Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. október 1983
bæjarrölt
„Þekkir þú Red Kelly“, sagði 8
ára gamall stjúpsonur minn við
mig yfir matarborðinu í vikunni.
Ég velti vöngum stundarkorn en
sagði svo: „Nei, ég man bara eftir
Buffalo Bill og Hoppalong Cass-
idy. Þekkir þú þá?“ Hann g'af lítið
fyrir það. „Svo man ég líka glögg-
lega eftir Lone Ranger og Roy
Rogers“, bætti ég við. Drengur-
inn virtist ekki verða svo mjög
uppveðraður af þessum hetjum
bernsku minnar en tók þess í stað
að segja svo hryllilegar sögur af
Red Kelly að mér svelgdist á
heilsufarsinu og móðir hans suss-
aði niður í honum.
Svona
er að
vera
8 ára
Svona er að vera 8 ára hetja
þegar allt snýst um vopn og
kappa. Um daginn kom hann
heim með hávísindalega fræði-
bók um íslendingasögurnar eftir
Sigurð Nordal sem hann hafði
fengið lánaða á bókasafni barna-
skólans. Líklega hefur hann búist
við æsandi vopnaskaki og her-
skáum víkingum í þessari bók.
Við gáfum honum hornauga um
kvöldið þegar hann sökkti sér
ofan í þessa bók sem margur full-
orðinn hefur sjálfsagt gefist upp á
fyrirfram. Einbeitingin var svo
mikil að hann veitti engu öðru
' athygli. Og hann þrælaðist í gegn-
um fyrsta kaflann án þess að láta í
ljós nein vonbrigði. Hann skilaði
bókinni næsta dag og kom með
Hamar Þórs eftir Magnús
Magnússon í staðinn.
Anddyrið og garðurinn hjá
okkur er eins og vopnasmiðja.
Hann og félagar hans eru búnir
að viða að sér úr nálægum hús-
grunnum, heiman frá sér og guð
má vita hvaðan, plötum, borð-
um, kústsköftum, nöglum, snær-
isspottum og gúmmívetlingum
svo að nokkuð sé nefnt. Svo er
gengið í verkfærakassann og
smíðað og smíðað. Það eru skild-
ir,spjót, kylfur, bogar, túttubyss-
ur o.s.frv. Við erum friðelskandi
fólk og m.a.s. meinilla við byssur
og erum dálítið gáttuð á þessu
öllu saman.
En það getur stundum verið
hollt að líta svolítið í eigin barm
og eigin æsku og þá er maður um-
burðarlyndari.
Við fórum með hann á kvik-
myndina um friðarboðann Gand-
hi um daginn. Hann var mjög
hrifinn af þessari stórkostlegu
mynd en fannst þó vanta meiri
bardaga í hana. Þegar við komum
heim trúði hann okkur fyrir því
að ef hann hefði verið í Indlandi
hefði hann svo sannarlega látið
morðingja Gandhis vita hvar Da-
víð keypti ölið. Svo fengum við
smálýsingu á því hvernig hann
hefði farið með kauða: klofið
hann í herðar niður, kýlt hann út í
hafsauga eða eitthvað í þá áttina.
Ég reyndi að koma honum í
skilning um að svona hugsunar-
háttur stríddi algjörlega gegn
kenningum Gandhis, lífi hans og
allri hans breytni. Hann horfði á
mig gjörsamlega skilningsvana.
„Að heyra í gamlingjanum", hef-
ur hann sjálfsagt hugsað með sér.
Svo tók hann sér góða bardaga-
bók í hönd, fór í rúmið, las bók-
ina með sælusvip, fór með bæn-
irnar sínar og sofnaði vært við
sverðaglam forneskjulegra ridd-
• ara. Svona er að vera 8 ára.
