Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. október 1983 um hélgina myndlist Gallerí Langbrók: Sýning Siguröar Arnar Brynjólfssonar SÖB á 100 gamansömum smáteikningum stendur út mánuðinn. Ókeypis aögangur aö skemmtilegri sýningu. Galleri Lækjartorg: Ragnar Lár opnar í dag sýningu á 40 myndverkum. Allt ný verk, bæöi olíumál- verk og gouáche-myndir. Gallerí Grjót: Þar stendur nú yfir sýning á grafíkmyndum eftir Ragnheiði Jónsdóttur einn fremsta grafíklistamann landsins. Opiö frá 14-18 um helgina og 12-18 virka daga. Fríkirkjuvegur 11: Ketill Larsen opnar sýningu á olíu- og acr- ylmyndum sem hann kallar „Tónar frá öör- um heimi'1. Þettaer 15. einkasýning Ketils. Borgarspítalinn: Bretinn Ray Cartwright sýnir svokallaöar „scrapeboard" myndir á Borgarspítalan- um. Hann hefur búiö hér undanfarin 3 ár og áhrif verunnar hér endurspeglast i verkum hans. Kjarvalsstaðlr: Sýning á verkum eftir meistara Kjarval sem gefin hafa verið Kjarvalsstöðum var opnuð um síðustu helgi. Fróöleg og skemmtileg sýning sem stendur til 13. nóv. nk. Norræna húsið: Ljósmyndasýningunni um Orkneyjar og Hjaltlandseyjar lýkur um helgina. Þetta er farandsýning frá Statens historiska muse- um í Stokkhólmí. Nýlistasafnið: Síöasta sýningarhelgi á verkum hollenskra myndlistarmanna, myndlist, bókverk og fleira spennandi. Listasafn Alþýðu: Sama sagan og meö Nýlistasafniö, síöasti möguleiki aö berja hollenska nýlist augum um helgina. leiklist Leikfélag Akureyrar: I gærkvöldi frumsýndi leikfélagiö söng- leikinn „My Fair Lady" vonandi viö hinar bestu undirtektir. Þetta er viöamesta sýn- ing félagsins í 67 ára sögu þess. Næsta sýning á söngleiknum er á sunnudags- kvöld. Sjá nánar á sfðunni. Leikbrúðuland f Iðnó: Á sunnudag veröa Tröllaleikir sýndir í lönó. Fjórir bráðskemmtilegir einþáttungar. Sjá nánar annars staðar í helgarblaöinu. Leikfélag Reykjavíkur: Úr lífi ánamaökanna er á fjölunum í lönó i kvöld og á sunnudagskvöld veröa Guörún, Bolli og Kjartan ásamt fleiri góðum mönnum á sviöinu. Sýningum fer nú að fækka á þessu ágæta leikriti. Þá er í kvöld miðnætursýning í Austurbæjarbíói á franska gamanleiknum Forsetaheimsókn- inni. Stúdentaleikhúsið: Um síðustu helgi var uppselt á nýjustu dagskrá leikhússins, „Hvers vegna láta börnin svona" samantekt úr verkum atóm-. skáldanna. Þeir sem misstu af þá mæta annað kvöld kl. 20.30 í Félagsstofnun, ef þeir hafa þá ekki drifið sig i gærkvöld. Þjóðleikhúsið: Skvaldur, þessi víöfrægi breski gaman- leikur veröur á stóra sviðinu i kvöld og nýjasta verk Odds Björnssonar „Eftir konsertinn" annaö kvöld. Lína langsokkur er mætt til leiks sprellfjörug aö vanda og skemmtir börnum og fullorðnum í dag kl. 15 og á sama tíma á morgun. Þaö er merki- legt hvað hún Sigrún Edda getur hamast þetta endalaust á sviðinu. Ragnheiður Steindórsdóttir og Arnar Jónsson í hlutverkum sínum Leikfélag Akureyrar sýnir „My Fair Lady” Viðamesta sýning Söngleikurinn My Fair Lady sem frumsýndur var hjá Leikfélagi Ak- ureyrar í gærkvöld er viðamesta sýning sem félagið hefur sett upp á 67 ára ferli sínum. Þessi sýning er í raun afmælis- sýning í tilefni þess að í ár eru liðin 10 ár frá því leikfélagið þróaðist úr LA frá upphafi áhugamannastarfi í