Þjóðviljinn - 10.09.1983, Side 19

Þjóðviljinn - 10.09.1983, Side 19
Helgin 10.—11. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 bridgc Sumarbridge lokið Haustmótin að hefiast Þá er lokið Sumarbridge 1983. 44 pör mættu til leiks sl. fimmtudag, og var spilað í þremur riðlum. Urslit urðu þessi: A) Baldur Árnason - Sveinn Sigurgeirsson 269 Kristín Þórðardóttir - Jón Pálsson Eggert Benónýsson - Sigurður Ásmundsson 225 Lovísa Eyþórsdóttir - Véný Viðarsdóttir 223 Stígur Herlufsen - Hreinn Magnússon 223 B) Björn Árnason - Eggert Einarsson 195 Helgi Jóhannsson - Hjálmtýr Baldursson 183 Þorvaldur Pálmason - Þórður Þórðarson 182 Björn Halldórsson - Hrólfur Hjaltason 181 C) Ragnar Magnússon - Stefán Pálsson 187 Guðbrandur Sigurbergss. - Þórir Sigurgeirss. 184 Kristinn Rúnarsson - Oddur Jakobsson 178 Björn Jónsson - Þórður Jónsson 168 Meðalskor í A var 210 en 156 í B og C. Umsjón Ólafur 238 Lárusson Einsog áður hefur komið fram, varð Hrólfur Hjáltason sigurvegari íSumarbridge 1983. Þátturinn ósk- ar honum til hamingju með það. Alls hlutu um 200 spilarar vinn- ingsstig í sumar, en þau eru gefin fyrir þrjú efstu sætin í hverjum riðli, hvert kvöld. Heildarþátttaka para varð um 870 pör á 15 spilakvöldum, sem gerir tæplega 60 pör á kvöldi, að meðaltali. Er það mesta þátttaka í samfelldri keppni hér á landi, fram að þessu. Keppnisstjórar sumarsins, Ólafur og Hermann Lárussynir þakka samstarfið í sumar. Eddu-ferðin Að sögn Helga Jóhannssonar hjá Samvinnuferðum/Landsýn, munu um 90 manns hafa farið í bri- dgeferðina í vikunni, þaraf um 30 spilandi pör. Er það nokkuð minni þátttaka en búist var við, en þó eftir atvikum sæmileg. Óvíst er um framhald ferða sem byggja á svip- uðum grundvelli og bridgeferðin, þó ekkert verði fullyrt um það, hér og nú. Þátturinn mun birta nánari frétt- ir af keppendum í næsta þætti. Bridgefélagið byrjar á miðvikudaginn Bridgefélag Reykjavíkur hefur hauststarfsemi sína nk. miðviku- dag, að venju með eins kvölds tví- menningskeppni. Spilað verður í Domus Medica og er keppni opin öllu bridgeáhugafólki. Aðalfundur félagsins var hald- inn fyrir skemmstu, og voru eftir- taldir kjörnir í stjórn fyrir þetta starfsár: Sigmundur Stefánsson formaður, Helgi Jóhannsson v- formaður, Örn Arnþórsson ritari, Kristján Blöndal gjaldkeri og Sig- urður Sverrisson með.stj. Keppnisstjóri verður að venju, Agnar Jörgensson. Keppni hefst kl. 19.30. Frá Bridgefélagi Selfoss Úrslit í 12 para tvímennings- keppni 1/9 1983. 1. Þórður Sigurðsson - Vilhjálmur Þ. Pálss. 200 stig 2. Guðjón Einarsson - Hrannar Erlingsson 192 stig 3. Kristmann Guðmundsson - Sigfús Þórðarson 189 stig 4. Kristján Gunnarsson - Gunnar Þórðarson 183 stig 5. Leif Österby - Valgarð Blöndal 6. Bjarni Þórarinsson - Hörður Thorarensen 169 stig 176 stig Fimmtudaginn 8. sept. og fimmtudaginn 15. sept. verða spil- aðar tvímenningskeppnir. Sér keppni í hvort skipti. Fimmtudaginn 22. september hefst síðan Höskuldarmótið tví- menningskeppni 5 kvöld. Þátttaka tilkynnist til Valgarðs Blöndal sími 2390 eða Eyglóar Gránz sími 1848 fyrir 21. sept. 1983. SpilaðeríTryggvaskála kl. 7.30sd. og eru allir velkomnir. Haustmótin að hefjast Víða eru félögin um landið að hefja hauststarfsemi sína. Aðal- fundir hafa verið haldnir og drög lögð að dagskrá fram að ára- mótum. Þættinum þætti vænt um að fréttafulltrúar félaganna tækju sig saman í andlitinu og sendu frétt- ir til blaðsins. Slíkt samstarf í upp- hafi keppnistímabilsins getur að- eins haft jákvæð áhrif og hlýtur að vera eflandi fyrir félögin. Utanáskriftin er: Þjóðviljinn, Síðumúla 6, 105 R., merkt „Bridge". Og þá er ekkert annað en að taka sér penna (eða blýant..) í hönd og hripa fáeinar línur. FMDARMAL ■HMDEFU "Tl^m «=*=* KlliUR Edvtard Kenncdv Mark Hatfíéld Stöóvun kjarnorku vígbúnaðar Kirkja og kjarnorku- vígbúnaður Tvær kiljur frá Máli og menningu Kirkja og kjarnorku- vígbúnaður Vígbúnaðarkapphlaupið af sjónarhóli kirkju og kristinna manna. Annars vegar byggir bókin á umræðum í hollenskum söfnuðum um ábyrgð einstaklings og safnaðar frammi fyrir gereyðingarhætt- unni, hins vegar upplýsir hún lesandann um beinharðar og óvæntar staðreyndir um þróun í vígbúnaðar- og afvopnunar- málum. Edward Kennedy og Mark Hatfield: Stöðvun kjarnorku- vígbúnaðar Boðskapur þessarar bókar er skýr: Við megum ekki selja framtíð okkar og ókominna kynslóða í hendur manna sem trúa á „hæfilega", „takmarkaða" kjarn- orkuárás. Sannleikurinn er sá að verði kjarnorkuvopnum einhverntíma beitt munu þau eyða jafnt árásarliðum sem fórnarlömbum. Ef við bregðumst þeirri skyldu sem tilvist kjarnorkuvopna leggur okkur á herðar berum við ábyrgð á ger- eyðingu lífs á jörðunni. Það er því brýnt að hefjast þegar handa. og menmng Skólaboró og StÓlar sem henta Öllum aldurs- hópum iHMmmi- & «= IUSKRIFSTOFU HUSGOGN wwv4:.»:*»»n»:mw.v.w/.vaw.w.v.v.v.w.'.v.v.v>X'Xi' HALLARMÚLA 2 - SlMI 83211 Skrifstofustarf Staöa ritara hjá Vegamáiastjóra er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir meö upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf þurfa aö berast fyrir 16. september n.k. Vegagerð ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Skólinn verður settur þriöjudaginn 20. sept- ember kl. 5 síðdegis í Háteigskirkju. Nem- endur staðfesti umsóknir sínar og greiöi fyrri hluta skólagjalds mánudaginn 12. og þriöju- daginn 13. september kl. 11 - 5 í Skipholti 33. Skólastjóri

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.