Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. október 1983 MagnúsTorfi Ólafsson, íeinatíð ritstjóri Þjóðviljans, þástarfsmaður Máls og menningar, þingmaður og nú blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar, var menntamálaráðherra í vinstristjórninni sem tók árið 1971 við af viðreisnarstjórninni svonefndri, samsteypu Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem setið hafði ítólf ár. Margt var sögulegt um þessa „Ólafíu fyrstu" og um hana er Magnús Torfi spurður í eftirfarandi viðtali. - En fyrst Magnús: þessi stjórn verður til m.a. vegna þess að flokkur þinn, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, hafði unnið kosningasigur, til var orðið nýtt afl í stjórnmálum. Hvernig vildi það til að þú varst í þeirri för? Erjur í Alþýðubandalagi - Samtök frjálslyndra og vinstri manna voru stofnuð 1969, en þau komu til sög- unnar vegna þess að verið höfðu erjur í Alþýðubandalaginu, sem var að breytast úr samfylkingarsamtökum í skipulagðan flokk. Þar voru menn sem komið höfðu úr Alþýðuflokknum, Hannibal Valdimars- son, Alfreð Gíslason og fleiri, og þegar átti að steypa samfylkingunni saman í samstæð- ari heild urðu árekstrar milli þeirra og ým- issa manna úr Sósíalistaflokknum, sem vildu halda fastar í hefðir þess flokks og þann kjarna sem þeir töldu vera þar fyrir hendi. Lagskipting var þarna nokkuð flókin - til voru þeir menn úr Kommúnistaflokkn- um gamla, sem aldrei sættu sig við Sósíalist- aflokkinn, og svo voru þeir menn til í Sósíal- istaflokknum sem frá upphafi - þ.e.a.s. frá 1956 - voru óhressir með Alþýðubandalag- ið. Ég var í hópi þeirra manna sem vildu teygja sig langt bæði til að halda í þá einingu sem skapast hafði í Alþýðubandalaginu og til að hægt væri að ná út fyrir hana. Forsend- an var sú að leitað yrði sem styrkastrar sam- stöðu allra þeirra sem að Alþýðubandalag- inu stóðu. Én svo sauð upp úr fyrir kosning- ar 1967 þegar klofningur var um framboðs- lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík og Hannibal og samstarfsmenn hans buðu Helgarviðtalið Rætt við Magnús Torfa Ólafsson, menntamála- ráðherra Vinstri- stjórnarinnar 1971- 73 um þá stjórn og sögu Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. í sameiningarmálinu. Þetta þýddi auðvitað að ef sá árangur náðist ekki, værí hætt á því að þeir kjósendur sem hann hafði safnað til sín yrðu fyrir vonbrigðum og sneru baki við flokknum - eins og raun varð síðar á. - Var fylgi SFV kannski þetta fræga lausafylgi, sem öll ný framboð eiga kost á? - Nokkuð til í því. Annars hafði það fólk líka 0-listann,Framboðsflokkinnskemmti- lega, að snúa sér til, en hann bauð þá fram og náði góðum árangri, ekki síst ef það er haft í huga, að oddvitar hans ætluðu sér alls ekki á þing. En það var ljóst að eftir langa stjórnarsamvinnu Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokks vildi verulegur hópur kjósenda breyta til - ef þeir þá ekki lýstu frati á alla flokka eins og O-listafylgið sýnir. Ólafía fæðist - Og svo fór Ólafur Jóhannesson að mynda stjórn. - Já og það var ekki að ófyrirsynju að hann sneri sér beint til Alþýðubandalags og SFV. Þingmenn þessara flokka höfðu fyrir kosningar unnið að sameiginlegri stefnu- mótun í vissum málum, t.d. landhelgismál- inu og hermálinu. Þessi samvinna jafngilti samt sem áður ekki skuldbindingu um stjórnarsamstarf, það varð að hefja stjórn- armyndunarviðræður frá grunni, og þær urðu langar og ekki alltaf auðveldar. Samtök frjálslyndra og vinstri manna gerðu sér ljóst, að það gæti orðið þungt fyrir fæti í sameiningarmálinu, í