Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 22.10.1983, Blaðsíða 28
DWÐVIUINN Helgin 22.-23. október 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiöjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Útibúaspilverkið í nýju Ijósi bær sendi málið til lögfræðings síns Jóns Ingólfssonar, og það hefur komið til uppboðskröfu vegna þess. Lögfræðingur minn er Arn- mundur Backmann. Pegar málið kom svo til sýslumanns var hon- um bent k irteislega á, að hann hefði á sínum tíma skipað mér talsmann. „Pað er aðeins gert við vanvita og fáráðlinga eða þvíum- líka“, sagði ég. Fógeti spurði þá hvort ég vildi að hann viki úr dómi. Ég sagði að mér væri alveg sama hvort hann væri þarna eða ekki. Þá leit hann yfir gleraugun og sagði. „Pú ert harður maður Jón Sigvaldason.“ Þegar málið svo kom fyrir dóm sl. þriðjudag var kominn setu- dómari í málið, Már Pétursson, háðfugl hinn mesti. Már fer að lesa uppúr skjölunum. Þá liggja fyrir 24 dómsskjöl en ég hafði viðað að mér ýmsu. Petta vafðist nú dálítið fyrir Má. Hann sagði að ekki væru rök fyrir því að taka lögtök fyrir lóð- aleigugjöldum, en þama væri á- greiningur um það hvort ætti að greiða eða ekki. Ekki væri deilt á upphæðina. Málið næði því ekki fram að ganga í réttinum. Þarmeð var ég búinn að sigra í málinu, þarsem ekki væri lagaheimild fyrir innheimtunni. Jón Ingólfsson brá ókvæða við og spurði mig hvað ég ætlaði að gera. Sagðist hann gera ráð fyrir að fara með málið lengra. Ég sagðist hlakka til því þá verður að kalla til vitnis ágætismenn einsog Ólaf G. Einarsson og hæstarétt- ardómara og fleiri. Ég held að Már hafi átt bágt með að skella ekki uppúr þegar málið var tekið fyrir.“ „Bæjarstjórinn og embættis- mennirnir hafa aldrei talað við mig vegna málsins, heldur kusu þeir að fara valdbeitingarleiðina og þeir þurftu að gjalda þess“, sagði Jón Sigvaldason í Garðabæ, að lokum. -óg Jón vinnur málið gegn bæjaryfirvöldum í Garðabæ „Það hefur viljað bera á því að bankar hafi byggt eða keypt húsnæði undir bankastarfsemi áður en þeir hafa fengið form- legt leyfi til slíkrar starfsemi. Vissulega geta menn hugleitt hvort ekki sé hér um ákveðnar þrýstiaðgerðir á ráðamenn að ræða. Menn vilja líta svo á að þeir hafi ekki fengið sömu fyrir- greiðslu og aðrir og þá brestur þá langlund til að bíða eftir leyfunum“, sagði Þórður Ólafs- son forstöðumaður Bankaeftir- lits Seðlabankans í samtali við Þjóðviljann í gær. Tveir bankar, Alþýðubankinn og Verslunarbankinn hafa tryggt sér húsnæði undir útibú og gert það allt klárt til að hefja starfrækslu, en Borgar bara fimm krónur í lóðarleigu! Iðnaðarmenn keppast þessa dagana við að innrétta húsnæði Verslunar- bankans í húsi Verslunarinnar í Kringlumýri fyrir bankaútibú, en ekkert leyfi er fyrir hendi frá viðskiptaráðuneyti um rekstur þessa útibús. Á innfeldu myndinni sést næturhólfið sem þegar er komið á sinn stað. Mynd - eik. leyfi viðskiptaráðuneytis fyrir opn- un þessara bankaútibúa er ekki fýrir hendi. Alþýðubankinn hefur búið sig undir að opna útibú á Akureyri og Verslunarbankinn í Húsi verslun- arinnar í Kringlumýri. „Við erum búnir að vera aðilar að byggingu þessa húss frá upphafi og það hefur ávallt verið reiknað með að þarna verði útibú og önnur aðstaða fyrir bankann. Nú er húsið að verða fullklárað og við erum að klára það síðasta í okkar hluta, en það er rétt, við höfum ekki fengið leyfi ennþá fyrir opnun útibús, en umsókn frá okkur hefur legið í við- skiptaráðunevtinu í nokkra mán- uði“, sagði Ami Bjarnason skrif- stofustjóri Verslunarbankans í samtali við Þjóðviljann. Má líta á það sem þrýstiaðgerð gagnvart ráðamönnum að full- smíða og innrétta bankaútibú í þessu húsnæði án þess að hafa leyfi fyrir þessari starfsemi þar? Já, það má kannski segja það. Það hefur ávallt legið ljóst fyrir frá því byrjað var að smíða þetta hús að þarna væri gert ráð fyrir banka- þjónustu og það er líka rétt að það myndi aldrei koma neitt leyfi nema sótt væri fast eftir því“, sagði Árni Bjarnason. -lg- „Þetta eru prýðis strákar en pólitískir kjánar,“ sagði Jón Sig- valdason um yfirvöldin í bæjarfé- laginu sínu. Á þriðjudaginn fór hann með sigur af hólmi er setu- dómari vísaði frá uppboðsbeiðni bæjarstjórnar Garðabæjar á hendur honum fyrir vangoldna lóðaleigu. Þarmeð borgar Jón Sigvaldason áfram fimm krónur í lóðaleigu einsog gamall samning- ur hijóðar uppá. „Ég hef áður staðið í stríði við yfirvöldin hér afþví ég vil standa á mínum rétti“, sagði Jón. „Bæjar- fógetinn hefur nú dæmt í máli hér áður útaf íiraðbrautinni - og af- greiddi það eftir pöntun. Það var að minnSta kosti pólitísk lykt af því“. „Ég hafði alltaf greitt það sem upp var sett fyrir lóðaleigu. Garðabær tekur við þessu landi 1972 og gengur inn í samning sem við 102 lóðahafar höfðum áður gert við eiganda jarðarinnar". „Bæjarstjórnin ákvað þá að endurskoða þennan samning en hafði ekki samband við lóðahaf- ana, sem höfðu samninginn undir höndum. Bæjarstjórinn þá, Ólafur H. Einarsson, hafði sam- band við matsmenn sem áttu að meta þetta. Það voru prýðis- menn. En síðan fór fógeti af stað og tilnefndi mann fyrir hönd lóðahafa, en sá maður taldi sig vera að gæta hagsmuna upphaf- legra eigenda en ekki okkar sem von var.“ „Þegar ég svo fæ gjaldseðilinn þarsem sagt er að lóðaleiga fari eftir lóðasamningi, fer ég náttúr- lega að athuga það plagg. Þetta var í fyrra. Upphæðin samkvæmt gamla samningnum reyndist vera 500 krónur gamlar svo ég tók mig til og sendi jafnvirði, fimm krón- Jón Sigvaldason á lóðinni sinni, sem hann getur létt og glatt greitt fimm krónur af í lóðaleigu samkvæmt samningi. - (Ljósmynd - eik). ur nýjar, til bæjarstjórnarinnar. Sendi ávísun strikaða upp á fimm krónur. Ég skrifaði þeim smá bréf með þarsem ég taldi mig vera gera skyldu mína, enda þótt ég hefði ofborgað undanfarin ár. En ég hafði gerst tortrygginn vegna margendurtekinnar vald- níðslu og hroka embættismanna Garðabæjar svo ég greiddi nú samkvæmt samningi.*' „Eftirmálinn varð sá að Garða- Húsnæðið ekki komið tilbúið en leyfið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.