Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 21
Helgin 22.-23. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Snorri Jónsson er sjötugur í dag. Snorri hefur í meira en fjóra ára- tugi verið einn mikilvirkasti for- ustumaður íslenskrar verkalýðs- hreyfingar. Hann var ungur valinn til forustu, fyrst í sínu félagi og síð- an á vettvangi heildarsamtakanna. í heilan mannsaldur hefur Snorri verið virkur þátttakandi í flestum meiriháttar málum sem snerta verkalýðshreyfinguna. Hann hefur gengið í fararbroddi í kjarasamn- ingum og í baráttu verkalýðssam- takanna fyrir félagslegum umbót- um. Það er vanþakklátt starf að vinna fyrir verkalýðssamtökin. Þar á við eins og víðar að fólki er tam- ara að agnúast út í það sem miður fer en fagna því sem nær fram að ganga. Snorri hefur helgað ís- lensku verkafólki sitt ævistarf og ekki ætlast til þakkargjörða. Það hefur verið hugsjón hans að þoka kjörum og réttindum verkafólks til betri vegar og tryggja því félagslegt öryggi. Sterk innri sannfæring hef- ur verið hans veganesti. Ég hef þekkt Snorra frá barn- æsku. Agnes kona hans er frænka mín og ég hef verið tíður gestur á heimili þeirra hjóna alla tíð. Ég vil nota tækifærið til að þakka þeim hjónum báðum þá vinsemd og hlýju, sem ég og fjölskylda mín í hita baráttunnar. F.v. Björn Jónsson, Snorri og Baldur Oskarsson. Myndin er tekin á síðasta áratug. Snorri Jónsson 70 ára Tveir kunnir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar fyrir framan alþingishúsið. Snorri og Eðvarð heitinn Sigurðsson. hefur ætíð notið. Þegar ég hóf störf á Alþýðusambandinu fyrir tæpum áratug, kynntist ég Snorra á nýjan hátt. Auðvitað vorum við ekki sammála um alla hluti, en það tókst fljótlega með okkur hið besta sam- starf. Snorri er maður sátta og sam- starfs, þótt hann standi fast á sínu. Hann er traustur og úrræðagóður og kann til verka. Hann nýtur ó- blandinnar virðingar þeirra, sem með honum hafa starfað. Því er oft haldið fram, að til þess að komast áfram í félagsmálum, þurfi menn að hafa óþrjótandi persónulegan metnað. Ekki skal ég leggja dóm á þá fullyrðingu almennt, en eitt er víst að hún á ekki við um Snorra Jónsson. Snorri leggur metnað sinn í að skila góðu verki, en persónu- legt pot og auglýsingamennska er honum fjarri skapi. Þau óteljandi trúnaðarstörf sem hann hefur gegnt fyrir verkalýðshreyfinguna eru ekki afrakstur persónulegrar framagirni, heldur augljósrar verk- hæfni og almenns trausts. Fólk vildi vinna með Snorra Jónssyni og njóta forustuhæfileika hans. Ég hef lært mikið á því að starfa með Snorra og ég þakka þá leið- sögn sem ég hef notið og nýt raunar enn, því ég geng ósjaldan í smiðju til hans, þegar erfið mál eru til um- fjöllunar. Snorri er sjötugur, en starfi hans er ekki lokið. Fyrir þremur árum tók hann ákvörðun um að láta af föstum störfum fyrir Alþýðusam- bandið og hafnaði því algjörlega að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa sem forseti ASÍ. En hann gegnir enn ýmsum trúnaðarstörf- um á vettvangi samtakanna og hann á mörgu ólokið. Það er ekki tímabært að skrifa eftirmæli um störf Snorra Jónssonar. Ég ætla ekki að gera hér tilraun til að rekja starfsferil hans eða telja upp afrek- in. Ævistarfið talar sínu máli og verkin eru flestum kunn. Ég óska þér Snorri til hamingju með dag- inn, árna fjölskyldu þinni allra heilla og flyt þér kveðjur eiginkonu og barna og þakkir fyrir samstarf og samveru á liðnum árum. Asmundur Stefánsson Tíminn líður. Óvænt skynja menn að félagar og samstarfsmenn hafa elst og draga sig út úr þýðing- armiklum störfum sem þeim var treyst fyrir og innt voru af hendi með alúð og fórnfýsi. Nú, hinn 23. október verður Snorri Jónsson járnsmiður 70 ára. Þó undirrituðum sé ljóst að Snorra er ekki um það gefið að á honum og störfum hans sé vakin athygli, er óhjákvæmilegt að það sé gert við þessi tímamót í ævi hans. í rúm 40 ár hefur vettvangur áhuga og starfs Snorra Jónssonar verið í íslenskri verkalýðshreyfingu. í Fé- lagi járniðnaðarmanna gerist hann áhrifamaður 1940 og í stéttaátök- unum