Þjóðviljinn - 22.10.1983, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 22.10.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. október 1983 fréttaskýring - " Óskar Erfiðleikar í Alþýðuflokki: Guðmundsson . skrifar Lausnir áforystukreppu mk Alþýðuflokkurinn á í miklum erflðleikum um þessar mundir eftir klaufalegar uppákomur í pólitíkinni, lélegar undirtektir kjósenda í síðustu kosningum og peningavandamál í útgáfustarf- seminni. En við þetta bætist svo forystukreppa sem margur krat- inn stynur undan. „Forystukreppan leysist ekki fyrr en í næstu þingkosningum“, sagði, áhrifamaður í Alþýðu- flokki. „Þá verður skorið úr um hverjir geta tekið við - og um framtíð einstakra þingmanna og jafnvel Alþýðuflokksins alis,“ sagði sami maður. Það er hræðslan sem heldur þeim saman, sagði annar, og benti á að þingflokkurinn væri þannig klofinn, að Eiður, Kjart- an Jóhannsson og Karl Steinar hefðu visst bandalag sín á milli, en þeir Karvel Pálmason og Jón Baldvin mynduðu mótvægið með Jóhönnu Sigurðardóttur, sem væri annars beggja blands. And- rúmsloftið í þingflokknum væri ekkert alltof gott - og sambandið við félagana í flokknum æði snurðótt. Eiður Guðnason þingflokks- formaður stæði þingmanna best í sínu kjördæmi, en hann væri yst til hægri pólitískt og meira knú- inn áfram af hræðslu við breytingar og kommúnista held- ur en þeim hugsjónum sem kenndar eru við sósíaldemókrat- íu. Hins vegar væri hann jafn traustur fyrir einsog hann væri þungur og íhaldssamur. Þessir eiginleikar gerðu það að verkum að hann væri ekki vel til forystu falinn í flokknum, meður því að maðurinn væri heldur ekki „dyn- amiskur". Karvel Pálmason er sagður hafa einhverjar rætur í verkalýðs- hreyfingunni sem hann hefur ekki ræktað nógu vel - og í flokknum heima í kjördæmi stendur hann á brauðfótum. „Ekki eitt einasta Alþýðuflokks- félag á Vestfjörðum styður Kar- vel, nema í Bolungarvík“, sagði krati á Patreksfirði. Og bætti við að eftir kosningarnar síðustu væri flokkurinn vestra meira og minna í rúst eftir prófkjörssigur Kar- vels. Utanflokksmenn, þar á meðal Alþýðubandalagsmenn, hefðu komið Karvel inn í próf- kjörinu fræga. Staða Karls Steinars og Kjart- ans Jóhannssonar í Reykjanes- kjördæmi þykir heldur ekkert alltof sterk. Kjartan hafi nú haft forystuna á sínum höndum með- an flokkurinn hafi glatað fylgi og giftu. Þess vegna sé Kjartan sjálf- ur orðinn langþreyttur og muni nota fyrsta tækifæri til að hætta formennsku í Alþýðuflokknum. Þó Jón Baldvin Hannibalsson sé vissulega maður mikils metn- aðar, er talið að hann láti sig ekki einu sinni dreyma um for- mennsku í Alþýðuflokknum. Þá hafa heyrst þær raddir meðal krata í Reykjavík, að Jón Baldvin geti alveg eins hugsað sér að hætta þingmennsku. Vegtyllan og starfið hafi alls ekki reynst honum fyrirhafnarinnar virði. Þar á ofan hefur hann pólitískt orðið að kyngja slíkum vonbrigð- um að ekki verði á bætt. Jón Baldvin var höfundur „við- reisnarstjórnarinnar", sem Al- þýðuflokkurinn átti að mynda með íhaldinu eftir kosningar. Af þessu varð auðvitað ekki og Al- þýðuflokkurinn sem hálft í hvoru hefur dansað eftir hljóðpípu Jóns Baldvins í pólitíkinni síðustu misseri í smáu og stóru, hefur ein- ungis 6 þingmenn og standa þar margir tæpt. Jón Baldvin hefur heldur aldrei komist af Tónabíós- fundinum - og heldur stríðinu áfram við uppdiktaða komma í öllum skúmaskotum. Hann er „haukur" í Alþýðuflokknum ásamt Eiði Guðnasyni - og það eitt nægir til að útiloka þá frá fylgi til forystu í flokknum. Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið orðuð sem málamiðlunar- lausn, en kunnugir telja þann möguleika ekki vera það sem hleypt gæti því lífi í flokkinn sem hann þarfnist til áframhaldandi lífs. Jóhanna hafi traust og stuðn- ing félaga í Reykjavík, en ekki mikið út fyrir Elliðaár. „Það myndi ekki leysa vandamálin“, sagði stuðningsmaður Jóhönnu- innan Alþýðuflokksins, og „hún er alltof góður félagi til að lenda í ormagryfjunni og dugar best í sínu starfi sem þingmaður“. „Henni er svo illa við átök, að hún leitar að málum sem engan styggja", sagði annar félagi henn- Ástandið í þessum þingflokki og meðal annarra forystumanna er þannig, að hræðslan við að næsti maður ógni stöðu hins kem- ur í veg fyrir að minnstu tilraunir séu gerðar til að bjarga við mál- um. Þannig mun Árni Gunnarsson hafa' lagt fram töluverða vinnu við að fara í gegnum útgáfumál flokksins og lagt fram ákveðnar tillögur. Þó svo allir væru sam- mála um að eitthvað þyrfti að gera, þarsem Alþýðublaðið er á hausnum, þá þorðu flokksbrodd- arnir ekki að fallast á tillögur Árna og hann varð að þakka pent fyrir sig og kveðja. Aðrir kratar vildu að starfskraftar hans yrðu notaðir fyrir flokkinn en þeir máttu síns einskis. Svipaða sögu er að segja um Sighvat Björgvins- son. Álþýðuflokksbroddarnir hafa ekki þorað að kalla á hann til liðs við sig til að lappa upp á eymdina af því þeir óttast frekj- una í Sighvati. Hafnarfjarðarklíkan sem lengstum hefur verið valdamest í flokknum hefur fengið að ráða of miklu undanfarin ár, sagði vinstri krati. Nú séu þverbrestir farnir að koma í ljós í þessari Hafnar- fjarðardeild. Guðmundur Árni Stefánsson ritstjóri Alþýðublaðs- ins er sagður vilja stefna til þings, þarsem bræður hans sátu um hríð. Kjördæmið: Reykjanes- kjördæmi. Heimildarmaður þessi sagði einnig að allir væru á einu máli um að skipta yrði um for- ystu. Ungkratar væru orðnir fjarska leiðir á ástandinu og vildu fyrir hvern mun að ný forysta tæki við. Sömu sögu væri að segja um verkalýðshópinn. Báðir þessir hópar eru fremur til vinstri og vilja á þeim forsendum standa í pólitíska stríðinu - og þá með samherjum á svipuðum slóðum. En óánægjan með flokksfor- ystuna nær út fyrir þessar raðir. Þannig hafa margir miðkratar og hægri kratar leitað með logandi ljósi að einhverjum til að taka við. „Menn hafa helst sóst eftir Gylfa Þ. Gíslasyni til að taka við forystu flokksins, en ekki er lík- legt að hann vilji það,“ sagði mið- krati þegar um þetta var spurt. Enn ein lausnin er tvíeykið Sig- hvatur Björgvinsson og Árni Gunnarsson í formanns- og vara- formannsembættið. „Þó Sighvat- ur Björgvinsson sé gamall haukur, þá hefur ásjóna hans mildast síðustu árin“, sagði ung- ur vinstri krati - og var þó ekki búinn að lesa forsíðu Þjóðviljans með Sighvati. Og Árni hefur alltaf þótt hafa það manneskju- iega yfirbragð að höfðaði til allra, þó hann skorti frekju Sighvats. Þegar blaðamaður leitaði álits Árna á þessari lausn, hló hann við og sagði í véfréttastíl: „Ég hef alltaf verið reiðubúinn til átaka fyrir Alþýðuflokkinn og hugsjón- ir hans. Meira hef ég ekki um það að segja“. -óg ar. ritst jórnar grei n gpjjggj Bráðabirgðalögin og frelsi einstaklinga Einar Karl Haraldsson skrifar Umræða er hafin um