Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.05.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 21. - 22. maí 1983 bókmenntir Er ástin snýkj udýr ? Árni Bergmann skrifar Einar Ólaf'síion: Augu við gangstétt. Mál og menning 1983. Byltingin er skáldum einatt hugstæð, en nú um stund hefur sjaldan verið farið með hana sem galdraþulu, hún ákölluð til skjótra heilla mennskri kind. Hin háði blandna fjarlægð er tekin við, skáld hafa skopast að „byltingu í einu herbergi" og þeir eru að vonum óhressir með að „Fra- nkenstein tók völdin" í helsta byltingarr- íkinu. Ýmsar byltingar Einar Ólafsson víkur oft að byltingum í ljóðum sínum í þessari bók og vill bersýni- lega ekki sleppa af þeim vonarhaldi og er það í sjálfu sér virðingar vert. - Næst kemst Einar sögulegum hræringum þegar hann lýsir því hvernig hin rauða von hrærir upp í grámósku örbirgðarinnar nokkra febrúardaga árið 1848. í kvæðum sem fjalla um Parísarkommúnuna 1871 og októberbyltinguna 1917 er Einar bundnari ákveðnum formúlum sem lítill kraftur er eftir í, því miður. Og satt best að segja kemst hann heldur ekki langt með skilningi sínum á atburði sem er mjög nálægt í tíma og rúmi - fregninni um að Ulrike Meinhof sé látin í þýsku fangelsi, líklega myrt. Sumt af því sem Einar Ólafsson gerir best er tengt hæfileika hans til að þjapþa saman, koma fyrir hlið við hlið staðreyndum úr næsta hversdagsleika og úr hinum stóra fjarska. Af þeirri ætt er vandvirknislegt byltingarljóð frá 1971: um febrúarsólina yfir Skerjafirðinum sem skín líka á Hósím- ínstíginn austur í Indókína: og snjórinn er hvítur settur raudum rósum. En svo grátt leikur tíminn riddara hinnar samfelldu byltingar, að við fáum ekki að vera í friði með þessa einföldu minningu um samstöðu með þeim sem fetuðu suður Hós- ímíngötuna - fyrr en varir er byltingarmað- urinn Pol Pot farinn að hrella okkur, og stríð hans við byltingarmennina úr Vietnam og stríð þeirra við byltingarmennina úr Kína. Fyrir nú utan allt annað. Enda verður það að segjast eins og er, að þegar Einar Ólafsson yrkir kvæði sem heitir „Eftir Okt- óber“ þá stígur honum mjög hinn skáldlegi larður og hugsunin veit ekkert í hverja heima skal halda: Einar Ólafsson Og þegar við stöndum með valdið í höndum okkar og sköpum okkur örlög sjálf, vitum við ekki hvorl enn þarf að beita vopnum gegn gömlum arfi, gegn eigin mistökum, við vitum ekki hvort tími er kominn til að breyta byssunni í haka í skóflu, hamar og sigð. Öskutunna og ást Kveðskapur tengdur byltingum og bylt- ingarfólki er mest áberandi sérkenni þess- arar bókar og því ekki nema sjálfsagt að víkja fyrst og mest að honum. Hinn pólitíski þráður er reyndar mjög sterkur einnig þeg- ar aðrir hlutir eru á dagskrá. Til dæmis í löngu Öskutunnukvæði aftast í bókinni þar sem Einar nær skemmtiiegum sprettum í að safna saman ýmislegum tíðindum úr mann- heimum um leið og skoðaður er fullkom- lega óskáldlegur úrgangur borgarlífs. Það er líka margt viðfelldið í bálki sem ber yfir- skriftina „Til okkar“ og einnig þar eru teng- ingar sterkar við þau tíðindi sem gefa mönnum tilefni til pólitískrar útleggingar. f kvæði sem heitir „Meðan tunglið verður fullt“ er fljótlega horfið frá þeim náttúru- myndum sem lengst af hafa fylgt ástinni í ljóði - og komið að ótíðindum úr samfé- laginu: pyntingum, barsmíðum, ofbeldi, sljóleika - meðan sú myndkeðja er rakin „elska ég þig“. Ástin í sínu gamalkunna hlutverki sem skjól fyrir nepju tímans - og því ekki það? I öðru ljóði eru bornar fram ótal spurningar um ástina („Er ástin sníkj- uplanta?"?) og þeim er svo öllum vísað frá með lokaspurningunni Er ástin kannski við öll án hlekkja án þreytu, án vonleysis, við öll saman? Og vill nú svo til að menn úr furðumörg- um pólitískum húsum gætu tekið undir við það vonartetur sem í þessum orðum felst. Hversdagsleikinn Það er margt fleira í þessu kveri. „Galop- in“ ljóð utan um hversdagsleikann og þó jafnan einhver dul í þeim sem skilur þau frá algengum prósa. Stundum eru þessar hvunndagsmyndir ansi þreytulegar: „Lyft- ur fara upp Og niður Og stöðvast A ýmsum hæðum Og gleypa fólk Og æla fólki Og flytja fólk. Milli hæða. Hvert á móti öðru. Og samferða. Á leið hvert í sína áttina...“ Daufleg þula það. Betur vegna skáldinu, þegar það hleypir sér í þann ham að kalla á ímyndun- araflið til valda: „Nú er dagur til að dansa“ heitir ljóð, þar eru fiskistelpum og skurðas- trákum boðið að dansa á götunum „yrkja Ijóð með löppunum“....„dansa uns allar kirkjur sökkva....