um gerðardómslögin 1942. Eftir það verður hann einn aðalfor- ystumaður félagsins í áratugi og gegnir fjölmörgum trúnaðarstörf- um í þágu þess. Ritari 1940, 1941 og 1948, formaður 1942-1947, 1952, 1954-1964 og meðstjórnandi 1965-1970. Til viðbótar var hann í trúnaðarmannaráði eftir að hann hætti sem stjórnarmaður. Auk þess var hann í fjölmörgum nefndum svo sem samninganefndum, laga- nefndum o.fl. Jafnframt þessum viðamiklu störfum í þágu Félags járniðnaðarmanna vann Snorri að auknu samstafi allra stéttarfélaga málmiðnaðarmanna og stofnun nýrra félaga málmiðnaðarmanna út um land. Hann var formaður undirbúningsnefndar að stofnun Málm- og skipasmiðasambands ís- lands og var kosinn fyrsti formaður þess á stofnþingi 1964. Formanns- störfum í M.S.I. gegndi hann í tólf ár eða til 1976. Forystumaður við sameiginlega kjarasamningagerð félaganna í M.S.Í. var hann bæði áður en sambandið var sti Tiað og meðan hann gegndi þar fct ianns- störfum. Frá stofnun Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða 1. jan. 1970 hefur Snorri verið annar aðal- stjórnarmaður frá M.S.f. í stjórn sjóðsins. Fjölda þeirra þinga Alþýðusam- bands íslands sem Snorri hefur set- ið kann ég ekki tölu á, ekki heldur hversu mörg ár hann hefur átt sæti í miðstjórn A.S.Í. í áratugi hefur hann jafnframt verið starfsmaður og framkvæmdastjóri A.S.Í. og síðustu árin var hann einnig vara- forseti og forseti Alþýðusambands íslands. Ljóst er af þessari upptalningu trúnaðarstarfa í verkalýðshreyfing- unni sem Snorra hafa verið falin, að félagar og samherjar hans hafa borið til hans mikið traust. Þessa trausts hefur Snorri verið verðug- ur. Öll sín störf í þágu íslenskra verkalýðssamtaka hefur Snorri unnið af samviskusemi og beitt í því efni lagni, þolinmæði og ákveð- inni og markvissri stefnu, með það efst í huga að bæta kjör og réttindi launafólks og til að efla og styrkja samtök þess. Nú á 70 ára afmæli Snorra Jóns- sonar mun íslensk verkaiýðshreyf- ing þakka hin margvíslegu störf hans í hennar þágu. F.h. Málm- og skipasmiðasambands íslands vil ég þakka honum forystu við stofnun þess og mikil og góð störf fyrir sam- bandið. Félag járniðnaðarmanna eru þau samtök sem Snorri hefur fyrst og lengst starfað fyrir og ekki sloppið við ýmis óþægindi af þeim sökum, Svo sem uppsögn úr starfi ásamt tveimur félögum sínum 1952. Óhætt er að fullyrða að Snorri Jónsson er einn atkvæða- mesti forystumaður félagsins sem lengst og mest trausts félagsmanna hefur notið. Störf hans hafa gert hann verðugan þessa trausts. Nú á þessum tímamótum vill undirritað- ur f.h. Félags járniðnaðarmanna færa Snorra alúðarþakkir fyrir rúmlega 30 ára forystustörf í fé- laginu. Ég árna Snorra Jónssyni og fjöl- skyldu hans allra heilla á 70 ára afmælinu. Guðjón Jónsson, járnsmiður. í dag, 23. október, fyllir Snorri Jónsson sjöunda áratuginn, en Guðmundur Snorri Jónsson, eins og hann heitir fullu nafni, er fædd- ur hér í höfuðborginni 23. október 1913 og hér hefur hann alið aldur sinn alla tíð. Það eru reyndar fleiri merk tíma- mót í lífi Snorra á yfirstandandi ári, því hann útskrifaðist sem vélvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík fyrir réttum 50 árum eða árið 1933. Þess áfanga minntist hann og skólafé- lagar hans á þann verðuga hátt að láta mála mynd af einum kennara sinna, sem manna lengst starfaði við skólann og var flestum kennur- um vinsælli, Sigurði Skúlasyni magister, og afhenda skólanum til vörslu. Eftir sveinspróf í vélvirkjun lá leið Snorra í Vélskólann í Reykja- vík þaðan sem hann lauk vél- stjóraprófi. Starfaði hann sem slík- ur um skeið, bæði á sjó og landi, en hóf síðan störf sem járniðnaðar- maður, lengst af í vélsmiðjunni Héðni h.f. í Reykjavík. Þar lagði hann gjörva hönd að mörgu stór- virki m.a. uppbyggingu síldar- verksmiðja, frystihúsa og fleiri mannvirkja. Störfum Snorra í Héðni lauk með sögulegum hætti, þar sem honum og tveimur vinn- ufélögum hans var sagt upp störf- um vegna starfa þeirra í þágu fé- laga sinna og stéttarfélags. Urðu af þessu mikil málaferli á