Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNi Helgin 22.-23. október 1983 Ástinni svipar til tunglsins, - annað hvort er það í vexti eða þaðfer minnkandi. Ségur Heinrich Heine Valgarður Stefánssonfrá Akureyri hefur sentfrásérsína fyrstu skáldsögu Spjall Við vorum krakkar, kœra - Mörg íslensk skáld og þýðend- ur hafa spreytt sig við að þýða ljóð þýska skáldsins Heinrich Heine. Einn af þeim var Magnús Ásgeirsson. í bók hans Ljóðum frá ýmsum löndum er þessi þýð- ing á ljóðinu Við vorum krakkar, kæra - : Við vorum krakkar, kæra, í kotinu, glöð og smá. í heyi inni í hænsnakofa við hreiðruðum okkur þá. Við göluðum hátt eins og hanar, og hver, sem um veginn fór, gat haldið, er hvein í okkur, að hanar göluðu í kór. Á holtinu bæ við hlóðum, og hagleg var bygging sú. Og síðan með rausn og ráðdeild þar reistum við saman bú. Frá grannanum oft sem gestur kom gamalt kattarskinn. Með hæversku hneigðum við okkur og honum buðum inn. Við spurðum um haga hans og heilsu með hjartnæmum rómi og svip. Og oft slíka samúð síðan við sýnt höfum verri grip. Og stundum semfullorðnafólkið við fjösuðum um það í gríð, hve rangsnúin veröldin væri og verri en á okkar tíð, hve ástin og trúin væri útdauð °g engpm sýnandi traust, hve rándýrt og rammt væri kaffið og ríkið peningalaust- En úti er bernskunnar yndi, ög allt fer sömu brú, I auður og heimur og aldir og ást og von og trú. Fyrsti íslendingurinn sem fékk mynd- listarstyrk frá Alþingi hét Skúli Skúla- son og varfrá Akureyri. Það varárið 1893. Hann fórtil náms til Kaupmanna- hafnar og var þar samtíma þeim Einari Jónssyni, Ásgrími Jónssyni og Þórarni Þ. Þorlákssyni. Skúli þessi dóárið 1903 og hefur verið hljótt um nafn hans síðanog verk eftir hann er ekki að finna í listasöfnum. Nú hefur ungur mynd- listamaður á Akureyri, Valgarður Stef- ánsson, skrifað sögulega skáldsögu um Skúla hinn oddhaga, eins og hann var nefndur, og heitir hún Eitt rótslitið blóm. ÞettaerfyrstaskáldsagaVal- garðs. Við náðum tali af honum til að spyrja dálítið um þetta verk hans og hann sjálfan. - Hefurðu verið lengi með þetta verk í smíðum? - Ég var með bókina í smíðum í 2 ár með annarri vinnu og í sumarleyfinu mínu í ár tók ég góða skorpu sem nægði til að koma henni frá sér. - Hvað geturðu sagt mér um Skúla hinn oddhaga? - Það er ákaflega lítið um hann vitað og sama og ekkert sem liggur eftir hann. Björn Th. Björnsson listfræðingur getur hans í myndlistarsögu sinni en telur sig ekki vita um nein handverk eftir hann. Mér hefur þó tekist að grafa upp tvær myndir eftir Skúla og hugsanlega gætu fleiri legið einhvers staðar. Menn voru ekki mikið fyrir að Eitt rótslitið blóm merkja verk sín á þessum tíma. Einnig hef ég fundið einn smíðagrip eftir Skúla. Það er grasatína sem hann smíðaði fyrir Ólaf Da- víðsson þjóðsagnasafnara. Hún mun vera í eigu Huldu Stefánsdóttur. - Hvaða heimildir hefurðu notast við? - Þær eru sáralitlar. Ég komst í bæna- skrár sem hann skrifaði Alþingi og kynnti mér umræður um styrkveitinguna til hans þar. Þá náði ég í líkræðuna, sem flutt var yfir honum, og hef rakið feril hans eftir kirkjubókum. Að öðru leyti gef ég mér skáldaleyfi en reyni að vera manninum sem mest trúr. - Átti hann enga afkomendur? - Nei, enga og e.t.v. fyrir þá sök hefur nafn hans gleymst. Hans er ekki einu sinni getið í Sögu Ákureyrar eftir Klemens Jóns- son sem nær til 1905. - Þú ert myndlistamaður en hefur þú það að aðalstarfi? - Nei, ég vinn sem starfsmaður sjúkra- hússins á Akureyri. - Hvað veldur þessum áhuga þínum á Skúla? - Ég hef verið að garfa í sögu myndlistar á Akureyri og þá kom upp nafn hans. Nú er í uppsiglingu yfiriitssýning á verkum ey- firskra málara fyrr og síðar og þar verða nokkur nöfn sem sem hafa algjörlega fallið í gleymsku og dá, þ.á.m. Skúla. - Hefur þú skrifað eitthvað áður? - Ég hef skrifað töluvert um myndlist í blöð og svo sendi ég eitt Ijóð af rælni í Lesbók Morgunblaðsins og fékk það birt. Ég varð svo hissa að ég steinhætti að yrkja. Svo hef ég verið á kafi í ættfræði og á orðið efni í heila bók þar. - Hvaða ætt er það? - Það er svokölluð Fagraskógarætt. Eg hef rakið hana allt aftur til um 1700 og reynt að ná sem bestum upplýsingum um hvern einstakling, þ.á.m. visum og þess háttar ef þeir hafa ort. - Þú ert þá væntanlega skyldur Davíð Stefánssyni skáldi? - Já, hann var afabróðir minn og ég þekkti hann vel. Hann borðaði heima hjá afa og ömmu og ég fór oft í sendiferðir fyrir hann. - Þú ættir þá að hafa erft listamannsgáf- una? - Ég vona að það megi finna ljóðræna þætti í þessari bók minni. -GFR Póstkortið að þessu sinni er með mynd af Austurstræti eins og það leit út fyrir 1915. Fremst til vinstri er Veltan en t.h. er Hótel ísland. Húsið með flaggstöngunum tveimur t.h. er Hótel Reykjavík. 01

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.