Þjóðviljinn - 10.09.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.—11. septembcr 1983
shammiur
Af skekkjumörkum
Allir eru eitthvað svo guggnir þessa dagana, svona
einsog hálfgerð ólund í mannskapnum. „Hvusslags er
þetta?" hugsar maður með sér, þegar maður virðir
vegfarendur fyrir sér, „það er bara einsog allt sé að
farast".
Sumir halda að fólk sé orðið svona brúnaþungt útaf
veðrinu, óþurrki, aflatregðu, markaðshruni, gjaldþroti,
sjónvarpsdagskránni, popphorninu, eða framhjá-
haldi. En þeir sem betur vita eru klárir á því að óyndið
stafar af því hvað erfiðlega gengur að finna gull, silfur,
perlur, pell og purpura, krydd, dýra dúka og desmer-
ketti í ófundnu indíafari austur á söndum.
Þjóðin hefur ekki verið mönnum sinnandi, síðan það
kom í Ijós á dögunum, að vísindin og veruleikinn eiga
enga samleið varðandi indíafarið Het Wapen van Am-
sterdam, sem strandaði á Skeiðarársandi í september
1667.
í tvo áratugi hafa nokkrir valinkunnir ágætismenn
helgað sig þeirri köllun sinni að reyna að finna þetta
dýra indíafar og hefur sumum fundist þessi leit knúin
áfram af sannfæringarkrafti, sem er ofar mannlegum
skilningi. Þessir menn hafa verið kallaðir gullleitar-
menn (þó það sé nú að vísu rangnefni, því gull er víst
það eina af gersemum, sem tæplega var innanborðs,
þegar skipið strandaði). Þeir eru virtir og dáðir af
öllum almenningi í landinu vegna þrautseigju og ó-
sérhlífni í þessari dæmalausu leit, en mestrar virðingar
hafa þeir þó aflað sér fyrir það, að hér er um einka-
framtak að ræða, umsvif, sem ríkið þarf ekki að standa
straum af, þó illa fari.
Ríkissjóður er að vísu ábyrgur fyrir fimmtíu miljónum
vegna þessara ævintýris, en ef marka má orð gull-
leitarmanna og málsvara þeirra, þá kemur skellurinn
niður á þeim sjálfum ef illa fer. Þetta er ekki dæmigert,
íslenskt einkaframtak. Ríkiskassinn sleppur, aldrei
þessu vant. Fimmtíu miljón króna ríkisábyrgð kemur
þessu máli ekki við. Allt verður borgað upp í topp og þá
væntanlega öllu fremur, ef og þegar skipið finnst.
Og í raun og veru er skipið fundið.
Að efast um það eitt andartak væri í raun og veru
stórmóðgun við íslenska fornleifafræði og -fræðinga,
vantraust á viðurkenndar vísindastofnanir í Skandina-
víu og Niðurlöndum og mér er nær að halda svívirðing
við fornleifavísindi heimsbyggðarinnar allrar.
Það sem hér hefur skeð er það, að vonglaðir
bjartsýnismenn hafa, með vísindin að leiðarljósi,
grafið eftir indíafari í Skeiðarársand og í raun og veru
ætti ekkert að þurfa að skyggja á gleði gullleitar-
manna, annað en það, að staðreyndirnar stangast
lítillega á við vísindalegar niðurstöður.
Sannleikurinn er nefnilega sá að fornleifafræðingar
og vísindastofnanir fundu í Skeiðarársandi indíafarið
Het Wapen van Amsterdam, en gullleitarmenn grófu
upp gamlan þýskan botnvörpung á staðnum.
I fornleifavísindum er svona uppákoma kölluð
„skekkja", en ekki talin nein goðgá fyrr en komið er að
svokölluðum „skekkjumörkum" en „skekkjumörkin“
ákvarða það, hve rangar vísindalegar niðurstöður
mega vera, án þess að teljast rangar.
