Þjóðviljinn - 10.09.1983, Page 3

Þjóðviljinn - 10.09.1983, Page 3
Helgin 10. —11. september 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Andreas Bielau, miðherji Jena og austur-þýska landsliðsins. Hinn austur- þýski Zoff Andstæðingar Eyjamanna í UEFA-bikarnum er eitt þekkt- asta knattspyrnufélag Aust- ur-Þjóðverja, Carl-Zeiss Jena. Félagið hafnaði í þriðja sæti 1. deildar sl. vor, fékk 34 stig úr 26 Ieikjum, jafnmörg og Vorwárts Frankfurt sem varð númer tvö, en 12 stigum á eftir meisturn- um, Dynamo Berlin, sem voru í algerum sérflokki. Jena hefur leikið í einhverju Evrópumótanna nær árlega síðan 1965 og oft náð langt. Aldrei þó lengra en 1981 þegar Jena lék til úrslita í Evrópukeppni bikarhafa en tapaði 2-1 fyrir Dinamo Tiblisi frá Sovétríkjunum. Á leið sinni þangað sló Jena þekkt Iið út úr keppninni, AS Roma frá Ítalíu, vann þá 4-0 heima eftir að hafa tapað 3-0 í Róm, Valencia frá Spáni, Newport frá Wales og Ben- fica frá Portúgal. Þrátt fyrir að hafa verið í fremstu röð knattspyrnuliða í Austur- Þýskalandi í rúm 25 ár hefur meistaratitillinn aðeins unnist þrisvar, síðast 1970. Annað og þriðja sætið hefur oftast orðið hlut- skipti félagsins. Bikarinn vann Jena síðast 1980. Með Jena leika nokkrir þekktir knattspyrnumenn og við íslending- ar munum sjálfsagt best eftir varn- armanninum marksækna, Rúdiger Schnuphase. Einn annar er núver- andi landsliðsmaður, hinn 25 ára gamli framherji Andreas Bielau. Margir muna ábyggilega eftir mið- vallarspilaranum Lothar Kurbjuw- eit sem nú er kominn á 33. aldurs- ár. Aldursforseti liðsins er einnig vel kunnur út fyrir landamæri Austur-Þýskalands, markvörður- inn Hans-Ulrich Grapenthin. Hann er nýorðinn 40 ára, einskon- ar Zoff Austur-Þýskalands, og hef- ur tvívegis verið kjörinn knatt- spyrnumaður ársins í heimalandi sínu. Carl-Zeiss Jena hefur aðeins einu sinni fallið út úr Evrópu- keppni í fyrstu umferð og síðan eru liðin 20 ár. í undanúrslit Evrópu- keppni bikarhafa komst félagið árið 1962 og síðan í úrslit sömu keppni 1981 eins og áður er frá greint. Eyjamenn mæta Carl-Zeiss Jena á Kópavogsvellinum á þriðju- dagskvöldið. Góðar aðstæður til að sýna skemmtilega knattspyrnu og árangur ÍBV í Evrópumótunum undanfarin ár gefur ástæðu til að ætla að leikurinn verði jafn og tví- sýnn. Frammistaða ÍBV gegn lið- um frá Póllandi og Tékkóslóvakíu síðustu árin hefur verið eftirtektar- verð. Par ber hæst jafnteflið gegn Banik Ostrava á Kópavogsvelli haustið 1980 og þá mörðu Tekk- arnir 1-0 sigur í síðari leiknum. Eyjamenn leika fjarri sinni heima- byggð og eiga skilinn góðan stuðn- ing knattspyrnuáhugamanna af höfuðborgarsvæðinu. _yg SUZUKI kr. 95.000,- útborgun í tilefni þess að viö afhendum þúsundasta Suzuki-bílinn þessa dagana, seljum viö nokkra Suzuki Alto árgerö 1983 meö 95.000,- króna útborgun. Verö kr. 185.000,- Útborgun 95.000,- Missiö ekki af upplögöu tækifæri til aö eignast nýjan bíl á góöum kjörum. Suzuki Alto — Sterkur — Sparneytinn Eyðsla: minna en 5 I. pr. 100 km. Mótherjar Skagamanna og Eyjamanna í Evrópumótunum kynntir: Utanbæjarliðið rauf einokunina! Aberdeen, mótherjar Skaga- manna í Evrópukeppni bikar- hafa, er á góðri leið með að skipa sér á bekk