Þjóðviljinn - 10.09.1983, Síða 18

Þjóðviljinn - 10.09.1983, Síða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 20.-21. ágúst 1983 dægurmál (sígiid?) Mörgu fólki finnst stýriflaugar og kjarnaoddar ekki skipta máli. Mörgu fólki finnst raunveruleiki kjarnorkunnar ofstór til að hugsa um, en samt er raunveruleikinn alltaf til staðar sem martraðir hjá öllu fólki. I kjarnorkuríkinu er œtlast til að við látum okkur þessar matraðir lynda. Er þetta virkilega allt sem við getum vœnst af lífinu? Er þetta virkilega allt sem við getum vænst af dauðanum? Kannski skipta okkar líf ekki svo miklu máli, en hvers vegna að þröngva vitfirringu okkar uppá komandi kynslóðir? Eða er það kannski svo að þú trúir ekki lengur að það verði neinar komandi kynslóðir? Með þöglu samþykki ykkar eruð þið búin að leyfa gjöreyðingunni að eiga sér stað. Framtíðinni er lokið. Crass: Yes, Sir, / will. (Pessa þýðingu er að finna í blaðinu Við krefjumst framtíðar!) Stuðmenn, Eyjamenn og aðrir menn mótshaldara að koma fram á þjóðhátíð fyrir afsláttarprís af því að þeir ætluðu að festa hátíðina á filmu. Síðan líður tíminn fram á sumar. Þá gerist það að nokkrir Eyjaskeggjar með núverandi þingmann, Árna Johnsen, í fylk- ingarbrjósti koma að máli við mótshaldara og segja það hreina þarfleysu að sækja upp á megin- landið eftir skemmtikröfturft á þjóðhátíð, Eyjamenn hafi fram til þessa getað haft ofan af fyrir sér án utanaðkomandi aðstoðar og það samrýmist ekki þeirra þjóðarstolti sem sannir Vestmannaeyingar að vera upp á meginlandsbúa komnir. Þetta hreif á mótshaldara og þeir af- þökkuðu nærveru Stuðmanna. Vitaskuld kom þetta sér illa fyrir Stuðmenn. Atriðið á þjóð- hátíð var inni á þeirri áætlun um kvikmyndina og hún hefði kollvarpast ef ekkert yrði úr þvi. Svo þeir sögðust víst koma. Eftir nokkurt þras var þeim leyft það með semingi. Mótshaldarar, eða Árni Johnsen, sáu til þess' að hvergi í dagskrá eða auglýsingum um þjóðhátíðina væri minnst á nærveru Stuðmanna og fengu þeir fyrir náð og miskunn að filma. Mér er sagt að sé rýnt glöggt í myndina megi sjá Árna Johnsen bregða fyrir uppi á sviði en þangað var hann kominn til að stöðva spiliríið. Þessi saga hafði reyndar rifjast upp fyrir mér tveim dögum áður þegar sjónvarpið sýndi þátt sem tekinn var upp á afmælishátíð Reykjavíkur nú í ágúst. Það eru flokksbræður Árna úr Eyjum sem stjórna borginni um þessar mundir og þeir hafa jafnvel gengið svo langt í ást sinni á höfuð borginni að eigna sér Esjuna og sólarlagið á Faxaflóa. En hvað gerist? Jú, stærsta númerið á þessaari hátíð var stórhljómsveit keflvíska tónlistarmannsins Gunnars Þórð- arsonar. Einnig kom þarna fram Bergþóra Árnadóttir vísnasöng- kona úr Porlákshöfn og í miðju kafi kallar hún upp á svið engan annan en þjóðernissinnann úr Eyjum, sjálfan Árna Johnsen. Hann átti að stjórna fjöldasöng í jafn erkireykvískum lögum og Svífur yfir Esjunni og Fyrir sunn- an Fríkirkjuna. Að vísu munu harla fáir, ef nokkrir, hafa orðið til að taka undir með þingmann- inum svo hans engilhreina rödd fékk notið sín ótrufluð af gargi borgarbúa. Væntanlega tala ég fyrir munn flestra innfæddra Reykvíkinga þegar ég læt þá von í ljós að næst þegar við gerum okkur glaðan dag sitji þingmaðurinn sem fast- ast úti í Eyjum og æfi sig í að vera sjálfum sér samkvæmur. - ÞH Enn heldur Safari áfram að bjóða upp á konserta og sl. sunn- udag var einn slíkur. Því miður afhjúpaði hann einn áberandi galla á staðnum sem tónleika- húsi: þegardansgólfið er troðfullt af standandi áheyrendum sér enginn neitt sem ekki hefur kjark til að troða sér inn í kösina. En hvað um það, Stuðmenn voru í banastuði á sunnudaginn ar. Það eru vertíðarlok hjá þeim þessa dagana. Að vanda leggst sveitin í dá á haustmánuðum og bregður ekki blundi fyrr en með hækkandi sól, nema hún ranki við sér um jólin eins og í fyrra. Það var þó lítil þreytumerki að sjá á sveinunum. Valgeir reytti af sér brandarana svo salurinn gekk í bylgjum af hlátri. Og tónlistin var pottþétt, enda vart við öðru að búast frá jafnreyndum músík- öntum. Stuðmönnum tekst að sameina fagmennskuna og þá lífsgleði sem þarf til að glæða tón- list lífi, en sem því miðurhættirtil að þorna upp og hverfa þegar menn hafa gert tónlistina að lifi- brauði sínu. En slíku var ekki til að dreifa hjá Stuðmönnum, tón- list þeirra var svo skemmtileg að hér og þar í salnum tók fólk dansspor af einskærri kátínu og allir brostu út að eyrum. Lagaval Stuðmanna var blanda af öllum plötum þeirra, allt frá „Sumrinu á Sýrlandi" (sem mér finnst ennþá besta platan þeirra) að „Gráa fiðringnum“ og fram yfir hann, þe. við fengum að heyra nokkur ný lög, sem vafa- laust eiga eftir að öðlast varanlegt líf í vínyl. Og að sjálfsögðu tóku þeir Einsa kalda. Það minnti mig á sögu sem ég heyrði á dögunum af ævintýrum Stuðmanna í Eyjum á þjóðhátíð í fyrra, þegar „Með allt á hreinu" var filmuð. Þannig var að Stuðmenn höfðu samið um það snemma vors við Stóra stundin runnin upp Pá erstórastundin runnin upp. Tónleikarnir „Við krefjumstfram- tíðar“ eru íkvöld, laugardagskvöld og hefjast klukkan 20.00, stundvíslega. Efeinhverskyldi ekkiennþá vita hvaðahljómsveitir og einstaklingar komafram þá eru það: Egó, Kukl, Vonbrigði, Ikarus, Tolli, Megas og Crass. Á milli atriða mun leikhópurinn Svart og sykurlaust vera með uppákomur. íkvöldríðuráað viðsýnum viljaokkarogsamstöðu. Efenginh skorast undan og við leggjum öll hönd á plóginn verður ekki hægt að horfaframhjá okkur. Við krefjumstframtíðar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.