Guðjón
Veistu...
að móðurmál Stalíns var ekki
rússneska, heldur grúsíska.
að Churchill hafði indjánablóð í
æðum sínum í gegnum móður
sína sem var bandarísk.
að Hitler var fæddur í Austur-
ríki.
að Kristbjörg Kjeld leikkona er
færeysk í aðra ættina.
að Ólafur Thors var danskur í
föðurætt.
að Róbert Arnfinnsson er þýsk-
ur í móðurætt.
að Manuela Wiesler og Páll
Pampichler Pálsson eru bæði
austurrísk og systkinabörn að
auki.
að Björn Th. Björnsson listfræð-
ingur er þýskur í móðurætt.
að Jón Sen fiðluleikari er kín-
verskur í föðurætt.
að fyrsta íslenska leikritaskáldið
var Sigurður Pétursson sýslu-
maður (1759-1827).
að fyrsti íslenski verkfræðingur-
inn var Sigurður Thoroddsen,
faðir Gunnars heitins forsæt-
isráðherra.
að fyrsti íslenski kvenlögfræð-
ingurinn var Auður Auðuns.
að yngsti þingmaður sem
nokkurn tíma hefur setið á
Alþingi er Sigurður Magnús-.
son rafvélavirki en hann sett-
ist sem varamaður á þingið í
desember 1971 og var þá 23
ára.
að áður en Sveinn Björtjsson var
kjörinn forseti 17. júní 1944
var hann ríkisstjóri í 3 ár.
að Jón Baldvin Hannibalsson er
skírður í höfuðið á Jóni Bald-
vinssyni, fyrsta formanni Al-
þýðuflokksins.
að þegar Þjóðleikhúsið var
opnað árið 1950 héldu margir
að tvö leikhús gætu ekki þrif-'
ist hlið við hlið í höfuðborg-
inni.
að í Armeníu enda öll karl-
mannsnöfn á -jan. Má þar
nefna skákmanninn Petro-
sjan, stjórnmálamanninn
Mikojan og tónskáldið Kats-
jaturíjan.
að rúmenska er rómanskt mál|
eins og ítalska, spænska ogl
franska.
sunnudagskrossgátan _____________________Nr 394
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá staðarnafn.
Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðu-
múla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 394“. Skilafrestur er þrjár
vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort
sem lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá
að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp.
því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því
eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir
því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að, 1
þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér-
hljóða og breiðum. t.d. getur a aldrei komið í stað áog öfugt.
Verðlaunin
Verðlaun fyrir krossgátu nr. 390
hlaut Þórdís Gísladóttir, Kúholti
12, 220 Hafnarfirði. Þau eru
skáldsagan Geirfuglarnir eftir
Árna Bergmann. Lausnarorðið
var Dagbjört.
Verðlaunin að þessu sinni er
bókin Stöðvun kjarnorkuvígbún-
aðar eftir Edward Kennedy og
Mark Hatfield sem MáJ og menn-
ing gaf út í kiljuflokki sínum.
-rimrn
c=í=r KIIJUR
Edward Kennedv
Mark Hatfæld *
Stöðvun
kjarnorku-
vígbúnaðar
7— 2 3 ¥ ?— (0 ' V 7 J— V— 6 /0 — 77
/2 7 13 <V) 10 /3 5" /¥ !S 9? T~ í II ry" f
S \7 5" n? 17 20 9? 4 19 isr 7 (?
t 17 22 r 2/ ¥ 22 */ £T 9? )l /2 5~
23 i3 1</ /3 2S~ J3 % 2o 11 TT /3
23 ¥ £ 15- 4 13 2 2/ 5 13 27
28 ? 27 ¥ 7 13 9? 2iT 28 23 9P Jo 7 ry* sZ
19 V 1 17 /f U // V 7 23 8 b 13
V 2C, 30 21 /3 r 2b T~ 14 14 23 V zs
3/ TT~ 23 15 d 7 8 2óu 20 $ 7 17' ¥ 5"
/6 iT zt r 3 32 23 7 /3 21 13 £ 0 T~
5" V 2o II- 13 9? 7 20 /3 17 V / J3 14
/7 2 7 23 2 15 /9 V /sr >9 11 13 .. s
A A B D ÐEÉF GHlfJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