra þekkja. Hvað einkenndi þó Pere Ubu frá upphafi var binn sérstæði söngstfll Thomas, við getum raunar sagt einstaki. Nú á síðustu misserum hefur Thomas brugðið sér einn útum víða veröld í tónleikahald. Hann hefur unnið þó nokkuð með Lindsey Cooper og Chris Cutler, þeir reyndar nýverið gef- ið út plötu saman sem tríó. Hingaðkoma Davids Thomas verður að teljast merkisvið- burður, langt er síðan við höfum fengið jafn sérstæðan gest sem David Thomas er í raun og veru. Með Thomas á tónleikunum mun auk hans spila Þorsteinn Magnússon. Heldur hljótt hefur verið um hann síðustu mánuði, en ekki er hægt að efast um að í þögninni hefur Þorsteinn sótt og endurnýjað kraft sinn. Brainar er ný hljómsveit sem reyndar hefur gefið út eina kassettu í tuttugu eintökum, segja verður að val- inkunnir menn séu þar í hverju rúmi og koju. Sif Jón Viðar Andrea David Bowie er tvímælalaust vinsælasti tónlistarmaður síðasta áratugar, og með góðri samvisku hægt að kenna hann við Bowie. Kappinn hefur sent frá sér fjölda platna sem allar hafa notið ótrú- gra vinsælda. Áhrif Bowies eru ikil og má heyra þau hjá hljóm- sveitum eins og Japan, Bauhaus og Human League, svo að aðeins nokkrar séu nefndar. Bowie er einn af þessum sí- ungu tónlistarmönnum sem virð- ast hafa þann eiginleika að staðna aldrei. Þrjú ár eru síðan seinasta plata Bowies, Scary Monsters (And Super Creeps), kom út. Kappinn hefur samt ekki setið aðgerðarlaus. Hann hefur leikið í nokkrum kvikmyndum og sent frá sér í samvinnu við aðra nokkr- ar litlar plötur sem allar hafa gert það gótt. Lets Dance heitir nýjasta plata Bowies og eins og nafnið gefur til kynna er hér um dansplötu að ræða. Til liðs við sig fékk hann gítarleikarann Niles Rodgers úr Chic og stjórnuðu þeir upptöku plötunnar í sameiningu. Bowie velur sér jafnan aðstoðarmenn eftir því hvað hann ætlar að taka sér fyrir hendur. Með vali sínu á Rodgers hefur Bowie ugglaust verið að sverma fyrir áhrifum frá honum. Lets Dance er „sól“ og „fönk“ undir áhrifum ekki ósvip- uðum og heyra má á Young Am- ericans. Ég er ekkert sérlega heillaður af Scary Monsters og sama verð ég að segja um þessa plötu. Hún kemst ekki með tærnar þar sem fyrri meistaraverk Bowies hafa hælana. Það er kannski ekki sanngjarnt að miða allt við það besta frá viðkomandi listamanni hefur komið. Til Bowies eru gerðar miklar kröfur og stendur hann að vissu leyti undir þeim á þessari nýju plötu en honum tekst ekki að skapa neitt listaverk eins og margar af hans fyrri plötum eru. Lets Dance er hin þokkalegasta plata en stendur samt nokkuð langt að baki fyrri plötum Bowi- es. Gott er samt að vita af því að kappinn skuli enn vera í fullu fjöri og búast má við að hann sendi frá sér ýmist góðgæti á ko- mandi árum. JVS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.