Þjóðviljinn - 21.05.1983, Page 26

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Page 26
. 26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN1 Helgin 21. - 22. maí 1983 Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar og Grikkinn S. Alevizakos á frétia mannafundinum í gær. Ljósm. Atli. Hörmulegt ástand í Afríkuríkinu Ghana Hungurdauði þúsunda maiuia blasir nú við ein miljón króna send til hjálparstarfs frá ríkissjóði „Ástandið í Ghana er vægast nema hungurdauðinn bíður þús- sagthörmulegtogljósteraðekkert unda manna í þessa hrjáða landi“, ALÞYÐUBANDALAGIÐ Frá Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins. Friðarvaka um hvítasunnu. Æskulýðsfylkingin hefur fyrirhugað að efna til hópferðar á Snæfellsnes um hvítasunnuna. Haldið verður til í félagsheimilinu Skildi viö Stykkishólm og farið þaðan í skoðunarferðir um nágrennið undir leiðsögn heimamanna. Svo verða friðarmálin rædd á samkomum í félagsheimilinu. Farið verður á laugardaginn 21. maí og komið til baka á mánudeginum 23. maí. Verði verður mjög stillt í hóf. Þeir ungu sósíalistar sem hefðu áhuga á að koma með eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku í síma: 17500. - Dagskrá auglýst nánar síðar í Þjóðviljanum. - Undirbúningsnefnd. Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur Stjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik boðar til fundar í félaginu, fimmtu- daginn 26. maí kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst síðar. Tillaga kjörnefndar um stjórn félagsins og endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi á skrif- stofu félagsins frá og með þriðjudeginum 24. maí. - Stjórn ABR. 5. deild - Breiðholt Aðalfundur 5. deildar Alþýðubandalagsins í Reykjavík, Breiðholtsdeildar, verður haldinn þriðjudaginn 24. maí nk„ kl. 20.30. Fundurinn verður hald- inn í nýju Menningarmiðstöðinni við Gerðuberg. Dagskráin verður nánar auglýst síðar. - Stjórn 5. deildar. Alþýðubandalagið Akureyri Ðæjarmálaráðsfundur Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði mánudaginn 23. maí (annan * hvitasunnu) kl. 20.30 í Lárusarhúsi. - Mætiö vel og stundvíslega. Alþýðubandalagið á Akureyri Aðalfundur verður haldinn í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, fimmtudaginn 26. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Málefni Lárusarhúss. 3. Onnur mál. Félagar mætiö vel og stundvíslega. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Aðalfundur Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til aðalfundar í félaginu, fimmtudaginn 26. maí kl. 20.30 að Hvérfisgötu 105. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst síð- ar. Tillaga kjörnefndar um stjórn félagsins og endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með þriðjudeginum 24. maí - stjórn ABR. sagði ráðgjafi Alkirkjuráðsins um hjálparstarf þar, S. Alevizakos á blaðamannafundi í gær, en hér er hann í boði Hjálparstofnunar kirkjunnar. Alevizakos hefur átt fundi með ráðamönnum hér á landi og kynnt þeim hversu alvarlegt ástandið í Ghana er. Hann skýrði frá því í gær að á fundi með dr. Gunnari Thor- oddsen forsætisráðherra hefði fengist vilyrði fyrir einnar miljón króna framlagi frá íslenska ríkinu til hjálparstarfsins. Þá stóð Hjálp- arstofnun kirkjunnar fyrir skyndi- söfnun í febrúar sl. til stuðnings flóttamönnum frá Nígeríu til Ghana og söfnuðust á milli 4 og 5 hundruð þúsund krónur. Fyrir þessa peninga verður keyptur ís- lenskur saltfiskur, sem að sögn Al- evizakos hentar afar vel til neyslu í Afríku þar sem hann þolir vel geymslu í hitum og er auðveldur í flutningi. Auk þess mun koma fé frá Alkirkjuráðinu til kaupa á um 50 tonnum af fiski til viðbótar. Meginástæða hörmungará- standsins í Ghana eru miklir þur- rkar svo og hundruð þúsunda flóttamanna frá Nígeríu sem hafa flykkst til Iandsins á síðustu