samskiptum við Al- þýðubandalagið og Alþýðuflokkinn (sem menn vildu stunda, með mismunandi áherslum hjá einstaka mönnum) - ef að annar þessara flokka væri innan ríkisstjórn- ar en hinn í stjórnarandstöðu. Því höfðum við frá SFV í stjórnarmýndunarviðræðum frumkvæði um að Alþýðuflokknum væri boðin aðild að þeim. Ólafur Jóhannessson skrifaði bréf til þeirra, en fékk afsvar um hæl frá forystu Alþýðuflokksins. Höfuðmarkmið Framsóknarflokkurinn hafði svo forystu í þessari ríkisstjórn og hafði þrjá ráðherra, en SFV og Alþýðubandalagið tvo hvor flokkur. Þessi ríkisstjórn setti sér í upphafi tvö höfuðmarkmið: útfærslu fiskveiðilög- sögunnar í 50 mílur og uppbyggingu hafði verið mikið hitamál á liðnum þingum, og mjög eindregin afstaða í þessu máli var eitt af því sem mestu réði um að Alþýðu- flokkurinn vildi ekki vera með í stjórnar- myndunarviðræðunum. Efling atvinnulífs Að því er eflingu atvinnulífs varðar með nýjum fyrirtækjum og eflingu þeirra sem fyrir voru var hafist handa um að koma á fót Framkvæmdastofnun og Byggðasjóði til að veita fjármagni til uppbyggingar og endur- bóta. - Með öðrum orðum: þið byrjuðuð á því sem frjálshyggjumenn nú telja upphaf alls ófarnaðar? - Ætli það ekki. Reyndar varð verulegur ágreiningur um það í stjórninni hvernig stjórn Framkvæmdastofnunar skyldi háttað - sérstaklega milli Framsóknarmanna og okkar í SVF. Við í SFV vildum einn stjórn- anda, embættismann, en Framsóknarmenn vildu yfirstjórnina pólitíska og Alþýðu- bandalagsmenn hölluðust á þá sveif líka. Það fór svo, að samstarfsflokkarnir áttu þar allir fulltrúa í stjórn. Ég held fyrir mína parta að margt hefði betur tekist hjá Fram- kvæmdastofnun ef okkar hugmyndir hefðu orðið ofan á. - Og nú var farið að hafa mikil togara- kaup í flimtingum í áramótaskaupi sjón- varps. - Mikil ósköp. En það var ekki aðeins verið að endurnýja togaraflotann. Það var ekki síður verið að efla fiskvinnsluna, frysti- húsakostur var lélegur, víða hafði verið byggt af vanefnum, margt var úr sér gengið. Enn stærra verkefni Framkvæmdastofnun- ar en skipakaup var þessi áætlun um endur- nýjun frystihúsanna, og ég held að það verkefni hafi tekist einna best, þar hafi ver- ið komið á allvel skipulögðum vinnu- brögðum í samvinnu við rekstraraðila á hverjum stað. Þorskastríðið - En eins og sagt var: landhelgismálið hafði forgang. - Það var reyndar ærið verkefni. Fyrst þurfti að ganga frá formlegum tilkynning- Eg fylltist ekki neinum valdalo; fram I-listann í Reykjavík og náði Hannibal kosningu af honum. - Fannst þér þetta málefnalegur á- greiningur eða fremur persónulegur? - í svona dæmum blandast allt saman, mismunandi pólitískt mat og persónuleg samskipti og verður að lokum erfitt að vita hvar hvað tekur við af öðru. Hitt er víst, að eftir 1967 greri aldrei um heilt í þingflokki Alþýðubandalagsins. Og Hannibal var þá ekki einn á ferð, með honum var annar áhrifamaður úr ASÍ, Björn Jónsson og að sumu leyti Karl Guðjónsson, þingmaður Abl. á Suðurlandi. Og þar kom að þessir þrír menn hættu að starfa í þingflokknum og Hannibal og Björn stofnuðu Samtökin. Kosningasigur Og þá bættust strax ýmsir við sem ekki höfðu látið að sér kveða í flokkum, Bjarni Guðnason og fleiri. Á hinn bóginn varð Karl Guðjónsson viðskila við hópinn og fór í framboð fyrir Alþýðuflokkinn 1971. Sam- tökin áttu semsagt tvo þingmenn, þá Björn og Hannibal, áður en þau gengu í fyrsta sinn til kosninga. Svo leið að kosningum 1971, eftir að þáverandi stjórnarandstöðu, Fram- sóknarflokki og Alþýðubandalagi hafði mistekist í þrígang að hnekkja