Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 9
Helgin 22.-23. október 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9
Verðum sífellt kröfuharðari
Rætt við þær
Bryndísi,
Hallveigu og
Helgu úr Brúðu-
leikhúsinu sem
nú sýnir í Iðnó
Brúðuleikhúsið er orðið einn af
þessum föstu punktum í
menningu höfuðstaðarins en,
það hefur nú starfað í 11 ár pg
lengst af á Fríkirkjuvegi 11. í
veturverðurhinsvegar
breyting á, því að tekist hefur
samstarf við Leikfélag
Reykjavíkur og eru sýningar í
Iðnó. Um síðustu helgi var
frumsýning hér á landi á fjórum
nýjum verkum
Brúðuleikhússins en þau voru
fyrst sýnd á brúðuleikhúshátíð í
Vasa í Finnlandi í sumar. Við
náðum tali af þeim Bryndísi
Gunnarsdóttur, Hallveigu
Thorlaciusog Helgu
Steffensen sem standaað
Brúðuleikhúsinu.
- Hvernig stendur á þessu sam-
starfi við Leikfélag Reykjavíkur?
- Það má segja að það sé gagn-
kvæmur ávinningur fyrir báða að-
ila. Sýning okkar að þessu sinni er
svo viðamikil að hún kemst ekki
fyrir á Fríkirkjuveginum og við
fyllum upp þarfir leikfélagsins að
hafa barnasýningu í Iðnó en það
eru komin mörg ár síðan það var
síðast.
- Og hvernig líkar ykkur svo að
sýna á alvöruleiksviði?
Úr Risanum draumlynda.
Ljósm.: Kristján Ingi.
- Það hentar okkur ákaflega vel.
Við getum nýtt okkur ljósabúnað
hússins og höfum tæknimann til að
stjórna honum sem er algjört ný-
næmi fyrir okkur. Hingað til höfum
við gert allt sjálfar. Annars höfum
við fyllst aðdáun á leikfélags-
fólkinu að sjá við hvers konar að-
stæður það býr því að bókstaflega
ekkert kemst fyrir af sviðsbúnaði á
bak við. Það er ótrúlegt hvernig
það getur verið með allar þessar
sýningar.
- Nú er komin hefð á sýningar
ykkar í borginni. Hafið þið ekki
fastan áhorfendahóp?
- Okkar „publikum" vex úr grasi
og kemur því alltaf nýtt og nýtt fólk
en þó er stór hópur sem kemur ár
eftir ár. Við höfum reynt að
Bryndís Gunnarsdóttir, Hailveig Thorlacius og Helga Steffensen stjórna
Brúðuleikhúsinu. Ljósm.: eik.
breikka áhorfendahópinn með því
að hafa meiri fjölbreytni í sýning-
unum, svokallaðar fjölskyldusýn-
ingar þar sem eitthvað er við hæfi
allra. Margir halda að brúðu-
leikhús sé aðeins fyrir smábörn það
er mesti misskilningur. Við höfum
Taktu hár úr hala mínum. Atriði
úr Búkollu. Ljósm.: Kristján Ingi.
líka reynt að hafa aðgangseyrinn
sem lægstan og núna kostar t.d. 100
krónur á sýninguna svo að allir
ættu að geta ráðið við það. Og
þetta er því ekkert gróðafyrirtæki.
- Hvernig var ykkur tekið í
Finnlandi?
- Þetta er í annað sinn sem við
förum á þessa hátíð og nú hefur
okkur verið boðið að vera með enn
einu sinni næsta ár, og er það eini
hópurinn frá því í sumar sem fær
slíkt boð aftur. Það teljum við
segja nokkuð. Finnarnir töldu að
sýningin væri gott framlag til frið-
arbaráttunnar og talað var um Ijós-
ið frá íslandi og hve hugljúf hún
væri. Einhver var líka að rifja það
upp að hún væri eins konar óður til
lífsins og þarna væri mikið Um fæð-
ingar.
- Nú stjórnið þið þrjár öllum
brúðunum. Er það ekki mikið púl
meðan á sýningu stendur?
- Jú, svo sannarlega. Við erum
alltaf á ferðinni og stoppum ekki
eina sekúndu. Það krefst mikillar
einbeitingar og ef eitthvað fer úr-
skeiðis fylgir því löng runa af mis-
tökum. Við erum standandi, liggj-
andi og í öllum mögulegum stell-
ingum bak við. Þórhallur Sigurðs-
son er leikstjóri og hann hefur unn-
ið mikið afrek að koma þessu sam-
an í eina heild. Hann er óskaplega
natinn og samviskusamur.
- Þið byggið mjög á ljósatækni á
sýningunni.
- Já, svona leikhús útheimtir
góða lýsingu og hefur orðið mikil
breyting frá því að við byrjuðum
með tvo gamla leslampa. Við erum
með margs konar tælyú t.d.
skuggabrúður, sjálflýsandi brúður
og svo ægir saman alls konar
brúðum. Sú stærsta er 2.50 á hæð.
Einnig blandast inn í lifandi fólk í
gervum en það teljum við þó að
megi ekki skyggja um of á sjálfar
brúðurnar sem eru aðalatriðið.
- Hvernig gengur að fá skrifað
fyrir brúðuleikhús?
- Það hefur gengið frekar erfið-
lega. Við höfum yfirleitt frum-
samið þættina sjálfar eða samið
upp úr öðrum textum.
- Hvað með raddirnar?
- Leikarar lesa yfirleitt raddirn-
ar inn á segulband og það er heil-
mikil kúnst líka ef vel á að ganga.
Við verðum sífellt kröfuharðari
eftir því sem við erum lengur í
þessu.
- Og tónlistin?
- Atli Heimir Sveinsson samdi
sérstaklega fyrir okkur tónlist við
Ástarsögu úr sveitinni eftir Guð-
rúnu Helgadóttur en aðra tónlist
höfum við fengið lánaða eftir De-
bussy, Áskel Másson og Jón Ás-
geirsson.
- Hvaða fleiri verk eruð þið með
á þessari sýningu en Ástarsöguna?
- Það er Búkolla, Eggið og Ri-
sinn draumlyndi. _ GFr
ÁTIIcnoss
daaar
21.okt-5.nó/
1. Kynning á Króný gólfteppum.
2. Námskeið fyrir aila aldurshópa í
handprjóni á manudögum,
þriðjudögum, fimmtudögum og
föstudögum, kl. 14-16.
3. Kynning á Álafossverksmiðjunni.
Rútuferð frá Álafossbúðinni,
Vesturgötu 2, kl. 14:00 þriðju-
daga.
Myndlistarsýning á Bolvirkinu
sýningarsal okkar í Álafossbúð-
inni, Vesturgötu 2. Sigurður Sól-
mundsson sýnir.
Álafossdagur á Selfoss í dag í
íþróttahúsinu. Markaðssala er
opin frá kl. 10-19. Gólfteppakynn-
ing - tískusýning og Álafos-
skórinn syngur.
10% afsláttur af
haradprjónabandinu
okkar alla dagana