Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 16
16 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Hérgin 22.-23. október 1983 dægurmál (sígiid?) Ég er lifandi og það getur ekki verið slæmt Kinks kom hér á Bítlaæðistímum. Hér eru þeir ásamt íslensku hijóm- sveitinni Tempó. Ray Davis er fyrir miðju (yfir hægri öxl hans gægist Þorgeir Astvaldsson). Kinks hefur nú um nokkurt skeið verið í hópi virtustu hljóm- sveita vestan ög austan Atlants- ála. Hljómsveitin á að baki langan og stormasaman feril. Þar sem skipst hafa á skin og skúrir. Hún hefur gefið út fleiri og betri hljómplötur en ég hef tölu á og nýverið leit nýjasta afkvæmi Kinks, State of Confusion, dags- ins ljós. Kinks var stofnuð í Englandi árið 1964 og náði skjótt miklum vinsældum með laginu „You Re- ally Got Me“. Fljótlega fóru hæfileikar Ray Davies að skína. Textar hans vöktu mikla athygli, og einkanlega sá gálgahúmor sem þar var að finna og fljótlega skipaði hann sér í hóp með snill- ingum eins og Bob Dylan og John Lennon. Kinks nutu mikilla vinsælda í upphafi og hversu skringilega sem það kann að hljóma þá fóru vinsældir hljómsveitarinnar dvín- andi samtímis því sem hæfileikar Ray Davies komu betur og betur í ljós. Eftir nokkurra ára öldudal þá skaut hljómsveitin fram í sviðs- ljósið á ný lag með hinu sívinsæla lagi „Lola“. Lagið beindi athygli manna aftur að Kinks en fljótlega fór aftur að síga á ógæfuhliðina. Hljómsveitin lenti í útistöðum við útgáfufyrirtækið sitt, og end- aði sú deila með því að Kinks gerði samning við annað útgáfu- fyrirtæki.Samhliða nýjum samn- ing, nýjum plötum, sem flestar hlutu mjög góða dóma gagnrýnenda, sneru aðdáendur hljómsveitarinnar í Englandi baki við henni.Þeir félagar hrökkl- uðust þá vestur um haf þar sem þeir hafa alið manninn síðan, við góðan orðstír. Nýjasta plata Kinks, State of Confusion, er tónlistarlega á eng- an hátt frábrugðin seinustu plötum hljómsveitarinnar. Þeir hafa ef eitthvað er færst örlítið í átt að „heavy metal“ en það er varla neitt sem orð er á gerandi, sem betur fer. Sem fyrr eru það textar Ray Davies sem gefa Kinks þann Ástfangnir lögfrœðingar Matreiðslumenn - Matreiðslumenn Almennur félags- og fræöslufundur veröur haldinn miðvikudaginn 26. október kl. 15 aö Óðinsgötu 7. Fundarefni: 1. Hótel- og veitingaskóli Islands, Frummælandi Friðrik Gíslason, skólastjóri. 2. Önnur mál. Stjórnin. Þegar Jackson Browne sendir frá sér brciðskífu fer fíðringur um gömlu aðdáendurna. Browne á nefnilega nokkuð marga, trausta og trúfasta stuðningsmenn sem ganga með honum í gegnum þunnt og þykkt. Þetta eru yfirleitt fólk sem komið er yfír 25 ára aldurs- mörkin, í daglegu tali kallað hipp- ar. I vitund margra þeirra hefur Browne öðiast sess sem einn hinna „gömlu góðu“. Browne á langan og litríkan feril að baki. Hann vakti fyrst á sér at- hygli upp úr 1970 þegar hljóm- sveitir eins og Nitty Gritty Dirt Band og aðrar stórhljómsveitir þessara ára fóru að leika lögin hans. Orðspor hans fór fljótiega vaxandi og það kom að því að hann gaf út sína fyrstu breiðskífu, sem eins og síðari plötur hans hafa fékk afbragðs dóma og viðtökur. Eftir því sem frægð Brownes jókst fóru fleiri og fleiri hijómsveitijr og lista- menn að leika lögin hans. Hljóm- i sveitir eins og Byrds og Eagles, og ' söngvarar eins og Linda Ronstadt kassettur Gœöi og verd sem koma á óvart! og Joe Cocker. I dag hefur Browne skipað sér ákveðinn sess sem einn besti lagasmiður síns tíma. Nýjasta platan hans Lawyers in Love kom út fyrir þó nokkru og geröi þaö bara gott. Á henni má heyra Browne í öllu sínu gamla veldi. Tónlist hans og lagasmíðar hafa ekki tekið miklum breyting- um í tímans rás. Hann heldur sig á svipuðum slóðum og fyrr, rólegum og melódískum. Til að undirstrika kyrrstöðuna þá notar hann sömu mennina og hafa leikið með honum undanfarin ár. Hér í „dentíð" var ég mjög heillaður af Browne en hrifningin hefur farið minnkandi. Því við þessi „tónlistarbastarðar" sem „fædd“ erum á mörkum.hippa og pönktímans erum ekki sérlega staðföst í trúnni á gömlu goðin. Dyggustu stuðningsmenn Brownes og annarra „gamalla góðra“ líta á það sem persónulega móðgun, ef einhver vogar sér að hallmæla gömlu köppunum. Ég held að Browne sé að sigla inn í höfn gleymskunnar. Hann er rækilega staðnaður og varla miklar líkur á því að sigla út úr þeirri lognmollu sem umlykur hann. Öll er platan þræl vel unnin enda eru færustu „sessionleikarar" Bandaríkjanna honum innan handar á þessari plötu. Menn eins og Russel Kunkel sem hefur ábyggilega leikið inn á fleiri plötur en nokkur annar núlifandi trommuleikari. Lawyers in Love verður ekki tal- in í hópi bestu platna Brownes. en fyrir volga og hálfvolga aðdáendur er hún fengur og eins fyrir þá sem eru hrifnir af rólegri og vel unninni tónlist. JVS gæðastimpil sem er á hljómsveit- inni. Er ég efins um að það til séu margir textahöfundar sem eru jafngóðir og Ray Davies. Hann er sennilegast besti texta- höfundur dægurlagatónlistar- innar í dag. A State of Confusion kemur hann víða við. Hann fjall- ar um firringu hins daglega lífs, hið seinvirka kerfi sem við höfum komið okkur upp, ástina og síð- ast en ekki síst hjónabandið sem er „engin ást, aðeins einkaeign". Textarnir á plötunni eru hreint út sagt frábærir, og eftir því sem maður hlustar oftar á þá, þeim mun betri verða þeir. Hann á engan sinn líka. Kinks eru ekki að gera neina nýja hluti á þessari plötu, þetta eru allt saman lummur sem við höfum heyrt áður. En það eru textarnir sem gera það að verkum að Kinks rís langt upp fyrir „vísitöluhlj ómsveitina“. Verður þessarar plötu sennilega minnst fyrst og fremst fyrir textana. Það er gott til þess að vita að engin ellimörk eru farin að sjást á Ray Davies og skora ég á alla þá sem langar til að hlusta á góða texta að gefa State of Confusion tæki- færi. JVS Vector Þessi fjölhæfa! □ I28K minni (stækkanlegt í 256K) □ Tvær örtölvur: 8 bita Z80B og 16 bita 8088 □ Stýrikerfi CP/M-86, MS-DOS og CP/M-80 □ íslenskir stafir skv. staðli □ Fjölnotendakerfi með LINC- Network □ 5, 10 eða 36MB innbyggðir Winchester diskar □ Úrval prentara □ Hugbúnaður: Fjárhagsbókhald, viðskipta- mannabókhald, birgðabók- hald, sölunótukerfi, tollskjala- kerfi ásamt verðútreikn- ingum, launabókhald, gjald- endabókhald f. sveitarfélög, ritvinnsla, áætlanagerð, fél- agabókhald (ASÍ) o.fl. Auk okkar býður Hagtala hf. hug- búnað fyrir Vector tölvur. □ Fjölhæfustu tölvurnar á markaðnum! MICRO Síðumúla 8 — Simar 83040 / 83319 Gleymum ekki geðsjúkum 29.10.'83

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.