Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 6
6 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Helgin 15.-16. október 1983 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfulélag Þjóöviljans. Fr'amkvæmdastióri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafssen. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjori: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Viöir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. i Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guömundsd. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Siguröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 8f333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. riistjornargrei n starf «9 kjör Bardaginn í Volhöll í áraraðir voru deilurnar í Sjálfstæðisflokknum út- skýrðar með tilvísunum í persónulegan metnað Geirs Hállgrímssonar og Gunnars Thoroddsen. Nú er Gunn- ar fallinn frá og Geir hafa tilkynnt ákvörðun sína að hætta formennsku. Samkvæmt gömlu skýringunni um að orsök átakanna fælist í persónu þessara tveggja manna ætti allt að vera í lukkunnar velstandi í Sjálf- stæðisflokknum. Atburðir síðustu vikna sýna hins vegar að flokkurinn er margklofinn. Engin samstaða er um formannsefni. Harðar deilur eru um stjórnarstefnur flokksins. Ráð- herrar flokksins og sjálfstæðismenn í forystusveit verkalýðshreyfingarinnar hrópa heiftarorð hver að öðrum. Jafnvel innan ríkisstjórnarinnar eru einstakir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins önnum kafnir við að reyna að koma höggi á félaga sína og láta einhvern annan en sjálfan sig sitja uppi með skömmina af hinum óvinsælu aðgerðum. Pessi þróun sýnir að deiiurnar milli Gunnars og Geirs voru ekki sjúkdómur Sjálfstæðisflokksins heldur ein- kennið á innvortis umturnun. Hinn heilsteypti flokkur er að gliðna í sundurleitar fylkingar sem bítast um völdin. Það er því skiljanlegt að ritstjóri Morgunblaðs- ins hafi komist að þeirri niðurstöðu um síðustu helgi að nú sé runnin upp sú tíð að vonlaust verði að reyna að stjórns Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna sé tími hinna sterku formanna liðinn. í staðinn sé vænlegast fyrir flokkinn að velja sér fjölmiðlafulltrúa sem leitist við að dylja ágreininginn innan hinnar sundurleitu hjarðar. Þrír menn hafa tilkynnt framboð til formanns. Eng- inn þeirra nýtur víðtæks stuðnings. Formannskjörið virðist um þessar mundir vera barátta milli mismunandi veikra minnihlutahópa. Fess vegna íhugar Albert Guð- mundsson nú hvort ekki sé runnin upp stund hins stóra marktækifæris. Hann bauð sig fram á móti Geir fyrir nokkrum árum. Og tapaði. Nú vekja veikleikar Þor- steins, Birgis og Friðriks upp gamlar freistingar. Hálf- um mánuði fyrir landsfund eru forystumál Sjálfstæðis- flokksins í algerri hönk. Bardaginn í Valhöll á næstu dögum er staðfesting á því að Sjálfstæðisflokkurinn er í reynd láustengt banda- lag stríðandi fylkinga. í því felst veikleiki en einnig ákveðnar hættur fyrir andstæðinga flokksins. Fað er því ekki rétt að fagna sérstaklega þessari þróun. Framtíðin getur borið í skauti sér óvænta atburði. Sundurleitur flokkur getur tekið á sig ýmiss gervi. Á þessari stundu getur enginn spáð því hvaða afleiðingar rótfastur ágreiningur kann að hafa á framtíð Sjálfstæð- isflokksins. Eitt er þó víst að slíkar eðlisbreytingar munu hafa mikil áhrif á þróun íslenskra stjórnmála. Sérrít um tölvubyltinguna I gær gaf Fjóðviljinn út fyrsta sérritið um tölvumál í röð fylgiblaða sem fjalla um þær miklu þjóðfélagsbreyt- ingar sem felast í upplýsingabyltingunni. I þessum blöðum er rætt við sérfræðinga og áhuga- menn um megineinkenni þróunarinnar. Ahrif örtölvu- tækninnar á starfshætti, kennslu og lífsstíl eru rakin í ítarlegum viðtölum og yfirlitsgreinum. Sérrit Fjóðviljans um tölvubyltinguna veita marg- þætta fræðslu um hina gífurlegu þjóðfélagsumturnun sem fylgir í kjölfar hinnar nýju tækni. Á næstu árum mun stefnumótun á flestum sviðum þjóðlífsins þurfa að endurskoðast í ljósi þessara tæknibreytinga. Þjóðvilj- inn hvetur því lesendur sína til að kynna sér vel efni þessara sérrita. ór. Fá þýskir togarar að fara inní landhelgi okkar? Ekki á næstunni segir í athugasemd frá Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráðherra. Þjóðviljinn birti í gær frétt úr þýska blað- inu Weser Kurier. Þar segir að Halldór Ás- grímsson hafi greint frá því á blaðamanna- fundi í Bremen að til greina kæmi að veita þýskum úthafstogurum aftur veiðileyfi í ís- íenskri landhelgi þegar þorskstofninn hefði náð sér aftur. