Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 26
■v ,w ■ ívóm.' 26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN; Helgin 22.-23. október 1983 f ram og eHed lit Dúkku- föt úr gömlum sokkum Þegar sokkar eru ónýtir, kom- ið stórt gat á hælinn eða tána, þá er stroffið yfirleitt alveg heilt. Það er tilvalið efni í dúkkuföt, því það er teygjanlegt og þá þarf sniðið ekki að vera eins ná- kvæmt. Auk þess er það ókeypis og alltaf til öðru hvoru á heimil- inu. Þessar hugmyndir sem fylgja hér með eru bara sýnishorn. Þið verðið svo að þreifa ykkur áfram eftir því sem til fellur. 1. Kjóll. Klippið ermagöt (ekki of ofar- lega) og þræðið bandi í hálsmálið. Ekki sakar belti í mitt- ið. íTí^ 2. Buxur. Klippið af tveim sokkum rétt við hælinn og saumið svo saman fremri hlutann. X h/[_ 3. Ermar. Skrautlegar ermar. Klippið við hælinn og saumið við vesti. Tána má nota í húfu. 4. Sólbolur. Klippa ermagöt, sauma axlas- auma. Svo má líka sauma stroff neðan á buxur af ykkur sjálfum sem eru heldur stuttar. Þá breytast þær í eins-konar jogging buxur, hlýjar og þægilegar. klippa o o o þræða xxx sauma Birki Greni Eik Tré Það er ekki mikið af tr j ám á íslandi, en þegar menn komu hingað var landið allt skógi vaxið. En menn þurftu við til að byggja hús og skip og til að brenna því annars var hvorki hægt að elda mat né hita hús- in. Það kom hingað margt fólk á stuttum tíma og notaði mik- inn við og því eyddust skóg- arnir fljótlega. Hér vaxa tré líka mjög hægt vegna kuldans og oft taka dýrin sem eru á beit litlu trén í einum bita, þau eru nefnilega gómsætust. En flestum finnst tré mjög falleg auk þess er svo góð lykt af þeim. Þegar við förum í úti- legu þá reynum við oftast að finna tjaldstæði sem eru ná- lægt trjám og rennandi vatni. íslendingar sem koma til út- landa þekkjast líka úr öðrum ferðalöngum á því að þeir eru sífellt gónandi upp í risahá tré og talandi um hvað þau eru falleg. Hinir eru flestir löngu hættir að taka eftjr þeim. Tré eru mjög mismunandi. - Sjá myndir. í löndum þar sem mikið er Fura af trjám þar trúir fólk (eða trúði í gamla daga) á allskonar verur eða mátt sem byggi í trjánum. Víðitré geta átt það til að labba sig af stað ef mikið liggurvið. Skógur afvíðitrjám hefur oft rutt óvinum eða ill- um vættum í burtu ef marka má þjóðsögur. Álfar, dvergar og allskonar skrýtið fólk býr í eikartrjám. Undir rótum eikarinnar er líka oft grafinn fjársjóður því enginn getur tekið hann nema eigandinn. Sá sem rænir fjársjóði sem eikartré verndar, hann mun lenda í allskonar óhöppum eða slysum. Stærstu tré í heimi heitir Rauðfura og þarf allt í hundr- að menn sem halda hönd í hönd til að ná utan um þau stærstu. Þau vaxa í Ameríku þar sem heitir Kalifornía. Minnstu tré í heimi eru rækt- uð í Japan í pínulitlum görð- um. Svoleiðis tré getur orðið mörg hundruð ára gamalt en þó aðeins á stærð við tveggja lítra mjólkurfernu. Trjám fer sífellt fækkandi í heiminum. Þau eru felld til að skapa pláss fyrir akra og borg- ir. Áuk þess eru þau notuð til margra hluta: í eldivið, smíðar og til pappírsframleiðslu, svo nokkuð sé nefnt. Viltu ekki teikna eða taka ljósmynd af fallegu tré og senda mér? Utanáskriftin er: Arnlín Óladóttir, Bakka, 510 Hólmavík. Eins og þið sjáið þá þyrfti að drífa í því að hressa upp á teikningarnar. Ég er vægast sagt vesæll teiknari. Kveðja - Attí. v7a«ie B rói C7a«c Cr \a;\ s\ú\W» et \ st«'\», UWWUvc úv\ t»V\ar We*\s\v Vov\w V\v OvxV Víyidv \vt4M) \ gwJúlAKM Vvj'a’ JfT. ATC. WÚa V>-»ra aciAeta \efiv\A. ec V\Úa VV'ftfjjir V-C»VW.*C /Vú Wws9\r ÍWA. VnÍA'awv Uco WW-O'AV'V-n VnÚV\ Vsúyy »vw\ ' 3 , 1 U W«oWW*"~ Vs^v\ OB-C Vau.WT' ^ \;c\c V** eCvv ^ vow — * *T ".v Vw«X V'S "»5 Ví.t"**' ýi ji \ V\ww V''* ^ W VecovNÍWa* Ae-vVw-aBi <7íívua eVlcf \\ \l\ r\v\ v^C SWÓWV V»V\\Wv\, VéWw séc ^* U«íw\ V/ccow.V-a Vvciwx^ Dóv\%i \> co-c VcU*a OiÁve.^ fcfc UvS'\<U ^ V^oc^cx V>y^^' SVo\<v\ ^VVvA-c. Rúnir Þessa stafi notuðu íslendingar og aðrar norrænar þjóðir til forna. Þetta eru skemmtilegir stafir og til margra hluta nytsamir. Þið getið notað þá í skreytingar eða til að búa til þrautir. Auk þess má nota þá í leynibréf, sem dulmál. Þá kemur sér hversu fáir krakkar lesa Þjóðviljann. Geymið rúnirn- ar. AA t M B D M E > t r r P aJ 00 R r x h íh < r n F & 14 3J3 K L M 5 T u.lí.\j 1 Þ Æ y

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.