mán- uðum. _ v Vísnavinir efna til söngs Vísnasöngkonan Thérése Juel heldur tónleika í Norr- æna húsinu á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Þessi sænska vísna- söngkona er hér í boði Vísna- vina og hefur haldið tónleika og komið fram á vísnakvöld- um. Þetta verður síðasta skipt- ið, sem hún kemur fram hér á landi um sinn. 30% hækkun almennra fargjalda Farþegum fækkar hjá SVR 15,4% fœrri farþegar fyrstu fjóra mánuði ársins Farþegum með Strætisvögnum Reykjavíkur fækkaði um 15.4% fyrstu fjóra mánuði þessa árs, með- an stríð borgarstjora við verðlags- yfirvöld stóð sem hæst, sagði Guð- rún Agústsdóttir borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins á fundi borgar- stjórnar sl. fimmtudag þegar verið var að ræða nýja verðskrá fyrir SVR. Guðrún Ágústsdóttir sagði enn- fremur að samkvæmt yfirlýsingum borgarstjóra í byrjun þessa árs, hefði einungis þurft eina hækkun fyrir SVR. Hins vegar hefði komið /á daginn, að hækkanirnar væru þegar orðnar meiri núna heldur en þær hefðu átt að vera á öllu árinu samkvæmt yfirlýsingum borgar- stjóra. Guðrún sagðist fagna því að tekin væru upp afsláttarkort að nýju hjá SVR, en lýsti sig sam- þykkan bókunum Sigurjóns Pét- urssonar og Guðrúnar Jónsdóttur í borgarráði, þarsem þau lýsa andúð sinni á því að fargjöld SVR hækki um 30% á meðan almenn'fargjald- ahækkun er heimiluð um 20%. Davíð Oddsson sagði að stríðið við verðlagsstofnun hefði ekkert með fækkun farþega í strætisvögn- um að gera. Það væri óskhyggja Guðrúnar Ágústsdóttur. Ástæðan væri óvenju slæm veðrátta fyrstu mánuði ársins. Hækkanir í byrjun sl. árs hefðu dugað miðað við verðlagsspár í byrjun ársins. Hins vegar hefði orðið kostnaðar- .snrenging í þjóðfélaginu sem öðr- um væri'að kenna.i Sú kostnaðars- sprengingýefði að sjálfsögðu komið niður á borginni einsog öðrum. Guðrún Ágústsdóttir sagði veðráttukenningu Davíðs borgar- stjóra nýstárlega. Hingað til hefði nefnilega verið talið að einmitt hið gagnstæða gerðist þegar veður væru slæm; þá yfirfylltust strætis- vagnar af því fólk treysti sér ekki til að hreyfa einkabílana í eins ríkum mæli. Sagði Guðrún að í tíð núver- andi meirihluta hefði þjónusta SVR verið skert. Þannig hefðu af- sláttarkortin verið tekin af um tíma og gefin út aftur nú einungis að hluta. 30% hækkun almennra fargjalda Fargjaldahækkunin var svo sam- þykkt með 12 atkvæðum gegn 4 at- kvæðum Alþýðubandalagsins. Fargjöldin með SVR eru þá orðin sem hér segir Fargjöld fullorðinna 1. Einstök fargjöld hækka úr kr. 10.00 í kr. 13.00. 2. Stór farmiðaspjöld tekin í notk- un á kr. 200/18 miðar. 3. Lítil farmiðaspjöld tekin í notk- un á kr. 100/8 miðar. 4. Farmiðaspjöld aldraðra tekin í notkun á kr. 100/18 miðar. Fargjöld barna: 1. Einstök fargjöld hækka úr kr.2.50 í kr. 3.00. 2. Farmiðaspjöld óbreytt kr. 50/20 miðar. Almenn fargjöld hafa því hækk- að um 30%. -óg Laus staða hjá IH t Reykjavíkurborg • Starfsmaöur óskast á Skóladagheimili Breiöagerðisskóla frá og meö 1. júní. Fóstru eða kennaramenntun æskileg. Starfskjör skv. kjarasamningum. Upplýsingar veittar í skólanum í síma 84558 og 34908. Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og starfsreynslu auk al- mennra persónulegra upplýsing". Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæö, fyrir föstudaginn 27. maí 1983. Tónlistarskóli Ólafsvíkur Skólastjóra vantar viö Tónlistarskóla Ólafs- víkur. Nánari upplýsingar gefnar í símum 93-6294 og 93-6153. Umsóknarfrestur er til 15. júní 1983. Skólanefndin Eiginmaður minn og faðir okkar Skúli Þórðarson magister fyrrv. yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík lést þann 15. þ.m. á Borgarspítalanum. Hann verður jarðsunginn fra Fossvogskapellu miðvikudag- inn 25. maí ki. 13.30. Helga Árnadóttir Líney Skúiadóttir Skúli Skúlason

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.