Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 11
Helgin 22.-23. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Topuðu með tveim atkvæðum Hitaveita Reykjavíkur óskar að ráða rafeindaverkfræðing eða tæknifræðing til starfa við stjórnkerfi og raf- eindabúnað veitunnar. Upplýsingar um starfið veitir Árni Gunnars- son í síma 25520. Vinsamlega sendið umsókn með upplýsing- um um menntun og starfsreynslu fyrir 1. nóv- ember 1983. Vinstrimenn í Háskólanum biðu ósigur ífyrsta sinn í 12 ár „Ég held satt að segja að það hafi verið betra að tapa með tveimur atkvæðum en að vinna á einu. Þetta verður vonandi til þess að hrista upp í félagslífinu, en félagsleg deyfð hefur verið alltof mikil meðal vinstri manna hérna í Háskólanum síðustu ár“, sagði Guð- varður Már Guðmundsson einn forsvarsmanna Félags vinstri manna í Háskólanum í samtali við Þjóðviljann í gær. fund að sækja. Viku þeir síðan allir af fundi nema einn. Við undirbún- ing kosninganna hafði hins vegar engin athugasemd eða tillögur um breytt fyrirkomulag kosninga bor- ist frá Vökumönnum. -•g- Vinstri menn töpuðu kosningum til 1. des. hátíðarhaldanna í kosn- ingum í fyrrakvöld. Aðeins tvö at- kvæði skildi að lista Vöku sem fékk 308 atkvæði og lista vinstri manna sem fékk 306 atkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru 11 en alls greiddu 625 stúdentar atkvæði í kosningum sem er um 15.75% þeirra sem voru á kjörskrá. Umræðuefni Vöku 1. des. verður „Friður, frelsi, mannréttindi“. „Vinstri menn hafa unnið þessar kosningar síðustu 12 ár eða frá ár- inu 1971 og verið stærsta aflið hér í stúdentapólitíkinni. Vissulega er dauft hljóð í mönnum vegna þess- ara úrslita. Þetta er kannski ágætis lexía og ef félagið er einhvers megnugt þá verður það að sýna sig í starfinu nú á næstu vikum og mán- uðum fyrir stúdentaráðskosning- arnar. Félagar okkar skilja kannski betur núna að það er dýrmætt hvert atkvæði og því miður allt of margir sem ganga hér um í skóianum í dag og iðrast að hafa ekki komið á kjörfundinn í gær,“ sagði Guð- varður. Framboðsfundur fyrir 1. des. kosningarnar í fyrrakvöld í Félags- stofnun varð allsögulegur, því er framsöguræðum var lokið lýstu Vökumenn því yfir að þeir væru á móti gildandi fyrirkomulagi kosn- inganna og hefðu ekkert á þennan Ahugafólk urrt friðar- og afvopnurtarmál Heimsfriðarráðið stefna þess og starf Fundur veröur haldinn nk. miðvikudag, 26. október kl. 20:30 í fundarsal Tannlæknafélagsins að Síðumúla 35. Á fundinn mæta og ræða starf og stefnu Heimsfriðarráðsins, og starfsemi friðarhreyfinga í heimalöndum sínum: Romesh Chandra, forseti Heimsfriðarráðsins. Gus Newport, varaforseti Heimsfriðarráðsins (frá Bandaríkjunum) Veronica Sieglin frá Þýska sambandslýðveldinu. Carl-Oscar Rosschou starfsmaður Heimsfriðarráðsins (frá Danmörku). Fundurinn er öllum opinn og eru allir áhugamenn um friðar- og afvopnunarmál eru hvattir til að mæta á fundinn, og kynnast starfsemi og stefnu stærstu og viðamestu friðarsamtaka sem starfa í heiminum í dag. íslenska friðarnefndin. Tökum notaöa bíla uppí þann nýja. oSO.OOO Opið í dag, laugardag kl. 1-5 Verö trá kr» Honda a Islandi Vatnagöröum 24 — sími 38772 — 39460. A/KIÆÐNING klæöskerasanmuö á hvert hús. Að undanförnu hafa farið fram miklar umræður um hinar gífurlegu steypuskemmdir sem orðið hafa á íslenskum húsum og öðrum mannvirkjum af völdum veðrunar og annarra þátta. Nýleg könnun Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins á steypuskemmdum og sprungumyndunum í íslenskum húsum leiddi í Ijós að ein haldbesta vörnin gegn leka og áframhaldandi skemmdum, er að klæða þau alveg til dæmis með áli. A/klæðning gefur góða möguleika á einangrun. Besti árangurinn fæst með því að einangra hús að utan með t.d. steinull eða plasti þannig að veggir nái ekki að kólna. Með aukinni einangrun sparast hitakostnaður sem getur numið verulegum fjárhæðum þegar til lengdar lætur. Aukin einangrun er sérlega þýðingarmikil á eldri hús þar sem einangrun var verulega ábótavant hér áður fyrr. í A-klæðningu hefur verið hugsað fyrir hverjum hlut til þess að gera uppsetningu sem einfaldasta og spara bæði tíma og peninga. Framleiddir hafa verið ýmsir aukahlutir svo sem gluggakarmar, mænar, vindskeiðar ° og margt fleira sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar tegundir klæðninga. i A/klæðning er nýtískuleg lausn - í eitt skipti fyrir öll á veggi, loft og þök. % A/klæðning klæðskerasaumuð á hvert hús. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVlK - SÍMI 22000

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.