Allar yfirlýsingar þjóðminjavarðar og fornleifafræð-
inga austur á Skeiðarársandi í hinni vikunni um aldur
og angan þess sem upp kom úr trollaranum, telst
innan skynsamlegra „skekkjumarka", svo og yfirlýs-
ingar um fallbyssu sem búið var að krækja í og var
1.80 m. á lengd og 40 cm í þvermál, en reyndist svo
vera stútþynnustuðventill úr aldamótatogara.
Það er hinsvegar ekki alveg víst að niðurstöður
þeirrar vísindastofnunar í Svíþjóð, sem rannsakaði
viðinn úr skipinu sé innan „skekkjumarka". Gullleitar-
menn sendu, sem kunnugt er, til Stokkhólms oregon-
furuflís til aldursgreiningar. Svar kom um hæl að viður-
inn væri frá 1648. (Manni dettur í hug að spyrja „klukk-
an hvað?“)
Þessi nákvæma aldursgreining var talin marka
tímamót, því Oregon furan (Pseudutsuga taxifolia)
getur orðið fimm til sexhundruð ára gömul, svo
auðvelt er að geta sér til um „skekkjumörkin".
Fyrir nú utan það að Oregon fura var ekki til í Evrópu
á 17. öld. Skip voru smíðuð úr eik.
Um aldursgreininguna á tjörunni, sem framkvæmd
var í Hollandi, er helst að segja, að hún virðist hafa
verið „tóm tjara", eins og maður sagði stundum, þegar
maður var yngri og óábyrgari en í dag.
Vér samhryggjumst gullleitarmönnum að þeir
skyldu ekki bera gæfu til að grafa upp indíafarið, sem
vísindamenn voru búnir að finna í Skeiðarársandi og
láum þeim ekki þó þeir fari með gömlu góðu vísuna:
Ef að betur að er gáð
ætla ég-megi sannast
að vísindin efla enga dáð,
ættu því að bannast.
skraargatiö
Arkitektar
eru nú komnir í nokkurn ham
vegna skipulagsmála í Reykja-
víkurborg. Á fimmtudagskvöld
var haldinn félagsfundur í arki-
tektafélaginu þar sem ræða átti
m.a. Skúlagötubyggðina og
mættu þar 50 manns, sem eru
dágott hlutfall í 150 manna félagi.
Til stóð að ræða þær tillögur sem
fram hafa komið frá hönnuðum
um Völundarreitinn og var farið
fram á það við borgaryfirvöld að
félagið fengi afnot af skipu-
lagsgögnum. Borgaryfirvöld
neituðu á þeirri forsendu að verið
væri að nota gögnin í borgarkerf-
inu. Félagsfundur Arkitektafé-
lagsins ályktaði þá í málinu, þar
sem borgaryfirvöld voru átalin
fyrir þessa neitun og stjórn fé-
lagsins falið að undirbúa annan
fund n.k. mánudag með
nauðsynlegum gögnum og kynn-
ingu af hálfu allra hönnuða.
Guðfinna
Thordarson ritari Arkitektafé-
lagsins, sagði í samtali við blaðið,
að hún og fleiri úr stjórninni
hefðu reynt allan föstudaginn að
fá hin nauðsynlegu gögn, en ljóst
væri að Arkitektafélagið fengi
þau ekki fyrr en eftir borgarráðs-
fundinn n.k. fimmtudag, en þá
verður Skúlagötubyggðin af-
greidd frá borgarráði. Guðfinna
sagði krauma undirniðri hjá ark-
itektum, sem fengju á sig alla
skömmina, ef illa tækist til í skip-
ulagsmálum, þótt þeir hefðu ekk-
ert með forsendur málanna að
gera. Vilji menn auðvitað hafa
þarna einhver áhrif á.
Bækur
um stjórnmálamenn, viðtalsbæk-
ur, ævisögur og afmælisrit, eru nú
árviss viðburður. Sagt hefur verið
frá afmælisriti um Ólaf Jóhannes-
son sem kemur út í haust með
Eysteinn: Ævisaga hans væntan-
leg.