bráða- birgðalög ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar á Alþingi. Þau hafa leitt til mestu tilfærslu á fjármunum frá þeim sem selja vinnuafl sitt yfir til milliliða og fyrirtækja í þjóðarsögunni. ^ Kaupmáttur launa hefur fallið svo mikið á hverja unna klukku- stund að hann er kominn niður í það horf sem var árið 1953. Yfir- gnæfandi meirihluti íslenskra launamanna í dag hefur aldrei verið á eins lágu tímakaupi og nú, og aldrei verið með eins lélegan kaupmátt tímakaups og nú, eins og Svavar Gestsson benti á í þinginu. Þrátt fyrir þetta er ljóst að staða atvinnurekstrar í mörgum greinum er mjög tæp, og eftir- spurn hefur verið skorin svo , ótæpilega niður að horfur eru á því að af stjórnarstefnunni muni spretta stórfellt atvinnuleysi þeg- ar fram líða stundir. Átta spurningar Bráðabirgðalögin frá í vor eru einstök lög. Þau vekja upp marg- ar spurningar: 1. Ér hægt að nefna eitt einasta dæmi um að launamenn hafí ver- ið sviptir samningsrétti með sama hætti og ákveðið er í bráða- birgðalögunum? 2. Er hægt að nefna eitt dæmi úr íslandssögunni um að bannað hafi verið með bráðabirgða- lögum að greiða vísitölubætur á laun í heil tvö ár? 3. í bráðabirgðalögunum er hvergi minnst á rétt verkafólks til vinnustöðvana. Er því ekki Ijóst að verkalýðsfélögin hafa fullan rétt til vinnustöðvana ef þeim býður svo við að horfa? 4. Hvað gerir ríkisstjórnin ef launamaður og atvinnurekandi ná samkomulagi um einhverja launahækkun? Verður gripið til hegningarlaganna eins og forsæt- isráðherra ýjaði að 26. maí sl. og þá til hvaða greina í þeim? 5. Hvað er átt við með ákvæðum laganna um framlengingu síðast gildandi kjarasamninga? Hvaða kjarasamninga er átt við? Er ver- ið að framlengja lagaákvæði kjarasamninga sjómanna, sem voru uppsagðir en óendurnýjaðir þegar lögin voru sett? Er verið að framlengja kjarasamninga tann- lækna sem sagt var upp á árinu 1981 af þáverandi ríkisstjórn? 6. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að ganga gegn grundvallarstefnu sinni um frjálsa kjarasamninga, sem ítrekuð var í kosningastefnu- skrá flokksins, og staðfest bráða- birgðalögin um bann við kjara- samningum? 7. Ætlar Gunnar G. Schram, formaður Bandalags háskóla- manna, sem skipulagt hefur und- irskriftasöfnun um afnám samn- ingabanns, að samþykkja nauðungarákvæði um bannið? 8. Ætlar Pétur Sigurðsson bar- áttumaður fyrir sjómannasam- tökin að fallast á samningabannið í þingsölum? Beðið svara á þingi Það verður fróðlegt að heyra svörin við þessum spurningum Svavars Gestssonar á Alþingi í næstu viku. Sérstaklega verður hlustað eftir afstöðu Sjálfstæðis- flokksins. Ætlar hann að selja Framsóknarflokknum sann- færingu sína í annað sinn rétt eins og gerðist á sl. vori? „Hér er auðvitað ekki um að ræða neitt þannig atriði að menn togist á um það í samningum um ríkisstjórn, hvort samningsréttur er afnum- inn í tvö ár eða átta mánuði, að einn segi 24 mánuði og svo endi þeir í átta að lokum til samkomu- lags. Hér er um að ræða grund- vallarmannréttindi og flokkur sem kennir sig við frelsi einstakl- ingsins samþykkir ekki nauðung- arákvæði af þessu tagi einn ein- asta dag,“ sagði Svavar Gestsson í þingræðu. Málið er nú í höndum þingsins, og þar verður Ieitt í ljós hvort má sín meira stefna og mannréttindi, eða stundarhagsmunir ráðherra og ríkisstjórnar. -ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.