Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 27
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27 2. lota áskriftarherferðarinnar í fullum gangi_ Sækið ávísanir strax! Nú er 2. lota áskriftarherferðar Þjóðviljans hafm af fullum krafti og er fólki boðin áskrift að blaðinu tímabilið nóvember-desember fyrir aðeins 350 krónur. Er þar með veittur 150 króna afsláttur frá venjulegu áskriftarverði dagblað- anna í dag. Fyrsta lota þessarar söfnunar gekk afar vel og bættust um 850 nýir áskrifendur að Þjóðviljanum á aðeins 6 vikum. Þegar eru fjöl- margir safnarar á vegum blaðsins um land allt að störfum, en með birtingu „ávísunarinnar" nú vill Þjóðviljinn vekja athygli á þessu átaki. Allir velunnarar Þjóðviljans geta sótt ávísanir á afgreiðslu blaðsins Síðumúla 6 eða flokks- miðstöð Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105, ef þeir treysta sér til að afla áskrifenda í kunningja- hópnum. Allmargir einstaklingar söfnuðu í 1. lotu tugum áskrifenda og verkið vannst leikandi létt eins og einn þeirra komst að orði í blað- inu í gær. Þeir sem vilja gerast áskrifendur á þessum hagstæðu kjörum geta einnig haft samband við blaðið, t.d. strax í dag til hádegis og fram- vegis á skrifstofutíma, og beðið um að gerast áskrifendur. Nú er aðeins rúm vika til mánaðamóta og forráðamenn söfnunarinnar hafa sett markið hátt. Spurningin er hvort tekst að safna 2000 nýjum áskrifendum að Þjóðviljanum á tímabilinu 1. sept- ember til áramóta en undirtektir næstu daga skera úr um hvort það mark næst. -v. PIOBVIUINN sími: (91) 81333 Jfr. 000267 KynningaráskrifT^^^ÍÍ- að Þjódviljanum nóvember- desember 1983 • Blaö launamanna, jafnréttis og friðarsinna • Höfuömálgagn stjórnarandstöðunnar • N;iuösyn fyrir þá scm vilja fylgjast mcö og mynda sér sjálfstæöa skoöun • Fjölbreytt sunnudagsblaö og vikulcgir blaðaukar. . Nalu safnani M 2G7 DJOÐVILIINN Ég undirrituð/aður óska eftir kynningaráskrift aö Þjóðviljanum í nóvember ogdesember 1983. Verö fyrir kynningartímabilið er kr. 350.- Upphæðin verður innheimt í byrjun desember Vilji ég ekki gerast ásknfandi Þjóðviljans frá og með 1. janúar mun ég láta blaðið/ umboðsmann vita í lok desember. Adda Bára rakti aðdragandann að því að lögum um Framkvæmda- sjóð aldraðra var breytt í fyrra, þannig að nú er bannað að nota nefskattinn í byggingu hjúkrunar- heimila. „Þingmenn höfðu þá greinilega og ekki að ófyrirsynju hugboð um að svo kynni að fara að ríkisstjórn kynni að vilja láta nef- skattinn einan nægja“, sagði Adda, „en í fjárlagafrumvarpinu 1984 er hann eina tekjulind sjóðsins. Ríkisstjómir áttu ekki að komast upp með að sleppa því að greiða sitt lögbundna 85% framlag til byggingar hjúkrunarheimila og sjúkrahúsa, - nefskatturinn átti að vera hrein viðbót, ætlaður í vist- heimili og þjónustuíbúðir. Og hverjir skyldu hafa haft þennan brennandi áhuga á að láta ríkis- stjórnir ekki svíkjast um? Fremstur í þeim flokki fór Matthías Bjarna- son, núverandi heilbrigðisráðherra og í þeim flokki voru hinir sömu sem nú lækka ríkisframlagið niður í núll!“ Adda benti á að þessari áskorun yrði að fylgja eftir af fullum myndugleika ef von ætti að vera um árangur. Reykjavíkurborg fór fram á 34 miljónir í B-álmuna á næsta ári en nú vantar aðeins hersl- umuninn til að ljúka annarri hæð byggingarinnar. Fullbúin mun hún rúma 172 aldraða langlegusjúkl- inga og er það mat manna að slík viðbót muni gerbreyta því neyðar- ástandi sem ríkt hefur í málefnum þessa sjúklingahóps. Leiktækjasölum fjölgar í borginni: 80 ný tæki við Hlemm Á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld samþykktu allir borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins rekstrarleyfi til tveggja nýrra leiktækjasala, beggja í nágrenni við Hlemm. Gerðist þetta þrátt fyrir ítrek- aðar aðvaranir barnavernd- arnefndar og tillögu Guðrún- ar Ágústsdóttur á fundinum um að hafna rekstrarleyfun- um eða a.m.k. fresta af- greiðslu þeirra. Á borgarstjórnarfundinum sagði Guðrún Jónsdóttir það á allra vitorði að á „Billa-grilli“ við Hverfisgötu væru seld fíkniefni og hefur borgarstjóri í framhaldi af þeim orðum beðið