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, sendi blaðinu í gær athugasemd við þessa frétt. í athugasemdinni átelur hann blaðið fyrir að birta þýsku fréttina án þess að leita til hans. Þjóðviljinn gerði í fyrradag í- trekaðar tilraunir til að ná í Halldór. Blaða- maður var sendur niður á Alþingi síðdegis á fimmtudag og beið þar lengi árangurslaust eftir ráðherranum. Síðan fór annar starfs- maður Þjóðviljans, ljósmyndari, upp í ráðu- neyti til að taka af Halldöri mynd og flytja honum boð um að hafa samband við Þjóðvilj- ann vegna fréttar. Starfsmenn ráðuneytisins tjáðu blaðamanninum að ráðherrann væri upptekinn og ekki mætti trufla hann. Af- hentu síðan ljósmynd af ráðherranum. í athugasemdinni greinir Halldór Ásgríms- son frá því að annað þýskt blað, Nordsee Zeitung, hafi haft eftir honum að þýskir tog- arar geti ekki gert sér vonir um veiðar við ísland á næstunni. Það eru efnislega svipuð ummæli og hitt blaðið Weser Kurier hafði eftir ráðherranum. Þannig virðast bæði blöð- in - Nordsee Zeitung sem Halldór hampar í athugasemd sinni og Weser Kurier sem Þjóð- viljinn birti - greina frá svipuðum kjarna í yfirlýsingum ráðherrans. Blaðamaður Þjóðviljans spurði Halldór í gær hvort honum hefði verið kunnugt um fréttina sem Þjóðviljinn sagði frá. Ráðherr- ann kvað já við. Hann var spurður hvort hann hefði gert athugasemd við hið virta blað Wes- Þetta er myndin af Halldóri Ásgrímssyni sjávarút- vegsráðherra sem starfsmenn ráðuneytisins af- hentu fulltrúa Þjóðviljans um leið og þeir sögðu að ekki mætti trufla ráðherrann. er Kurier. Ráðherrann kvaðst ekki hafa gert það. Halldór sendi Þjóðviljanum hins vegar þá athugasemd sem birt er orðrétt hér á eftir. Áð dómi ráðherrans er greinilega í lagi þótt þýskt blað segi Þjóðverjum að íslenskur ráðherra hafi opnað á veiðar innan landhelginnar. Hins vegar sé ekki í lagi að íslenskt blað segi íslendingum hvað þýsk blöð hafi eftir ráð- herranum. óg/ór Athugasemd sjávarútvegs- ráðherra við frétt Þjóðviljans Þjóðviljinn birtir á forsíðu í gær, stórfurðulega frétt. í frétt- inni segir að ég hafi opnað mögu- leika í Þýskalandi fyrir þýska tog- ara til að koma inn í íslenska landhelgi. Það er útaf fyrir sig ámælisvert, að Þjóðviljinn skuli ekki sjá á- stæðu til að bera slíka frétt undir mig áður en hún er birt. Það er rétt, að þegar ég fór til Bremen- haven í boði rikisstjórnar Brem- en fyrir nokkru síðan til að kynna mér málefni fiskiðnaðarins þar og skipulag landana í Þýskalandi, þá ræddi ég við blaðamann að ósk Þjóðverjanna. Það er ekkert launungarmál að Þjóðverjar hafa um margra ára skeið lagt á það mikla áherslu að fá veiðiheimildir við ísland. Því hefur að sjálf- sögðu verið neitað. Ég sagði Þjóðverjunum, að sóknin í karfastofninn væri of mikil og þegar þorskstofninn næði sér aftur þyrftum við á því að halda að draga úr sókninni í karfann. Það eitt gerði það að verkum að engin von væri til þess, að við gætum heimilað öðr- um þjóðum leyfi til veiða innan íslensku landhelginnar. Frétt sú, sem Þjóðviljinn hefur eftir, er . frétt þýska blaðsins Weser Curi- er, sú frétt er þar birtist er á mis- skilningi byggð og í aðalatriðum röng. Til að leiðrétta þennan mis- skilning sendi ég hér með fréttir úr öðrum þýskum blöðum frá þessum tíma. í frétt Nordsee Zeitung segir „Ráðherra ósveigjanlegur, engir veiðikvótar fyrir Þjóðverja við Is- land“. f fréttinni segir einnig að íslenski sjávarútvegsráðherrann Halldór Ásgrímsson hafi skýrt frá því í Bremen að þýskir útgerðar- menn geti engar vonir gert sér um veiðar við Island á næstunni. (Undirstrikun Þjóðviljans) f frétt blaðsins Bremer Nach- richten segir að „íslenski sjávar- útvegsráðherann hafi þurft að neita þeirri ósk þýskra útgerðar um að fá að veiða karfa við fs- land“. (í fréttinni sem Þjóðvilj- inn greindi frá var talað um þorsk. Ath. Þjóðviljans). íslendingar sjálfir veiða nú of mikið af karfa og um leið og þorskstofninn hefur náð sér þá munu íslendingar sjálfir minnka sóknina í karfann. Viðtölin við Þjóðverjana fóru fram á ensku og má vel vera, að viðkomandi blaðamaður hafi ekki skilið nægilega vel hvað ég sagði. Það má einnig vera, að áhugi hans á því að koma þýskum togurum inn í íslensku landhelg- ina hafi verið svo mikill í huga hans að hann hafi ekki hlustað. Það sama má segja um blaða- mann Þjóðviljans. Hann virðist hafa haft meiri áhuga á því að birta þessi röngu ummæli og álykta út frá þeim en að gera til- raun til að komast að hinu sanna. Ég harma það, að blaðamaður Þjóðviljans skuli ekki gera til- raun til að hafa samband við mig og bera þessi mál undir mig. Ég var í Alþingi í gær til kl. 15:00 og síðan í ráðuneyti mínu fram undir kvöldmat og heima hjá mér í gærkvöldi, þannig að ég mundi vita um það ef einhver slík alvarleg tilraun hefði verið gerð. Hins vegar kom Ijósmyndari meðan ég var á fundi í ráðuneyt- inu og sagðist þurfa að taka mynd af mér. Hann gat ekki beðið og lagði engin skilaboð. Þjóðviljinn hefur fallið í þá gryfju að láta áróðurshugsjónina .ráða ferðinni í stað þess að leita að hinu sanna í málinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.