meirihluta Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Samtök frjálslyndra og vinstri manna héldu því ein- mitt fram að nýtt afl yrði að koma til sög- unnar ef það ætti að takast. Annað sem við lögðum höfuðáherslu á í kosningabarátt- unni var sameiningarmálið - að við mynd- um halda á lofti hugmyndum um víðtækari sameiningu á vinstri væng stjórnmála. Úr- slitin urðu svo þau að Samtökin unnu góðan kosningasigur, fengu fimm þingmenn, og þar með var viðreisnarmeirihlutanum hnekkt. - Og þú sjálfur? - Það var líka mín skoðun, að það væru skilyrði til víðtækari samstöðu vinstri manna en nýtt höfðu verið. í þessum erjum innan Alþýðubandalagsins sem ég rakti áðan, þá höfðum við töluverða samstöðu í þessum efnum. Sigurður heitinn Guðgeirs- son og fleiri menn úr Sósíalistaflokknum. - En Samtökin lögðu upp sem bráða- birgðaflokkur? - Ja, við lýstum því yfir, að flokkurinn væri reiðubúinn til að leggja sig niður þegar hann teldi að viðunandi árangur hefði náðst atvinnulífsins, sér í Iagi úti á landsbyggð- inni, með vinnubrögðum, sem menn vildu kalla áætlanagerð. í landhelgismálinu var byrjað á að lýsa ísland óbundið af þeim skuldbindingum sem fyrri stjórn hafði gefið Bretum og Vestur-Þjóðverjum um að færa ekki út fisk- veiðilögsöguna frekar án þess að skjóta málinu til alþjóðadómstólsins í Haag. Þetta um til Breta og Vestur-Þjóðverja um að við værum ekki bundnir af fyrirheitum fyrri stjórnar. Jafnframt var höfð uppi sterk við- leitni til að kynna þessa nýju afstöðu íslands úti um heim og leita samstarfs við ríki sem einnig vildu stærri auðlindalögsögu. Sú samstaða hafði byrjað að mótast áður og hélt svo áfram á öllum þeim undirbúnings- fundum og þingum sem loksins leiddu til þess að gerður var Hafréttarsáttmáli Sam- einuðu þjóðanna. Það þurfti líka að vinna inn á við, kanna möguleika á samstöðu einnig við stjórnarandstöðuna um þingsá- lyktunartillöguna sem veitti ríkisstjórninni heimild til útfærslu. í Alþýðubandalaginu voru tilhneigingar um að láta kné fylgja kviði í samskiptum við Sjálfstæðisflokkinn og láta hann einangrast í þessu máli. Menn höfðu vitanlega mismunandi áherslur í þessu máli, en það náðist samt sam- komulag um orðalag og annað og þingsá- lyktunartillagan um útfærsluna var svo samþykkt einróma á alþingi. - Þetta var tiltölulega grimmt þorskastrfð sem svo tók við? - Já, það stappaði nærri stundum að tjón yrði á skipum og mönnum. Varðskip skaut eitt sinn á breskan togara og mig minnir að kúlan hafi farið í gegnum vélarrúmið, bresku eftirlitsskipin sigldu á varpskipin og þar fram eftir götum. Það reyndist okkur svo nokkuð drjúgt, að þegar í upphafi náðist samkomulag við eitt af fiskveiðiríkjunum. Belgar viður- kenndu útfærsluna í verki gegn vissum veiðiheimildum. Þetta var ekki útlátamikið fyrir íslendinga, togarar Belga litlir og gamlir, en það var þýðingarmikið að geta vitnað í öllum umræðum á alþjóðavettvangi í þetta samkomulag. Viðræður, einkum við Breta, urðu langar og strangar. Þeim lauk svo á því, að Olafur Jóhannesson fór til London og ræddi við Edward Heath forsæt- isráðherra og gerð voru drög að samkomu- lagi um tímabundin og svæðisbundin rétt- Vinstristjórnin 1971: Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra, Hannibal Valdi- marsson félagsmálaráðherra, Einar Ágústsson utanríkisráðherra, Guðmundur Benedikts- son ríkisráðsritari, Kristján Eldjárn forseti íslands, Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra, Magnús Kjartansson heilbrigðis- og iðnaðarráðherra og Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.