atvinnu- leikhús. Um 60 manns hafa unnið að undirbúningi þessarar viðamiklu sýningar. I aðalhlutverkum eru þau Arnar Jónsson og Ragnheiður Steindórsdóttir. Leikstjóri er Þór- hildur Þórleifsdóttir. Sovéskir dagar í 8. sinn: Listafólk frá Litháen skemmtir fslenska óperan: f kvöld veröur önnur sýning á nýjustu upp- færslu óperunnar, sjálfu stórstykkinu „La Traviata". Þriðja sýning verður á þriðju- dag. Hópur listafólks frá Litháen verða gestir á sovéskum dögum MÍR sem haldnir verða í 8. skipti hérlendis. Listafólkið kemur fyrst fram á tónleikum og danssýningum í Hlégarði, Mosfellssveit á mánu- daginn kemur en sýnir síðar í vik- unni, í Vestmannaeyjum á Suður- landi og í Reykjavík um næstu helgi. Meðan á sovésku dögunum stendur verður sýning opin í Ás- mundarsal við Freyjugötu á list- munum frá Litháen. Þar verða sýndirleirmunir, tréskurður, svart- list og skartgripir sUeyttir raf- steinum. Sýningin verour opnuð í dag kl. 15.00. Þá verður einnig opin sýning á ljósmyndum og bókum í MIR- salnum við Lindargötu og sýndar kvikmyndir frá Litháen. Rautt þríhyrnt merki á lyfjaumbúðum táknar að notkun lyfsins dregur úr hæfni manna í umferðinni ýmislegt ÝMISLEGT: Sovéskir dagar: Sovéskir dagar MlR hefjast i 8. sinn á mán- udag í Hlégarði Mosfellssveit kl. 20.30. Þaö er listafólk frá Litháen sem skemmtir með söng og dansi. Þá veröa sýningar í Vestmannaeyjum á þriðjudag og miðviku- dag og víðar um land. Meöan á Sovéskum dögum stendur verð- ur sýning opin í Ásmundarsal viö Freyju- götu á svartlist, tréskurði, leirmunum og skartgripum. Einnig verður Ijósmynda- og bókasýning ( MlR-salnum viö Lindargötu. Markaður Kl: Kvenréttindafélagið veröur með markaö að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, í dag kl. 14.00. Á boðstólum eru kökur, kerti, jóla- kort, bækur og tímarit. Kaffi og meðlæti á staönum. Hljóðvinnsla hjó SÁK: I dag kl. 14.00 verða Samtök áhugamanna um kvikmyndagerö með námskeið i hljóð- vinnslu. Námskeiðið fer fram í Álftamýrar- skóla og Jón Þór Hannesson verður þar til leiðbeiningar. Þátttökugjald kr. 50. Ketill Larsen með 15 einkasýningu sína: „Tónar frá öðrum heimi” Dagana 22., 23. og 24. október myndir, einnig eru á sýningunni 1983 heldur Ketill Larsen málverk- nokkrar svartkrítarteikningar. Á asýningu að Fríkirkjuvegi 11. Sýn- sýningunni verður leikin tónlist inguna nefnir hann „Tónar frá öðr- eftir Ketil af segulbandi. Sýningin um heimi“. verður opin alla dagana frá kl. Flestar myndirnar eru unnar á 14.00 til 22.00. þessu ári. Þetta eru olíu- og ácryl- Hólmaborg og Hólmatindur Esk- og Reyðfirðingakaffi Síðdegiskaffi fyrir eldri borgara 15.30. Messað verður í kirkjunni frá Eskifirði og Reyðarfirði verður kl. 14 og hefst kaffið að henni lok- í safnaðarheimilinu í Bústaða- inni. kirkju sunnudaginn 23. okt. kl. SKIPTINEMI Á vegum ICYE (Alþjóðleg ungmennaskipti) fara ca. 20 ungmenni til ársdvalar erlendis haust hvert, og ganga ýmist í skóla eða starfa í félagslegri vinnu. Þér sem er á aldrinum 17-25 ára er velkomið að sækja um. Umsóknareyðublöð er hægt að fá á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 11 og er skilafrestur þeirra til 1. des. 1983.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.