Fíkniefnadeildina að rannsaka sannleiksgildi þeirrar fullyrðingar. Nýju staðirnir tveir sem meirihluti borgarstjórnar samþykkti í fyrrakvöld eru að Hverfisgötu 105 og Laugavegi 116. Á Hverfisgötu verða 38 leiktæki á 63ja fermetra gluggalausu herbergi, sem ekki tengist veitingarekstrin- um í kjallaranum eða mynd- bandaleigu sem þar verður einnig. Salurinn verður opinn frá 11-23.30 og kostar 15 kr. í tölvuspil, 10 krónur í önnur. Á Laugaveginum eru 10 spil í 43ja fermetra sal tengd- um sælgætis- og tóbakssölu sem þar er. Salurinn var opn- aður í ágúst þrátt fyrir að leyfi fengist ekki fyrr en nú og þar kostar 10 og 15 krónur í tækin. Nýjar starfsreglur sem borgarstjórn samþykkti í vor virðast ekki hafa náð þeim ár- angri sem ætlað var, - s.s. að setja skorður við þessum rekstri. Að vísu fækkar leiktækjum í sjoppum þar sem þau eiga að vera tengd veitingasölu, en leiktækja- eigendur hafa lært á kerfið og nú fjölgar sölunum óðfluga. 4 nýir staðir hafa verið opnaðir í nágrenni Hlemms með 80 leiktækjum. Tillaga Öddu Báru samþykkt: Áfram með B-álmuna segir borgar- stjórn og skorar einróma á Albert! íslenska skáksveitin í Osló________________ Efst fyrir síðustu umferð Síðasta umferðin í áttalanda- keppninni í skák í Osló verður tefld í dag og kljást okkar menn þá við Danskinn. Fyrir síðustn umferðina er íslenska sveitin efst á mótinu eftir drjúgan gærdag. f gær tefldu Íslendingí r við Fær- eyinga og sýndu litla vægö, frændur okkar héldu eftir hálfun vinningi með jafntefli í skák Marg.árs, aðr- ar skákir unnu íslending ir. Enn bættist í íslenska sarpinn þ, gar Jó- hann Hjartarson vann tvær bið- skákir sem menn höfðu áður gert sér um litlar vonir, gegn Norð- manninum Vibe og Grún frá V- Þýskalandi. Fyrir umferðina í dag eru íslend- ingar með 23 v., Pólverjar með 22, Danir og Svíar með 21, Þjóðverjar með 20. Aðrar sveitir eiga ekki sigurmöguleika. Pólverjar keppa í dag við Þjóðverja. hól/m Borgarstjórn samþykkti sam- hljóða sl. fimmtudag að skora á fjárveitinganefnd og þing- menn Reykjavíkur að breyta fjárlagafrumvarpi Alberts Guð- mundssonar þannig að fé fáist 1984 til að halda áfram bygg- ingu B-álmunnar. Það var Adda Bára Sigfúsdóttir sem mælti fyrir tillögunni og tók Páll Gísla- son, formaður í bygginganefnd fyrir aldraða undir gagnrýni hennar á fjárlagafrumvarpið. Páll sagði m.a. að borgarstjórn myndi leita til „okkar ágæta fjár- málaráðherra, sem þekkir þessi vandamál best, þó hann hafi lagt fram þetta frumvarp." Snemma í sumar opnaði Davíð Oddsson fyrstu hæðina í B-álmunni með pompi og prakt. Nú hefur Albert Guðmundsson lagt til að byggingin verði stöðvuð, en tillaga Öddu Báru um að borgarstjórn sætti sig ekki þegjandi við slíkt var samþykkt í fyrrakvöld. Ljósm. -aj. Ihaldið í stjórn Borgarbókasafns 40% haddam á bókakortum! Sjálfstæðismeirihlutinn í stjórn Borgarbókasafns Reykjavíkur gekk í gær frá til- lögum sínum um fjárhagsáætl- un safnsins 1984. M.a. sam- þykkti meirihlutinn að skírteini skyldu hækka um 40% og fer fullorðinsskírteini þá í 140 krónur en barnaskírteini í 35 krónur! Fulltrúar minnihlutans í stjórn Borgarbókasafns, þær Kristín Ástgeirsdóttir og Guðrún Helga- dóttir bókuðu hörð mótmæli gegn þessari hækkun. „Við bentum á að þetta væri óþolandi meðan launum er haldið niðri í landinu og aðeins gert ráð fyrir4-6% hækkun þeirra á næsta ári“, sagði Kristín Ástgeirsdóttir í gær. „Það eru helst börn og gamalt fólk sem notfærir sér þjónustu safnsins og það hefur komið fram að þessir hópar eru farnir að veigra sér við að kaupa kortin á því verði sem þau eru á núna, hvað þá ef þau hækka um 40%.“ Kristín sagði meginverefni Borg- arbókasafnsins á næsta ári vera að ljúka við safnið í Gerðubergi, en þar stendur húsnæði safnsins óhreyft tilbúið til innréttingar. „Það er áætlað að það muni kosta 23,3 miljónir króna að innrétta húsnæðið og kaupa bækur“, sagði hún, „og stjórn safnsins stefnir að því að dreifa því á 2 ár.“ Þess má geta að Framfarafélag Breiðholts hefur ákveðið að beita öllum sínum kröftum á næstunni til þess að ýta á eftir safninu í Gerðubergi. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.