Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. október 1983 myndlist Fórn til hinnar konunnar, eftir Marlene Dumas. Ljósmynd, steinar og skeljar, 50x30x35 cm. 1981. Halldór B. Runólfsson skrifar Æáii- Miskunnsami Samverjinn, eftir Jean-Paul Franssens. Olía á striga, 160x200 cm. 1982. Ekki slæðast margar erlendar sýningar hingað. Það er gott ef ein kemur á ári. En stundum bregst það eins og aflahroturn- ar. Að vísu er hér nokkurt fram- boð af norrænum listsýningum, en þær duga skammt til að veita okkur innsýn í það sem helst gerist úti í hinum stóra heimi. Þær eru þó góðra gjalda verðar og sárabót í því sam- bandsleysi sem áhugamenn um myndlist mega þola. Ég nefni þetta vegna þess að nú stendur yfir sýning á verkum hol - lenskra listamanna í Nýlistasafninu að Vatnsstíg og Listasafni ASÍ við Grensásveg. Nú má ekki skilja það svo að ég telji erlendar sýningar betri eða fínni en íslenskar listsýningar. En það er nauðsynlegt hverri listgrein og forsenda fyrir viðgangi hennar, að um hana leiki straumar frá öðrum löndum þar sem ólík viðhorf ríkja. Það er jafn mikilvægt fyrir listamenn og áhugamenn sem fylgjast vilja með listum. Hér koma vandamál myndlistar sem miðils hvað skýrast í ljós: Hún flyst nefnilega ekki eins auðveld- lega milli landa og tónlist eða bók- menntir. Áhugamaður um þær list- ir getur lallað sér í næstu hljóm- plötuverslun eða bókabúð og keypt listaverk fyrir lítinn pening og notið þess í allri sinni vídd og dýpt. Myndlistarmaðurinn eða áhugamaðurinn um myndlist verð- ur að láta sér nægja eftirprentun á bók eða blaði, í rangri stærð, mis- jafnri prentun og slitið úr samhengi við raunveruleik umhverfis. Tæknileg útfærsla kemst sjaldnast til skila þegar um ljósmynd af lista- verki er að ræða. Slíkur flutningur myndverka er aldrei annað en hálfkveðin vísa. Þess vegna eru erlendar sýningar svo mikilvægar, því sjaldnast geta menn brugðið sér til útlanda til þess eins að fylgjast með því sem þar gerist í listum. Það er gagns- laust að vísa þessu vandamáli frá undir yfirskini þjóðernishroka. Menning mun stærri þjóða en ís- lendinga hefur staðnað og geltst við það eitt að slitna úr tengslum við menningu annarra þjóða. ís- lensk menning og listir eru óhugs- andi án tengsla við aðrar þjóðir. Það sannast á Sæmundi fróða og öllum síðari menningarpostulum okkar. Mikilvæg menningartengsl Tengsl íslands og Hollands á sviði myndlistar má rekja aftur til ársins 1969. Þá valdi hollenska menntamálaráðuneytið sex lista- menn til íslandsfarar og sýndu þeir í Gallerí Súm. Meðal þeirra voru Gagnkvæm og frjó menningarsamskipti Hollands og íslands: Attica Blues, eftir Ansuya Blom. Spegilgler og tré, 36,5x29 cm. 1983. Castello, eftir Peer Veneman. Blönduð tækni, 245 cm. 1983. Sýning 9 Hollendinga tveir kunnir listamenn, sem ís- lenskir listamenn hafa haft góð kynni af: Douwe Jan Bakker hefur margoft Iagt leið sína hingað og unnið að myndverkum sínum hér og Pieter Holstein, einn kunnasti grafíker Hollendinga, er nú pró- fessor við Ríkisakademíuna í Ám- sterdam. Undir hans leiðsögn stunda a.m.k. þrír íslendingar nám, um þessar mundir. Þá má nefna fjórðu sýningu SÚM í Fodor-safninu í Amster- dam, stofnun In-Out Center í sömu borg, sem íslenskir myndlistar- menn voru aðilar að og Gallerí Lóu, stofnað af íslenskum og hol - lenskum listamönnum. Fyrir utan allan þann fjölda íslendinga sem sótt hafa listnám til Hollands, eiga nokkrir þeirra frægð sína og frama að þakka veru sinni þar. Það eru því merkileg og mikilvæg menning- artengsl sem skapast hafa milli þessara ólflcu landa og hefur ís- lensk myndlist notið góðs af þeim. Sýning sú sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu og Listasafni ASÍ, mun vera fjórða sýningin sem hol- lenska menntamálaráðuneytið stendur fyrir hér á landi. Hún er skipulögð af Nýlistasafninu og Fodor-safninu í Amsterdam, enda er hún skiptisýning. Verk níu ís- lendinga eru sýnd í Fodor og list jafnmargra Hollendinga er að finna á sýningunni hér. Slík skipti eru til fyrirmyndar og ef maður saknar einhvers, þá er það að ekki skuli vera enn frekari menningar- tengsl milli íslands og meginlands Evrópu af svipuðum toga. Hollensk list á 9. áratugnum Því miður er ég ekki nægilega dómbær á það hversu raunhæfur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.