meðal fremstu knattspyrnuliða Evrópu. Fé- lagið frá fiskiborginni frægu á Skotlandsströnd er handhati Evrópubikarsins, sigraði Ben- fica frá Portúgal í úrslitaleik keppninnar í fyrravor eins og flestum er eflaust í fersku minni. Á síðasta keppnistímabili var Aberdeen í 'eldlínunni á fjórum vígstöðvum. Félagið háði harða baráttu við Celtic og Dundee Unit- ed um meistartitilinn og átti sigur- möguleika þegar gengið var til lokaumferðar. Liðið náði langt í deildabikarnum, sigraði í Evrópu- keppni bikarhafa og vann loks Rangers í úrslitaleik skosku bikar- keppninnar. Aberdeen þykir leika létta og skemmtilega knattspyrnu, meira í stíl við meginlandslið en þau bresku. Margir leikmanna hafa á síðustu misserum skapað sér frægð og almenna viðurkenningu, enginn þó eins og hinn frábæri Gordon Strachan sem blómstraði með skoska landsliðinu í heims- meistarakeppninni í fyrra. Fleiri má nefna. Hinn 19 ára gamli Eric Black er eitt mesta efni sem fram hefur komið í Skotlandi, fljótur og marksækinn og sló í gegn síðasta vetur. Útherjinn Peter Weir er með afbrigðum leikinn og kominn í skoska landsliðið. Þar eru einnig varnarmennirnir Willie Miller og Alex McLeish og mark- vörðurinn Jim Leighton. Miðvall- arspilarinn Mark McGhee þótti lengi efnilegur en hefur loksins náð að sýna sitt rétta andlit eftir að Aberdeen keypti hann frá New- castle fyrir nokkrum árum. Valinn maður í hverju rúmi. Aberdeen hefur lengi staðið í skugga risanna í skosku knatts- pyrnunni, Rangers og Celtic. Fé- lagið hafði lengi verið talið lík- legast „utanbæjarliða" til að rjúfa einokun þeirra á skoska meistara- titlinum og það tókst árið 1980 en þá höfðu Rangers og Celtic haldið honum í fimmtán ár. Aberdeen hefur síðan ekki tekist að endur- taka þennan leik þrátt fyrir góðar tilraunir en á nýbyrjuðu keppnis- tímabili er félagið talið mjög sigur- stranglegt á öllum vígstöðvum heima fyrir. Aberdeen er í mjög góðu formi um þessar mundir, hefur unnið stóra sigra í deild og deildabikar að undanförnu og rúllaði 1. deildar- liðinu Raith Rovers t.d. algerlega upp í deildabikarnum, vann 9-0 heimaog 12-0samanlagt. St. John- stone var afgreitt 5-0 í úrvalsdeild- inni um síðustu lielgi svo það verð- ur við ramman reip að draga fyrir Skagamenn. En þeir eru einnig í mjög góðri æfingu, hafa verið ósig- randi í heila tvo mánuði og ef eitthvert íslenskt félag á möguleika á að standast snillingum Aberdeen snúning, þá er það nýkrýndir íslands- og bikarmeistarar Ákur- nesinga næsta miðvikudagskvöld. Við megum búast við góðum leik á Laugardalsvellinum. -VS Eric Black skorar með skalla gegn Celtic í fyrravetur. Hann sló í gegn í j þessum leik, ungur og óþekktur gerði hann þrjú mörk á sjálfum heimavelii i Celtic, Parkhead. i Aukatekjur Aukið tekjur ykkar um allt að dkr. 2000 á viku með léttri heima- og tómstund- avinnu. Hugmyndabæklingur með 100 tillögum á Iskr. 200 sendur án burðargjalds ef borgað er fyrirfram, en ann- ars með póstkröfu + burðar- gjaldi. Fullur skilaréttur innan 8 daga. Daugaard Trading Claus Cortsensgade 1, DK 8700 Horsens Danmark. TIU 10 herrafataverslanir á höfuðborgarsvæðinu. TIL DAGLEGRA NOTA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.