“. En kannski dugir það Einari Ólafssyni best í glímunni við hvunn- dagsleikann að hella einum dropa af fárán- leika yfir fábreytileikann. Eitt slíkt dæmi er „smáatvik við færiband": hœgra auga mitt hefur fallið úr höfði mér niðrá fœribandið og berst nú gegnum pökkunarvélina sem leið liggur til amrtku... Merkilegt byrjandaverk Fjölskylduskáldsaga eftir Isabel Allende. Sagt hefur verið að hvergi sé nákvæmari lýsingu á Rómönsku Ameríku að finnaení skáldsögum álfunnar. Því þær lýsi álfunni ekki aðeins með þeim bláköldum staðreyndum sem menn geta fundið í heimildaritumog kappræðubókum, heldursýni þærfullan sómadraumum manna, hugarflugi, fáránlegum tiltækjum og goðsögnum. Frænka forsetans Allt er þetta sagt á sínum stað í nýlegri skáldsögu eftir Isabel Allende sem heitir „Hús andanna“ og fær hina bestu dóma. Isabel er af hinni þekktu Allende-ætt, sem mjög hefur komið við sögu í því litla og langa landi, Chile. Hún er systurdóttirSalv- adors Allendes, sem hrakinn var frá völd- um og myrtur fyrir tíu árum. Isabel Allende hefur áður skrifað leikrit og barnabækur en þetta er fyrsta skáldsaga hennar. Ættfaðirinn „Hús andanna“ er fjöldskyldusaga um það fólk sem hefur stjórnað Chile á þessari öld og hún sækir margt í sögu Allendeættar- innar, að sögn höfundar sjálfrar. Esteban Trueba heitir sú persóna, sem lifir allan þann tíma sem sagan spannar. - hann deyr níræður á miðjum síðasta áratug. Esteban elst upp í höfuðborginni í fjölskyldu sem hefur séð betri daga. Hann verður yfir sig ástfanginn af Rósu hinni fögru, sem er af sýnu göfugri ætt. Esteban gerist gullgrafari til að reyna að afla skjótt þess fjár sem hann þarf til að kvænast inn í ríka ætt. En hann- hættir við gullleit þegar hann fréttir að Rósa hafi dáið af því að drekka ólyfjan sem ætluð var föður hennar - frambjóðanda frjáls- lyndra til þings. Esteban man nú, að ættin á sér niðurnítt óðal uppi í sveit og tekur til við að byggja það upp. Ilann drífur upp reksturinn, písk- ar smábændur áfram og barnar dætur þeirra eins og óðalsherra er siður þar í álfu og hefur lengi verið. Síðar giftist hann yngri systur Rósu, sem Klara heitir og hefur Ættarminningar setja mjög svip sinn á skáldsögu Isabel Allcndc, Hús andanna. merkilega spádómsgáfu. Hann er orðinn ríkur maður og reisir sér hús í höfuðborg- inni, vasast í pólitík og verður öldunga- deildarþingmaður fyrir hægrimenn. Kúgun og stéttir En í fjölskyldunni er að finna róttækari straum sem eflist með árunum. Annar son- ur Estebans lætur lífið með Salvador Al- lende í forsetahöllinni daginn sern herfor- ingjarnir ræna völdum. Alba, dótturdóttir gamla mannsins, er tekin föst og pyntuð af lögreglu herforingjanna - og þótt hún sé eina manneskjan, sem er kær gamla mann- inum, verður hann með nokkrum hætti ábyrgur fyrir misþyrmingum sem hún sætir. Sagan minnir á það, að mynstrið kúgaðir og kúgarar fylgir ekki alltaf stéttaskipting- unni. Lögregluforinginn sem pyntar Ölbu er sonur einnar þeirrar fátæku bóndadóttur sem Esteban barnaði. Allt hans líf er tengt hatri - því hann er útskúfaður frá þeirri yfirstétt sem hann telur sig fæddan til að vera í. Þegar hann vill ganga á lögreglu- skóla fær hann Esteban til að borga kostn- aðinn. Sá sem pyntar er af sama kyni og sá sem er pyntaður: pyntarinn kemur úr lág- stétt og hin pyntaða úr yfirstétt. Sagan er- full með þverstæður af þessu tagi. Sú sem bjargar Ölbu úr klóm pyntaranna er hóra, sem Esteban hafði eitt sinn lánað „startkap- ítal“, er orðin rík pútnamóðir og hefur rétt sambönd við nýja valdhafa. ■, Konur og skáld Gagnrýnendur lofa mjög kvenpersónur sögunnar, ekki síst Klöru þá sem engin by rði fær sligað - Isabel segir, að fy rirmy nd- in að þeirri persónu sé móðuramma henn- ar. Konurnar eru þær persónur sögunnar sem lifa sterkustu lífi - og hermt er, að Isabsl takist vel að sýna, að þótt karlarnir stjórni og æpi og heimti og kúgi þá hafa þeir ekki tök á tilverunni og geta aldrei ráðið yfir þeim heimi sem konurnar eiga sér. Svo er í skáldsögu þessari, sem geymir ríkmannlegt persónusafn og margar furðu- legar blöndur af gleði og sorg og fáránleika - að finna Skáldið, sem stingur upp kolli öðru hverju. Skáldið er ekki nafngreint, en það er ljóst að um er að ræða Pablo Neruda, ljóðskáldið mikla og vin Allendes. Margar kynslóðir barna í fjölskyldu sögunnar sitja við kné hans og alast upp við ljóð hans. Og lýst er hinni sögulegu útför Neruda, sem var helsjúkur maður þegar herforingjarnir rændu völdum. Útförin breyttist í mót- mælafund gegn herstjórnunum, einn þann síðasta sem umheimurinn gat frétt af áður en myrkrið hvolfdist yfir Chile. ÁB tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.