sinni tíð. Þar missti fyrirtækið einn af sínum bestu starfsmönnum, en verkalýðs- hreyfingin fékk góðan liðsmann, hertan í átökum við óbilgjarnt at- vinnurekendavaldi. Þessir atburðir ollu tímamótum í lífi Snorra Jónssonar. Upp frá þessu hófst sá ferill, sem síðan hef- ur verið lífsstarf hans, störf hans í þágu íslenskrar verkalýðshreyfing- ar. Snorri hafði snemma látið til sín taka á þeim vettvangi. Hann mót- aðist í hörðum átökum stéttabar- áttunnar á kreppuárunum, þegar mikil pólitísk átök áttu sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar, þegar hart var barist um yfirráð einstakra félaga og hreyfingarinnar í heild, svo sem oft síðan. Hann var svo gæfusamur, síðar á ævinni, að eiga hlut að því að leiða stríðandi fylkingar saman til samstarfs um málefni verkalýðssamtakanna,. sem tvímælalaust hefur orðið sam- tökunum til framdráttar. Snorri var kjörinn formaður Fé- lags járniðnaðarmanna í Reykja- vík árið 1942 og gegndi því starfi með nokkrum hvíldum til ársins 1965 er hann lét af formennsku, enda hafði hann þá tekið við for- mennsku í nýstofnuðum sam- tökum, Málm- og skipasmiðasam- bandi Islands, sem hann átti frum- kvæði, en það var stofnað árið 1964. Árið 1954 ræðst Snorri til starfa hjá Alþýðusambandi íslands og gegndi þar lengst af framkvæmd- astjórastarfi þar til hann kaus sjálf- ur að láta af störfum eftir síðasta þing sambandsins árið 1980, enda þótt aldursmarki væri ekki náð. Á þessum árum átti hann jafnframt sæti í miðstjórn sambandsins, síð- ustu árin sem varaforseti þess og starfandi forseti eftir að Björn Jónsson forfallaðist sökum veikinda. Á starfsferli Snorra hefur starfsemi Alþýðusambandsins tekið miklum stakkaskiptum og aukist mikið að umfangi. Af sjálfu leiðir að þáttur framkvæmdastjór- ans í þeim breytingum hefur verið mikill, þótt fleiri hafi að sjálfsögðu komið þar við sögu, ekki síst for- setarsambandsinsá þessu tímabili. Af innri málefnum sambandsins hygg ég að Snorra hafi verið kær- ast, auk þess að bæta aðstöðu sam- bandsins, að vinna að uppbyggingu orlofsbúðanna og auknu fræðslu- starfí á vegum sambandsins. í þessum orðum hefur verið dreginn f stórum dráttum sá ytri rammi sem markað hefur starfsfer- il Snorra Jónssonar, en segir þó í raun næsta lítið um manninn sjálf- an. Allir sem til þekkja vita að maðurinn er vel á sig kominn, dag- farsprúður og hæglátur en fastur fyrir og ákveðinn þegar því er að skipta. Þessir eiginleikar hafa kom- ið sér vel í áratuga samningaþófi en á þeim vettvangi hygg ég að hæfi- leikar hans hafi notið sín hvað best. Af löngum kynnum mínum og samstarfi við Snorra þykist ég geta fullyrt að störf hans í þágu íslenskr- ar verkalýðshreyfingar hafi fyrst og fremst markast af einlægum vilja til þess að efla hag launafólksins í landinu - gera íslenskt samfélag betra allri alþýðu. Þegar hann nú sest í helgan stein og lítur til baka, hefur hann vissu- lega ástæðu til að gleðjast yfir því sem áunnist hefur og hann hefur verið virkur þátttakandi í. Ekkert tímabil íslandssögunnar hefur skilað ísl. alþýðu jafn miklum framförum efnahagslega, félags- lega og menningarlega en einmitt síðustu fimmtíu árin. Þetta hafa verið ár baráttu og átaka og þar hefur Snorri verið í framvarða- sveit. Sem þátttakandi í flestum meiriháttar kjarasamningum, sem hér hafa verið gerðir í fjóra áratugi, hefur Snorri átt þátt í að hrinda í framkvæmd mörgu af því, sem í dag þykja sjálfsagðir og ómissandi hlutir af daglegu lífi vinnandi fólks. Hér mætti margt telja fram, en að- eins skal getið um tvennt sem ég veit að Snorra hefur verið kært að eiga hlut að þ.e. atvinnuleysis- tryggingar og almennu lífeyrissjóð- ina. Á þessum tímamótum í lífi Snorra Jónssonar leyfi ég mér að flytja honum og hans ágætu konu, Agnesi Magnúsdóttur, bestu árn- aðaróskir um leið og ég þakka hon- um langt og gott samstarf. Það er ósk mín og von að hann megi um langa framtíð njóta verðskuldaðrar hvfldar frá erilsömum og oft á tíð- um vanþakklátum störfum. Óskar HaUgrímsson. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.