Ása Sólveig: Leikrit hennar sýnt um öll Norðurlönd.
greinum eftir ýmsa menn. Þá
vekur meiri athygli að væntanleg
er á markaðinn ævisaga Eysteins
Jónssonar, fyrrv. ráðherra og for-
manns Framsóknarflokksins.
Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrv.
ráðherra og samþingmaður
Eysteins í Austurlandskjördæmi,
hefur undanfarin ár setið og skrif-
að þessa bók og er hún nú á loka-
stigi.
Mikið
er talað um sparnað í þjóðfé-
laginu. Forstöðumenn Raf-
magnsveitu Reykjavíkur ákváðu
fyrir nokkru að gefa út bók með
sögu Rafmagnsveitunnar og var
Lýður Björnsson sagnfræðingur
fenginn til að skrifa hana. Er allt
gott um það að segja. Búið var að
setja allan texta bókarinnar í
prentsmiðju en þá rákust for-
stjórarnir á erlenda bók um svip-
að efni sent þeir hrifust mjög af
og var þá ákveðið að breyta útliti
Rafmagnsveitubókarinnar til
samræmis við erlendu bókina.
Allri setningunni var því hent og
látið setja bókina upp á nýjan
leik. Ekki fylgir sögunni hvað
þessi breyting kostaði, en líklegt
má telja að hann hafi farið hátt í
hundrað þúsund.
Franzisca
Gunnarsdóttir blaðamaður hefur
að undanförnu séð um menning-
arskrif í Dagblaðið og Vísi, en um
síðustu mánaðamót hætti hún
vegna ágreinings við ritstjóra
blaðsins. Þeir vildu að hún bætti á
sig svokölluðu viðtali dagsins,
sem þeir töldu hafa flokkast
undir menningarskrifin, en hún
mun ekki hafa talið sig geta sinnt
hvorutveggja með fullnægjandi
hætti og kaus að hætta frekar.
Það er ekki einleikið hvað DV
helst illa á starfsfólki.
Lögreglan
í Reykjavík hefur að undanförnu
klippt númer af óskoðuðum bíl-
um í stórum stfl. Er íbúar nokk-
urra blokka í Breiðholti ætluðu
að fara til vinnu sinnar einn
morgun í vikunni var búið að
klippa númerið af fjölda bíla um
nóttina og fólkið var að væflast á
bflaplaninu í morgunsárið og vissi
-ekki almennilega hvernig það
ætti að komast til vinnu sinnar.
En lögreglan hefur líklega haft
mikla næturvinnu að undan-
förnu.
s
I
byrjun nóvember n.k. verður
frumsýnt í sjónvarpinu nýtt ís-
lenskt leikrit eftir Asu Sólveigu.
Heitir það Nauðug/viljug en leik
og upptöku stjórnaði Viðar Vík-
ingsson. Um síðustu mánaðamót
var svo haldinn fundur leiklis.tar-
stjóra norrænu stjónvarpsstöðv-
anna í Þrándheimi en á honum
eru venjulega boðin sjónvarps-
leikrit í dagskrárskiptum. Þetta
nýja íslenska sjónvarpsleikrit var
sýnt á fundinum og brá svo við að
verkið var umsvifalaust valið til
flutnings í Danmörku, Noregi,
Finnlandi og Svíþjóð. Ása Sól-,
veig og Viðar Víkingsson mega
því vel við una.
Marktœk
skoðanakönnun hefur verið
framkvæmd af Vikunni um af-
stöðu almennings á íslandi til af-
vopnunarmála. Spurt var sex
spurninga sem eru hliðstæðar
spurningum í skoðanakönnunum
sem framkvæmdar hafa verið
m.a. í Bandaríkjunum.
Vikan kemur ekki út fyrr en á
föstudaginn, en spurst hefur að
niðurstöðurnar muni verða
friðarsinnum á íslandi óvænt
ánægjuefni.